Tíminn - 24.12.1949, Síða 8
8
JÓLABLAÐ TÍMANS 1949
band að ræða milli draumþega og draum-
gjafa. Er munurinn þar aðeins sá, að í vana-
legum svefni virðist aðaldraumgjafinn ekki
vita af sambandinu í stað þess, að draum-
gjafi miðilsins veit um þetta samband og
kann að haga sér eftir því. Leitaðist dr. Helgi
mjög við það að sýna fram á, að lifað sé á-
fram á öðrum jarðstjörnum, og hvergi ann-
arsstaðar. Eru í ritgerðum hans teknar til
meðferðar ýmsar þær framlífslýsingar, sem
hafðar eru eftir miðlum, og hefir hann
skarplega sýnt fram á, að í þeim sé nú ein-
mitt verið að leitast við að koma fram þess-
um sannindum. Má þar til nefna, hve víða er
í framlifslýsingum lögð mikil áhersla á það,
hve allt í heimi hinna framliðnu sé stað-
legt og áþreifanlegt. Og enn er þar margt,
sem bendir í þessa sömu átt, en kemur frarh
óbeinlínis, og má þar til nefna, hve augljóst
er jafnan, að um fjarsambönd sé að ræða,
þar sem miðilsfyrirbrigðin eru, en ekki eins
og ætlað er löngum, að hinir framliðnu séu
staddir þar, sem þeim þó tekst að gera vart
við sig. En auk þessa hefir það nú, þótt lítt
eða ekki hafi verið eftir því tekið, stundum
komið beint fram í frásögum framliðinna, að
heimkynni þeirra séu á öðrum jarðstjörnum,
og hefir dr. Helgi bent á ýmsa slíka staði í
hinum spíritísku ritum.
V.
„Vér þurfum að átta oss betur á því að und-
irstöðulögmál heimssmíðarinnar er flutning-
ur á orku, og að lífið er þar engin undantekn-
ing,“ segir dr. Helgi Pjeturss i einni ritgerð
sinni. Og óneitanlega er það stórkostleg þekk-
ingarviðbót að skilja uppruna lífsins á jörð-
inni á þann hátt, sem dr. Helgi hefir gert. Á
síðastliðinni öld var það fyrst vitað, að sam-
band er á milli alls lífs á jörðinni, að lífteg-
undirnar eru vaxnar upp af sameiginlegum
stofni. Var það hið þýðingarmesta spor til
skilnings á lífinu að gera sér þetta ljóst. En
þó er hér um enn meiri skilningsauka að
ræða, og liggur, eins og áður er sagt, upp-
götvunin á sambandseðli svefnsins og draum-
anna þar til grundvallar. Fyrir uppgötvun þá
má nú skilja, að lífið hér á jörðu er orðið til
fyrir tilgeislan lífskraftar frá öðrum jarð-
stjörnum. Og það er ekki einungis, að fyrir
þá uppgötvun opnist möguleiki til að vita
frumorsök lífsins hér á jörðu, heldur opnast
fyrir hana nýr skilningur á sjálfu lífinu, eða
eðli þess. Geislan er viðleitni eins hlutar til
að koma sinni skipan á hjá öðrum, og sé nú
lífið hingað komið fyrir geislan eða flutning
orku, þá hlýtur það að vera hleðsla eða nið-
urskipan í efni, og verður þá ljóst, að líf get-
ur ekki verið á annan hátt en líkamlegt. Nið-
urskipan eða röðun hlýtur auðvitað að vera
óaðskiljanleg hinu raðaða. Og nú er það hér,
að sjá má fram á sættir millí trúar og vís-
inda, milli andahyggju og efnishyggju, og
verða þær sættir, þó ekki á annan hátt en
þann, að andatrúin hverfur úr sögunni, en
í stað hennar opnast náttúrufræðingnum leið
til að sjá fram á möguleika alls þess, sem
trúmanninn hefir 'bezt dreymt, og meira til.
