RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Side 79

RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Side 79
mannslát RM »Dýrð sé guði í upphæðum,“ taut- aði hún og hélt um hurðarhúninn. jiNei, nú er mér nóg boðið . . . sjá þessa Júdasarsál!“ Antkowa hlamm- aði niður fötunni. „Nú er hún komin að snuðra hér um. Þér tókst þá að losna við þann gamla á endanum! Hefur hann ekki gefið þér allar eigur síuar . . . og þú dirfist að sýna þig hér, úrþvættið þitt! Ertu komin til þess að tína saman síðustu druslurn- ar af honum, eða hvað?“ !5Ég gaf honum nýja léreftskápu uni hvítasunnuna, og hann má auð- vitað vera í henni, en sauðskinns- frakkann verð ég að fá aftur, því að hann var keyptur fyrir peninga, sem eg hafði unnið mér inn í sveita míns andlitis,“ svaraði Tomekowa rólega. „Fá hann aftur, skepnan þín, fá hann aftur?“ öskraði Antkowa. „Ég skal jafna uni þig. Ég skal sýna þér, hvað þú skalt fá . . .“ Hún litaðist um eftir hentugu barefli. „Fara með hann? Ef þú dirfist! Þú hefur skrið- ið fyrir honum og sleikt þig upp við hann, þangað til hann var orðinn svo elliær, að hann gaf þér allar eigur sínar og skildi mig eftir bláfátæka, °g svo . . .“ „Það er á allra vitorði, að við keyptum af honum jörðina. Það eru vitni að því . . .“ „Keyptuð liana? Sjá þessa ókind! A ég að trúa því, að þú dirfist að Ijúga svona frammi fyrir augliti guðs? Keyptuð hana! Svikarar, það eruð þið, þjófar, hundar! Fyrst stál- uð þið af honum peningunum, og svo . . . Létuð þið hann ekki éta úr svínadallinum? Adam er til vitnis um það, að hann varð að tína kartöflurn- ar upp úr svínadallinum! Ha! Og þið létuð hann sofa í fjósinu, af því að þið sögðuzt ekki geta étið fyrir fýlunni af honum. Fimmtán ekrur lands, og þetta hundalíf . . . fyrir all- ar Jjessar eignir! Og þú barðir hann lika, svínið þitt, apinn þinn!“ „Haltu helvítis kjafti, eða ég skal loka honum á J)ér, svo að J)ú munir það, gyltan þín, mellan þín!“ „Komdu |)á, komdu bara, ómaginn þinn! “ „Ég . . . ómagi?“ „Já, þú! Þú hefðir rotnað í götu- ræsinu, og rotturnar hefðu étið ])ig upp til agna, ef Tomek hefði ekki álpazt til að giftast ])ér.“ „Ég ómagi? Ó, andstyggðin þín!“ Þær ruku saman og rifu hvor í hár annarrar; þær flugust á í þröngum ganginum og öskruðu sig hásar á meðan. „Flennan þín, skækjan þín . . . þarna! Þetta skaltu hafa fyrir ekr- urnar inínar fimmtán, og fyrir alla þá bölvun, sem þú hefur gert mér, svínið þitt! “ „í guðs bænum, hættið þið, kon- ur, hættið þið! Þetta er synd og smán!“ hrópuðu nágrannarnir. „Slepptu mér, skepnan þín. Ætl- arðu að sleppa mér?“ „Ég skal murka úr þér lífið, ég skal rifa þig sundur, óþverrinn þinn!“ Þær féllu á gólfið og börðu hvor 73
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.