Tíminn - 24.12.1952, Page 33

Tíminn - 24.12.1952, Page 33
Jólablað TÍMANS 1952 33 Guðmundur Gíslason Hagalín: VERKIN HANS J Ó N S Hesturinn, sem fór fremstur af þeim, sem vi'ö' rákum, nam skyndi- lega staðar, og hinir stönzuðu þá líka. Ég hvatti reiðskjóta minn sporum, og hann trítlaði fram á balann, þar sem lausu hestarnir stóðu. Og nú blasti við mér bærinn, sem átti að vera Grundarhóil í Engidal, ef við féiagarnir höfðum notað rétt landábréfið og áttavit- ann. Bærinn stóð þarna á litum hóli, sléttar grundir á báða vegu út og inn með hlíðarrótunum — og eins neðan við bæin, frarn með oiá- tærri ánni. Þarna var mikil bygging. mynd- arlegt steinhús, grátt með hvítum gluggum og rauðu þaki, og til hlið- ar við það þrjú minni hús, sem voru sambyggð og sneru burstum niður að ánni. Þau voru hvítkölkuð, en á þeirn græn torfþök. Kringum þessi hús var bleikur, sleginn olett- ur, en utan við hann stórt tún, rennislétt, iðjagrænt, en með gul- um reitum hér og bar. Það náði næstum niður að ánni, sem bugð- aði sig sóltindruo miili fölgrænna og bleikkembdra bakka. Milli ár- innar og hólsins stóðu hlið við hlið þrjú gráhvit hús með fölgrænum þökum, en á bak við bau stórt lang- hús með nýju, ómáluðu járnbaki. Utan við bæjarhólinn fossaði læk- ur niður hlíðina, og skarnmt frá honum stóð lífcíil steinsteyptur kofi. Þaðan var stauraröð heim að bæn- um. Ofan við túnið og svo langt sem augað eygði vestur á bóginn var gróin hlíð, vaxin lyngi, viði og birki, meo grasbollum og mýrarsundum á víð og dreif. Þarna var notalegt og búsældarlegt. En hvergi sást manneskja við vinnu, hvergi barn að leik, hvergi nokkur lifandi skepna. Það var bó ekki matmálstími. Ég ieit á arm- bandsúrið. Nei, klukkan var rétt fimm. Eyþór málari, vinur minn, hafði nú náð mér. Hann mælti: „Þetta er áreiðanlega Grundar- hóll, svo að bærilega hefur okkur nú tekizt að setja stefnuna". Jú, ég var nú heldur en ekki á því, hafði raunar ekki búizt við öðru, sagði ég, þóttist lika hafa nokkra reynslu um stefnUr, bæði á landi og sjó. „Þetta er Ijómandi snoturt býli, og þá er nú dalurinn heldur en ekki hýrlegur", sagði Eyþór og övaldi ekki frekar við ratvísi okkar. „Já, sérlega myndarlegt heim að líta og dalurinn fallegur, bó að sumum kynni nú aö finnast hér ekki nógu stórbrotiö. En finnst bér ekki undarlegt, að ekki skuli sjást nokkur lifandi vera kringum bæ- inn — og ekki nokkurs staðar kvik skepna?" „Fólkið er kannski á engjum — eða inni að borða, og kýr og hestar geta verði hérna megin í hlíðinni.“ „Fólkið á engjum — og túnið ó- slegið — eða svo til — og komið fram yfir miðjan júlí. Og ekki held ég sé nú neinn matmálstími." Eyþór svaraði ekki strax, varð íhyglislegur á svip. Svo sagöi hann: „Það er nú annars satt .. En þarna eru þá klárarnir komnir á götuslóða." Jú, skjótti klárinn, sem alltaf var á undan, þegar hann var rekinn, brokkaði nú áleiðis hiður í dalinn eftir götusneiðingi. Hinir hlupu á eftir, og svo fórum við þá á götuna. Það var djúp hestagata, en tekin að gróa upp. Brátt sáum við láglendið okkar megin árinnar. Það var aðeins mjó ræma meðfram hlíðinni. Þar var ekki nokkur skepna. Eftir stutta stund vorum við komnir niður að ánni. Þar sem götunni lauk, var ágætt vað. Áin tck hestunum ekki í hné. Dalurinn náði lengra austur í há- lendið en séð varð. Skammt fyrir austan þann stað, sem við komum niður, lokaðist hann af lágu, lítt grónu felli, sem í voru strjál kletta- belti. i þröngu skarði milli fellsaxl- arinnar og suðurhliðarinnar sást í hvítan hjálm jökulsins, sem við höfðum haft á hægri hönd á leið okkar tvo undanfarna daga. í vestri lokaðist dalurinn á að gizka þrem kílómetrum utan við bæinn Grundarhól, og enginn annar bær varð séður. Á landabréfinu voru