Vísir - 23.12.1951, Qupperneq 3

Vísir - 23.12.1951, Qupperneq 3
JÓLABLAÐ -VlSJS 3 Jól á Betlehemsvölliiin 1950. Enginn staður á jörðunni er eins ofarlega í hugum kristinna manna á aðfangadagskvöld og Betlehem. Aðfangadagskvöldið 1950 mun lengi vérða mér minnisstætt, því að þetta kvöld gafst mér tækifæri að vera viðstaddur messu, ekki í Betlehem, en á völlunum fyrir utan borgina, þar sem engill drottins birtist fjárhirðunum, er Kristur fæddist. Fyrir um það bil 15 árum var byrjað að halda jólamessur á þessum stað. Eru það mótmæl- endur, sem standa að þessum messum, en þeir liafa ekki aðgang að sjálfri Fæðingarkirkjunni í Betlehem á aðfangadagskvöld. Okkur Islend- ingum, sem þar vorum stödd, gafst tækifæri að vera viðslödd slíka jólamessu að þessu sinni. Við komum til vallanna rétt fyrir sólsetur. Vellir þessir liggja um það.bil tvo km. í austur frá Betlehem og eru raunverulega all víðáttu- mikil, lág hæð. Á austanverðri hæðinni er hell- ir sá, sem. talið er, að fjárhirðarnir hafi verið staddir við fyrstu jólanóttina. Við fylgdumst með fólksstraumnum frá þjóðveginum að hellinum, sem er nokkur hundr- nð metra frá veginu. Við gengum um staðinn um stund og skoðuðum hellinn. Utan við hann er jarðfall, og þar átti messan að fara fram. Er fólkið hafði skoðað sig um þarna nokkra stund, fór að finnast matarlykt, og þegar að var gáð, voru tveir fjárhirðar að moðsjóða kjöt. Mannfjöldinn þyrptist þarna að, og þótti mörgum einkennilegt að sjá þessa fornu að- ferð við matartilbúning. En við þurftum ekki að láta okkur nægja lyktina eina. Fljótlega fóru lih’ðarnir að útbýta kjötinu ásamt flatbrauði, meðal mannfjöldans. Kjötið bragðaðist mis- jafnlega, enda flestir óvanir slikri meðhöndlun á .því. Og ekki voru hnífar eða gafflar notaðir. Maður fékk kjötbitana í lófann og svo voru þeir étnh’. Um 5-leytið var sólin gengin til viðar, cn tunglið komið hátt á loft og lýsti upp staðinn, því að ekki sást ský á liimninum. Guðsþjónustan liófst með því að kór söng sálma, en viðstáddir tóku undir hver á sinni tungu. Við þekktum tvo sálmana, sem sungnir voru, Heims um ból og Faðir andanna, og tókum við undir, auðvit- að á íslenzku. Á milli sálmasöngsins voru haldn- ar stuttar predikanir, ýmist á ensku eða ara- bisku. Ein stjarna sást á hinminum yfir Betle- hem, og vakti einn af prédikurunum athygli við- staddra á þessari stjörnu, og eins og ósjálfrátt Eftir Ks'istÍBt IfvItjSMSon Eiifjí'«»fjlnuþjjsÍBi. í»i’ starfaði á wffutsn Sameinaða /i/óð« aaaa í löffretfiaiiði Jierásaietasborgar- litu allir til himins. Það var áhrifaríkt að sjá allan mannfjöldann líta til himins á sömu stundu, og óneitanlega minnti þessi skæra stjama mig á Betlehemsstjörnuna, og vissulega hefir fleirum flogið hún í hug. Þessi látlausa en áhrifamikla athöfn þama á völlunum, undir stjörnubjörtum himni og í tunglskini, hafði mikil áhrif á mig, og mun eg minnast þessa að- fangadagskvölds á sinn hátt sem jóla jólanna. ' Ef tir messuna fórum við til Betlehem og hafði það einkennilega áhrif á mig að koma frá völl- unum utan við borgina, þar sem allt var svo kyrrlátt, og minnti mann svo á söguna um fjárhirðana fyrstu jólahóttina, því að borgin