RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Side 28

RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Side 28
RM JAMES HANLEY höndina og grípa hann. Svo var kað- allinn allur á burtu, horfinn í hol- skeflurnar, sem nú voru komnar í enn ólmari ham en áður, eins og þeim væri ljóst, hve nærri þetta líf var lausninni og hve fjarri það var djúp- unum, sem þær vildu draga það í. Einiíver óð út í brimlöðrið i áttina til liins örmagna sundkappa, en bylgja fleygði honum óðara á land eins og torfusnepli. Aftur óð hann úl í, og aftur kastaðist hann upp i fjör- una. Hafið var ósigrandi. En sund- maðurinn barðist enn góðri baráttu, núheyrði hann hrópin og aldrei hafði hann heyrt aðra eins tónlist, því að raddir þessa fólks voru unaðsleg, töfrandi tónlist; nú var honum senn horgið. Þegar hann lyfti liöfðinu til þess að reyna að hvíla svírann, sá hann manninn vaða út í brimgarð- inn og stefna til sín. Það munaði minnstu, að þeir gætu tekizt í hendur. Ljósin í landi sveifluðust æ ákafar, mennirnir hrópuðu hughreystingar- og fagnaðarópum. Svo kom himinhá alda, sem skildi þá að, hún svelgdi þá, kastaði þeim langar leiðir, sínum í livora áttina, löðrungaði þá og blindaði. Sjómaðurinn hvarf. Vatn- ið ólgaði og rauk í hamsleysi. Enn var hrópað á ströndinni. Svo þutu mennirnir niður í löðrið og drógu félaga sinn í land. Hann var meðvit- undarlaus. Hinn, þetta sjóvelkta rek- ald, sem þó var maður af holdi og blóði, var með öllu horfinn. „Drotlinn minn, en þau ósköp, sem á ganga!“ Menn drúptu höfði. Það var nú orðið, sem auðvitað var. Hann hafði barizt hraustlega og lotið í lægra haldi. Tveir mannanna drógu félaga sinn hærra upp á land. Þá kvað við mikið hróp. Kraftaverk hafði gerzt. Þarna var sundmaðurinn aftur kominn í ljós úti í brimgarð- inum, eins og vofa út úr næturhúm- inu. „Guði sé lof!“ sögðu allir einum munni. Ennþá tók einhver sig til og fleygði sér út í iðukastið, en var fljót- lega skilað aftur. Nú sáu þeir glöggt. Þarna var hann. Maraði hann? Já, hann maraði, hvítt andlitið sneri upp, handleggirnir voru teygðir út, þessi hvita þústa í vatnsborðinu, sem bærð- ist með öldufallinu, var eins og dauf- ur Ijósgeisli, sem sletl hefði verið á myrkan hafflötinn. Þrír menn gripu stóran planka og ýttu honum til sundmannsins. Hann lók þrisvar sinnum í hann og alltaf skolaðist hann úr höndum hans aftur. Enn flaut tréð til lians, hann fór um það steindofnum fingrum, reyndi að halda sér í það, en varð að sleppa. Hann reyndi að hrópa. Straumur sundurslitinna hljóða brauzl fram af vörum hans. Það, sem hann reyndi að segja, var þetta: „Eg kem, ég syndi, ég er alveg að koma!“ Ó, guð minn góður! Idvað var hann búinn að vera lengi í sjónum? Hvað var klukkan? Heimurinn hvarf í stóru, hvítu skýi, hann skynjaði einungis hið lifandi vatn, sem hélt honum í klóm sínum. Svo fann hann, að um 26
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.