Vísir - 23.12.1951, Blaðsíða 25

Vísir - 23.12.1951, Blaðsíða 25
— Fjórða dagleiðin. Frh. af bls. 10. Síðan var fellið að bald og það tók við ein af þessum stóru skjálfandi mýrum, sem sveitin sú arna vh’tist svo auðug af. Drengurinn var al- inn upp við fjall og við haf, þar sem eðli hlutanna er hreint og óyggjandi, þar sem jörðin er jörð og-vatnið er vatn. Hér gegndi þetta öðru máli, hingað virtist hönd guðs aldrei hafa náð, er hún aðskildi þurrlendið frá vötn- unum. Það verk var enn ó- unnið hér í sveit. Jóel Markússon vissi naum- ast af sér lengur, en hann hélt áfrani að brjótast um í hinu gljúpa, vatnsdrjúpandi fargi mýraiinnar. Aldrei hafði hann heldur augun af Ijósinu, það var sama þó hann missti fótanna og slengdist flatur í pollana — hann missti ekki af ljósinu að held- ur. öll vitund hans og orka safnaðist að þeim eina brenni- punkti og vissi ekki af öðru meh’. Hann sá takmarkið, þetta litla ljós, — þetta bjarta auga, sem starði á hann utan úr myrkri og nótt — hann sá það, en hvort hann nálagðist það nokkuð, það greindi hann ekki með vissu. Vindur og vatn og dimm, næstum ósýnileg, jörð umlukti hami, en hann streyftist án afláts við að halda séreðli sínu í þessum > JÓLABLAÐ VlSIS 23 svelg, samiagast honum ekki. Og þannig varir og varir þessi óbilgjarna sérvera lífs- ins mitt i uppleysandi eymd hinnar dauðu alveru, sem rúraar i sjálfri sér elementin þrjú: loft, jörð og vatn. Að vísu var hann löngu búinn að týna aleigu sinni, eltiskinns- bögglinum litla, með þremur bókum og þurrum sokkum til að fara í á morgun. Höf- uðfat hans var einnig runn- ið í elginn, svo og annar skór- inn hans, en takmarki sínu hélt hann enn: Ijósinu -— ljósinu. Og það er allt í einu orðið meira ljós, það er orðið að stórri bjarmandi sól rétt uppi yfir honum, svo nálægt, að honmn virtist hann næstum geta tekið á henni. Og svo var einhver, sem lyftir henni upp og niður, sveiflar henni til i stórri, hvítri hendi, — gam- all, hvitskeggjaður öldungur heldur á sóhnni og horfir bláeygur og liýr inn í augu hans. Þá mundi drengurinn allt í einu til hvers hann var hér kominn, hann var með skilaboð: „Drottinn leiddi mig gegn- um myrkrið“, stundi hann. „Mamma kemur á iporgun.“ Svo missti hann meðvit- undina og var borinn inn í bæinn. II. Hann var farinn. Hún heyrði fótatak hans deyja út handan við kofavegginn, sog- ast inn í dyn regns og vinds. En það var ekki lengur timi til að binda hugann við þá, sem fóru, hann, sem var að koma, krafðist alls. Konan á heybyngnum stundi nú hátt og reyndi ekld framar að hemja kvöl sina. Við og við dró þó úr verkj- unum, jafnvel langa stund í senn; þessi hlé notaði hún til að undirbúa lokaþáttinn. sjálfa móttökuathöfnina. Hún opnaði pokann og náði í skæri og sterkan hörtvinna. Einnig dró hún fram lítinn stranga af ósaumuðu lérefti, hreint lak og handklæði. Hún lireiddi lakið undir sig, ofan á heybynginn, en lagði hina hlutina við brjóst sér innan undir treyjunni, svo þeir ylnuðu að minsta kosti ögn, en votir yrðu þeir nátt- úrlega eftir