RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Page 26

RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Page 26
RM JAMES HANLEY sem hófst og hneig, þeyttist og þyi'l- aðist, hentist og hamaðist með ofui- lítið sprek af mannlegri orku að leik- soppi. Þarna var kletturinn. Já. „0, guð minn góður!“ og þarna var ljós. Tvö ljós, eins og vitni af himnum send um líf, sem vildi rétta honum hjálpar- liönd. Ljósið vakti honum óumræði- legan fögnuð, hrjóstið þandist út og hann Iangaði að hrópa. „Eg er hérna! Lifandi! Lifandi!“ Kall kvað við í fjarska, en hann heyrði það ekki. Hann var yfirbugaður, grafinn; hann hafði verið of bjartsýnn, liann hafði gleymt því duttlungafulla valdi, sem lukti um hann. Hann seig í kaf og honum fannst hljóðhimnurnar ætla að springa. Hann kom aftur upp á yfirborðið og æpti af sársauka. Kletl- urinn. Hann sá hann ekki lengur. Ljósin. Hvert voru þau farin? Höfðu þau verið tóm ímyndun? Hafði hann verið að dreyma, þar sem hann hvíldi á svæflum þessa ólgandi hafs. „Ég er lifandi!“ hrópaði liann einhvers staðar langt inni í sjálfum sér, „ég er lifandi,“ og hugsazt gat, að þetta fagnaðaróp næði að berast gegnum hrim og boða. Honum var að dapr- ast sundið. Hvað var hann annars búinn að synda langt? Fimmtíu faðma, mílufjórðung. Omögulegt að gizka á það. Tími og tímaskyn þurrk- aðist út á þessum öræfum vatnsins. En hann mátti ekki gefast upp. Já, hann varð að halda áfram. Hann nœði þessum kletti, hann nœði strönd- inrii. Sjóirnir hömpuðu honum eins og korktappa, í stjórnlausum gáska reyndu þeir að kreista úr honum þann litla mátt, sem enn leyndist í honum, leituðust við að skola burtu viljaþrekinu, viðnámskergjunni. „Eg skal,“ sagði hann við sjálfan sig. „Ég skal.“ Synti hann vasklega eða með veikum burðum? Eða var sjórinn að stillast, rótið að lægja? Allt í einu kastaðist hann upp úr sjónum og áfram gegnum loftið, en skall svo aftur í vatnið og hvarf í kaf. Nú ætl- aði hafið að taka á honum stóra sín- um. Hann fór að hrópa eins hátt og hann gat, hann reyndi að drekkja öskri sjávarins með rödd sinni, en það varð einungis aumkunarverð við- leitni andspænis þeirri hamslausu höfuðskepnu, sem hann átti í höggi við, barðist við um hverja sekúndu og hvern þumlung. Hann skyldi líka taka á því, sem hann átti til, hann skyldi duga eða drepast. Þau augnablik komu yfir hann, að honum óx ofureflið og einveran í augurn, og nakinn óttinn settist um hug hans. En hann, Garnett háseti, skyldi aldrei gefast upp. Hann hvíldi sig um hríð, hélt niðri í sér andanum og þá sljákkaði í róti tilfinninganna í bili. Hann þröngvaði sér til nýrra átaka og synti aftur af stað. Guði sé lof, þarna sá hann klettinn, já, og nú sást ljósið aftur. Einhver var á ströndinni, einhver hafði komið auga á hann. Hverri frumu í líkamanum óx ásmegin við þessa skyndisýn, lífs- vonin kviknaði á ný og undir niðri 24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.