Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 29 ÞAÐ er tæpast hægt að segja að nótnaútgáfa á Íslandi sé burðug. Þó eru þar nokkrar undantekningar, – sérstaklega hvað varðar útgáfu á sönglögum. Oft eru það tónskáldin sjálf eða aðstandendur þeirra sem standa að þessari útgáfu. Lög Gylfa Þ. Gíslasonar eru mörg hver þjóðinni löngu kunn, og meðal þeirra eru perlur sem þegar hafa öðlast virðingarsess meðal íslenskra sönglaga. Mörg laga Gylfa hafa verið gefin út á hljómplötum og geisladisk- um, og er þar helst að minnast plötu sem kom út fyrir mörgum árum þar sem Róbert Arnfinnsson leikari söng. Árið 1985 gaf Almenna bókafélag- ið út nótnahefti með lögum Gylfa í útsetningum Jóns Þórarinssonar, en það hefti hefur verið ófáanlegt um nokkurt skeið. Það er því talsverður fengur að nýrri nótnaútgáfu á lögum hans, en það er Háskólafjölritun ehf. sem gefur heftið út. Í heftinu er að finna 24 lög. Uppi- staða þess eru lögin tuttugu sem komu út hjá AB, en auk þess er þar að finna fimm lög Gylfa sem ekki hafa komið út áður. Meðal þeirra eru Búðarvísur og Til skýsins við ljóð Jóns Thoroddsens, en þau samdi Gylfi á menntaskólaárum sínum, áður en lög Emils Thoroddsens við sömu ljóð urðu þekkt. Í eftirmála við nýja heftið kemur fram, að Gylfi hafi ekki viljað gefa sín lög við ljóðin út fyrr en nú. Það sama á við um lag Gylfa við ljóð Davíðs Stefánssonar, Litla kvæðið um litlu hjónin, sem þekkt er við lag Páls Ísólfssonar. Lag Gylfa var á sín- um tíma notað í sýningu í Mennta- skólanum í Reykjavík á leikriti Beaumarchais um Rakarann í Se- villa, í útsetningu Karls O. Runólfs- sonar. Þetta lag er einnig í nýju útgáfunni í útsetn- ingu Karls. Sú hlédrægni Gylfa að draga eigin lög til baka þegar lög annarra tón- skálda við sömu ljóð komu til sögunnar er óskiljanleg, því þessi „gleymdu“ lög Gylfa hafa alla burði til að verða þjóðinni jafn kær og lög hinna tónskáldanna og önnur lög Gylfa sjálfs. Tvö önnur lög áður óút- gefin eru í heftinu; Minn- ing, við ljóð Davíðs Stef- ánssonar, og Íslandsvísur Hannesar Hafsteins. Útsetningar Jóns Þórarinssonar eru prýðilegar og liggja þægilega fyrir venjulegar söngraddir. Í fyrri útgáfunni var lagið Ég leitaði blárra blóma þó heldur hátt, en hér er það einnig í lægri tóntegund; – As-dúr í stað upphaflegs B-dúrs, sem er fullhá lega lagsins fyrir almennan söng. Helsti galli sönglagaheftisins snýr að útliti hans og uppsetningu. Áður útgefnu lögin birtast hér eins og þau voru í gamla heftinu, en nýju lögin eru uppsett á annan hátt, og aug- ljóslega með öðru nótnaforriti. Því eru bæði textar laganna og heiti þeirra og stærð nótnalínanna með tvennum hætti. Það hefði verið gust- uk að setja eldri lögin upp á nýjan leik og samræma leturstærðir og út- lit laganna. Eins hefði kápa heftisins mátt vera eilítið þykkari, svo hún yrði burðugri á nótnastandinum á pí- anóinu. Þetta breytir þó ekki því að það er gleðiefni að lög Gylfa skuli nú komin út á nýjan leik. Perlur eins og Hanna litla, Ég leitaði blárra blóma, Fyrir átta árum og Þjóðvísa, öll við ljóð Tómasar Guðmundssonar (eins og reyndar flest laganna), eiga eftir að rifjast upp fyrir nýjum kynslóðum söngvara eins og gamlir kunningjar, en þau lög sem ekki hafa komið út áður eiga eftir að vekja forvitni og áhuga allra þeirra sem áhuga hafa á góðum íslenskum sönglögum. Gamlir kunningjar og nýir TÓNLIST Nótnahefti 24 sönglög eftir Gylfa Þ. Gíslason Gylfi Þ. Gíslason Bergþóra Jónsdóttir GLERLISTAMAÐURINN Leifur Breiðfjörð erheiðursgestur á sýningu tékkneska sýning-arhópsins RUBICON, en meðlimir hans erumeðal þekktustu listamanna Tékklands sem vinna listaverk sín í gler. Sýningin er haldin í Mánes- salnum í Prag, sem kenndur er við samnefnd samtök