Tíminn - 24.12.1949, Page 3

Tíminn - 24.12.1949, Page 3
JÓLABLAÐ TÍMANS 1949 3 Uppdáttur, sem sýnir gró'ðurhús á íslandi 1949: 1. Reykjavík (Laugardalur og smáskýli). 2. Fossvogur (3 stöðvar). 3. Mosfellssveit (10 stöðvar). 4. og 5. Brautartunga í Borgarfirði (Hóll og Reykir). 6. Hvanneyri (smáskýli). 7. Bæjarsveit (5 stöðvar). 8. Kleppjárnsreykir (2 stöðvar). 9. Sturlureykir. 10. Víðigerði (Deildartunga), Reykholt og Hurð- arbak. 11. Laugaland, Laufskálar og Sólbakki (Brúar- reykir. a) Ásbyrgi. 12. Helgavatn. 13. Reykjanes á Vestfjörðum. 4- + Núpur og Bíldudalur (smáskýli). 14. Ytri-Reykir í Miðfirði. b) Skarð á Vatnsnesi. 15. Varmahlíð i Skagafirði. c) Reykir og Laugaból. d) Reykjaborg og Varmilækur. j) Gilslaug í Fljótum. 16. og 17. Akureyri (Flóra og Gróðrarstöðin) sma- skýli. Mun öll glerþakin ræktarjörð á íslandi að meðtöldum vermireitum vera tæpir 7 ha, eða nálægt því. >1 Tómatar og gúrkur eru helztu matjurtir gróðurhúsanna. Árið 1924 voru framleidd 300 kg af tómötum hér á landi. 1924 = 2500 kg; 1934 = 8000 kg; 1938 = 34000 kg; 1939 = 68000 kg; 1949 = 90000 kg; 1942 = 105000 kg; 1943 120000 kg; og árin 1945—1949 um 150 tonn ár- lega, eða rúmlega eitt kg á hvern landsbúa. Fer neyzla tómata og gúrkna mjög vaxandi; enda hollur matur. Munu tómatar og gúrkur að jafnaði vera ræktuð í um % hlutum gróð- urhúsanna, eða meir. Gúrkuuppskeran var talin 14500 gúrkur ár- ið 1938, en hefir verið um 8000 kassar að jafn- aði síðustu árin (eða um 80000 gúrkur). Salat er dálítið ræktað í gróðurhúsunum, einkum á vorin. Einnig vínber og ögn af melónum og banönum. í vermireitunum er ræktaö allmik- ið af gulrótum, salati, næpum, reitagúrkum, steinselju, blaðlauk, selleri o. fl., og aldar upp káljurtir til gróðursetningar. Skrautblóm eru mikið ræktuð í gróðurhús- unum, einkum í Mosfellssveit og Hveragerði, því þaðan er stutt á Reykjavíkurmarkaöinn. Þar sem lengra er til kaupstaðanna, eru-aftur á móti nær eingöngu ræktaðir tómatar og gúrkur, t. d. í Borgarfirði og víðar. Einkum eru ræktaðar rósir, nellíkur, prestafíflar (Chrys- anthemum), túlípanar, páskaliljur, jómfrú- liljur (gladiolus), ilmskúfar (levköj), Ijóns- munnar, baunablóm, asparagus, Iris og ýmsar 18. Reykhús í Eyjafirði. 19. Fífilgerði í Eyjafirði (smágróðurhús). 20. Knarrarberg (smáskýli). 21. Brúnalaug í Eyjafirði. 22. Reykir í Fnjóskadal. 23. Laugaskóli í Reykjadal (smáskýli). 24. Hveravellir í Reykjahverfi. 36. Höfn í Hornafirði (smágróðurhús). e) Tumastaðir í Fljótshlíð. f) Múlakot í Fljótshlíð (smágróðurhús). g) Vestmannaeyjar. 25. Hvammur, Gröf, Grafarbakki og Högnastað- ir í Hrunamannahreppi. h) Reykjaból í Hrunamannahreppi. 26. Haukadalur í Biskupstungum. 27. Syðri-Reykir í Biskupstungum (2 stöðvar). 28. Stóra-Fljót, Birldlundur, Reykjavellir og Víðigerði. 29. Brautarhóll. 30. Laugarás (4 stöðvar). 31. Laugarvatn. 32. Útey í Laugardal. 33. Reykjalundur í Grímsnesi. 34. Nesjavellir í Grafningi. 35. Hveragerði (20 stöðvar). 36. i) Krýsuvík. pottajurtir, einkum begóníur, hortensíur, köll- ur, bergflétta, kóngavínviður, burknar, neríur, riddarastjörnur, fúksíur, havaiblóm, gyðing- urinn gangandi, síneraría o. fl. o. fl. Fram- leiðslan á hverjum stað verður einhæfari en fyrr. Nú eru t. d. rósir eða drottningablóm (nellíkur) ræktaðar eingöngu í heilum gróð- urhúsum. Laukjurtir eru aðallega ræktaðar vetrarmánuðina, desember, marz, apríl. Á sumrin er mikil fjölbreytni, en á haustin ríkja prestafíflarnir o. s. frv. Er þannig fleiri en ein uppskera árlega í gróðurhúsunum. Ein jurtategund tekur við af annarri. Garðrækt er víða mikil á ylræktar- stöðvunum. Eru einkum ræktaðar kartöflur, káltegundir og gulrætur. í Hveragerði eru t. d. um 11 dagsláttur (eða 4 ha) matjurtagarðar, og í Mosfellssveit um 10 dagsláttur í sambandi við gróðurhúsastöðv- arnar. Mun ekki fjarri lagi, að um 70% af öllu blómkáli og hvítkáli, sem framleitt er hér árlega, sé ræktað á jarðhitasvæðunum. Gul- rætur eru lika einkum ræktaðar þar og í