Fyrir honuni opnást nú mögúleiki til að skilja,
að lífið heldúr áifíám éftir dauðann i nýjum
líkömum, ög yer&ur þáð, eins og fyr segir, á
þann hátt, að ’niðúrskipan sú, eða kraftfrum,
sem hinn Mýj'áhdi likami ver, kemur fram
á öðrum isf/að. Krafturinn, sem stendur að
hverri einpstjú Ufsýéru, veldur því, að hver
einstaklingúr Yari, ög eru líkamningar þeir,
sem stundyln 'koma fram á miðilsfundum,
nokkur visir til slíkrar endurlíkömunar, sem
verður þgr, sem lífið hlýtur að vera miklu
öflugra og samstillt'ara en hér. Guð alheims-
ins, sem út ftá þessu sjónarmiði er samband
alls lífs í alheimi, þarf á því að halda, að
hver einstaklíngur vari, og er gott í þessu
sambandi að minhast þess, að hver einn mað-
ur eða dýr ef fé'.agsvera, samskipan ótölulegs
grúa af lifögrtum, sem haldast verða við eða
endurnýjast, svo áð félagsveran megi vara.
Á varanleík hirts skapaða byggist mögu-
leikinn til 'átí aúkast, og vilji lifsins er ein-
mitt sá. „Lífið er tilraun til að ráða við og
samstilla krafta hinnar líflausu náttúru, og
þegar sú tilraun tekst til fulls, verður al-
heimurinn orðinn að guði, veru, sem kemur
fram í óendanlega mörgum myndum og í
hverri mynd óendanlega fullkominn. Tilgang-
urinn með heimssmiðinni er, að fram geti
komið guð, sem er óendanlega margur og þó
ein heild.“
VI.
Þetta var nú sá skilningur, sem blasir við
frá sjónarhól þeim, sem uppgötvun dr. Helga
Pjeturss er á eðli svefnsins og draumanna,
og lét ég hér síðast koma hans eigin orð. Þar
ræðir ekki einungis um framlífsfréttir til að
vita, að lifað sé áfram á öðrum jarðstjörn-
um líkamlegu lífi, heldur verður þar ljóst, að
það er óhjákvæmilegt. Við það að skilja eins
og hér er gert, hvað lífið í eðli sínu er, og til-
gangur þess, verður tilvera anda og anda-
heims alveg óhugsanleg og eins það, að um
endurburð geti nokkru sinni verið að ræða á
þann hátt, sem guðspekin kennir. Fyrir upp-
götvun lífsambandsins og það, sem af henni
leiðir, blasa hér við framhaldsmöguleikar
lífsins á öðrum stjörnum, og verða um leið
óhugsanlegir nema þar. Og sé nú horft út
frá þessum skilningi, að tilgangur lífsins sé
að ráða við og samstilla krafta allrar tilveru,
þá má jafnvel fara að skilja það, sem dr.
Helgi hélt fram, en margir munu hafa talið
firru, að nokkurt samband geti verið á milli
hugarfars manna og stillingar veðurfarsins og
annara slíkra afla. Hugsunina eða vitið verð-
ur að ætla brodd hinnar samstillandi viðleitni
lífsins, og má því vel skilja, að mistök á fram-
gangi þess geti valdið nokkurri umhverfingu
jafnvel í öflun hinnar dauðu náttúru, og á
hinn veginn, þegar vinnst í rétta átt. En þó að
uppgötvun lífsambandsins gefi þessa útsýn,
sem hér hefir verið drepið á, þá var hún ekki
algjör án þeirrar uppgötvunar dr. Helga, sem
ég enn hefi ekki getið um, uppgötvunar hans
á stillislögmálinu, sem hann nefndi svo. Og
væri lika fyrst fyrir þekkingu á því lögmáli,
að takast mætti að færa sér í nyt þennan
skilning allan á þann hátt, sem svo nauð-
synlegt er. En lögmál þetta fann dr. Helgi
einnig við athuganir á draumunum. Veitti
hann því eftirtekt, að draumar hans urðu
betri og skýrari, ef hann daginn áður hafði
umgengist þá, sem skýrt voru hugsandi og
góðviljaðir. Komst hann þannig að því, að
þeir, sem hann umgekkst, réðu svefnsam-
böndum hans en ekki sjálfur hann, og sá
hann síðar, að sama lögmál kom til greina
við sambönd hiiðilsins. Sá hann þar, að það
var að miklu leyti undir fundarmönnunum
komið, við hverja miðilssambandið varð og
hvað það var, sem í gegn náði að komast.
