Tíminn - 24.12.1949, Qupperneq 7

Tíminn - 24.12.1949, Qupperneq 7
JÓLABLAÐ TIMANS 1949 7 PctAteÍHH JcHMOH á tflfoátcíuflt: Kenningar Nýals Ég segi ekki, að þeir séu allir heimskingjar, sem ekki láta sér skiijast þau sannindi, sem dr. Helgi Pjeturss hefir borið fram í ritum sínum. En skilningsskorturinn gagnvart þeim stafar þó ekki af því, hve menn séu vitrir. I. Það er viðurkennt, að dr. Helgi Pjeturss hafi unnið merkilegt vísindastarf á sviði íslenzkr- ar jarðfræði, og mun þessa verks hans líka hafa verið getið í öllum minningagreinum þeim, sem birtust í blöðunum við lát hans á síðastliðnum vetri. En fyrst var það þó, og lengi síðan, að þessu verki hans var hér fá- lega tekið, og sá maður, sem bezt hefði átt að geta dæmt þar um, lagði jafnvel kapp á að fá það að engu metið. — Það má nú ef til vill segja, að þetta sé svo langt að baki, að óþarft sé á þaö að minnast. Þar sem hið réttara hefir sigrað, er víst ekki nauðsynlegt lengur að minnast á andstöð- una gegn því. En því minnist ég á þetta þó, að annað verk, sem dr. Helgi fórnaði kröftum sínum framar öllu öðru, hefir enn ekki hlotið þá viðurkenningu, sem því ber. Á ég þar við kenningar þær, sem Nýalsbækur hans hafa að flytja, og var það jafnvel tekið fram í sumum minningagreinunum um hann, að þær kenningar eigi ekkert skylt við náttúru- fræði. En þó að slíkt muni nú vera álit flestra fræðimanna hér, að þarna sé aðeins um óvissar staðhæfingar að ræða, þá er raunveruleikinn ekki sá. Raunveruleikinn er, að kenningar Nýal's, eða þau undirstöðuat- riði, sem þær kenningar byggjast á, eru, eins og dr. Helgi hefir sjálfur tekið fram, hrein náttúrufræði, og er það ekki af öðru en því, að menn hafa ekki kynnt sér þær nógu vel, ef þélr vilja neita því. Þar ræðir einmitt um vísindi, sem fyrr eða síðar munu fá viður- kenningu. II. í rannsóknarferð sinni frá Danmörku til Grænlands vorið 1897 varð dr. Helgi Pjeturss fyrir því óhappi að ofþreytast af svefnskorti, og beið hann þess aldrei bætur síðan. Var hann síðan jafnan svefnvana. En enginn veit, hvað átt hefir fyr en misst hefir. Ein- mitt þetta ,að fara að miklu leyti á mis viö þá hressingu, sem svefninn veitir, kom nú dr. eina orð: „Komið“. Þá veit ég að þú hefir unnið sigur og — þá komum við. — fyr ekki. Svona endaði bréfið. Þórður sat grafkyrr — lengi — lengi. Hann gat eiginlega ekkert hugsaö — ekki áttað sig á þessu. — Allt í einu varð honum litiö á lítinn miða, sem lá ofan á koddanum hans. Hann tók hann upp. Þá sá hann að þarna, að mestu hulinn af sænginni,. lá litli tréhesturinn hennar Gunn- hildar — uppáhaldsleikfangið hennar. — Þórður leit á miðann. Þar stóð: Gunnhildur vill endilega skilja hestinn eftir hjá pabba, svo honum leiöist ekki eins mikið þangað til við komum aftur. Hún er búin að kyssa hani\ marga kossa, sem hann á að færa pabba frá henni. Við biðjum báðar guð að vera með þér. , Helga. Þórður fleygði sér upp í rúmið. Hann þrýsti andlitinu ofan í koddann hjá tréhestinum og grét — grét — lengi , lengi. Fyrst ofsa- lega og sárt — en smátt og smátt hægðist gráturinn — og færði honum hvíld og létti. Hann þrýsti tréhestinum aö vanga sínum og vörum. — Elsku-hjartans barnið. Guð blessi hana. — Guð blessi þær báðar — og hjálpi mér. Svo sofnaði hann. Helga til þess að fara að hugleiða, hvað svefninn er, og má nú að vísu skilja, ef vel er hugleitt, að þar hlýtur að vera um magn- an að ræða. Að segjast hvílast við það eitt að liggja og gleyma sér, er í rauninni engin skýring án þess að gert sé ráð íyrir einmitt þessu, að um magnan sé að ræða fyrir