merktir þrír bæir innar í dalnum — austan við fellið, en við vissum, að þeir voru allir komnir í eyði fyr- ir nokkrum-áratugum .... Við fórum af baki á grundunum norðan árinnar og sprettum af töskuhestunum. Þeir höfðu stanz- að við hliðið á túngirðingunni. Við fórum inn á túnið, stéum á bak og riðum heim að bænum. Austan við hann var blóma- og trjágróður, en fram með sunnanverðum húsun- um var breið, steinsteypt stétt. Vestast á henni var steyptur hesta- steinn, sem í voru nokkrir járn- kengir. Við fórum af baki, bund- um hestana og svipuðumst um. Húsin voru vel hirt, stéttin sópuð, hvergi sjáanleg amboð, hvergi skran, hvergi rusl. Allt bar vitni um snyrtimennsku og hirðusemi. Við gengum að bæjardyrunum. Þær voru lokaðar, og ekki heyrðist nein hundgá. Var þessi reisulegi og snyrtilegi bær virkilega auður og yfirgefinn? Mér varð litið á raf- magnsperuna yfir bæj ardyrunum, og ég hristi höíuðið. Ný og vönduð hús, rafstöð, slétt og vel sprottið tún, en hvergi skepna, hvergi mað- ur! Allt í einu opnuðust dyrnar, og út kom öidruð kona. Hún var grá- hærð og hárið orðið þunnt. Hún var bláeyg og stóreyg, augun skýr- leg, en þó svo sem slævð, eins og hún væri þreytt af vökum. Hún var hrukkótt í andliti, en hörundið hvitt og slétt á milli hrukkanna. Þetta hafði sjálfsagt verið fríð liona, og enn var hún myndarleg, enda svipurinn hreinn og geðsleg- Ur. Hún var dökkklædd og að öllu snyrtileg. Hún hélt að sér höndum, tók kveðju okkar svo sem undrandi og sagði síðan: ja, komnir menn — hingað! Það hljóta að vera einhverjir, sem eru að villast!" Það heyrðist bofs, og konan leit aftur fyrir sig: „Þegiðu, Tinna! Þér ferst að vera að’reka i rof, smánin þín, sem ert aiveg hætt að láta til þín heyra, þó að fólk beri að garði.“ „Komið þér sælar,“ sagði ég létti- lega og réttí fram höndina, því að við höfðum aðeins boðið lauslega góðan dag, þegar konan birtist. „Ég heiti Þórarinn Lýösson, uppalinn í sveit á Vestfjöröum, var síðan sjó- maður og er nú blaðamaður í Reykjavík. Og þetta er ferðafé- lagi minn, Eyþór Björnsson ust- málari — ekki málgefinn eða fram- hleypinn maður, en mjög almenni- legur í raun. Við höfum verið ið flækjast hér um óbyggðirnar aust- ur af dalnurn." Eyþór gaf mér hornauga. Svo rétti hann konunni höndina, og þau tókust í hendur. Og konan sagði: „Ég heiti Gunnhildur Sigurðar- dóttir." „Og eruð húsfreyjan hér á heim- ilinu?“ sagði ég. „Já, húsfreyjan og allt heimilis- fólkið — eins og tíkin sú arna og eitt kattarkvikindi eru allt kvik- féð.“ Ég leit á tíkina, akfeita og grá- hærða — og síðan á Eyþór. Svo sagði ég, fanst ég verða að segja eitthvað: „Já, ekki er það' mikið — i svona húsakynnum og á svona jörð.“ „Það kæmist fleira fyrir — en þetta er nútíminn, blessaður, þessi framfaraöld. Ekki búið þið uppi í aídal eða úti á andnesi, blessaðir mennirnir — báðir búsettir í Reykjavík, vitaskuld." „Jú, jú, þangað liggur leiðin margra — trúlega of margra,“ sagði ég — og lá við, að ég færi hjá mér, en sannarlega vildi ég ekki burt úr Reykjavík — ekki að sinni — að minnsta kosti. Ilún virtist ætla að halda áfram talinu í sömu átt — en tók sig svo á og sagöi: „En hvað er ég að hugsa. Gerið þið svo vel að koma inn!“ Og svo fylgdi hún okkur inn í stóra stofu. Þar var borð og kring- um það sex stólar, ennfremur legu- bekkur, tveir armstólar, stór speg- ill, tvær kommöður, lítið skrifborð’, allstór bókaskápur, fullur af bók- um, flestum allvel bundnum. Á kommóðunum stóðu mannamyndir og á veggjunum, voru myndir af Jóni Sigurð'ssyni og Hallgrími Pét- urssyni, stór mynd af gömlum hjómim, mynd frá alþingishátíð- inni 1930 og Fjallkonu-mynd Grön- dals. Rafljósakróna hékk yfir stofuborðinu, og borðlampi var á skrifborö'iiTM. Allt var hreint og ryklaust í stofunni. Eru mennirnir nokkuð að flýta sér?