listamanna frá upphafi síðustu aldar og þykir mjög virt- ur sýningarsalur þar í borg, og verður hún opnuð á morgun að viðstöddum Leifi sjálfum. Ber hún heitið Journey to the Center of the Earth. „Ég kynntist einum meðlimi RUBICON-hópsins fyrir nokkrum árum þegar ég var að kenna í Sydney í Ástr- alíu. Síðan hef ég verið nokkuð í Prag, meðal annars vann ég þar hluta úr skírnarfonti sem ég gerði fyrir Hall- grímskirkju. Þar hef ég kynnst þessum hópi nokkuð vel,“ segir Leifur í samtali við Morgunblaðið. „Tékkar eru auðvitað meðal fremstu glerlistamanna heims, og má segja að RUBICON-hópurinn sé þar fremstur meðal jafningja.“ Hópurinn hélt sýningu á Kjarvalsstöðum í fyrra er bar sama titil og sýningin í Prag gerir nú. Leifur kynnti RUBICON-hópinn fyrir Eiríki Þorlákssyni á sínum tíma og í kjölfarið var hópnum boðið að halda sýningu á Kjar- valsstöðum. Hópurinn bauð svo Leifi að vera heið- ursgestur sýningar þeirra í Mánes-salnum í Prag nú í sumar. „Á sýningunni sýni ég bæði fríhangandi glerverk, glerskúlptúra og málverk af öðrum stærri verkum,“ seg- ir Leifur. Verk Leifs verða til sýnis fremst í sýning- arsalnum, við glugga hússins sem snúa út að götunni. „Það má segja að verk mín verði andlit sýningarinnar út á við þegar maður kemur að Mánes-salnum.“ Hann hef- ur gert eitt verk sérstaklega fyrir sýninguna nú, en ann- ars verða verk Leifs frá ýmsum tímum á sýningunni, þó flest gerð síðastliðin tvö ár. Fimm meðlimir RUBICON-hópsins munu einnig sýna með Leifi á sýningunni og eru verk þeirra til sýnis fyrir innan verk Leifs í salnum. „Sýningin hefur ákveðið þema eða konsept, sem er Verndarar eða Landvættir. Sýning- arstjóri á vegum hópsins ákvað það, og hefur skoðað mín verk. Verkin á sýningunni tengjast öll þessu þema og eru valin með það í huga,“ segir Leifur. Leifur segist hlakka mjög til sýningarinnar. „Það er náttúrulega ómetanlegt tækifæri að fá að sýna í þessu musteri glerlistarinnnar sem Tékkland er. Auk þess hef- ur verið gefin út mjög vönduð sýningarskrá á ensku og tékknesku í stóru broti með myndum af verkum hvers og eins, sem mun fara um allan heim. Það er mikill heiður að fá að taka þátt í þessu verkefni,“ segir Leifur. Sýningin í Prag stendur til 29. ágúst og eru Íslend- ingar sem staddir eru í Prag um þessar mundir boðnir sérstaklega velkomnir. Í tilefni sýningarinnar hefur Leifur Breiðfjörð opnað sýningu á Netinu ásamt Sigríði Jóhannsdóttur eiginkonu sinni, sem einnig er myndlist- armaður. Slóðin er www.breidfjord.com. Leifur Breiðfjörð sýnir í Mánes-salnum í Prag Ómetanlegt að sýna í musteri glerlistarinnar Eitt verka Leifs Breiðfjörð á sýningunni í Mánes- salnum, sem hann hefur gert sérstaklega fyrir hana. HANNA Dóra Sturludóttir sópr- ansöngkona söng nýverið hlut- verk Desdemónu í óperunni Otello eftir Verdi á tónlistarháíð- inni International Musik Festival Chiemgau í Bæjaralandi í Þýska- landi. Þetta er í sjötta sinn sem al- þjóðlega tónlistarhátíðin í Chiem- gau er haldin, en sýnt er í stórri reiðhöll sem breytt er í óperu- og tónleikahús á sumrin. Aðsókn að hátíðinni er mjög mikil, en Chiemgau liggur miðsvegar milli München og Salzborgar í Aust- urríki. Umfjöllun gagnrýnenda í bæversku blöð- unum um söng Hönnu Dóru var lofsamleg, en þetta er í fyrsta sinn sem hún syngur hlutverk Desde- mónu. Gagnrýnandi Traunsteiner Tagblatt skrif- aði meðal annars: „Hanna Dóra Sturludóttir söng aðalkvenhlut- verk óperunnar, Desdemónu, og stóð fullkomlega undir þeim kröf- um sem verkið gerir til söng- raddarinnar. Það sem var stór- fenglegast hvað músík og leik snerti voru Piangea Cantando og Ave Maria í 4. þætti.