Tíminn - 24.12.1952, Qupperneq 29
Jólablað TIMANS 1952
29
Þórarinn Audunsson:
Helgi Þórarinsson í Þykkvabæ
' Það er á miklu að taka að skrifa
um Helga í Þykkvabæ og hér verð-
ur það ekki gert nema að litlu leyti,
aðeins drepið á helztu störf hans
síðustu fimmtán ár ævi hans.
Helga man ég fyrst eftir í Heið-
arrétt um aldamótin 1900. Þar var
hann að taka á móti sauðum, er
hann ýmist keypti eða tók af mönn-
um til rekstrar og sölu gegn á-
kveðnu gjaldi. Sauðina vigtaði
Helgi og gaf ákveðið verð fyrir
hvert pund í lifandi þunga. Þetta
ár greiddi hann 12 krónur fyrir
sauð, sem vigtaði 100 pund og 20
aura íyrir hvert pund þar yfir.
Fleiri keyptu sauði þarna í réttinni
en Helgi, en hann var sá eini, er
vigtaði þá. Sýndi Helgi í þessu sem
öðru hyggindi sín að hafa allt á
I hreinu gagnvart kaupanda og selj-
anda. Gekk honum þvi manna bezt
að selja á fæti, en svo hét það, er
allur hópurinn var seldur ákv^ðnu
verði og kaupandi sá um — og kost-
aði — slátrunina. Aðrir urðu oft
að biða lengi eftir slátrun fjárins
og var svo allt keypt eftir niðurlagi.
Mér er þessi réttardagur minnis-
stæður vegna Helga, sem með
krafti sínum dró að sér athygli og
allir þurftu við að mæla. En ekki
var mér Ijóst þá, hvert áhættufyr-
irtæki þetta var að kaupa á eigin
ábyrgð mörg hundruð sauði og reka
þá yfir vötn og óbyggðir um 300
km. langa leið til Reykjavíkur og
eiga svo því að mæta, er þangað
; kom, að eftirspurn kaupenda var
a takmörkuð, en samkeppni hins veg-
ar mikil um söluna og framboöið
takmarkalítið. Oft hrepptu menn
snjó og hörð veöur í þessum rekstr-
arferðum, svo að tvísýnt var um að
hverju færi. Ekki var Helgi vanur
að fara sporaslóð annarra í ferðum
þessum og er um það margt að
segj a, þó að ekki veröi þaö hér gert.
Allmörg ár fór Helgi feroir þessar
á hverju hausti, þar til Sláturfélag
Suöurlands var stofnað, en þá lét
hann af þeim. Mun hann hafa séð,
að þá voru aðrar bjargir hentari
fjáreigendurn, enda leið ekki á
löngu, að Sláturfélagið hæfi slátr-
un í héraðinu, í Vík. Ef til vill hefir
Helgi aflað sér einhverra tekna
með fjárkaupunum, en hitt er þó
víst, að hann var fús að hætta þess-
um áhættusömu rekstrarferðum,
sem tóku mikinn tíma frá öðrum
verkefnum. Nóg voru ferðalögin
samt, bæði í almennings þarfir og
aðdráttaferðir í kaupstaö.. Hann
trúði á búskapinn sem undirstöðu
og vildi sýna í verki, að því mætti
treysta.
Á fyrstu búskaparárum Helga
urðu Skaftfellingar að sækja til
Verzlunar að Eyrarbakka. Síðar
.var byrjað að skipa upp vörum í
Vík og hófust þar svo verzlanir. Þá
voru öll vötn óbrúuð og engir lagð-
ir vegir. Það eru furðuleg kynstur
af byggingarefni, sem Helgi flutti
frá Vík, við alla þá erfiðleika, sem
Þá var að etja. Til fróðleiks skal
ég segja frá einni kaupstaðarferð,
er ég fór með Helga. Lagt var af
stað frá Þykkvabæ kl. 5 að morgni,
og farið sem leið liggur suður
Landbrot um Steinsmýri, út með
Eldvatni og yfir það hjá Feðgum.