til- komu einhvers kraftar. Án þess að gera ráð fyrir einmitt sliku, verður hvíld sveínsins jafn óskiljanleg og það væri óskiijanlegt, að tæmd rafhlaða mætti hlaöasí á ný án þess, að til hennar væri veitt rafmagni. En til þess nú að leita skilnings á svefninum, tók dr. Helgi það fyrir að rannsaka draumana, og þótti honum siðar koma í ljós, aö' þar hcfði hann valið hina réttu byrjun. rfegir hann frá því í einni ritgerð sinni, að hann hafi átt pað hinum þýzka heimspekingi, Schopenhauer, að þakka, að hann fór að veita eftirtekt þeim eftirtektarverða mun, sem er á því að dreyma einhvern hlut og hugsa um hann. Að dreyma hlut, segir dr. Helgi, er eins og að sjá hlut, en ekki eins og að hugsa um hann. Draumur er líf, en ekki hugsun. Og nú fór dr. Helgi að velta því fyrir sér, hvernig á þessum mun gæti staðið. Væru draumar sofandans aðeins komnir upp í hans eigin huga, aöeins endur- minningar liðinna atburða úr vöku, eða þá ósjálfráður tilbúningur niðurbældra óska og hvata, hvers vegna voru þeir þá sýnir og at- burðir, sem stundum voru ólik öllu því, sem nokkru sinni hafði fyrir hann borið i vöku? — Hafði. þegar þetta var, dr. Helgi oft veitt því eftirtekt, að þegar hann sá sjálfan sig 1 draumi, t. d. í spegli, þá leit hann æfinlega út eins og hann væri annar maður. Og nú fór hann einnig að veita því athygli, að það annað, sem fyrir hann bar í svefninum, og honum þótti þó vera einn eða annar hlutur eða staður sér kunnugur, þá var það jafnan meira og minna frábrugðið því, sem hann í svefninum ætlaði það vera. Hann sá þannig, að draumsýnirnar voru jafnan ósamkvæmar þeim hlutum, sem hann ætlaði þær vera, og þótti honum það undarlegt, ef þær væru end- urminningar hans úr vöku eða hans eigin hugsköpun. Og nú fór dr. Helgi að hugleiða enn eina reynslu sína. Hann hafði tekið eftir því, að í huga hans voru við og við að koma orð og orðatiltæki á þann hátt, sem undar- legt var. Orðum þessum eins og skaut upp í meðvitund hans án þess að hann hefði hugs- að þ^u. Segir hann, að reyndar hafi verið við hendina þetta athvarf fáfræðinnar, sem menn hafa kallað undirvitund, og að telja hefði mátt sér trú um, að það væri skýring, ef sagt væri, að orðum þessum hefði skotið þaðan upp. En önnur skýringarleið var það nú, sem hann fór. Hann fór nú aö láta sér koma í hug, að orð þessi eða orðatiltæki kynnu að vera komin ,í huga sinn úr annara hugum líkt og loftskeyti berast, og segir hann, að þegar hann fór að prófa þetta, hafi hann fundið, að hann var kominn á leiðina fram. „Til sérhvers orðs í meðvitundinni“, segir dr. Helgi, „svarar sérstakt ástand heilans. Og ef nú getur flutzt orö frá huga til huga, þá er það af þvi, að ástand eins heila getur haft þau áhrif á annan heila, að sama ástand verði þar. Eða með öðrum orðum, ástand eins heila getur framleitt sig í öðrum heila. En ef svo er, þá getur alveg eins flutzt frá einum heila til annars það ástand, sem sam- svarar mynd í meðvitund þess, sem heilann á. En það veröur sama sem að einn maður geti séð með augum annars. Eða með öðrum orðum: Það sem ein augu sjá, getur komið fram, eigi einungis í þeim heila, sem augun fylgja, heldur einnig í öðrum.