RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Qupperneq 86

RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Qupperneq 86
RM REINER MARIA RILKE an og kannið og kafið djúp þau, sem líf yðar sprettur úr. Við lindir þess munuð þér hljóta svar við spurning- unni um það, hvort þér verðið að yrkja. Og svarinu verðið þér að hlíta, hvernig sem það hljóðar, og án þess að reyna að fara í kringum það. Ef til vill kemur það í ljós, að list- in er köllun yðar. Takið þá því hlut- skipti og berið það, takið því með þjáningu þess og upphafningu og lítið aldrei til neinna ytri launa. Því að hver skapandi andi verður að búa sér sinn eiginn heim, leita alls hið innra með sjálfum sér og á því sviði lífsins, sem hann hefur helgað sig allan. En svo getur lika farið, að þér verðið að segja skilið við skálda- draumana eftir þessa sjálfsrannsókn. Eins og ég sagði áður, skyldi enginn maður helga sig skáldskap ef hann finnur, að liann getur lifað án þess að yrkja. En sjálfsprófunin, sem ég réð yður til, er samt ekki að ófyrir- synju. Hún mun ávallt upp frá því knýja yður til að leita yðar eigin leiða í öllu lífi yðar, og ég óska þess heitar en orð fá lýst, að þær verði yður fagrar og frjóar og Ijúfar. Hvað get ég sagt yður fleira? Ég ætla, að nú hlasi viðfangsefnið við í réttri birtu. Að lokum vil ég ráða yður til að athuga af gaumgæfni og alvöru yðar eigin þróun og þroska. Ef þér eruð sífellt á hnotskóg -eftir skoðun annarra manna á viðfangs- efnum, sem aðeins verða leyst í djúp- um yðar eigin tilfinninga í algerum friði og einveru, þá hamlar það þroska yðar meira en nokkuð annað. Það gladdi mig mjög, að þér nefn- ið prófessor Horacek í bréfi yðar. Ég ber djúpa virðingu fyrir þessum ástúðlega vísindamanni og hef lengi átt honum mikið upp að unna. Gerið svo vel að bera honum kveðju mína og þakkir fyrir, að hann man eftir mér, það þykir mér ákaflega vænt um. Ég sendi yður aftur með bréfi þessu kvæði þau, sem þér sýnduð mér þá vinsemd að trúa mér fyrir. Og ég þakka yður enn fyrir mikinn og einlægan trúnað, meiri en ég á í raun og veru skilið, maður ókunnur yður, en ég hef leitazt við af litlum föngum að gerast hans maklegur með því að svara yður eftir heztu getu og af fullri hreinskilni. Með einlægum kveðjum og vinarhug, Reiner Maria Rilke. 80
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.