Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 33 MINNINGAR Árið er 2004, síðasti föstudagur fyrir jól. „Jæja strákar, klukkan er níu og ég er að loka“. Sá sem fyrr vaknar í hvíldarherberg- inu við sundlaug Hótels Loftleiða hnippir í hinn. „Jói er kominn“. Sá rumskar og við förum fram í búnings- klefa og klæðum okkur, steðjum síðan fram og kveðjum Jóa og óskum hon- um gleðilegra jóla og minnum hann á að við komum með krakkana í sund samkvæmt hefðinni á gamlársdag. Eins og við þurfum að minna hann á það, þetta hefur verið reglan hjá okkur félögunum síðastliðin tuttugu og fimm ár eða svo. Alltaf hefur Jói verið til staðar til að taka á móti okk- ur, „Nei komiði sælir félagar“ glað- legur í sinni og maður finnur sig vel- kominn, það stafar frá honum einhver hlýja. Svona hafa jólin hafist hjá okk- ur félögunum næstum hálfa ævi okk- ar og um það ræddum við oft við Jóa í bland við annað. Í ár var enginn Jói að taka á móti okkur. Hjá öðrum fasta- gestum fréttum við að hann lægi fyrir dauðanum á sjúkrahúsi. Kvöldið varð hálfdapurlegt. Það var tómleikatil- finning í hjartanu. Hann kvaddi þenn- an heim tveim dögum síðar. Við félagarnir erum afar þakklátir fyrir allar hlýlegu móttökurnar í guf- unni á Hótel Loftleiðum, þjónustuna við okkur öll árin og skemmtilegu stundirnar. Jóhanns Inga Einarsson- ar verður sárt saknað og upphaf jólanna verður aldrei eins héðan í frá. Minningin um góðan dreng mun þó lifa. Ættingjum Jóhanns Inga Ein- arssonar sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Megi almættið styrkja ykkur. Logi Már Einarsson, Ólafur Kristinn Guðmundsson. Það er skarð fyrir skildi að Jóhann Einarsson er látinn aðeins 65 ára gamall. Jói í gufunni var hjartahreinn maður í þess orðs bestu merkingu al- veg sérstakt ljúfmenni. Ég var einn af fastagestum í gufubaðinu á Loftleið- um þar sem Jói réð ríkjum. Það var ávallt notalegt að koma í gufuna því hinn brosmildi gestgjafi lýsti upp til- veruna. Hallur, vinur minn, var hann vanur að segja og brosa svo lýsti um móttökuna. Nú er hann horfinn á braut og tóm í hjarta okkar sem sækja þennan vin- sæla stað. Jói barðist hetjulega við erfiðan sjúkdóm. Hann var fullur bjartsýni þegar ég heimsótti hann á Landspítalann á aðventunni. Lengi vel hafði allt litið svo vel út, æxli í lunga hafði skroppið saman og verið fjarlægt. Læknar útskrifuðu Jóa að JÓHANN INGI EINARSSON ✝ Jóhann Ingi Ein-arsson fæddist í Reykjavík 6. maí 1940. Hann lést á Landspítala við Hringbraut sunnu- daginn 18. desem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogkirkju 29. desember. því er þeir töldu full- frískan. En í leyni lá meinvarp sem Jói réð ekki við. Hann tókst á við sjúkdóminn af full- komnu æðruleysi og djúpri trú á guðlega forsjá. Algerlega ótta- laus. Nú er Jói fallinn í valinn aðeins tæpum tveimur árum eftir lát Millu, eiginkonu hans sem einnig lést af krabbameini. Þau voru sérstaklega samhent og geisluðu af vináttu til allra. Það bar aldrei skugga á. Jói opinn og ræðinn, Milla hlédræg og mild. Minning um sérdeilis gott fólk lifir. Hallur Hallsson. Í hópi þeirra samstarfsmanna sem tóku á móti mér er ég hóf störf á Hót- el Loftleiðum í byrjun síðastliðins sumars var Jóhann Ingi Einarsson. Jóhann var ævinlega kallaður Jói okkar á meðal og þótt kynni okkar hefðu ekki verið löng, þá duldist mér ekki þvílíkan kostamann Jóhann Ingi hafði að geyma. Jóhann Ingi sá ásamt konu sinni Emilíu Björnsdóttur um sundlaugina á Hótel Loftleiðum undanfarna ára- tugi. Starfsdagar þeirra samhentu hjóna voru því orðnir