Tíminn - 24.12.1949, Page 16

Tíminn - 24.12.1949, Page 16
76 JÓLABLAÐ TÍMANS 1949 íslenzkur barrskógur. hann smáþvkknar og verður að lokum ljós og hreinn og þéttur. Og út úr verksmiðj- unum fara fínar hvítar papp- írsarkir, viðarsilki og fleiri slíkar vörur. Skógurinn breyt- ist í nauðsynjavörur eins og fæði og klæði, hreinlætisvör- ur og sprengiefni. Á þessu ári hafa Svíar gert það kunnugt, að hægt er að búa til smjör úr trjáviði. Það hefir sömu efnafræðislegu samsetningu cg kokosolía og nú hefir tekizt að láta það fá rétt smjörbragð og sama næringargildi og venjulegt smjör. í þetta verk hafa Sví- ar lagt átta ára starf. Á stríðs árunum hófu þeir víðtækar tilraunir í þá átt að framleiða feiti og eggjahvítu til dag- legrar neyzlu úr sænskum hrá efnum. Og nú er smjörið til. Auk þess hafa Svíar búið til góða grauta úr viðarmjöli, ef svo má segja. Eins konar gervikjöt er lika búið til úr skóginum. Það tekur 46 klukkustundir að meðhöndla tréð frá því það kemur að verksmiðjunni og þangað til það er orðið að feitmeti, sem hefir svipað bragð og næringargildi sem annað nýstrokkað smjör. Svo að nefnd séu dæmi um þær vörur, sem nú eru framleiddar af skógartrjám má telja hér sápu, sprengiefni, vínanda (einkum þó til iðnaðar, tréspiritus) skósóla og klóroform. Gervigúmmí úr almennum viði verður alltaf betra og betra. Kvenfólk sækist eftir vörum eins og hörundssmyrslum ýmsum, silkisokk- um og bað má líka nefna tannpöstu og ljós- myndafilmur. Skógarnir eru því mikil auðæfi og veita jafnan fjölbreyttari og fjölbreyttari lífsskil- yrði með hverju ári sem líður. Sú vinna, sem lögð hefir verið í það að rannsaka hverjar trjátegundir þrifist bezt á íslandi og jafn- framt að læra nokkur frumatriði þess, að hirða og rækta tré og skóga, er bæði land- varnarstarf og sjálfstæðisbarátta. Það er ekki ætlunin með þessari grein að leggja neinar nákvæmar áætlanir. Hún átti bara að minna á það, sem allir íslendingar, og ekki sízt þeir ,sem ungir eru, verða að skilja, að það eru skógarnir, sem geta frelsað og verndað ísland og verða að gera það. Þegar vorar við gamla bæinn. vilji nokkuð fyrir íslenzka skóga gera eöa ekki. Hvernig eigum við að fara að því að rækta samfelldan skóg? Hvar eigum við að byrja? Hvað er auðveldasta leiðin til að ná árangri og hvernig getum við, þú og ég, látið muna mest um okkur í því starfi? Það eru þessar og þvílíkar spurningar, sem allir ættu að hugleiða. Á allra næstu árum verður að hefjast handa um nýja ræktun skóga, svo að skipti ferkílómetrum í öllum landsfjórðungum. Segja má, að vel hafi verið unnið að undirbúningi þeirra mála hin síð- ustu ár, en nú á starfið sjálft að fara að hefj- ast af fullum krafti. Halldór Kristjánsson. 4*4 áaman Hinn stóri gluggi var vel lýstur. Þetta var sýningargluggi 1 mikilli verzlun. í glugganum var fjöldi kerta af öllum stærðum og litum. Sum kertin voru mjó, önnur gild, sum mjög löng o. s. frv. Svo voru öskjur með litlum kert- um í. Á sumum kertunum voru myndir af jólasveinum, álfum og ýmsu öðru. Margt fólk stóð úti fyrir glugganum og horfði á þetta kertasafn. Sumir fóru inn í búðina og keyptu kerti. En ekki af þeim kert- um, er voru í glugganum. Þau voru þar í aug- lýsingarskyni. Um nóttina fóru kertin að tala saman. „Við erum fínustu kertin, sem hér eru í búð- inni,“ sögðu hárauð kerti. Þau voru auðsjáan- lega montin. „Við verðum látin á borðið í samkvæmum. í fínum veizlum eru ekki notuð rafljós.