Vísir - 23.12.1951, Blaðsíða 27

Vísir - 23.12.1951, Blaðsíða 27
JÓLABLAÐ VÍSIS 27 — Indriiaskrlia. Frh. af bls. 12. að nokkurt sérlegt væri á seiði. Skyldu þeir Bárður, Baldvin og Jóhannes liggja í leyni niðri í árdalnum, þegar Jón og Indriði gengju til fjárhússins, því að hætta gat verið á, að konurnar kynni e.'.'thvað að gruna, ef þeir rjkju allir ofan eftir, þá er Jón kallaði á Indriða. Næsti dagur rann-upp. Það var annar föstudagur í jóla- föstu og Maríumessa, getn- aðardagur Maríu. Skipaði Indriði bústýru sinni að sjóða hangiket í stórum þotti og kvaðst mundu láta bera öllum á heimilinu rjúkandi hangi- ket á þessum degi. Þenna dag hefði sjálfur Heilagur andi stigið niður á jörðina og notið ásta jai'ðneskrar konu, og ætti dagurinn að vera mesti hátíðis- og gleðidagur ársins öllum þeim, sem kynnu að meta þann munað,. er kona fengi veitt manni og maður konu. Bústýran geisaði mikið út af þessum orðum Indriða, og kvað hún hann nú mundu hafa. drvgt þá syndina, sem eklci yrði fyrirgefin, þar eð Iiann hefði í flhntingum nafn Heilags anda og bendlaði það við það ffamferði, sem hún og annað vel þenkjandi og sið- látt fólk teldi andstyggð og sannai’legt hneyksli. Kvaðst bústýran ekki snerta við hangiketi, sem hann bæiá inn þenna dag, enda. mundi Sól- rún fús til að gera að vilja hans í þessu sem öðru. Ind- riði hló'að kerlu, og Sólrún sagði, að satt væri það, henni væri sannai’leg ánægja að verða við óskum Indriða um þetta sem annað, enda fynd- ist henni sem honum vel við eiga að hálda upp á þenna dag. Bústýran stökk yfir til þeirra Baldvins og Bárðar, og lét hún þar móðan mása um j)á dauðasynd, sem Indriði væri nú að drýgja. Sló þögn og óhug á- fólkið — og það jafnt Kaírínu og Elísabetu sem aðra. Guðbjörg baðgóð- an guð að hjálpa sér og öllum, sem í myrkur rötuðii, og vernda heimilið gegn því, að sá vondi kæmi þar fram vilja sínum. Fvrir veturnætur þetta haust hafði gert óvenjulegar frosthörkur, og höfðu þær haldizt allt fram að þessu. Ilöfðu verið noroan og norð- austán stillur, nema hvað hvesst hafði dag og dag eða stund og stund úr degi. Aldrei kom snjór úr lofti, og var svo jörðin gaddfrosin og alauð. Þenna morgtm var frost- laust og suðaustan þiðvindur blés út fjörðinn. Loftið var skýjað og brátt tók að draga saman dökka flóka, sem tætt- úst í sundur og dreifðust um loflið. Um hádegisbilið tólc að vinda, og síðan leið ekld á löngu, unz komið var af- spyrnurok og hellirigning. Enginn hafði farið á sjó, því að mönnum hafði þótt veður- útlitið ískyggilegt. Allt fé var úti, nema hrútar og gemling- ar, og fóru nú karlmenn all- ir út á lilið til að drifa það saman og koma.því í hús. Var því ekki lokið fyrr en rökkv- að var orðið, en þá settist hver inn til sín. Var svo öllu fólkinu borið hangiket frá Indriða, en allir sendu það af tur. Ekki snertu þau heldur ketið, Jón eða bústýran. Sól- rún mælti við Indriða: „Ein sit ég hér með -þér .að þessari krás.“ Indriði svaraði og glotti: „Svo vildir þú máski að ■væri fleiri krásirnar.“ „Ekki hef ég kvartað, Indriði,“ mælti Sólrún, „enda býður þú víðar ket i trogum, þar sem aðrir bjóða gams í grýtu.