Vísir - 23.12.1951, Side 28

Vísir - 23.12.1951, Side 28
28 JÓLABLAÐ VISIS eð bezt vseri að trufla hana ekki í bænagerð sinni. Hann snaraðist út á hlað, signdi sig og leit til lofts. Veður var orðið gott, lygnt og milt og úrkoma engin, en frá ánni heyrðust dynkir miklir og skruðningar. Nú kom Bárður út og síðan þeir Jón og Jó- hannes. Bárður sótti reipi og hærupoka í skemmu sína, og síðan var gengið til skemmu Indriða. Ljós var í loftinu og skemman ólæst að vanda, því að ekki vildi Indriði þurfa að ónáða sig úr skinnból- inu, þó að eljur hans kæmu og færu. Þcir félagar fóru hljóðlega. Þeir hvísluðust á, en síðan gengu þeir í loftið, Bárður og Baldvin. Þegar þeir komu upp á skörina, vek véku þeir sér við og litn inn eftir loftinu. Síóðu þeir báð- ir sem agndofa. Á sldnnuum, sem voru beður Indriða, hvíldu þau hlið við hlið, hann og Guðbjörg húsfreyja, og nöguðu sinn hvorn bringukollinn. Bændunum varð orðfall, en Indriði hrosti í skin kolunn- ar og mælti: „Óþarft er að ganga hljóð- lega um húsakynni mín. Veit eg gjöria hvað á seiði er, og vita mátt þú það nú, Baldvin — og þið f'élagar allir, að vont er hvort tveggja, að treysta þeim manni, sem eklci á fullan trúnað konu sinnar, og að liitta þann varbúinn, sem nýt- ur fyllstu hylli grannkvenna sinna.“ Þá er Indriði hafði þetta mælt, greip hann bolöxi mikla, sem hafði legið falin undir einum feldimmi, spratt á fætur og sagði: „Ef þið farið nú að mér, þá munu það allir mæla, að ég liafi átt hendur mínar að verja, og skal eg svo búa að ykkur kokkáluniun, að ekki þurfið þið um að binda skein- urnar. Munuð þið þann kost sjá vænstan að hverfa frá, en þess skuluð þið ekki ganga duldir, að strax og birtir legg eg á Lokinhamraheiði og fer og hitti sýslumann, því að ekki mun eg eiga neitt undir loforðum slíkra manna, sém þið eruð, þótt fáanleg væru. Munu svo fara leikar, að með vorinu setjist eg einn að búi hér í Lokinhömrum og hafi það kvenna, sem mig lystir. Guðbjörg, gakk þú nú með bónda þínum. Eg hef þegar goldið þér trúskap þinn við mig- á þann einn hátt, sem efni standa til, og hefir þú nú loks lifað það, eftir að mestur er þér blómi af vöngum, að kynnast karl- manni.“ Guðbjörg féll um háls Indriða og kvaddi hann með tárum, en hanri vék henni frá sér af hægð, en festu. „Ear þú nú, Guðbjörg hús- freyja. Nú er þín tíð úti.“ „Svo er,“ mælti hún. „En þökk sé þér Indriði bóndi, og fylgi þér þau orð mín, að heldur vildi eg ganga til sængur með þér í eldsglæð- um en með dusiliriennum á svanadúni.“ -Að svo mæltu vatt hún sér fram að lofts- gatinu,' leit ekki við þeim, bónda sínum og Bárði, en snaraðist niður stigann. Ilún stikaði fram hjá Jóni og Jó- hannesi, en við dýr úti rakst hún á Sólrúnu, er þar stóð. Sólrún mælti: „Heyrt hef eg allt, sem sagt hefir verið, og vel sé þér, Guðbjörg, fyrir þína gerð.“ Guðlijörg svaraði engu, en hélt áfram til bæjai'. Fjórmenningarnir þokuð- ust út. Sólrún greip í Jón, sem var mjög undirleitur, og sagði: „Gakk þú til verka þinna, Jón. Ekki þarft þú að óttast neitt af minni hálfu. Vist er þér vorkunn, og þurfa mun eg þín sem föður að barrii því, er ég geng með. En nú mun eg fara og kveðja Ind- riða.