Vísir - 23.12.1951, Blaðsíða 36

Vísir - 23.12.1951, Blaðsíða 36
36 JÓLABLAÐ VISIS Veðrahjálmur Eg drakk heita mjólk úr bolla, því kaffi drakk eg ekki fyrr en eg var 19 ára. JVar ég svo óheppinn, að mér svelgdist illa á mjólkinni, en gat þó snúið mér frá borð- inu, svo að ekki sakaði. Feiminn var ég áður, en hálfu feimnari varð ég nú, og lá við að ég færi að kjökra út áf þessu. Faðir minn var svo niðursokkinn i samræður við sessunaut sinn, að hann tók ekki eftir þessu, en kona ein, er sat við hlið mér, fór að hug- hreysta mig. Tók hún vasa- klút, sem mamma hafði lát- ið í brjóstvasa minn, og þurrkaði mér um nef og munn og sagði að „þetta væri ekkert.“ Hresstist ég brátt við þetta. Aldrei vissi ég 'hver þessi kona var, en vænt þótti mér um hana fyr- ir þetta. það varð að ráði að við yrðum samferða hjónunum frá Ytri-Húsabakka, þeim Pálma Björnssyni og Ingi- björgu Grímsdóttur, og Jón- ínu Guðmundsdóttur, konu Jónasar Magnússonar á Syðri-Húsabakka og færum niður yfir Glaumbæjareyj- ar, þótt það væri ögn lengra. Með þeim voru tveir dreng- ir, Björn Pálmason og Jón- as Jón Gunnarsson frá Kefla- vík, fóstursonur Jónasar á Syðri-Húsabakka, móður- bróður síns. Var hann fjör- kálfur hinn mesti eins og Magnús afi hans í Utan- verðu-Nesi. Þótti mér ekki ónýtt að fá þá samfylgd, en þeir drengir voru þá um fermingu. Jónas bóndi á „syðri bænum“ hafði ekki farið til kirkju. Komið var rökkur, er við kvöddum Hallgrím prest og fórum frá Glaumhæ. Yzt og neðst í túninu í Glaumbæ er lcot, sem Jaðar heitir. Þar bjó þá Rögnvald- ur Jónasson hagyrðingur. Var faðir hans Svarfdæling- ur, en Sumarrós móðir hans var dóttir Pollagerðis-Páls skálds. Fylgikona Rögnvald- ar var Sigurlaug Þorláks- dóttir frá Miklahóli Ingi- mundarsonar. Voru þær bræðradætur Sigurlaug og Elísabet, miðkona föður míns. Voru þau nokkuð við aldur, er hér var lcomið. Áð- ur höfðu þau verið i Rein í Hegranesi og að Ríp hjá séra Hallgrimi, er hann var þar prestur. Einn son áttu þau barna, sem Árni heitir. Var hann þá unglingur, mjög vel gef- inn. Hafði faðir minn tekið á móti honum við fæðingu, þegar héraðslæknirinn gafst upp og taldi vonlaust að bjarga lífi barns og móð- ur., Heilsaðist barninu og móðurinni vel eftir atvikum, enda var faðir minn í miklu uppáhaldi hjá foreldrum Árna eftir þetta. Pálmi átti erindi við Rögnvald í Jaðri, og komum við þar á hlaðið. Tóku þau okkur með bliðu og buðu okkur inn, þótt kot- ið væri lítið og lágt að risi. Þegar inn kom faðmaði Sig- urlaug mig að sér og kyssti mig, en heldur var ég nú feiminn við það, en þorði ekki að láta á þvi bera. Sig- urlaug var barngóð og lét tvær sykraðar lummur í vasa minn þegar við fórum. Við þágum þar þær beztu góðgerðir, sem þau gátu veitt, en svo spilaði Árni jólasálmana á litla orgelið sitt og sungu gestirnir með. Dagsett var orðið þegar við fórum frá Jaðri. Ör- tungla var, en logn og heið- ríkt og bjart af stjörnum og! norðurljósum. Við héldum nú að Syðri-Húsabakka. Við strákarnir hlupum ýmist spölkorn á undan fullorðna fólkinu, eða þá að við dróg- umst aftur úr við að fljúgast á í gamni, þvi að Bjössi og Nonni voru kátir vel. Þegar ég þreyttist leiddu þeir mig á milli sín og létti það mér mikið gönguna. Samt varð ég feginn þegar við komum að Syðri-Húsabakka. Jónas bóndi fagnaði okkur vel. Hann hafði kveikt á lamp- anum og hitað á katlinum og allt var þar hreint og fágað inni. Við komum inn og þágum