æði margir þar sem þau sinntu þessu starfi af ein- stakri alúð og natni og voru vakin og sofin yfir að allt sem viðkom sund- lauginni væri til sóma. Kona Jóhanns féll frá snemma á síðasta ári og þótt ég næði ekki að kynnast henni, var minning hennar mjög lifandi því Jó- hanni varð tíðrætt um hana og ein- stakt samband þeirra. Þrátt fyrir að Jóhann hafi skömmu eftir fráfall Millu greinst með sama sjúkdóm og hún lést úr, þá vakti það aðdáun mína af hve miklu æðruleysi og kjarki hann tókst á við veikindin. Hann lét þau aldrei buga sig. Það varð mér auðvit- að töluvert áfall að fylgjast með Jó- hanni í glímu hans við veikindin og sætta mig við að ég fengi ekki að njóta samstarfsins við hann um ókomna tíð. Jóhann Ingi var gæddur einstakri þjónustulund og þau hjónin saman byggðu upp sérstaklega aðlaðandi viðmót fyrir gesti sundlaugarinnar. Snyrtimennska og ábyrgð einkenndu rekstur þeirra sem hótelið naut svo sannarlega góðs af. Þetta vil ég þakka fyrir og jafnframt færa aðstandend- um og vinum þakkir okkar fyrir veitta aðstoð á undanförnum mánuðum. Það lýsir mannkostum Jóhanns kannski best hve allir voru boðnir og búnir að veita honum aðstoð við umsjón sund- laugarinnar og tryggja að merki hans væri haldið á lofti. Það kom af sjálfu sér að láta Jóhann njóta þeirrar eðlis- lægu hlýju og samkenndar sem hann auðsýndi öllu samferðafólki sínu. Við á Hótel Loftleiðum vottum fjöl- skyldu þeirra Jóhanns og Millu sam- úð okkar. Sómahjón eru gengin en minning þeirra mun lifa okkar á með- al. Sólborg Lilja Steinþórsdóttir. Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, DAVÍÐS STEFÁNSSONAR bónda á Fossum í Landbroti. Sérstaklega þakkir til starfsfólks á deild A 7 á Landspítala Fossvogi. Guð blessi ykkur öll. Karítas Pétursdóttir. Pétur Davíðsson, Þórdís Marta Böðvarsdóttir, Ólafía Davíðsdóttir, Páll Helgason, Hörður Davíðsson, Salóme Ragnarsdóttir, Agnar Davíðsson, Ragnhildur Andrésdóttir, Steinar Davíðsson, Berglind Magnúsdóttir, Guðni Davíðsson, Brit Johnsen, María Davíðsdóttir, Björgúlfur Þorsteinsson, Sólveig Davíðsdóttir, Kristján Böðvarsson og afabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ást- kæru dóttur, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍSABETAR JÓHÖNNU SIGURBJÖRNSDÓTTUR (Hönnu Betu), Gnoðarvogi 20, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Sigríður María Tómasdóttir, Garðar Skúlason, Guðrún Kristinsdóttir, Gísli Skúlason, Áslaug Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lítil hnáta stendur á hlaðinu á sveitabæ í fallegum dal með tignarlegan fjallahring allt um kring. Hún er komin í heimsókn á æskuheimili móður sinnar ásamt foreldrum sín- um og tveimur bræðrum. Gestun- um er ákaft fagnað af heimilisfólk- inu en eitthvað er sú litla feimin við að fara inn í bæinn. En þá kemur hún þessi laglega, dökkhærða kona með síðar flétturnar vafðar um höf- uðið og bros á vör og leiðir stúlk- una í bæinn, inn í hlýtt og notalegt eldhús þar sem bíða veitingar á borði enda verið að fagna heimsókn fóstursystur húsbóndans á heim- ilinu. Þessi litla mynd er fyrsta minn- ing mín um Vilborgu sem þá var í blóma lífsins; húsfreyjan í Dölum í Fáskrúðsfirði, gift Steini bónda en móðir hans og seinni maður henn- ar, Höskuldur, höfðu tekið móður mína í fóstur. Heimilið í Dölum var alltaf sveipað ljóma í augum móður minnar og hún var í góðu bréfa- sambandi við fóstra sinn. Vilborg var fædd á Héraði og ólst upp í Gröf í Eiðaþinghá. Um 15 ára aldur deyr móðir hennar. Eftir það flyst faðir hennar til Fáskrúðs- fjarðar