“ Jón brosti við lienni: „Engri konu ert þú lík, Sól- rún mín,“ mælti hann. Síðan var sem skugga brygði á andlitið, og hann sagði, dul- rammur í rnáli: „En svo sem í fyrradag, þá er eg gaf þess kost, að taka þátt í at- för að Indriða, grunar mig, að meiri öfl hafi verið að verld um tilstuðlan þeirrar ráðagerðar, heldur en af- brýði okkar, kokkálanna. Hygg eg, að skammt muni mikilla tíðinda, — annarra en þeirra, að Indriði fari með mál á hendur okkur.1, Þá er Jón hafði þetta mælt, hélt hann af stað og gel'k til hlöðu. Baldvin vék sér að Jókann- esi og sagði: „Far þú, Jóhannes, iig hleyp út fénu.“ Jóhannes hló og mælti: „Vel má eg það. Fer þetta mjög að vonum. Ekki máfti það fyrir slíkum manni liggja, sem eg er, að leggja hönd að nokkru því, sem mannsbragur er að.“ Þegar þeir voru einir eftir á skemmulrliðinu, bændurn- ir, mælti Bárður og leit glottaralegur til Baldvins: „Vel hefir þú treyst Guð- björgu, konu þinni, Bald- vin!“ Baldvin svaraði: „Göngum til naufa, Bárður búi minn. Jafnilla lætur okk- ur að hamra vandsmíðaðar ráðagerðir eins og tamning kvenna og smiði þeirra gripa, sem Indriði telgir í lof ti sínu.“ Skildu þeir að þessu og gengu báðir til gegninga. Stundu síðar gekk Sólrún til bæjar, en þær í skemm- una, Elísabet og.Katrin. Þær höfðu þar aðeins skamma viðdvöl. Þá er orðið var vel bjart, gekk Indriði úr garði. Hann var göngubúinn, bar mal í fyrir og skreppu á baki og liafði broddstaf í hendi. Hann gekk hvatlega, og skilaði lionum skjótt fram reiðgötuna, unz hann átti stuttan spöl ófarinn fram í Votuhvamma. Þá máttu það greina þau augu, sem fylgdu lionum heiman frá bænum, að hann staldraði við, svo sem hann hiði einhvers. I sama mund heyrðust dynkir ógurlegir, er hrátt urðu að samfelldum gný, sem svo var hávær, að menn fengu hellu fyrir eyru. Brátt fyllti mökkur' dalinn, og á skammri stundu varð af slíkt liaf af móðu, að hvergi sá til fjalla eða himins. Áin vall fram sem fljót væri og bar til sjávar björg stór og víðáttumiklar jarðvegs- spildur, og varð allur fjörð- urinn ein mórilla, svo langt sem augað eygði. En siðan huldist Iiann sýn, og varð: rokldð úti, en myrkt í hvisum inni, og féll rammur grjót- reykur mönnum fyrir brjóst. Skepnúr hrukku að húsum og hnöppuðust þar, og menn lágu eða hímdu hver þar, sem hann liafði verið kominn, þeg- al' ósköpin dundu yfir. Há- vaðinn varaði með fullum styrkleik í þriðjung stundar,, en úr því rénaði hann fljótt, og loks heyrðist ekkert nema dimm heljan árinnaiv sem annað veifið fylgdu dynkir miklir. Nú rofaði til, og sást fyrst, að áin var eim ra»«j'íí>r'©®©o®ooo©®®®e©®©o©®@0®©®®oo©e®9oo©ae©©©o©©o©o®e©©®®iÐO e , o , <<e®*®eee©oe®eo®oee©oae®eeo®®ea*®®®ee®e@o®®®e®ee®©eaeee® • ©■ o o e & o o o © o • o o © o © e © © © o o o © © o o o 9 9 9 O © © © & © © ö © í mikki úrvali. Leggið leið ykkar í okkar. Þar er eitthvað handa drengimm yðar og telpunni. O o o © © o o o © o © o w 9 0 0 O 0 © O e o o o o o o o o o o 0 o o o o 0 o o © o o 0 & o o & © a o o 9 o lyírzf&m ^3a^ií)jar^ar Lækjargötu 4 — Sími 3540. © Q © © 9 © O © o o o © © © e o o © o o © o 0 0 o © @ © o o © o o & © © © o © © © © © e o o © o o & © o o © & o © 0 © o o o o o o o o o © © 0 Símar: 7616, 3428 Símnefni: Lýsissamlag Reykjavík. Stssswstfa oeg ÍBslShfÞBteszeasísB ÍigBÍt§he'&iea.smme28‘siSi$ sk MsSesaasii C m> m>- m 9' O- o- o- e o 9- © « ©• m 9 ©■ © O- O 9- m m m 9 O o- Lýsissamlagið selur lyfsölum, kaup- mönnum og kaupfélögum fyrsta flokks kaldnreinsaö meoalalýsi, sem er fram- leitt við hin allra beztu skilyrði. O' O e o o o o © e o o o o o o o o

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.