sand- inum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Færa jarð- hitasvæðin þannig drjúga björg í bú. Gróðurhúsagarðyrkjan er vandasöm iðn- grein og venur menn á nákvæmni og natni. Jurtirnar eru kappræktaðar og margar við- kvæmar. Má ekki mikið út af bera með hirð- ingu í heitu og röku lofti gróðurhúsanna, ef vel á að fara. Jarðvegur er þar mjög misjafn, svo að öft munar miklu á litlu svæði. Víða er lélegur hveraleir og sums staðar of súr mold o. s. frv. Sjúkdómar sækja mikið á gróður- húsagróöur. Þarf sífellt að vera á verði gagnvart þeim. Gera t. d. rótarormar víða mikinn skaða einkum á tómötum og gúrkum Höfð eru moldarskipti til varnar, en það er kostnaðarsamt. Sums staðar hagar svo til að hægt er að veita sjóðandi vatni í húsin Reynist það vel, einkum ef húsin eru byggð á kaldri jörð. Annars; lifa ormarnir einnig í heitu moldinni kringum húsin. Lyfjum er líka dælt í moldina til að eyða ormunum og vel reynist að sótt- hreinsa hana með gufu. Þyrftu stöðvarnar hér að eignast fær- anlegan gufuketil til þess að geta eimt moldina annað eða þriðja hvert ár. Er við brugðið hve vel sprettur eftir gufusuðu jarðvegsins. Skordýr ýms sækja mjög á gróðurhúsajurtir. En seinni árin eru komin á markað- inn öflug og handhæg eyðingar- lyf, t. d. ýms svælilyf, sem svælt er í dósum eða skotið úr byssu. Þarf hverfandi litla vinnu við notkun þéirra. (Nikotin-svæli- lyf, D.D.T. svælilyf, azó-svælilyf o. fl. Bladan.úðunarlyf o. s. frv.) — Engar nákvæmar skýrslur m\mu vera til um verðmæti afurðanna af ylræktarsvæð- unum. En víst er um það, að ræktunin þar er orðin mikilsverður liður í þjóðarbúskapnum. Gróðurhúsaræktina lærðu íslendingar eink- um af Dönum, og til skamms tima störfuðu allmargir danskir garðyrkjumenn hér í gróð- urhúsunum. En þeim fer fækkandi og íslend- ingar taka við í garðyrkjuiðninni. Á Garð- yrkjuskóli rikisins veigamesta þáttinn í þeirri þróun. Hafa nú útskrifast um 60 garðyrkju- fræðingar frá skólanum. Hafa sumir haldiík áfram garðyrkjunámi erlendis, einkum í Dan- mörku og Bandaríkjunum. Flestir hafa að loknu námi snúið sér að ylræktinni. Nú hafa byggingar gróðurhúsa stöðvast að mestu. En æskilegt væri að ieyfi fengist til að byggja fleiri gróðurhús, svo að hægt verði að hag- nýta auðlindir jarðhitasvæðanna. Þarf þá að- allega að leggja aukna áherzlu á framleiðslu tómata, gúrkna, salats og káltegunda. Matjurtaræktin þarf að stóraukazt. Kart- öfluuppskeran verður að vera 1 tunna á lands- búa hvern árlega. Jarðhitasvæðin standa vel að vígi með að framleiða snemmvaxnar kart- öflur til sumarneyzlu. Biómkál og hvítkál þríf- ast vel víðast hvar, ef rétt er að farið, og græn- kál á hverju byggðu bóli. Fyrsta kálið kejnur jafnan úr hlýju moldinni. En með moldar- pottaaðferðinni er unnt að flýta vexti kálsins verulega (sbr. Matjurtabókina). Nýju lyfin D. D.T. og Gammexan auðvelda mjög baráttuna við kálmaðkinn. Fólk lærir óðum átið á kál- inu. Þarf að rækta mikið kál og ódýrt í fram- tíðinni. Framleiðsla gulróta getur stóraukizt á jarðhitasvæðum og sandsvæðum. Minni vinnu þarf við ræktun gulróta en áður, síðan fullreynt er að hægt er að eyða arfa 1 gulróta- görðum með Ijósasteinoliu. Er úðað í sólskini með góðri dælu (s*br. Matjurtabókina 1949). Sérstakar arfaolíur eru líka á markaðinum. Salat þrífst prýóilega 1 volgri jörð, vermireit- um og gróðurhúsum. Geta gróðurhúsastöðv- arnar haft það á boðstólum allt sumarið. Enn- fremur má nefna blaðlauk, steinselju, sumai’- næpur, hreðkur, rauörófur, silfurblöðkur o. fl. Byrjað er að nota smáar gróðurhlífar tii varn- ar vorkuldunum. Gera þær fært að rækta við- kvæman gróður og lengja vaxtartímann. — „Maðurinn lifir ekki af einu saman brauði/' Blómræktin á fullan rétt á sér. Blómin auka fegurð og hlýleik heimilanna. Menn una bet- ur glaðir við sitt en ella. Birtuskortur bagar gróðurhúsaræktina á vetrum. En „gervisólir” t. d. neonljós bæta mikið úr skák og' lengja sprettutímann. Tæknin hefir haldið inmeið sína í gróðurhúsin.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.