Tíminn - 24.12.1943, Qupperneq 30

Tíminn - 24.12.1943, Qupperneq 30
30 T í M I N N 0íetuþór ^Dótfcatðon: xáfœxxtx x *pubux&vext Fráfæru^agurinn var einn af merkis- dögum sumarsins í mínu byggðarlagi. Það var hlakkað til hans dagana á undan, eins og til jólanna. Tilhlökkun eldra fólksins var bundin við vaxandi björg í búið, sem þá var oft þörf á þeim tíma árs, en bkk- ar unglinganna við smalamennsku yfir- setulambanna og fleira. Nú eru liðin 15 ár, síðan ég var síðast við fráfærur. — Ætla ég því að rifja upp ýmislegt frá fráfærunum, eins og þær voru framkvæmdar í mínu byggðarlagi. Fyrst, þegar ég mundi eftir, var stíað, eins og það var kallað. Var það undirbún- ingur undir fráfærurnar og stóð hálfan mánuð, og var gert á þann hátt, að ærnar og lömbin var rekið í rétt á kvöldin, lömb- in tekin frá ánum yfir nóttina og byrgð í húsi, sem stóð við réttina og var kallað- ur stekkur, en umhverfið kringum réttina var kalað Stekkja-tún eða Stekkja-ból. Það var föst venja að vakna snemma á stekk- inn, eins og það var kallað. Mikið var eft- irsótt af unglingum að mega fara með eldra fólkinu og vera viðstaddur, þegar lömbunum var hleypt til ánna, við stekk- inn. Það var mikill óður í ánum kringum stekkinn, þegar komið var þangað á morgnana, en þó tók yfir, þegar lömbun- um var hleypt út, og allt fór að jarma sig saman. Og það var nú einmitt þetta, sem við krakkarnir sóttumst eftir að heyra, hávaðann á stekknum og sjá ærnar taka lömbin sín. Áður en lömbunum var hleypt til ánna, var mjólkað það bráðasta úr þeim. Eftir að ég var orðinn nokkuð vax- inn unglingur, lagðist niður að stía, nema kannske eina eða tvær síðustu næturnar fyrir fráfærur. Ekki er mér fyllilega ljóst, hvers vegna var stíað. Þó held ég að það hafi verið þrennt,7 sem gerði það að verk- um, og mun aðalástæðan hafa verið, að það var hægara að halda ánum í heima- högum til fráfærna á daginn. Var auðveld- ara að gæta þeirra, en stekkjabólið geymdi þær á nóttunni, og var þá kallað að ærnar hlypu um stekk. í öðru lagi var stíað til þess að fá mjólkina úr ánum, og í þriðja lagi var talið, að lömbunum færi betur fram, ef stíað var. Ekki var frá- færudagurinn alveg ákveðinn dagur, en oftast var hann um sömu mundir, frá ellefta sunnudegi í sumri til ellefu vikur af sumri. Þá var búið að fara með ullina til kaupstaðar, og næsta skrefið var þá fráfærurnar, áður en slátturinn byrjaði, sem venjulegast var þá tólfta laugardag- inn í sumri. Ekki hafði allur almenningur ástæður til að hafa mikla tilbreytingu í mat frá- færudaginn. Þó var á þeim bæjum, sem ég þekkti til, gefin rúsínuvellingur, og á síðustu árum fráfærnanna var haft kaffi og sætabrauð, áður en smalamennskan hófzt. í mínu byggðarlagi voru fjórir til fimm bæir saman með fráfærurnar. Voru lömb- in setin og rekin sameiginlega af öllum bæjunum á staðinn, þar sem yfir þeim var setið. Af stekkjabólinu eða fráfærustaðnum var um hálfs annars klukkutíma gangur þangað, sem lömbin voru setin. Var það í svo kölluðu Breiðabólstaðarfjalli,' sem er afréttarland Breiðabólstaðarbæja. í því fjalli er skógur töluverður og hlýlegt um- hverfi. Voru lömbin vöktuð þar