góðgerðir, því að þau hjón voru höfðingjar lieim að sækja. Eg afþreyttist á meðan við stönzuðum. Fór um við nú með hjónunum frá Ytri-Húsabakka og Bjössa, út þangað. Þau buðu okkur til stofu, en þar sem við vorum nýbúnir að þiggja góðgerðir á „syðri bænum“, en orðið áliðið kvölds, þá vildi faðir minn ekki dvelja, og kvöddum við þau mæðgin, en Pálmi bað okkur að bíða sín á meðan hann skryppi inn í bæinn. Þegar hann kom aftur kvaðst hann ætla að fylgja oklcur úr hlaði. Héldum við nú af stað, og Pálmi með oldcur. Fóru þeir þá, karl- arnir, að spjalla um lands- ins gagn og nauðsynjar og virtist koma vel ásamt. Eg botnaði ckkert í því og þagði en trítlaði með þeim. Pálmi var greindur vel, en dulur og hæglátur og ramur að afli. Ekki vissu þeir fyrr af en þeir voru komnir út fyrir neðan Egg í Hegranesi og sáu þar ljós í glugga. Ilöfð- um við gengið eftir ísum Héraðsvatna alla leið, og voru nú ekki nema tvær stuttar bæjarleiðir að Hró- arsdal. Þarna stönzuðu þeir og röbbuðu um stund. Svo tók Pálmi blaðastranga úr barmi sinum og sagði: „Eg ætla að lána þér þetta til að lesa, Jónas minn.“ „Hvað er nú það?“ sagði faðir minn. „Það er Þjóðviljinn lians Skúla,“ sagði Pálmi. Síðan hvarf Pálmi til föður míns og kvaddi hann. Hélt svo hvor til síns heima. Við feðgar löbbuðum svo Vatna- bakkana að Hróarsdal. Við náðum háttum heima og varð eg feginn að geta liáttað og sofnaði, því eg var þreytt- ur af ferðinni. Eg liafði frá mörgu að segja systlcinum mínum, dag- inn eftir, úr þessari ferð og voru það mér síðar ljúfar endurminningar. \ Framh. af 3. síðu. Jesús oss fylgi um jarðarleið, Jesús vor geymi í lífi og deyð! Meðan í raunum heimsins hjörum, herra, lát þú oss lifa þér, svo að deyjandi fúsir förum, í faðm Abrahams, blessaðir, og megum skína svo sem sól, sjálfs þíns hátignar fyrir stól! Þar er eilífur yndishagur, ununarvegsemd, gleði, hrós, blessunarfagur dýrðardagur, dásenidarfegurð, sæla, ljós, afþurrkuð tárin enduð pín, illviðrin burt en sólin skin. Kom herra Jesú! tak oss tvista, til þín, nær sem þér þykir mál, svo að vér megum glaðir gista. guðshúsi í, og dýrðarskál drekka í ríki þínu þar, þá um eilífðar-aldirnar. Úti er nú þessi saminn sálmur, sem sem hann læri missi kýfs, vil eg hann heiti Veðrahjálmur,. verði hann svo að gleöi lífs, i sumargjöf hann sendur er, sóknarbörnunum mínum hér. Lofi þig drottinn haf og heimur, himinn, loft, tunglið, stjörnur, sól, fjöllin, sléttlendi, grundir, geimur, grösin, steinar, og vindahjól, dýrin, fuglar og fiskarnir, friðir englar og mennirnir! Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnsson h.f. Skúlatúni 6 — Sími 5753. Smíðum alls konar varahluti fyrir ’ ' - V Jaröýiur \rlsh óflur Skurðgröfur Drátturrelur Gerum upp benzín og dieselmótora. % J Höfum varahluti fyrir New England togvindur, • _ og tökum að oss viðgerðir á þeim. • Á'? Framleiðum botnvörpurúllur af öllum stærðum • .' ' fyrir togbáta. • ... * • . Framleiðum vélar, hitara og gufukatla fyrir « 't’-),'/., •" saltfiskþurrkhús. « . " ; j?-1 * ■; " öll vinna framkvœmd með fullkomnustu vélum. * * A myndinni sést Clement R. Attlee, fyrrv. forstætisráðherra. Breta, fyrir utan kjörstað í kosningunum síðustu, ásamt. f jölskyldu sinni. Ávallt fyrirliggjandi smekklegt úrval af: Ljósakrónum Borðlöntpnin Vegglömpuni Verzlið þar sem úrvalið er mest. Mtaforka Vesturgötu 2 — Sími 80946.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.