Uktist mest markaði. Verzlanir voru opnar, þó að klukkan væri orðin 9 að kvöldi, útsendarar frá þeirn á eftir liverjimi ferðamanni, til að fá hann til að koma inn og verzla, og um götumar voru boi’in auglýsingaspjöld fyrir kvikmynda- húsinu. Hver skyldi halda, sem ekki þekkti til, að lífið í Betlehem á þessari helgu nótt væri líkt þessu, en við öðru er varla að búast, því að þótt allmargt kristinna manna sé í Betlehem, er aðeins lítill hluli þeiiTa, sem heldur upp á jólanóttina á sama tíma og við. Flestir er grísk- kaþólskir, en grísk-kaþólskir söfnuðir í Palest- ínu, fara eftir öðru tímatali en við, og það sama gera Armenar, sem einnig eru kristnir. Við fórum í kirkjuna, sem er byggð yfir fæðingarstað Krists og kölluð er Fæðingarkirltj- an. Hún er mjög stór að flatarmáii og talin elzta kirkja kristinna manna. Konstantínus mildi lét byggja um 330 e. Kr. burð og enn í dag má sjá handverk eftir þá menn, sem upp- haflega byggðu hana. Inni i kirkjunni voru á boðstólum kerti, sem hver gat fengið sem vildi. Við fengum okkur kerti, kveiktum á þeim og héldum til jötunar ar með logandi kertaljós í Kendi. Er við höfð- um gengið nokkur þrep niður, komum við í fjárhúshellinn, sem nú hefir verið klæddur með klæði, svo að ekki sézt í steininn. Þegar niður kemur, er staðurinn, þar sem Kristur fæddist til hægri handar, en á vinstri hönd er jatan, sem Jesúbamið var lagt í. Á víð og dreif um hellinn hanga olíulampar úr gulli og silfri og af ýmsmn gerðum. Þetta eru gjafir, scm hafa verið gefnar víða að úr heiminum. Þarna var vafalaust fólk-frá flestum löndum heims, þvi að á þessu kvöldi koma pílagrímar víðsvegar að úr heiminum. Þarna var fólk á öllum aldi’i, ungir sem gamhr, og gengu hægt og hljóðlega um og virtu fyrir sér staðinn með lotningarfull- um augum. Sumir krupu og kysstu stjöm- una, sem er yfir fæðingarstaðnum. Auðsjáanlga vom allir glaðir í huga yfir að hafa fengið tækifæri til að koma á þenna heilaga stað. Eg var dálítið undrandi að sjá hér helli i stað- inn fyrir fjárhús, eins og eg hef venjulega séð á jólakortum og það hafði bitið sig inn i mig, frá því eg fyrst fékk jólakort með Jesúbarninu liggjandi í jötunni, að þetta hafi verið svipað venjulegu fjárhúsi. Nú veit eg að þetta var hell- ir, notaður sem fjárhús, en ekki fjárhús byggt af mannaliöndum. Arabiskur lögreglumaður stóð vörð þama, en sízt liélt eg, að á verði þyrfti að halda á þess- um stað. Ástæðan mun vera sú, að samkomu- lagið milli presta hinna þriggja safnaða (róm- versk-kaþólska, grís-kaþólska og armenska), sem hafa hver sinn hluta kirkjunnar til um- ráða, er ekki alltaf sem bezt. Þetta var ekki heppilegur tími til að skoða þessa elztu kirkju kristinna manna, þvi að mannfjöldinn var mikill og nú átti að fara að ; hefjast messa kaþólskra (kl. 12 á miðnætti), en ekki gátum við vcrið viðstödd liana, því að til þess þurfti sérstaka aðgönguiniða, sem við höfðum ekki. Við gengum út úr. kirkjunni og þá varð mér litið niður á vellina, sem liggja neðan við borgina, en hún stendur utan í hlíð : allhárrar hæðar. Þetta var björt og fögur nótt, tunglið var beint yfir höfði manns, svo að. varla bar neins staðar slmgga á