á daginn, en að nóttunni byrgð í svo kölluðum Rannveigarhelli. Kletturinn, sem hellirinn gengur inn í, heitir Hellisklettur. Er hann á að gizka 20—30 metra hár, en 100 metr- ar á lengd eða þar um. Er það neðsta klettabelti í Breiðabólstaðarfjalli milli Rauðár og Langakletts. Við vesturenda klettsins er stórvaxnasti skógur í fjallinu. Var þar síðast skógað, nema það sem hefir verið grisjað síðan, um 1904. Þá var þessi torfa, sem nú ber mestan skóginn, að heita mátti alveg slegin, svo að varla sást skóg- arangi þar. Nú munu hæstu hríslurnar vera 5—7 metra háar. Uppi á klettinum er sléttur flötur með talsverðri skógar- torfu. Norðan við klettinn rennur á, sem heitir Hellisá. Beint á móti dyrum Rann- veigarhellis er foss í ánni, um 10 metra frá dyrum hans. Var það mikið yndi fyrir okkur krakkana, kvöldið, sem við fengum að reka lömbin, að standa á klettinum gegnt fossinum og horfa á hvítfyssandi vatnið, þar sem það féll í bylgjum niður klettinn. En vissara þótti, að einhver full- orðinn stæði við hlið okkar, til þess að gæta þess, að við steyptum okkur ekki ofan í gljúfrið. Rannveigarhellir gengur inn í austur- enda Helliskletts. Neðan við hellinn er brött grasbrekka og heitir Hellisból. Neðst í bólinu tjölduðu þeir, sem yfir lömbunum sátu, en sumum fannst það nokkuð ógæti- legt, því að vel gátu steinar losnað úr klettinum og hrapað á tjaldið. Víðastur er Rannveigarhellir að framan, líklega um 5 metra, og kringum mannhæð fremst, en fðr fljótt lækkandi. Mætast veggir hans og hvelfing í mjóu opi, er maður má vel smjúga í gegnum með því að skríða. Er það op, sem næst 3—4 metra frá dyrum. Innan við þessi þrengsli, sem eru rúm alin á lengd, hækkar hellirinn aftur og víkkar. Getur maður um það bil staðið uppréttur þar inni, en ekki man úg vel, hvað þessi hluti hellisins er víður eða langur, en gæti þó trúað, að hann væri vel faðmur á hvorn veginn. Þéssi innri hluti hellisins heitir baðstofa. Út í annan hliðarvegginn gengur stallur. Sú þójðsaga hefir orðið til, að þessi stallur sé rúm- stæði skessu, sem einu sinni átti að hafa byggt þennan helli, og hafi hún meitlað stallinn í bergið. Á hellirinn að bera nafn skessunnar. Önnur þjóðsaga er um það, að hellirinn hafi fengið nafn af stúlku, sem Rannveig hét. Átti hún að hafa gert eitthvað fyrir sér og hafzt svo við þarna í hellinum um tíma. Ekki þótti allt hreint við þennan helli, og óráðlegt þótti að moka hann út, því að sá átti vísan fjárfelli, sem gerði það. Fyrir því voru fleiri en eitt dæmi. Rétt neðan við Rannveigarhelli er lítill skúti undir klettinn. Þar sváfu þeir um tíma á nóttum, sem sátu yfir lömbum í Breiða- bólstaðarfjalli, en svo höfðu þeir erfiða drauma, að ekki þótti fært að sofa þar. Úr Rannveigarhelli áttu að liggja opin göng í helli vestur í Fellsfjöllum, sem heitir Brúsi. Er álíka vegur milli bessara hella og úr Hveragerði að Elliðaám. Til sannindamerkis um þetta var talið, að köttur hafi sézt fara inn í Brúsa og koma út um Rannveigarhelli. En svo átti hann að hafa komizt neðarlega og næst því heitasta, að rófan var mjög sviðin á hon- um. Fráfærudagurinn var fyrst og fremst valinn með tilliti