og Vilborg ræðst sem kaupakona að Tungu. Þar kynnist hún fyrri manni sínum, Steini, og þau hefja búskap í Dölum í félagi við móður Steins og fósturföður. Vilborg verður fyrir þeirri miklu sorg að missa manninn sinn langt um aldur fram frá 6 börnum. Ekki lét hún bugast en bjó áfram og síð- ar tóku elsta dóttir hennar, Sigrún, og hennar maður, Elís, við bú- skapnum. Mörgum árum síðar höguðu ör- lögin því svo að faðir minn, sem þá var orðinn ekkjumaður, og Vilborg ákváðu að rugla saman reitum. Þau unnu hörðum höndum og byggðu sér hús saman að Selási 19 á Egils- stöðum; heimili sem alltaf stóð opið fyrir ættingjum og vinum sem áttu leið um. Og þeir voru margir sem löðuðust að hlýju viðmóti húsráð- enda og oft var glatt á hjalla, ekki síst þegar barnabörnin voru í heimsókn. Einnig skapaðist mikil samkennd og gott nágrenni á Egilsstöðum á þessum tíma. Marg- ir voru að koma sér upp húsi og frumbyggjar þorpsins bjuggu í næsta nágrenni. Þegar húsið á Selási 19 var full- byggt fluttu þangað aldraður faðir Vilborgar og Einar, móðurbróðir hennar. Þar áttu þeir heimili og nutu umhyggju á sínum efri árum. Og hjá pabba og Vilborgu eignaðist Höskuldur bróðir minn heimili, unglingur á viðkvæmum aldri, og naut handleiðslu og hlýju sem hann seint fær fullþakkað. Sjálf tengdist ég Vilborgu strax sterkum böndum og þegar ég var við nám og störf erlendis var bréfanna frá pabba og Vilborgu beðið með óþreyju og ég undrast nú hve dugleg hún var að skrifa mér. Vilborg var mjög vel gefin og fróð kona og las jafnan mikið. Hún hafði einstaklega hlýlegt viðmót og fólki leið vel í návist hennar. Hún hafði einstakt lag á börnum, kom fram við alla af virðingu og var laus við að dæma. Hún var líklega það sem góður kennari þarf að vera; leiðandi á jákvæðan hátt. Mér eru ómetanleg þessi ár sem Vilborg var ekki aðeins stjúpa mín heldur einnig ein besta vinkona mín sem ég gat talað við um allt. VILBORG SIGFÚSDÓTTIR ✝ Vilborg Sigfús-dóttir fæddist á Hallfreðarstöðum í Hróarstungu 2. janúar 1916. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 25. des- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fáskrúðs- fjarðarkirkju 7. janúar. Eftir að ég fór að búa og starfa annars staðar var alltaf jafn- notalegt að koma í heimsókn á sumrin eða um jól og synir mínir nutu þess að eiga ömmu og afa á Selásnum. Ótaldir eru vett- lingarnir og leistarnir sem hún prjónaði handa þeim. Eftir að faðir minn lést 1985 flutti Vil- borg í lítið parhús við Faxatröð á Egilsstöðum og átti þar fallegt og notalegt heimili meðan heilsa hennar leyfði. Síðustu árin dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði þar sem aðstaða öll og umönnun er til fyr- irmyndar. Þó að heilsu hennar hafi hrakað eftir erfið veikindi fyrir nokkrum árum var hún alltaf eitthvað að vinna í höndunum, eitthvað til að gefa á litlar hendur og fætur nýrra afkomenda. Við Rúnar og synir okkar, Oddur Már og Heiðar Þór, þökkum Vil- borgu allt sem hún var okkur og við njótum góðs af um ókomin ár. Börnum hennar og öðrum afkom- endum vottum við innilega samúð og þökkum fyrir að fá að tilheyra þessari yndislegu stórfjölskyldu. Guðný Marinósdóttir. Það var fallegt um að litast í kirkjugarðinum á Fáskrúðsfirði á aðfangadag. Hvít fjöllin spegluðust í rennisléttum sjónum og veðrið svo lygnt að kertaljósin rétt blöktu á leiðunum. Hvort sem það var staðurinn og stundin eða allar minningarnar, þá verða svona augnablik alveg sérstök, kyrrðin og fegurðin himnesk. Vilborg amma lést á sjúkrahús- inu í Neskaupstað aðfararnótt jóla- dags, hún