“ III. Þetta var nú sú merkilega niðurstaða, sem dr. Helgi Pjeturss komst að um eðli draum- anna. Hún er sú, að draumar sofandans séu að vísu litaðir af endurminningum hans og hugsunum úr vöku, en að undirrót þeirra sé æfinlega vitundarsamband hans við ein- hvern vakanda. Og það varð nú við þessa niðurstöðu Ijóst, ekki einungis, hvers vegna draumurinn er fyrst og fremst líf en ekki hugsun, heldur og hvers vegna t. d. húsið mitt, þegar ég þykist sjá það í draumi, er jafnan svo ólíkt þvi, sem það raunverulega er, eða þá mitt eigið útlit. Mun hver einn geta gengið úr skugga um, að þannig er jafnan i draumi, að sýnir þær, sem þá ber fyrir mann. eru jafnan eitthvað ósamkvæmar þeim hlut- um, sem maður í svefninum ætlar þær vera. Hafa draumfræðingar, eða þeir, sem fengizt hafa við að rannsaka drauma, of lítið tekið eftir þessu, því að það má í rauninni heita alveg fullgild sönnun þess, að draumsýnirnar séu ekki komnar upp í manns eigin huga. Væru þær það, væru þær aðeins endur- speglanir þess, sem séð var í vöku, þá ættu þær að vera samkvæmar því. En hitt, að þær séu aðfengnar á þann hátt, sem dr. Helgi segir, kemur hins vegar mjög vel heim við þessa staðreynd draumanna, auk þess, hve það liggur beint og eðlilega við, séð út fra sumum aðallögmálum tilverunnar. Eru líka til dæmi þess, að það, sem bar fyrir vakandi mann, hafi á öðrum stað en samtímis borið fyrir annan mann í draumi. —: En nú þegar hér var komið, fór dr. Helgi að veita at- hygli, ekki einungis þessu, sem sagt hefir hér verið um draumana, heldur og því, að sumar draumsýnir eru þannig, að þær geta ekki átt sér stað á þessari jörð. En af þvi leidcii hann þá ályktun, að sambandsvera dreymandans, draumgjafinn, sem hann nefndi svo, hlyti löngum, eða jafnvel oftast, að vera íbúi annarar jarðstjörnu. IV. Eins og sagt var hér að framan, þá verður hún alveg óskiljanleg þessi magnan, sem svefninn veitir, nema gert sé ráð fyrir, að hún sé aðstreymi tilsends kraftar, sem endur- næri sofandann til- lifs. Og eins er í rauninni um lífið á jörðinni. Án þess að líta á það sem þátt í alheimslifi, verður það alveg órök- stutt og óskiljanlegt. Sérhvað einstakt, hvort sem það er lifstilvek einhvers einstaklings eða heildarlíf einhverrar einnar jarðar, hlýt- ur að vera þáttur í annari stærri heild, því að án þess vantaði það sina frumorsök. Það getur ekkert einstakt verið til eða hafa orðið til án þess að eiga sina frumorsök að rekja til sambands við annað. Og hér var það nú, að dr. Helgi Pjeturss fór að sjá fyrir sér leið til að skilja. Við það að uppgötva, að draumar sofandans eru til orðnir fyrir inngeislan frá hugum einhverra vakenda, fór hann nú að skilja, að svefninn er einnig eitthvað líkt, magnan frá lífheimum annara jarða. Og um leið og honum varð þetta ljóst, varð hon- um einnig ljóst, að „krafturinn, sem magnar manninn i svefni, er sá hinn sami, sem tendraði hina fyrstu örsmáu neista lífsins á jörðu hér, þegar jarðefnin fyrir svo sem þús- und miljónum ára höfðu nafizt á það stig, að magnanin fór að geta komið fram sem líf.“ „Hið mikla samband“ blasti hér við opið og augljóst. Hér blasti það við, að ekki ein- ungis ljósið og segulmagnið berst frá stjörn- um til stjörnu, heldur einnig lífmagnið. Líf- sambandið milli stjarnanna var hér fundið, og þar með fór margt að verða ljóst, sem áð- ur hafði verið óskiljanlegt. Hér fór nú að verða ljóst, hver var undirrót kraftaverka, hugboða og annars slíks, sem menn höfðu til þessa litið á með vanþekkingu eða vantrú, sem að vísu er önnur vanþekkingin frá. Líf- geislan frá lengra komnum ibúum annarra stjarna, mátti nú sjá, að þar var undirrótin, eins og líka að goðasögum og fleiru slíku. Einnig mátti nú sjá, að þaö sern kallað er miðill eða andasamband, var þessu skylt, og hefir dr. Helgi sýnt fram á, að miðilssvefninn eða miðilssambandiö er efckert nema afbrigði vanalegs svefns, og að þar er aöeins um sam-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.