Má nú sjá, að þetta lögmál liggur alla leið
í gegnum tilveruna, og að lífsþróunin hefir
farið fram samkvæmt því þannig, að sér-
hvað, sem á vannst, hlaut æfinlega að verða
mjög samkvæmt því, sem við var bætt. Sér-
hvað tilsent hlýtur, samkvæmt þessu lögmáli,
að mótast og litast af því, sem við tekur, og
er þá skiljanlegt, að sannindi ,sem reynt væri
að koma gegnum miðil hingað til jarðarinn-
ar, komist ekki í gegn, nema samkvæm
skilningi þeirra og hugarfari, sem sannind-
unum eiga að veita móttöku. Verður þannig
skiljanlegt, að þessi sannindi, sem dr. Helgi
var að leitast við að fá menn til að þiggja,
þau sannindi, að draumsamböndin og miðils-
samböndin séu við íbúa annara stjarna, hafi
enn varla komist í gegn þessa leiö, nema ó-
beinlínis. Það, sem vantaði til þess, var, að
menn væru farnir að nálgast þau sannindi
sjálfir, hefðu byggt upp til þeirra neðan frá,
þvi að þann undirstöðuskilning var ekki
hægt að öðlast á annan hátt. Skilninginn á
hlutunum verða menn yfirleitt að skapa sér
sjálfir rétt eins og það, að hver einn verður
sjálfur að hafa fyrir því að melta þá fæðu,
sem að honum er rétt. Og nú blasir þetta hér
við: Því betur sem menn eru samtaka um
það, sem rétt er og gott, því betri sambönd fá
þeir við þá, sem lengra eru komnir á braut
þroskans, og svo á hinn veginn, því verri sam-
bönd, því lakara sem hugarfarið er. En því
betra verður hugarfarið, því betur sem menn
vita og skilja. Undirstaðan. til hinna góðu
sambanda, til þess að magnast á réttan hátt,
er að menn geri sér sem réttastar og sem
ljósastar hugmyndir um tilveruna, því að
góðvildin fylgir eftir sannleikanum eins og
vorið hækkandi sól. Eða eins og dr. Helgi
segir á einhverjum stað: „Sannleikurinn er
leið guðs til mannanna."
VII.
Það var almennt viðurkennt ,að málfar dr.