Lað er ekki stórvatn, en verður þó
ekki farið nema á vissum stöðum
af kunnugum mönnum. Siðan var
Laldið áfram út Meðallandið um
V Efrieyjaregg. Þar var áfangastað-
ur, en ekki áðum við þar í þetta
sinn. Bar þá fljótlega aö Kúða-
fljóti, en yfir það reiknast tveggja
klukkustunda lestaferð og er leið-
in öll í vatni, ef vöxtur er í fljótinu.
Tvær leiðir var um að velja: hjá
Söndum eða á Eyrinni. í þetta sinn
var farið hjá Söndum. Við vorum
fimm saman með 4—6 hesta í lest
hver, Það mun hafa verið venja
að fá bóndann á fljótsbakkanum
til fylgdar, en sleppt var því í þetta
sinn. Allir treystu Helga til for-
ustunnar í Fljótinu. Ekki þótti fært
að ieggja út í með lestirnar, sem
á voru ullarsekkir, án þess að reynt
væri- 'fyrir, en til þess vantaði
manh, því að ekki þótti ráðlegt að
lengja lestirnar sem því munaði.
Varð þá fyrst að ráði að reyna
nokkra næstu álana og síðan var
lagt af stað. Helgi á undan með
sína 6 hesta í taumi. Áfram hélt
hann'stanzlaust í ótal krókum og
allt gekk slysalaust. En jafnan var
því svo hagað, að aldrei var nema
ein lest í senn í dýpstu álunum, en
mestir þeirra eru: Austurfljót,
Gvendaráll og Skálm, sem liggur
við áfangastaðinn Grjóteyri. Þar er
hagi góður og áðum við þar 8
klukkustundir. Tjaldi var slegið
upp, því að ekki voru þá nein sælu-
hús komin á þessari leið.
Árla dags komum við til Víkur.
Höfðum við þá verið á ferð 28
klulclcustundir með hvildinni á
Grjóteyri. í Vík var í mörgu að
snúast. Fyrst var að koma hestum
í haga, síðan fara í búðir og binda
í klyfjar til heimflutnings. Keppzt
var vio, að allur varningur yrði
kominn út fyrir lokunartíma verzl-
ananna; var svo eftir atvikum
kvöldið og nóttin höfð til þess að
ganga frá til flutnings, svo að allt
væri tilbúið snemma næsta dag. En
það var mjög áríðandi vegna Sand-
vatnsins, er þá lá á Mýrdalssandi,
og sem önnur jökulvötn sótti í sig
vöxt, þegar leið á daginn. Við kom-
um að Sandvatninu laust fyrir há-
degi. Það var lítið tekið að vaxa,
en hafði kvöldið áður flætt yfir 5
km. breitt svæði. Helgi fór á und-
an og þræddi brotin stanzlaust.
Eftir 9 klukkustunda ferð komum
við á Grjóteyri og tókum þar góða
hvíld fyrir hestana og okkur sjálfa,
því að lítið höfðum við sofið frá
því við fórum að heiman.
Þá var það Kúðafljót aftur og
nú þurfti ekki siður að vanda til
vaða, því að allir höfðu flutning,
sem ekki mátti blotna. Þar að auki
var bæði þakjárn og timbur, sem
torvelt er og hættulegt að flytja
á klökkum í djúpu vatni. Kannað
var fyrir lausríðandi áður en lagt
var af stað út í Fljótið með lest-
irnar. Helgi fór enn fyrir — og
valdi brotin — stanzlaust, þar til
hann kom að einum höfuðál í
Fljótinu. Þá segir hann: „Hér verð-
ur aö selflytja, eina lest í senn og
fari þrír valdir menn með hverja.“
Þetta var gert og fóru þessir þrír
röskleikamenn 5 ferðir yfir álinn
unz allar lestirnar voru komnar
yfir. Allt slampaðist af, en eigi er
grunlaust um, að blotnað hafi í
einhverju pokahorni. Áð var eftir
þetta á Efrieyjaregg, síðan í Steins-
mýrarmóa og síðast í Arnardrangs-
hólmi, en hvergi lengi tafið.