“ spurði húsfreyja, þegar hún var búin að vísa okkur til sætis. Það var ennþá ég, sem varð fyrir svörum. Það virtist þegar komið þægilegt dos á vin minn, Eyþór. „Nei, ónei. Við eigum dálítið eftir af þeim tíma, sem við ætluðum til þessarar ferðar, og við vorum aö hugsa um að biðja um leyfi til að tjalda hérna og renna í ána. Við höfum heyrt, að í henni sé mikið' af silung. Nú, og vitaskuld ætlar listmálarinn að mála fegurðina hérna í dalnum." „Ég held ykkur sé velkomið að tjalda og veiða. En Húsfreyja hætti við setninguna og virtist verða hugsi. Svo tók hún sig á og sagði: „Jæja, úr því að ykkur ligg- ur ekkert á, þá baka ég pönnukök- ur með kaffinu." Svo fór hún út úr stofunni. Eyþór lygndi augunum til mín. Þaö var á við spurningu frá srfm- um öðrum. Og svo drápum við þá lítillega á ástandið á þessu heimili. Var fólkið allt saman flutt burt og skepnurnar seldar, húsfreyjan að- eins eftir barna til nokkui'ra daga dvalar. væri að undirbúa flutning- in og gæta búslóðarinnar? Líkleg- ast var það, þó að þetta væri nú hvorki að vori né hausti, heldur um hásláttinn. Hún kom með kaffi og pönnu- kökur, flatbrauð, smér, kæfu og rúllupylsu. Hún bað okkur að gera svo vel og settist til borðs með okk- ur. Hún spurði okkur frétta, og ég reyndi að svara eins skýrt og hressiiega og mér var unnt, já, og Eyþör lagði að þessu sinni lítið eitt til málanna, var hæglátur, blátt á- fram, viðkunnanlegur og smáskrýt- inn í orði — eins og hans var oft- ast vani, ef hann sagði eitthvað á annað borð. Þegar við vorum með þriðja boll- ann, sagði húsfreyja allt í einu og talaði nú lægra og hægar en áður: „Mér var nú að detta í hug að níðast á ykkur og biðja ykkur að gera mér greiða. Maðurinn minn tíó í nótt, og eins og ég hef sagt ykkur, er ég hér alein.“ Við héldum niðri í okkur and- anum. Svo stóðum við báðir á fæt- ur, gengum til gömlu konunnar og þrýstum innilega hönd hennar í djúpri þögn. Hún deplaði ótt augunum og þagði andartak, en siðan sagði hún hlýjum, en klökkvalausum rómi: „Þakka ykkur fyrir, blessaðir mennirnir! Ég vildi helzt mega þúa ykkur, því að' mér lízt vel á ykkur.“ Jú, hvort við vorurn ekki til í að hætta béringunum. „Já, þið eruð bannig, finnst mér, að mér veitist létt að biðja ykkur að gera mér greiða. Hér er enginn sími, en á næsta bæ, sem enn er í byggð ,er símastöð. Þar býr maður, sem heitir Bjarni. Það er greindar- og greiðamaður og góður kunningi okkar. Hann ætla ég að biðja að senda skeyti til útvarpsins, — já, taikynningu um látið .. Þið lítið á mig. Jú, bað eru sex börn og þrjú fósturbörn, en þau þola vonandi að heyra það, að hann Jón sé dáinn, án þess að þeim sé tilkynnt það neitt öðru vísi en vandalausum.“ ,,Og svo ætlarðu að bi'ðja okkur að skreppa?“ sagði ég. „Þó að við gerðum bað nú.“ „Já, mér bætti ósköp vænt um, ef annar ykkar skryppi fyrir mig, en hinn yrði hérna eítir, — það er .. neí. ég er svo sem hvorki hrædd né óróleg . . en það er .. er dálítið, sem ég .. “ „Það er bara alveg sjálfsagt að hafa þetta einmitt svona. Þú skreppur, Eyþór, en ég verð eftir.“ ,,Þú sagðist hafa verið sjómaður, en sagðirðu ekki líka, að þú værir uppaiinn í sveit? .. Það ætti nú reyndar að vera sama.“ „Jú, ég er uppalinn í sveit og var þar viðloðandi fram að tvítugu, en hann er Reykvíkingur.“ „Nú, jæja. .. En þú, Eyþór, ætlar þá að gera svo vel og skreppa fyrir mig og biðja hann Bjarna að senda skeytið. Þið semjið það. Svo seg- irðu honum, að ég vilji finna hann, en ég óski ekki eftir að hann komi fyrr en í fyrramálið. Þú kemur svo bara með honum.“ Eyþór leit eins og spyrjandi á hana allra snöggvast, en kinkaoi

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.