Helga Pjeturss væri hið fegursta, og hefðu
menn þá í rauninni átt að sjá, hver boðskap-
ur hans var, þvi að sannarlega fagurt getur
málfar ekki verið án ljósrar og viturlegrar
hugsunar. Fagurt mál getur enginn skrifað
einungis málsins vegna, því að sannarlega
fallega tekst engum að segja annað en sann-
leikann. Sannfagurt mál segir því engu síð-
ur til um hugsunina, sem það á að flytja, en
göfugmannlegur svipur um innræti þess og
hugarfar, sem svipinn ber. En þó að menn
sæju hér nú hvorutveggja, tigið mál og göf-
ugmannlegt yfirbragð þessa einstæða vitrings,
þá var það samt eðlilegt, að þeir áttuðu sig
ekki í fyrstu á því, hvað var hér um að ræða,
Til þess var hér um of stórkostlega hugsun
að ræða og of nýja. Það er t. d. meiri nýjung
en svo, að menn geti bráðlega áttað sig á, aö
tala um það sem náttúrufræði, að lifað sé
áfram eftir dauðann, og hvernig því lífi sé
varið. Mönnum virðist yfirleitt ekki vera
Ijóst, að ekki einungis fjöllin, gróðurinn og
dýrin tilheyri náttúrunni, heldur einnig
mannlífið og mannshugurinn, og er því eðli-
legt, að þeir séu ekki fljótir til að átta sig á,
að þetta viðfangsefni trúarbragðanna, sem
framlífið er, geti nokkru sinni orðið náttúru-
fræði. En fremur en að dæma, ættu menn
samt að reyna að rannsaka hér málavexti,
og er þá hið fyrsta að gera sér Ijóst, hvemig
draumunum er varið. Og leiti menn hér yfir-
lits, þá ætti þetta um lífssambandið á milli
stjarnanna að liggja opið fyrir sem sjálfsagt
og eðlilegt framhald af heimsfræði þeirri,
sem hófst með þeim Copernikusi og Brúnó.
Sé hér íhugað, verður svo óhugsanlegt, að
hvergi sé líf nema á þessari litlu jarðstjörnu,
og má nú meira að segja skilja, eins og ég vék
að áðan, að án sambands út fyrir sig, gæti
það alls ekki átt sér stað. Fyrirbrigði, sem
væri einstakt og án sambands við önnur sér
skyld, getur ekki átt sér stað. — Hún kom
mjög fram hjá dr. Helga sú skoðun, að stefna
lífsins á jörðu hér sé röng, sé helstefna, sem
hann nefndi svo, og mun nú mörgum vera
farið að sýnast, að þrátt fyrir allt stefni ekki
sem bezt fyrir mannkyninu. En þó að menn
virðist hins vegar vera mjög fjarri þvi enn
að skilja, að bjargráðin séu þau, sem dr.
Helgi talaði um, þá er sá skilningsskortur
engin sönnun þess, að þar hafi verið hjá
honum um markleysu að ræða. Einmitt er
það á hinn veginn svo sem búast má við af
helstefnumannkyni, að það sé ófúst á að
þiggja þá leiðsögu, sem ein gæti komið því
yfir á hina réttu braut. Hjá mannkyni, þar
sem mest áherzla er lögð á hernað og víg-
búnað, er einmitt þess að vænta, að hinir
voldugustu menn og hinir virtustu séu ekki
fljótir til að átta sig á því og Yeita fylgi, sem.
bezt stefnir þar að, að allt slíkt hverfi úr
sögunni. Hið langlíklegasta er einmitt, að
þar verði þeir fyrstir til fylgis, sem einna
lakasta aðstöðu hafa til áhrifa og sízt eru
aðnjótandi hins blinda fylgis yfirborðsmann-
anna og hagnaðarleitendanna. En þó að
þannig sé hér enn eins og svo oft hefir ver-
ið áður gagnvart rtýjum sannindum, þá gæti
áður en varir orðið breyting til hins gagn-
stæða, og vil ég í því sambandi minna á það,
sem ég hefi séð haft eftir hinum brezka líf-
fræðingi og vitringi, sem hingað kom í sum-
ar, Julian Huxley, að tími sé nú kominn til
þess, að náttúrufræðingarnir fari að gefa
gaum að staðreyndum miðilsfyrirbrigðanna
og annars slíks. Og auðnaðist þeim fáu hér að
verða samtaka, sem verulega athygli hafa
þegar veitt þessu upphafi náttúrufræðinnar,
sem hér ræðir um á sviði einmitt þessara
staðreynda, þá mundi bráðlega nokkur sigur
verða unninn. Fyrir þau samtök mundi hér
fara að opnast leið fyrir það aðstreymi kraft-
ar, sem dr. Helgi taldi, að eitt gæti fært
mannkyninu farsæld og vor. Mundi þá fara