Morgunblaðið - 07.09.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.09.1965, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. sept. 1965 PETER Smithers, forstjóri Ev rópuráðsins í Strasbourg, kom hingað til lands sl. laugardags kvöld og byrjaði í gær við- ræður við stjornmála- og emb ættismenn. M.a. heimsótti hann forsætisráðherra, utan- ríkisráðherra og félagsmála- ráðherra. Myndin var tekin í skrifstofu forsætisráðherra, og sjást á henni (talið frá vinstri) Heinrich Klebes (aðstoðar- maður forstjórans), Peter Smithers og dr. Bjarni Bene- diktsson. Forstjóri Evrópu- ráðsins mun dveljast hér á landi til nk. föstudags. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.) Ný og falleg nðfn ísl. skreið Ráðstefna norrænna stðrkaupmanna Bræla á síldar- miðunum BRÆLA var á öllum miðum í gær og síldarskipin ekki að veið um, og var svo enn seint í gær- kvöldi, er blaðið hafði samband við síldarleitina á Raufarhöfn. Um helgina var einnig óhag- stætt veður á miðunum. í>ó létti öðru hverju til á miðunum við Jan Mayen. Á sunnudagsskýrslu höfðu 21 skip tilkynnt um afla, 19.230 mál og tunnur. Og á laug ardag var kunnugt um aðeins 2 skip, Guðbjart Kristjáns með 1200 mál og Ólaf Magnússon EA nveð 1350 m. Styrjöld Framhald af bls. 1 ar af Sabre-gerð. Hefðu loft- bardagar geisað allan daginn. Þá hefðu um 200 indverskir her- menn verið felldir á vigstöðvun um við Lahore. Fregnir bárust um loftárásir flugvéla frá Pakistan á herbæki stöðvar á Kathivarskaganum og Rann of Kutsch, sem eru sunnar lega á Indlandi austan landamær anna. Ýmsar borgir í báðum ríkj unum munu hafa verið myrkvað ar á mánudagsnótt af ótta við loftárásir. Þá bárust fréttir af þvi, að pakistanskar flugvélar hefðu flutt fjölmennt lið fallhlífarher- manna langt inn í Punjabhérað, þar sem þeir hefðu varpað sér til jarðar langt að baki víglínunn ar við Lahore. Var óvíst hvert hlutverk þeirra væri, því að búazt mátti við því, að þessar sveitir yrðu upprættar, ef þær fer.gju ekki aðstoð af jörðu fljótlega. prýða BRÚARFOSS, sem fór frá land- inu 3. sept flutti tæpa 2000 pakka af skreið frá Skeiðarsamlaginu og á sú skreið að fara til Italíu. Verið er að undirbúa afskip- anir til ítalíu á næstu 2 förmum, sem fara báðar frá landinu fyrir og um miðjan september, 7000 til 8000 pakkar samtals. Sú skreið. sem hefur verið send og verið er að meta nú til ftalíu er næstum eingön.gu sú tegund, sem samkvæmt nýjum reglu/m er nefnd EDDA QUALITA, í stærð- unum 50/70, og er eirugöngu þorskur. Þetta nafn kemur í stað AFRI- CA QUALITA og hefur þessi nafnabreyting verið fyrirskipuð vegna eindreginna óska þar um. Til ítalíu verður einnig flutt skreið, sem nú heitir SAGA QUALITIA, en var áður kölluð ITALIENER. Ný nöfn verða einnig tekin upp á skreið til Afritou. Þessi nöfn verða: ASTRA, STELLA, POLAR og BLANDA. Það verður hætt við að merkja skreið, sem seld er til neyzlu á afríska markaðnum, t.d. Black Skinned Offal Round Cod 50/70. Fer það vel, að slík merk- ing hefur verið afnumin. Matið á skreiðinni er almennt hafið. Vegna nafnbreytingar meðal annars, og vegna meiri samræm- ingar í mati á skreið, sem seld verður undir nafninu EDDA til ítalíu, þá hefur verðið verið hæktoað um £5:0:0 á tonn, og er söktverð nú £350:0:0 per tonn cif. Skreið, sem kallast SAGA QUALITA, verður seld á £410:0:0, en var í fyrra £367:10:0 per tonn cif. Noktour hæfckun hefur orðið á ýmsum tegundutm skreiðar til Nigeríu, aðallega smáþorskur, en það er lítið til atf slíkri skreið á 1 íslandi. Skreið,' sem áður var I kölluð BLACK SKINNED OFFAL var ca. £10:0:0 lægri í í GÆR var hæg norðaustan- dýpfca, en hreyfist lítið. Þó ábt. Dálítil slydduél voru á eru horfur á því að hún muni annesjum nyrðra en yfirleitt bæta norðanáttina og úrkoma léttskýjað annars staðar. aukast norðanlands. Lægðin við Jan Mayen var að verði en venjuleg Skreið til Afr- ífcu'. Þetta bil hefur nú verið minnkað niður í £5:0:0 per tonn. Svokölluð þorskbein hætotoa um £7:0:0 og er verð á þeim £237:0:0 per 1000 kg. Við vonumst til að matið tak- ist vel og að kaupendur verði ánægðir með þau gæði, þeir fó. Það er líka til mitoils að vinna fyrir land og Þjóð, þegar hægt er með samræmingu á mati og meiri vöruvöndun, að fá