Leið þessari hefi ég lýst svo ræki-
lega, að hana fór Helgi um tugi
ára, vetur, sumar, vor og haust,
einn eða við annan mann, en senni-
lega þó oftast í hópi margra manna,
sem gjarnan kusu samfylgd hans.
Eftir að grös voru komin á vorin,
mun Helgi jafnan hafa farið eina
ferð í kaupstað til aðdrátta í viku
hverri. Hafði hann þá mann með
sér og 12 hesta undir klyfjum. Auk
þess haustferðir til Reykjavíkur,
sem áður er getið, og lengi fór hann
þangað einu sinni að vori, meðan
hestar voru á gjöf. Sýslufundi sótti
hann marga vetur til Víkur. Öll
þessi ferðalög kröfðust dugnaðar
og fyrirhyggju. Mikið þurfti til að
hafa alla þessa mörgu hesta brúk-
unarfæra og vel búna að öllum
tygjum, en á það skorti aldrei.
Búskap hóf Helgi í Þykkvabæ í
húsmennsku á % hálflendunnar,
sem hann fékk lánaðan hjá föður
sínum. Strax varð hann að byggja
öll hús yfir fólk og fénað. Fljót-
lega reisti hann íbúðarhús úr
timbri járnvarið og hlöður og flest
peningshús undir járnþaki. Þak-
járn var þá lítt þekkt austur þar,
enda talinn því sem næst óviðráð-
anlegur flutningur yfir stórvötn og
vegleysur. En ekki lét Helgi sér það
í augum vaxa og smám saman
lærðu aðrir að meta þakjárnið og
hagnýta sér það. Áhugi Helga fyrir
jarðabótum sýndi sig einnig strax
á fyrstu búskaparárunum. Túnið
girti hann fjárheldri girðingu, að
mestu með garðhleðslu. Þá gerði
hann áveitur, fyrst í smáum stíl,
en síðar þær stórtækustu, sem gerð-
ar hafa veriö á einstöku býli hér
á landi.
Upp úr aldamótunum fékk Helgi
umráð yfir allri efri jörðinni, þ.e.a.s.
hálfum Þykkvabænum. Hófust þá
umbætur hans og íramkvæmdir
fyrir alvöru. Búskapur hans varð
öruggur og árviss. Hey nóg og fén-
aöurinn arðsamur, enda vel hald-
inn. Nýjar framkværndir risu með
hverju ári, sem. leið, og oft margar
í senn, og var þar ekkert lát á til
síðustu stunda ævi hans. Helgi var
ótrauöur framfaramaður og ekkert
stóðst fýrir áhlaupum hans að ná
settu marki. Hann var langt á und-
an samtíö sinni á marga lund og
verk hans bera honum vitni enn í
dag á þann hátt, að furöuverk mega
heita, jafnvel á mælistiku nútíma
tækni og vélamenningar.
Þegar Helgi hóf sínar fyrstu á-
veitur, var slægjuland allt í skák-
um innan um slægjur sambýlis-
mannsins. Var þetta fyrirkomulag
mjög erfitt til athafna og sá Helgi,
að stórhugur hans um áveitu gæti
aldrei notið sín við þær aðstæður.
Vann hann þá til að gefa upp aö
jöfnu við óbætt land allar sínar
áveitur og tókst svo samvinna milli
sambýlismannanna um áveitu-
framkvæmdir, sem hélzt meðan
báðir lifðu. Þeir, sem ekki hafa
kynnzt öðrum verkbrögðum en
þeim, sem gerast á miðri tuttugustu
öldinni, munu naumast trúa því,
að allt það, sem gert var að engja-
ræktinni í Þykkvabæ á þessum ár-
um, hafi verið unnið með hand-
verkfærum einum, skóflu og kvísl.