til þess, að veðrið væri gott. Það þótti ófært að byrja fráfærur í rigningu eða rigningarlegu. Rigning eft- ir fráfærurnar orsakaði það, að ærnar misstu nyt og var skituhættara. Fráfærudaginn var byrjað að smala án- um til fráfærna úr miðjum degi. Allir, sem gengið gátu, fóru til réttarinnar, eng- inn var svo vesall, ef hann á annað borð komst ,í réttina, að hann gæti ekki veitt einhverja aðstoð. Oft varð mikill eltingaleikur við að koma fénu í réttina. Lömbin vildu ekki fylgja hópnum inn og þutu frá réttinni. Það gat tekið marga klukkutíma að ná aft- ur í lömbin, og það kom fyrir, að taka varð eitt og eitt „á hundurn" og það átti nú við okkur strákana í byggðarlaginu. Því fylgdi svo mikill hávaði og læti, sem var að skapi okkar uppivöðsluára. Þegar í réttina var komið, gengu húsbændur éða aðrir ráðamenn heimilanna um réttina, og athuguðu lömbin, hvað mörg af þeim væru fráfærandi, þau máttu helzt ekki vera yngri en fjögurra vikna, til þess að hægt væri að færa þau frá. Þó kom það fyrir, eð þriggja vikna lömb, þroskamikil, voru færð frá, en þau voru alltaf lélegri af fjalli. Þegar fráfærulömbin höfðu verið valin, var hraðað sér að komast af stað með þau. En fyrst varð þó að hefta þau með mjúku ullarhafti á framfótum. Var þa'5 gert til þess að hægara væri að koma þeim frá réttinni og losna við mesta eltinga- leikinn við þau. Jafnóðum og lömbin voru heft voru þau sett í dilk, sem var við réts - ina. Meðan lömbin voru dregin, voru aðrir að týgja hestana handa þeim, sem áttu að reka lömbin. Það gerðu svo margir, sem hesta höfðu, og það kom víst fyrir að krakkar tvímenntu. Þegar þessum undir- búningi var lokið, var haldið af stað. Og nú hófst eltingaleikurinn við lömbin. Var hann oft erfiður fyrsta sprettinn frá rétt- inni. Jafnóðum og lömbin þreyttust í höft- unum voru þau tekin af þeim og flest höfðu þau stutt farið, áður en þau voru orðin haftlaus. Sól var runnin fyrir stundu, þegar komið var með lömbin í fjallið, þar sem átti áð sitja þau. Þegar búið var að byrgja lömbin, var þeim, sem lömbin áttu að sitja, hjálpað til að tjalda og koma fyrir því, sem þeir höfðu með sér. Var það einn maður af hverjum bæ eða fjórir til fimm menn. Voru þeir útbúnir með nesti til þriggja daga. Þann tíma voru lömbin setin, en rekin á fjórða degi lengra upp í fjallið. Valið var það bezta af mat, sem til var í húsinu, handa þeim, sem yfir lömbunum sátu. Einu sinni, þegar ég sat yfir, óskaði ég eftir að fá soðköku með mér í nesti. Þetta var veitt. En í flutningnum höfðu umbúðirnar bilað af kökunum, svo að þær hröngluðust í loðnum hamppoka sitt í hverju lagi. Þetta varð nú ekki þriflegur matur eftir svona útreið, þó reyndi ég að éta eitthvað af þeim, en svo mikla and- styggð fékk ég á soðköku eftir þetta, að ég mátti ekki sjá hana. Þegar þeim hafði verið hjálpað til að búa um sig, sem yfir áttu að sitja, voru þeir kvaddir með virkt- um, óskað góðrar líðanar og ánægjulegs lífs meðal fjallabúanna. Aldrei var riðið eins hart í mínu byggð- arlagi og fráfærukvöldið, þegar haldið var heimleiðis úr Staðarfjalli (eins og það er

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.