“ „Nei. Við verðum notuð í samkvæmum," sögðu hvít tylgiskerti. Allir sem eiga fallega kertastjaka setja okkur í þá. Einkum er fallegt aö hafa okkur í silfurstjökum. En þá eiga margir, sem kunnugt er. Og þetta er í tízku, hvít kerti í silfurstjökum. Það þýðir ekki að neita þessari staðreynd. „Ekki trúi ég þessu,“ sagði kerti með jóla- sveini á. Þetta kerti var ánægt með sjálft sig, hló og mælti: „Ef menn vilja hafa skemmti- leg kerti nota menn okkur. Það er eðlilegt. Við erum mjög heppileg á stórum mannamótum eða gildum. Jólasveinar eru í miklum metum. Við höfum mikiö verið notuð fram til þessa, og mun svo verða framvegis.“ „Það vill, að líkindum, enginn hafa okkur,“ hvíslaði lítið hvítt kerti, sem lá í öskju með sjö öðrum kertum af sömu gerð. „Við erum lítil og leiðinleg." „Já, og þess vegna eigið þið að þegja,“ sagði digurt, stutt, gult kerti. „Við erum miklu til- komumeiri en þið. Við erum stutt og digur og getum enzt lengi. Þegar fólk hefir 'gestaboð notar það okkur. Það er algengt að gestirnir ganga til okkar og kveikja í vindlingum sin- um í loganum. Við endumst heila nótt. Við erum bæði til skrauts og gagns. Og það er meira en segja má um fjölda annara kerta.“ „Það væri gaman að geta sagt hið sama,“ sögðu litlu, hvítu kertin átta, sem lágu í öskj- unni. Og bræður þeirra og systur, hin rauðu kerti, sem voru í öðrum öskjum óskuðu þess sama. Rauðu litlu kertin sögðu: „Við skiljum það ekki hvers vegna við erum búin til, þar sem við erum svo lítil að leiðinleg.“ „Eigum við ekki að kjósa okkur kóng og drottningu?" sagði eitt hinna hárauðu kerta. „Ég er sannfærður um, að ég yrði ágætur kóngur, ég er svo glæsilegur og atkvæðamikill. Ég er rauður eins og kápur konunga, og ég mun velja hvíta kertið þarna fyrir drottn- ingu.“ En það vildu hin kertin ekki samþykkja. Þau töluðu mörg í einu, og það varð mikið þvarg og suða, órói og erjur. „Gerið svo vel og þegið,“ heyrðist sagt djúpri röddu, er kom ofan frá. Kertin þögnuðu öll. Þarna kom náungi til sögunnar, er kertin höfðu gleymt. En nú tók þetta kerti máls. Það var aftarlega í hópnum. Þetta var hátt, dig- urt og atkvæðamikið hvítt kerti. Það var altar- iskerti. Það gæti enst margar klukkustundir. Það var hreykið af því að eiga fyrr eða síðar að lenda í kirkju, þar sem heill söfnuður horfði á það og dáðist að því. Kertiö mælti: „Ég hefi hlustað á þessar umræður. Þið er- uð flest heimsk og montin. Þið verðið notuð hvert á sinn hátt. En þau smæstu munu ekki minna metin en hin stærri. Hið gagnstæða mun ske. Litlu kertin í öskjunum verða vin- sæl, og að líkindum vinsælust." „Er þetta sagt í alvöru?“ spurðu litlu kert- in. „Við getum ekki orðið til mikils gagns. Við erum bæði lág og grannvaxin.“ Altariskertið tók aftur til máls: „Ég skal skýra þetta betur fyrir ykkur vegna þess að ég er fróðari en þið, og mest að marka hvað ég segi. Því er ykkur óhætt að trúa.“ „Á jólanóttina verða sett upp falleg tré. Þau nefnast jólatré, og eru skreytt flöggum og blómfestum, hjörtum, stjörnum, sælgætispok- um, englahári og ýmsu fleiru." „Börnin taka höndum saman og slá hring um tréð. Svo dansa þau og syngja sálmalög og ýmis önnur lög. Meðal annars syngja þau kvæði, sem byrjar þannig: „Greinar á lífsins tré eru grænar með lítil kerti sem líkjast fugl- um á kvisti.“ Og þetta kvæði er um ykkur litlu kertin. Ykkur verður þannig sýndur meiri heiður en öðrum kertum.“ „Syngja börnin um okkur?“ spurðu litlu kertin og voru mjög forviða. „Já, það gera þau,“ svaraði altariskertið. „Þið verðið alls staðar á trénu og ljómið og tendrið meira en nokkur önnur kerti. Börnin hafa mikla ánægju af ykkur. Gleðin yfir litlu kertunum speglast í augum barnanna. Börn- in hafa, að líkindum, meira gaman af kert- unum, á jólunum, en nokkru öðru. Án kerta er varla hægt að halda skemmtileg jól. Þið, litlu kertin, berið hið fagra heiti: jóla- kerti.“ Jóh. Sch. þýddi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.