fram hætokun um £50:0:0 per tonn, á þeirri skreið, sem fer til ítalíu. Samkvæmt Hagtíðindum hafa verið flutt út frá Islandi til ítalíu rúm 3000 tonn af AFRICA QUALITIY skreið, hvort árið fyrir sig, bæði 1964 og 1965. Væntum vér þess að geta haldið sem mestu af þessu magni, en það fer náttúrlega eftir aflabrögðum og verkun, fyrst og fremst. Skreiðarframleiðslan 1965 virð ist vera milli 5 til 6 þúsund tonn, en var t.d. árið 1964 rúm 11 þúsund tonn. f GÆRMORGUNN var sett í { Reykjavík ráðstefna norrænna | stórkaupmanna, en slíkar ráð- stefnur eru haldnar þriðja hvert ár tif skiptis í löndunum. Tak- i mark þessara ráðstefna er að j skiptast á hugmyndum og ræða vandamál. Á fundinum voru til umræðu m.a. málefni er varða Norðurlönd og Efnahagsbanda- ' lagið, þróun dreifingar og að- gerðir til hagræðingar hennar og 1 verzlunin milli Austurs og Vest- ' urs. í gær efndi svo Félag íslenzkra stórkaupmanna til blaðamanna- fundar að Hótel Sögu, þar sem blaðamönnum var gefinn kostur á að spyrja fulltrúa stórkaup- ! mannasamtakanna á hinum Norð urlöndum ýmissa spurninga. Á fundinum lagði og fram- kvæmdastjóri Félags íslenzkra stórkaupmanna fram ályfctun fundar hinna norrænu fulltrúa og fer úrdráttur hennar hér á eftir: „Á sameiginlegum fundi stór- kaupmanna á Norðurlöndum, hafa fuilltrúar skýrt frá reynslu sinni viðvíkjandi þróun dreifing ar og hagræðingar í löndunum, þar með talin fjárhagsvandamál. HáskólaíVrir- lestur PRÓFESSOR Juan Manuel P. Ruiz de Torres frá háskólanum í Cali í Colombia flytur fyrirlest- ur í boði Háskólans fimmtudag 9. sept. um tæknilegar framfarir í Cauca-dalnum í Colombia, og sýndar verða skuggamyndir. Prófessor de Torres er raf- magnsverkfræðingur og prófessor í þeirri grein og stærðfræði. — Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku, og er öllum heimill að- gangur. (Frá Háskóla íslands) Ráðstefnan hefilr einnig rætt raunhæf heimsverzlunarvanda- mál og þróun evrópska inankaða ins. } Hin norrænu stórkaupmanna- samtök leggja áherzlu á mikil- vægi þess, að innan hinna a'l- þjóðlegu verzlunarbandala.ga vetði hraðari og víðtækari fraxn- farir um afnám viðskiptatálm- ana og fjármagnsmúra landanna. Norrænir stórkaupmerrn eru fuillvissir um, að Norðurlöndum muni tatoasft að leggja fram mikilvægt skref til aukins frjáls- ræðis á sviði alþjóðlegra fjár- mála, með hinni nánu samvinnu sinni.“ Erlendu - fulltrúarnir voru sammála um, áð við afnám verð lagsákvæða og innflutningshafta ha.fi verðlag læfckað í löndunum og vöruval aukizt til muna. Innbrotsþjófar gripnir AÐFARANTT sl. sunnudags var lögregluþjónn á gangi um mið- bæinn. Heyrði hann þá hávaða frá Sjálfstæðishúsinu, og er hann hugði betur að, var maður nokk ur kominn inn í ölgeymslu húss- ins. Lögregluþjónninn fór þegar með manninn á lögreglustöðina, en örskömmu síðar var lögregl- unni tilkynnt, að sæist til ferða annars manns uppi á þaki Sjálf- stæðishússins. Var sá maður einnig sóttur. í ljós kom, að mennirnir tveir höfðu í sameiningu brotizt inn i Sjálfstæðishúsið þeirra erinda að fá sér öl við þorsta. Aðeins sá vín á öðrum þeirra, og hefur sá maður áður komið við sögu lög- reglunnar en hinn ekki. Þegar Grímsvatnaþekjan sígur, myndast sprungur við barmana. Þarna eru gapandt sprungur vestan tU við svokallaðan Depil. Ljósmynd Magnús Jóhannsson. Hlaupið í Grímsvöffnum fer eðlilega vaxandi í GÆR flaug Magnús Jóhanns- son ásamt tveimur verkfræðing- um frá Vegamálaskrifstofunni yfir Grímsvötn og Skeiðará. Sáu þeir áð hlaupið heldur áfram, Grímsvatnaþekjan er farin að springa meira og síga Qg vatns- flaumurinn hefur enn vaxið í Skeiðará, þar sem sáust merki n.m nirtlrilrnvn inlí’aKllirA Aframhaldið á hlaupinu er því með eðlilegum hætti. Telur Magnús að ísþekjan á Gríms- vatni muni vera sigin um ca. 30 m., sem ekki er nema þriðj- ungur af því sem hún seig í sfðasta hlaupi. Við það hefur ísum sprunigð frá vi’ð barmana, en hrikaleg umbrot eru ekkí orðin þarna. Enn virðist vatnsmagnið hafa vaxið í Skeiðará. Hún umflýtur nú 9Ímstaura niður á söndunum, en aðeins einn þeirra hefur hall- ast svo áð simasambandslaust er vestan megin í Öræfasveit. En símasamiband er þangað um Hornafjörð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.