Þó að Helgi legði mest kapp á
engjaræktina framan af, færðist
hann sífellt meira í fang um tún-
ræktina síðari árin. Túnið í Þykkva-
bæ var mjög óslétt, bratt og hól-
ótt. Margur hóllinn og brekkan
fékk annan svip, er að engu nýtt-
ist áður, svo að ótaldir séu allir
garðarnir og tætturnar, er jafnað
var við jörðu og fellt haglega í um-
hverfið. Þegar jarðvinnsla með
hestum kom til sögunnar, færðist
enn í aukana áhugi Helga um tún-
ræktina.
Hverja nýjung, er til framfara
horfði, notfærði Helgi sér fullkom-
lega. Vatn leiddi hann í bæ sinn
meðan sú nýbreytni var óþekkt þar
um slóðir. Þegar rafmagnið kom
til sögunnar fylgdist hann með því
af miklum áhuga. Árið 1913 kom
hann upp rafstöð við bæjarlækinn,
og er það fjórða vatnsaflsrafstöð
hér á landi og sú fyrsta á landinu
til sveita, þar sem rafmagn var
notað til matseldar. Þessi rafstöð
var Bjarna í Hólmi sem skóli og
fyrirmynd með þeim árangri, sem
öllum landslýð er kunnugt. Fyrstu
sláttuvélina fékk hann, er kom
austur yfir Mýrdalssand. Það var
árið 1906. Næsta ár, 1907, fékk Helgi
sér hestkerru. Þá var vegi svo hátt-
að, að hann varð að fá sér menn
til fylgdar að ryðja veg á köflum,
svo að hann kæmist heim með
vagninn. Þannig ruddi hann og veg-
inn í annarri merkingu — fyrir
sjálfan sig og aðra — á mörgum
sviðum framfara og menningar.
Svo umsvifamikill sem Helgi var
í búskap sínum, mætti ótrúlegt
þykja, hve miklum tíma hann eyddi
til annarra starfa. Segj a má reynd-
ar, að hann kæmist af með litinn
tíma til allra starfa. Hann var ó-
hlífinn sér og notaði hverja stund
af hnitmiöaðri hagsýni. Annríkt
átti hann alltaf og þó virtist sem
hefði hann tíma til alls. Landsmál-
um fylgdist hann meö af áhuga og
las mikið um þau efni. Sama má
segja um búnaöarmál. Sveitar-
stjórnarmálum sinnti hann mikið
og var oddviti um skeið. Fræðslu-
mál bar hann mjög fyrir brjósti.
Þegar ný lög gengu í gildi um
styrki til bygginga barnaskóla í
sveitum, vildi Helgi hefjast handa
þegar í stað og reisa skólahús. En
hreppurinn var lítt búinn að efn-
um og urðu undirtektir daufar.
Liðu svo nokkur ár, þar til Helgi
bauð að leggja fram hálfan bygg-
ingarkostnaðinn, en setti það að
skilyröi, að sjálfur mætti hann
stjórna verkinu og ungmennafé-
lagið fengi húsið til afnota. Var
síöan skólahúsið byggt án undan-
di'áttar. Helgi hafði áldrei átt kost
neinnar skólagöngu og fann sárt
til þess. En því meiri hug hafði
hann á því, að aörir færu ekki þess
sama á mis. Á síðustu árum sínum
gekkst hann fyrir því, að fá barna-
kemxaramx, senx þá var, Elías
Bjarnason, til aö halda kvöldskóla
fyrir unglinga. Kennarinn, sem
vænta mátti af honum, brást vel
við þeim tilmælum. Sjálfur þóttist
Helgi ekki of gamall gott að læra
og tók þátt í þessum keixnslustund-
unx að loknu dagsverki.
Þess er vert að geta, að Helgi og
kona hans voru áhugasönx um
skógrækt og komu upp trjáluixdi á
heinxili sínu. Var það í þá daga al-
ger nýlunda. Voru feixgnar trjá-
plöntur frá Halloi’msstað (birki).
Lengi voru þær að velkjast á leið-
iixni, en þó lifnuðu flestar við og
íxáðu góðum þroska.
Fóðurbirgðamál voru Helga rík
í huga og kom hamx á fót í félagi
við Lárus á Klaustri forðabúri í
hreppixum.