jörðina, og svo ljósleitur virtist jarðvegurinn vera í tungls- ljósin, að það líktist helzt, að jörðin væri snævi þakin, Þetta var fögur jólanótt. Við yfirgáfum þenna helga stað, glöð yfir að hafa haft tækifæri til að koma hér. Ánægð með það sem fyrir okkar liafði borið þenna dag, héldum við áleiðis til Jerúsalem, þar sem að- setursstaður okkar er hér í Landinu helga. Myndin lengst till vinstri sýnir hluta af Fæðingarkirkjunni í Betlehem, sem höfundur kom í. Fyrir miðri þeirri mynd sjást dyrnar á kjallara kirkju- unnar, en þar niðri er fæðingarstaðurinn sjálfur (sjá 2. mynd frá vinstri). Þriðja myndin frá viinstri sýnir drenghnokka með úlfalda, og er þetta al- geng sjón þar eystra. Myndin lengst til hægri er af Betlehem. þið hafið lengi vasað vel, vetur þenna og bruggað hel. Ó, burtu hafís, eldur, jökull, aliur kuldi og veðra þrá, burtu fjallanna bjartur hökull, burtu sérhvað, sem hryggja má, drottinn vill sefa dauða og stríð, drottinn vill gefa betri tíð! Kom þú sumarið þæga, þíða, þína sólblíðu þráum vér, kom þú vordaga veðrið blíða, og vökvandi skúradroparnir, kdmáð þið blessuö grösin græn, grói nú. tún og engi væn! . Komiö þið sumarfuglar fríðir, fagnandi með oss. syngi lof, berizt að höndum betri tíðir, börmum oss ekki því um of, býsnað hefir til batnaðar, bendi oss guð til varygðar. Til þín himnanna kóngur kæri, kvaki því fuglar, menn og dýr, elskan þín blíð oss endurnæri, eilíf réttlætissólin hýr, skíni nú geislaglansinn þinn, glóandi í vor hjörtun inn. Eg bið þig guð í einu orði, öllu stýrðu til bóta nú, verndin þín blessuð fári forði, fyrir þitt runna blóð Jesú, æ, sjáðu hann, sem hékk á kross, hrakinn í deyð til frelsis oss. Gef þú oss sumar gott, minn Jesú, gef þú oss blessun nótt og dag, blóðdropar þínir, blíði Jesú, bæti vom lífs og sálarhag! Vertu, Jesú, vor sumarsól, svölun, handleiðsla, styrkur, skjói! Þínir blóðlækir, titran tárirí, tregi, slög, fjötur, spott og háð, húðstroka, þyrnir, sviðasárin, særing, krossnaglar, kvölin bráð, sé það vor blessuð sumargjöf, með sjálfs þíns dauðahjúp og gröf! Undir væng þínum skýl oss skelfdum, skúrimar þegar dynja hér, blíðu-almættis-armi efldum, umfaðma vora sál að þér, svo líf. og andinn laus við pín, liggi á móðurbrjóstum þín! Blessaðu oss af sjó og sandi, sviftu í burtu hungurs nauð, blessaðu og af lög og landi, lofti, skepnum svo daglegt brauð megum vér öðlast sérhvert sinn, seðji oss guðdómsmáttur þinn! Blíðasti Jesú, björg oss-sendu, blessaðu þenna Norðurárdal, bræði og stríði burtu vendu,. . bænin vor til þín hrópa skal. Vertu hjá oss því komið er kvöld, kyitta þú oss við syndagjöldí Vér sleppum sér ei dáðadýri drottinn, fyrr erí oss blessar þú, þinn friðarandi hjálpar-hýri, hugsvali vorri veikri trú, í almættis-höndin eilíf þín, [ auki vort þol í nauð og pín! í Hvert eitt mannsbarn og bæi alla, blessaðu guð í vorum reit, láttu oss ekki frá þér falla, frelsaðu þess aumu sveit, sóknirnar allar eg svo fel úndir þitt blessað gæzkuþel! Jesús með okkur eg bið veri, ! Jesús oss blessi nótt og dag, Jesús á höndum jafnan beri, Jesús bæti vorn raunahag, Frh. á 36. siðu. 4

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.