Tíminn - 24.12.1943, Síða 18

Tíminn - 24.12.1943, Síða 18
18 TÍMINN var ekki fyrr en einn af kennurum skól- ans tók hann tali, að hann minntist á það, sem gerzt hafði. Lífsgáta Eyvind Garborg föður Árna hef- ir aldrei verið ráðin. Hann var maður, sem naut mikils álits, og öllum nágrönn- um hans komu hin hryggilegu ævilok hans algerlega á óvart. „Eins og Garborg lifir ættum við öll að lifa,“ var prestur- inn vanur að segja. Hann hafði reyndar staðið í minni háttar málaferlum við einn sveitunga sinn og tapað málinu, en slíkt rænir ekki heilbrigðan mann lífslöngun hans. Hins vegar var það vitað, að hann braut mjög heilan um útskúfunarkenn- inguna. Vissar heimilisástæður lágu einn- ig þungt á herðum hans, þó það vitnaðist ekki fyrr en síðar. Hann hafði alltaf hugsað sér, að sonurinn tæki við jörðinni eftir sinn dag, en varð að gefa upp þá von. Hann var nýbúinn að selja jörðina og átti innan skamms að flytja þaðan, þegar menn fundu hann látinn. Hann hafði hengt sig í hlöðunni. — Fyrir Árna Garborg varð þetta hræðileg reynsla, sem aldrei sleppti tökum á sál hans. Sjálfs- morð föður hans varð bakgrunnurinn að hinni sáru ævilöngu baráttu, sem speglast í hinum sex dagbókarbindum hans. At- burðurinn varð í meðvitund hans að tær- andi sjálfsásökun. Kona hans, Hulda Garborg, hefir gefið beztu upplýsingarn- ar um harm eiginmannsins í eftirfarandi oröum: „Hann varð að skrifa til að fá frið, — afhjúpa sjálfan sig til aðvörunar fyrir aðra. En stóra syndin hans var syndin gegn fjórða boðorðinu, og hún dró allar aðrar syndir á eftir sér. Frá heimilinu hans inn milli lyngheiðanna elskuðu, bar hann með sér byrði, sem hann svo oft reyndi að v^rpa af sér, en jók þó stöðugt sjálfur með nýjum steinum. Að hafa af- rækt föðuróðalið sitt, varð honum ævilöng samvizkukvöl. Hann var glataði sonurinn, og það var hans sök, að gamla ættarsetrið lenti í höndum ókunnugra og faðir hans varð heilabrotum og þunglyndi að bráð.“ Rolf Thesen hefir sýnt fram á það i rit- gerð um Garborg, hvernig hann árangurs- laust reyndi að varpa sökinni á landslagið, nágrannana og heittrúarhreyfingu Hauges, og þó vissi hann stöðugt undir niðri, að sökin var hans sjálfs. Þetta skapaði hina harmþungu beizkju, sem allir lesendur hans kannast við úr skáldskap hans. — Komi maður upp til Knutaheiðar, finnur .maður á grafkumbli skáldsins svohljóðandi stöku eftir hann sjálfan: Som ljose hev den eine draum á brenne ned, han helsa glad den skoddeflaum, som gav ham fred. Á Timme kirkjugarðinum reisti Garborg stein til minningar um föður sinn. Nokkr- ar bjarkir hafa vaxið þar upp kringum gröf ógæfumannsins. Oft sat Garborg þar sjálfur í þöglu þunglyndi. „Staðurinn er Getsemane Árna Garborgs,“ segir skáldið góða og kennarinn frá Jaðri, Theodór Dahl. Alexander Kielland'er höfðinginn, lífs- dýrkandinn og háðfuglinn, — í eðli sínu friðsemdarmaður, en gæddur nokkrum al- hreinkynja eðlisþáttum, sem að síðustu reka hann út í harðvítuga styrjöld gegn grómi samtíðar sinnar. — Árni Garborg er hins vegar hinn þunglyndi sléttubóndi, eilíflega bundinn harmsköpum ættarinnar, — aldrei frjáls. — í Stavangri finnst einnig þriðja persón- an, sem ekki heyrir undir það venjulega. Það er málari, sem reis upp frá dauðum þrettán árum eftir andlát sitt. Nafn hans er Lars Hertervig. Hann lærði í Dússeldorf, en hlaut litla viðurkenningu eftir heim- komuna, og varð áður en langt um leið sinnisveikur og viðutan. í sex ár málaði hann eins og í sótthita eða óráði, en hætti þá með öllu. Það sem eftir var ævinnar, lifði hann á því að höggva brenni í eldinn fyrir Stavangurbúa, gekk um meðal mann- anna sem einmana ráðvillingur með spá- mannsskegg. Viðurnefni hans var „rotta í vasa“. Svo stóð á því, að einu sinni þegar hann lá fyrir og svaf, höfðu nokkrir illa innrættir götustrákar lætt dauðri rottu í vasa hans og vöktu hann svo með því að hrópa: „Þú hefir rottu í vasanum!“ Þegar hann dó, var hann grafinn á kostn- að fátækraframfærisins, en símastarfsfólk bæjarins skaut saman tveim krónum og fimmtíu aurum, svo að hann slyppi við að vera borinn í reipum til grafar.en fengi þess í stað heiðarlegar stengur á kistuna, eins og þá var títt. Alexander Kielland borgaði tíu krónur til þess að kirkjuklukkunum yrði hringt yfir gamla málaranum, og meðan stóð á jarðarförinni, kom skáldið í eigin persónu inn í kirkjuna með fangið fullt af blómum. „Ég sá lævirkja yfir gröf Lars Hertervig,“ var haft eftir honum seinna, og það var hvíslað eins og helgi- sögn, það var litið á það sem tákn. Frá almennu sjónarmiði og samkvæmt öllum skynsamlegum rökum, hlaut nú Lars Hertervig að gleymast, en hin undarlegu örlög vildu annað. 1914 var stofnað til þjóðlegrar listasýningar í Osló, og skyndi- lega kom listdómari einn með þann furðu- lega úrskurð, að Lars Hertervig væri mikil- hæfur málari, hreinasti snillingur. — List- dómendur þyrptust til Stavangurs og mál- verk Hertervigs, sem enginn hafði kært sig um, meðan hann lifði, seldust þegar í stað fyrir mikið verð og hafa nú fyrir löngu fengið það rúm, sem þeim ber á listasöfn- um landsins. Á listasafninu í Stavangri skipa málverk hans æðsta bekk. — „Rotta í vasa“ hefir þannig risið upp frá dauðum og orðið heiður og sómi sinnar borgar. Kanpfélag §anrbæínga S al tli ó liia avík Seljnm allar alg,eng,nstn fáanlegar nauðsynj avörur. Kaupir og teknr 1 umboðssölu allar Tenjulegar landbúnaðarafurðir. Starfrækir smjörsamlag og selur 1. flokks smjör. Gleðileg; jól og- farsælt uyár! Kaupfélag Sauvbæinga.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.