Vísir - 23.12.1951, Blaðsíða 1

Vísir - 23.12.1951, Blaðsíða 1
Jólablað 1951 III SR. IISIiAll J. ÞORLAKSSON 1 dag er glatt í döprum hjörtuui, því Drottins Ijóma jól. (V.B.) Jolaminningarnar eiga djúpar rætur í hugum vor allra, allt frá því að vér vorum börn. Þegar kirkjuklukkurnar hafa hringt inn hátíSina, er eins og undursamlegu’í: hátíðablær og heilagur friður fær- ist.yfir allt. Stjörnuhimininn verður fegurri, fönnin hvít- ari, og náttúran öll fær hátíðasvip. Á heimilunum er alit bjartara, og hjörtu vor mannanna fyllast heilagri gleði og f nði. Qg það er einmitt hinn mikli leyndardömur og bless- un jólanna að geta átt j 6 1 í h j a r t a , geta teldð á móti jólunum og jólaboðskapnum með hinni einföldu gleði barns- hjartans, geía orðið aftur bam með böraum. Og þegar vér hugsum um sjálfar jólaminningarnar, þá nemum vér ósjálfrátt staðar hjá Betlehemsbarninu, sem hvílir í jötunni lágu. Jólafrásagan er eins og undur fagurt ævintýri, en bak við frásöguna er boðskapurinn um kær- leika Guðs — frelsun mannanna. Jólahald nútímamannsms er oft íburðarmikið og glæsi- legt hið ytra, en það er hægt að halda jól með allskonar ytra prjáli, án þess að eiga jól í hjarta. Engin hátíð ætti fremur að vera haldin í einfaldleika en einmitt jólin. Jatan í peningshúsinu í Betlehem undirstrikar þenna einfaldleika. Þegar Jesús fæddist fékk hann ekki rúm í gistihúsmu og fáir skiptu sér af umkomulitlum hjónum, sem leituðu sér hælis í penmgshúsi. En frá sjónarmiði hms eilífa, leit þetta allt öðru vísi út. 1 ríki himnanna var dýrð og fögnuður, þess vegna voru himneskir sendiboðar látnir segja frá hinum miklu gleðitíðindum. Já, það er svo margt, sem lítur öðruvísi út frá sjón- armiði eilífðarinnar, en frá sjónarmiði vor skammsýnna manna. Það sem oss finnst stundum svo einfalt og hvers- dagslegt eru máske örlagaríkustu atburðir vorrar eigin ævi. Það, sem oss finnst sorgarefni í dag, er ef til vill gleði- efni framtíðarinnar, svo mjög eru örlagaþræðir lífsins samantvinnaðir. Það leið líka langur tími, þangað til heimurinn skildi hvaða erindi Jesús Kristur átti til vor mannanna, og vér skiljum það ekki enn í dag, þrátt fyrir það þó vér höldum jól, með þeim hátíðleika og tilbreytni, sem jóíahaldi nútíma- mannsins er samfara. En þó komumst við máske næst því að skilja þetta um jólin, þegar vér í andlegum skilningi stöndum við jötu Betlehemsbarnsins. Vér þökkum Guði af hjarta fyrir jóiahátíðina og hans óumræðilegu gjöf, frelsara vorn og Drottinn Jesús. Jólin eiga að vera oss öllum trúar- og kærleikshátíð, svo aðall- ir megi fmna það sem bezt, að kærleikurinn er það afl, sem gefur lífinu mest gildi og er hið eftirsóknarverðasta í mannlífinu. Eg veit, að jólin sækja misjafnlega vel að oss, og það eru margar viðkvæmar mmmngar, sem vakna hjá þeim, sem líta til baka og sakna nú ástríks vmar, sem notið hefir jólagleðinnar með þeim á undanförnum árum. En allur dapurleiki verður að rýma fyrir þeim gleðiboðskap, að oss er frelsan fæddur, og að Guð elskar oss mennina, og vakir yfir oss. Vér skulum fagna jólunum þanmg, að vér megum eiga jól í hjarta, að vér getum sagt í einlægni og trausti: ,,Gef mér barnsins glaða jólahug, við geisla ljósadýrðar vært er sofnar.“- (G. GJ Það er dýrmætt, að geta sem Iengst varðveitt ein- lægni og traust barnshjartans. Hvað sagði ekki Jesús sjálf- ur : ,,Nema þér snúið við og verið eins og bömin, komizt þér alls ekki inn í himnaríki.“ (Matt.: 18. 3.) Það er mörgum, sem finnst það kaldhæðni örlaganna, að vera að halda jól, halda hátíð kærleika og friðar í þess- um fríðvana heimi, sem er svo fullur af hatri og flokka- dráttum og þar sem allt logar af kærleiksleysi og jafnvel ófríði. En sjáum vér það ekki einmitt þá bezt, hve mikla þörf vér höfum fyrir boðskap kærleika og friðar, til þess að skapa bjartari og betri heim? Framtíð þjóðar vorrar á allt undir því, að þær hug- sjómr sigri í mannlífinu, sem grundvallast á trú og kær- leiksþjónustu. Vér biðjum þess, af hjarta, að jólin megi flytja þjóð vorri blessun og jólagleði, og jólafriður megi ná til heim- ílanna víðsvegar um landið, í sveit og við sjó. En umfram allt biðjum vér þess, að vér megum eign- ast jó l í hjarta, að vér megum endurfæðast til þjónustu við Guðs vilja, að vér fáum vaxið að vizku og vexti og náð hjá Guði og mönnum, eins og sagt var um jólabarnið. Vér erum aldrci of gömul til þess að vaxa í þeim skilningi. — Gleðileg jól! —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.