hafði oft verið veik und- anfarna mánuði og þó að við vissum að brugðið gæti til beggja vona þá heldur maður lengi í þá von að fá áfram að njóta samvista við fólkið sitt. En þrátt fyrir veik- indi undanfarin ár hefur hún átt ótrúlega góða tíma inni á milli. Amma var í eðli sínu hlédræg og sennilega hættir okkur til að van- meta skoðanir og framlag þeirra sem fara hljóðlátu leiðina. Hún var dul og talaði ekki mikið um sorgir eða erfiðleika en hún fékk sinn hlut af andstreymi um ævina. Hún missti móður sína ung og var sjálf vel innan við fertugt þegar hún varð ekkja með sex börn, það yngsta aðeins þriggja ára. Þá naut hún góðrar aðstoðar Höskuldar tengdaföður síns sem einnig bjó í Dölum og reyndist pabba og systk- inum hans ómetanleg stoð í upp- vextinum. Meðan afi lá banaleguna var Hulda, sem þá var aðeins 13 ára, send í erfiða höfuðaðgerð út til Danmerkur. Amma talaði um hvað það hefði verið erfitt að geta ekki verið úti hjá henni. Það var alltaf notalegt að koma á heimili ömmu og mikill gestagang- ur hvort sem var á Selásnum eða Faxatröðinni. Í seinni tíð hafði hún meiri tíma til að spjalla og oft snerust umræð- urnar um sameiginlegt áhugamál okkar, hestana. Amma hafði mjög gaman af hest- um og sem ung kona fékkst hún við að temja og þótti það víst ekkert leiðinlegt þó hestarnir væru dálítið baldnir. Hún sagði að það mætti lesa margt um skapgerð hesta af augnumgerðinni. Amma var síprjónandi og átti alltaf til sokka- og vettlingapör til að gefa. Mér þykir sérlega vænt um fallega mynstraða vettlinga sem hún gaf mér á fermingardag- inn og lét það fylgja að þeir hefðu verið prjónaðir „með góðum óskum í hverri lykkju“. Ég býst við að öllum hennar prjónaskap hafi fylgt hlýjar hugs- anir. Amma hefur átt góðan tíma á hjúkrunarheimilinu Uppsölum og var mjög heppin með herbergis- félaga, hana Siggu Sigfinns. Það er ekki sjálfgefið þegar fólk þarf að flytja af heimili sínu og á stofnun að hitta á góðan sálufélaga, en þær amma og Sigga náðu mjög vel saman og pössuðu hvor upp á aðra. Yfirleitt var talað um að fara í heimsókn til ömmu og Siggu. En nú verða heimsóknirnar ekki fleiri að sinni. Dagný Freyja segir að langamma sín sé farin til Nangi- jala, en þá bræðurna Ljónshjarta vantaði víst ömmu. Starfsfólki hjúkrunarheimilisins Uppsala þakka ég góða umönnun og ekki síst Árdísi frænku sem sagði sjálf að það hefðu verið for- réttindi að geta verið svona nálægt ömmu daglega í öll þessi ár. Það hefur ekki síður verið ómetanlegt fyrir okkur að vita af ömmu í svona góðum höndum. Guð geymi þig, amma mín. Esther Hermannsdóttir. Elsku langamma. Við vorum svo heppin að eiga þig sem langömmu og fá að búa nálægt þér síðustu árin á Fáskrúðsfirði. Takk fyrir hvað þú varst alltaf góð við okkur og takk fyrir alla vett- lingana, sokkana og ekki síst fyrir alla nammimolana sem þú stakkst upp í litla munna. Þín verður sárt saknað, guð geymi þig. Þín langömmubörn, Jóhanna Sigríður, Laufey Birna og Guðmundur Örn. Elsku langamma, þú ert ein fal- legasta og besta kona sem við höf- um kynnst og erum stolt að eiga þig sem langömmu. Það var alltaf gaman að heim- sækja þig, fá hlýjar móttökur og góða mola áttir þú alltaf handa okkur. Takk fyrir alla lopasokkana og -vettlingana sem þú hefur prjónað og gefið okkur gegnum tíð- ina. Við viljum þakka þér fyrir allar stundir sem við fengum að eiga með þér. Þú verður alltaf í huga okkar, Guð og englarnir geymi þig. Þín langömmubörn, Ármann Andri, Íris Eva og Anna Valdís.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.