RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Síða 12

RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Síða 12
RM Konungur mælti: „Þetta skip vil ég þér gefa og launa bjarndýrið.“ Hann þakkaði gjöfina eftir sinni kunnustu; og er leið stund, og skip- ið var albúið, þá mælti Sveinn kon- ungur við Auðun: „Þó viltu nú á braut, þá mun eg nú ekki Ietja þig, en það hef eg spurt, að illt er til liafna fyrir landi yðru, og eru víða öræfi og hætt skipum; nú brýtur þú og týnir skipinu og fénu; lítt sér það þá á, að þú hefir fundið Svein konung og gefið honum ger- semi.“ Síðan seldi konungur honum leð- urhosu fulla af silfri, „og ertu þá enn eigi félaus með öllu, þólt þú brjótir skipið, ef þú færð haldið þessu.“ „Verða má svo enn,“ segir kon- ungur, „að þú týnir þessu fé; lítt nýt- ur þú þá þess, er þú fannst Svein konung og gafst honum gersemi.“ Síðan dró konungur hring af hendi sér og gaf Auðuni og mælti: „Þó að svo illa verði, að þú brjótir skipið og týnir fénu, eigi ertu félaus, ef þú kemst að landi, því að margir menn AUÐUNAR ÞÁTTUR VESTFIRZKA hafa gull á sér í skipsbrotum, og sér þá, að þú hefur fundið Svein konung, ef þú heldur hringnum; en það vil ég ráða þér,“ segir hann, „að þú gef- ir eigi hringinn, nema þú þykist eiga svo mikið gott að Iauna nokkurum göfgum manni, þá gef þeim hringinn, því að tignum mönnum sómir að þiggja, og far nú heill.“ SÍÐAN lætur hann í haf og kemur í Noreg og lætur flytja upp varnað sinn, og þurfti nú meira við það en fyrr, er liann var í Noregi. Hann fer nú síðan á fund Haralds konungs og vill efna það, er hann hét honum, áð- ur hann fór til Danmerkur og kveður konung vel. Haraldur konungur tók vel kveðju hans, og „sezt niður,“ segir hann „og drekk hér með oss;“ og svo gerir hann. Þá spurði Haraldur konungur: „Hverju launaði Sveinn konungur þér dýrið?“ Auðun svarar: „Því, herra, að hann þá að mér.“ Konungur sagði: „Launað myndi ég þér því hafa; hverju launaði hann enn?“ Auðun svarar: „Gaf hann mér silfur til suður- göngu.“ Þá segir Haraldur konungur: „Mörgum mönnum gefur Sveinn konungur silfur til suðurgöngu eða annarra hluta, þótt ekki færi honum gersemar; hvað er enn fleira?“ 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.