“ Gagnrýni í dagblaðinu Echo var ekki síður hástemmd: „Sviðs- félagi Otellos var hin unga og fagra Hanna Dóra Sturludóttir frá Íslandi, í hlutverki Desde- mónu. Það var ekki aðeins að söngröddin væri fögur og til- komumikil, heldur var leikur Hönnu Dóru einnig áhrifamikill og framkoma hennar mikið fyrir augað.“ Hanna Dóra heillar Bæjara Hanna Dóra Sturludóttir STEINN K. er einn þeirra höf- unda sem senda frá sér ljóðakver um þessar mundir og bera ljóð margra þeirra nokkurri óvissu vitni. Oft er betra að bíða með út- gáfu, sérstaklega ef höfundarnir eru ungir og eiga eftir að taka út ljóðrænan þroska. Ljóð Steins K. eru oft hefðbund- in, bæði hvað varðar yrkisefni og orðalag. Hann yrkir m.a. um storðar strendur, land sem breiðir út arma sína, læki sem hjala hýrlega og þannig mætti halda áfram. Hefð- bundnu ljóðin í bókinni kalla yf- irleitt á viðurkennt „skáldlegt“ orðalag og gamalkunn yrkisefni. Aftur á móti má finna ljóð hjá Steini K. þar sem þess er freistað, stundum með viðunandi árangri, að fá lesandann til að rumska og vekja áhuga hans. Ég nefni í því sambandi ljóð eins og Gestur, Víst, Hvað? og Ljóð um lífið. Gestur er athyglisvert ljóð þar sem kemur fram alvara sem mað- urinn með orfið hefur í för með sér og líka gráglettni, samanber Pega- sus og sebrahestinn. Víst er hnitmiðað um eina hug- mynd, Hvað? líka. Ljóð um lífið er eins konar niðurstaða höfundarins og stefnuyfirlýsing: Ég leitaði lengi að því týnda sem tafði minn huga uns tíminn stóð kjur og þá var ekki eftir nein smuga; alltaf að hlusta, alltaf að spá án þess að hugsa, heyra né sjá. Svo héðan í frá verður ljóð mitt um lífið að duga: Ég orti ljóð um lífið. Það var snúið. Ljóðið… það er búið. Sumt er laglega orðað í hefð- bundnu ljóðunum, en það er eink- um þegar brugðið er á leik sem Vandkvæði ýta við lesandanum. Snúið ljóð um lífið BÆKUR Ljóð eftir Stein K. Myndskreyting eftir sama. Prenthönnun Offset ehf. Útgefandi höf- undur – 40 síður. VANDKVÆÐI Jóhann Hjálmarsson NÁMSKEIÐ í klassískum ballett verður haldið í Borgarleikhúsinu dagana 12.–24. ágúst. Námskeiðið er ætlað nemendum 12 ára og eldri sem þegar hafa einhverja reynslu af ballettnámi. Kennarar á námskeiðinu eru Katrín Hall, listdansstjóri Íslenska dansflokksins, María Gísladóttir, Lauren Hauser og Auður Bjarna- dóttir. Allir þessir kennarar eiga það sammerkt að hafa verið sóló- dansarar við marga af virtustu ball- ettflokkum heims, en eiga það einn- ig sammerkt að hafa allar verið listdansstjórar eða ballettmeistarar við Íslenska dansflokkinn. Á nám- skeiðinu mun Olga Bragina annast undirleik á píanó en hún hefur á annan áratug leikið undir hjá Ís- lenska dansflokknum og Listdans- skóla Íslands. Skráning og nánari upplýsingar eru í símum 552-9212 og 562-1746. Morgunblaðið/Ómar Ballett- námskeið í Borgarleik- húsinu SÓLRÚN Friðriksdóttir textíllista- kona er fulltrúi Íslands á alþjóðleg- um textílþríæringi sem nú stendur yfir í Beauvais í Frakklandi, The Fifth International Festival of Ta- pestry and Fiber art. Á sýningunni er 81 verk eftir jafn- marga listamenn frá 21 landi, en val- ið var úr verkum 200 listamanna frá 28 löndum. Verk Sólrúnar heitir Fallaskipti og er þrívíður myndvefnaður í þrem- ur hlutum. Verkið vann hún árið 1999 en það er minningarverk um föður hennar, Friðrik Sólmundsson, útgerðarmann á Stöðvarfirði, sem lést 1998. Sólrún útskrif- aðist sem mynd- listarkennari frá Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands 1979 og stundaði síðan textílnám við sama skóla og einnig í Svíþjóð og Austurríki. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum hérlendis og erlendis. Sýningin í Beauvais stendur til 11. september. Sýnir á textílþríær- ingi í Frakklandi Sólrún Friðriksdóttir SÖNGLÖG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.