Morgunblaðið - 27.09.1994, Síða 21

Morgunblaðið - 27.09.1994, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1994 21 LISTIR Kjarvalsstaðir Yfirlitssýning á verkum Magriúsar Pálssonar Nú stendur yfir yfirlitssýning á verkum Magnúsar Pálssonar á Kjarvalsstöðum. Magnús hefur um langt árabil verið í fremstu röð íslenskra framúrstefnulistamanna og einkum unnið skúiptúra, um- hverfisverk og performansa. Hann hefur sýnt verk sín sjálfstætt eða með öðrum á u.þ.b. 50 sýningum hér heima og erlendis. Þá hefur hann verið kennari í listtilraunum og nýlistadeildum listaskóla. Magnús stundaði nám í leik- myndagerð í Birmingham í Eng- landi, Reykjavík og Vínarborg á árunum 1949-56. Næstu tuttugu árin vann hann við leikmyndagerð hér á iandi og var höfundur ijölda leikmynda í Þjóðleikhúsinu, hjá Leikfélagi Reykjavíkur i Iðnó og hjá Grímu, en hann var einn af stofnendum þar og formaður um skeið. í fréttatilkynningu segir: „Magnús Pálsson var einn aðal- þátttakandinn í þeim umbreyting- um í íslensku listalífi á 7. áratugn- um þegar framsæknir listamenn settu til hliðar hefðbundin efni og aðferðir við listsköpunina og tóku að vinna út frá listhugmyndum tengdum fluxushreyfingunni, Arte Povera og concept-listinni. Myndverk Magnúsar eiga það yfirleitt sameiginlegt að vera á mörkum þess, sem við erum vön að kalla myndlist í daglegu tali. Það er ekki hægt að skilgreina September- tónleikum lýkur SÖNGHÓPURINN „Ensemble l’homme armé“ flytur eitt þekkt- asta verk eftir tónskáldið G.P. da Palestrina, „Missa papae Marc- elli“, fyrir sjö raddir í Selfoss- kirkju í kvöld kl. 20.30 en í ár er þess minnst að 400 ár eru frá dauða tónskáldsins. Sönghópinn skipa Marta Hall- dórsdóttir sópran, Hildigunnur Halldórsdóttir sópran, Sigurður Halldórsson kontratenór, Sverrir Guðmundsson tenór, Helgi Braga- son tenór, Halldór Vilhelmsson bassi og Eggert Pálsson bassi. Hilmar Örn Agnarsson, dó- morganisti í Skálholti, spilar verk eftir J.S. Bach á undan og eftir „messunni“ og inn á milli messul- iðanna leikur hann samsvarandi þætti fyrir orgel eftir annan ítala, G. Frescobaldo. Prófkjör 28. og 29. október Markús Örn í 4. sæti Sjábu hlutiua í víbara samhengi! -kjarni málsins! þau með einföldum hætti, sem málverk, höggmynd, grafík eða teikningu og á seinni tímum hafa þau nálgast það að verða bók- menntir, hljóðverk eða tónverk eða jafnvel leiklist, án þess þó að tengslin við myndlistarhugtakið séu að fullu rofin.“ Sýningin verður opin daglega frá kl. 10-18 til 23. október og verður kaffistofa Kjarvalsstaða opin á sama tíma. m m I ■ ■■ . ‘. s -.rággi @g'0' ' SB i ISsip EITT verká Magnúsar Pálssonar á sýningunni á Kjarvalsstöðum. Þriðjudags- tónleikar á • • Ara í Ogri ÍRIS Guðmundsdóttir söngkona verður næsti gestur með Tríói Björns Thoroddsens á veitinga- staðnum Ara i Ögri, í kvöld kl. 22.30. Með tríóinu ætlar íris að syngja m.a. blús, gospel og jass. Tríóið skipa þeir Björn Thoroddsen á gít- ar, Gunnar Hrafnsson á kontra- bassa og Ásgeir Óskarsson á slag- verk. Aðgangur er ókeypis. RAOSTEFMA UM erlendar Ijárieslin ÞANN S9. 5EPTEMBER N.K. Á HOTEL LOFTLEIOUM o INVESCO Bkand ia Skandia LAUBAVEQI 170 • SÍMI 61 97 OO 13.00 Setning ráðstefnunnar. Brynhildur Sverrisdóttir fram- kvœmdastjóri Fjárfestingar- félagsins Skandia. 13.10 Agnar Jón Agústsson hagfrœðingur hjá Skandia fjallar um atriði sem ber að hafa í huga við skoðun erlendra fjárfestinga. 13.30 Bo Johansson frá Skandia í Svíþjóð fjallar um stöðu og hoifur á Skandinavíska verðbréfamarkaðinum. 14.00 Nigel Storerfrá Fidelity Investments í Bretlandi fjallar um stöðu og horfur á evrópska verðbréfamarkaðinum. 14.30 Kaffihlé (kynningarbásar opnir). 15.00 Eggert Sverrisson forstöðu- maður fjárstýringar Islandsbanka hf. fjallar umframvirka samninga og erlend verðbréfakaup. 15.30 Simpson O. Donoghue frá Invesco fjallar um stöðu og horfur á verðbréfamarkaðinum íAsíu. 15.00 Chris Burling frá Gartmore Capital Management fjallar um stöðu og horfur á bandaríska verð- bréfamarkaðinum. 16.30 Ráðstefnuslit. Léttar veitingar fyrir ráðstefnugesti. I kaffihlé og að lokirmi ráðsicfmmi vei'ða Julltrúar verðbréfafyrirtœkjarum með kynn- ingarbása þar sem þeir dreifa gögium og svara spumingum um erlendarfjáifestingar. VERQ: 1.000 kr. SKANOIA GREIOIR GÖTU ÞlNA Á FRLENDUM VERQBRÉFAMARKAÐI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.