“ Indriði liló, en bústýran fussaði og þaut yfir til Bald- vins. Nú hafði sú ráðagerð að engu orðið, að Jón lcveddi Iiidiða með sér niður i lamb- húsið og aðförin yrði gerð að lionum jiar. Þeir Jón og Indriði höfðu hjálpazt að við að ná saman ánum og Indriði siðan gefið lömbmnmi, með- an Jón sinnti fjósverkum. Á sama tíma höfðu þeir, Bald- vin og Bárður, verið önnmn kafnir, ásamt húskörlum sín- um — og fjárhús þeirra voru öll úti á Þembu og Hjallhól. Það var svo auðsýnt, að ný rúð yrði að brugga. Þegar leið á vökuna, lægði veðrið, og um leið varð uppstytta. Þá gekk Baldvin bóndi út und- ir baðstofuvegg, og brátt komu þangað hinir þrír. Á- kváðu þeir félagar að fara að Indriða með morgninum, áð- ur en konur væru risnar úr rekkju, en þó eftir að sú væri frá honum farin, sem kynni að samrekkja honurn þessa nótt. Skyldu þeir allir fara í skemmuna, en þeir Baldvin og Bárður ganga einir í loft- ið og segja Indriða, að þeir þyrftu að ræða við hann einkamál. Síðan áttu þeir að þrífa til skiuuanna og vefja þehn þannig að honum, að hann mætti ekki koma vörn- um við, og 'þeir Jón .og Jóhan- nes.því næst koma með hæru- poka. Iivorki stormur né úr- helli skyldi hamla fram- kvæmd þessa ráðagerðar. Stuttu. pftir að þeir félagar voru koranir *inn, hvesti á ný ■—■ og nú af suðvestri. Var vindurinn enn hlýn’i en áður og rigningin meiri en nokkurn tíma fyrr á degin- um. Brátt heyrðust ihn í bæ, gegnum stormgný og regn- dunur, öskur árinnar, þar scm hún ruddist fram með grjótkasti, Guðbjörg Kúsfreyja var á fótum þennan dag allan. Var hún iurð'u hress í bragði og sinnti búverkum. Þá er þau Baldvin vom háttuð um kvöldið, mælti liún við hann: „Hvað hyggið þið fyrir ykkur um Indriða? Nú hefiir hann bætt gráu ofan á svart með guðlasti sinu í dag, og mun enginn lengur þurfa aif ganga þess dubnn, að hann. sé á valdi óvinarins.“ Baldvin svaraði: „Við höfum hundið það; fastmælum, fj órmenningarn- ir, að segja engum neitt af ráðagerð okkar, en vel má eg; þér segja allt af létta, þar eð þér er sízt rainna umhugað um það en okkur að losna við vominn.“ „Vel fer þér — eins og fyrr,“ mælti Guðbjörg. Síðan tjáði Baldvin henni, hvað til stæði. Baldvin sofnaði seint, en þá er á hann rann svefn, svaf hann fast, því að hann var þreyttur eftir daginn. Hann vaknaði þó upp úr miðri óttu. Hann tók þegar eftir því, að Guðbjörg var ekki í rekkj- unni. Ilann hugsaði þá með sér: „Eldd hefir Guðbjörgu. minni orðið svefnsamt, og er það sizt að undra, þótt kon- um sé órótt, þá er slík stór- ræði skal i ráðizt. Má vera, að hún liggi nú á bæn og biðji almáttugan guð að leiða okkur og styrkja gegn váldi þess vonda.“ Baldvin klæddist í skyndi og gaf sér ekki tíma til að hyggja að konu sinni í fram- bænum, hugsaði og sem svo, ■ »••••••••••••••••«•••••••»••••««••••«••••••••••••••••••••••«< • • ! • • * • • 2 • O • a « ® o © © OG KAUPFÉLÖG! Engisi auglýsing er Jafn efffir" sóknas’verS ©g frá © e © © • e • • e e e © e • • • • • • • - © • e e © e e © © • e © © • 0 G © © © © © Ö © o © © © © • ö © @ ' © ■ © © © © & © © © e © © e © © © © & © © © © © © © @ © © © © © 0 © © © © ; * © © © 0 © © • o @ 0 © © ® © © @ © e © © Eldtraust og vatnsþétt geymsla i CEfMSLIIIIÓLF í þremur stærðum til leigu. e - • r • - • * • * © • ' • -' eeisú%.££su. e, wtBtMsþéiÍB'i hw&SíinegM Þeir, sem kynnu geymsLu verðmæta skrna hjá oss, gefi sig frain hið fyrsta. © til ©lckar Bt*aK. 5 sáarsa ©g fáiS ■ uppiýsingsav © © © © © © © © © © Q © © © © © © © © Austurstræti 5. Sími 81200. Reykjavík »eeoee©<«

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.