sem áður. Hún hafði ekki átt von á þessu svona snemma, varla fyrr en eftir svo sem þrjár vikur. En var nokkuð að furða þó þessir fjórir siðustu sólar- hringar hefðu raskað eitt- hvað eðlilegum gangi lifsins? Svefngöngu þess frá heimi til heims? Vakið það of fljótt? Og svo var annað: gat ekki viðleitni hennar í þá átt að dylja ástand sitt augum Hamrafólksins átt einhver þátt í hversu bráðan þetta bar að? Hún hafði reyrt sig svo miskunnarlaust og gætt þess að hhfa sér hvergi við störfin. Allt þetta var einber skammsýni og heimska, jafn- vel synd; lcannske dauða- synd. Hún hefði auðvitað fremur átt að draga af sér við erfiðisverkin, heldur en koma sér hjá að liorfast í augu við veruleikann. En það hafði hún einmitt forðast. Hún hafði hagað sér eins og einhver von væri um, að aldrei yrði uppvíst um hrösun hennar. I rúma átta mánuði hafði það tekizt, — allt þar til á sunnudagsmorguninn er var. Þá höfðu augu Jór- unnar húsfreyju allt i einu opnazt. „Hver er það?“ hafði hún spurt. „Svaraðu mér hór- kvendið, — er það kannske Stefán minn, eða hvað?“ „Nei,“ hafði Guðrún Þórð- ardóttir svarað, — „það er nú víst verra en svo.“ „Þú dirfist þó ekki að játa, að þú hafir fengið hann Ingólf litla til að leggjast með þér, — fimmtán ára barnið?“ Þá hafði Guðrún vinnu- kona engin svör gefið, heldur tekið að gráta. Hún*vissi, að til lílils mundi reynast að réttlæta sig, enda þó „barn- ið“ Ingólfur Stefánsson væri að vísu orðinn sextán ára og meiri að vexti og andlegum þroska en foreldrar hans báð- ir; nú var hann þar að auld farinn til höfustaðarins og setztur þar í skóla. „Það er nú hann, samt sem áður,“ liafði hún að lokum stunið, og i sömu svipan laust hönd húsfreyjunnar hana miklu höggi i andlitið. „Burt héðan á stundinni!** heyrði hún livæst. „Með allfc þitt. Og frétti eg seinna til þín nær Hömrum en sems svarar fjórmn dagleiðum„ skaltu eiga mig á fæti. Og inn í tugthúsið skal leiðin þírt liggja, ef þú vogar að nefna! mitt fólk í sambandi við smánþína!“ Tveim stundum síðar var hún lögð af stað með fata- pokann sinn á bakinu og Jóel litla við hlið sér; Jóel, soa Markúsar lieitins í Kálfa- gerði, mannsins hennar sæla„ sem hún hafði ekki notið., nema eitt misseri. Jú. Jú. Hún hafði reynzt nokkuð brota- gjörn lukkan hennar og hfs- lánið. Og nú var liún hingaA komin, í eitt fjárhús langt frá öllum. Lá hér á moðbyng og bjóst til að fæða harn. Það sveif að henni minning um aðra konu, sem fætt hafði barn sitt á svipuðum stað: jómfrú Maríu. Ætti liún eina ósk, þá hiundi hún kjósa sér„ að sú jómfrú væri hjá henni stödd í kvöld; einskis annars mundi hún biðja, þvi gat nokkuð jafnazt á við það að vera rétt skilin í raun sem þessari? „María móðir guðs og þekkjari allra þrauta, kom þú til mín í neyð minni,“ hvíslaði, Guðrún Þórðardóttir út í svarlnættið, og sem svar féll i andlit henni ískald- ur vatnsdropi ofan úr þekj- unni, en upp í jötu mátti GÓÐA LOFADU þEIM AÐ HAMAST þAU GERA ENGAKIN SKAÐA GÓLFIÐ ER LAKKAÐ MEÐ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.