Morgunblaðið - 07.09.1965, Page 10

Morgunblaðið - 07.09.1965, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. sept. 1965 j ALBERT SCHWEITZ „AF DJÚPUM rótum sterkrar hamingjukenndar óx mér smám saman skilningur á orð- um Jesú um, að vér megum ekki líta á lífið sem eign sjálfra vor. Sá, sem mikið hefur þeg- ið fagurt af lífinu, verður að gjalda, sem því svarar fyrir. Sá, sem hefur verið þyrmt við þjáningu verður að finna sig kallaðan til þess að hjáipa, lina þrautir annarra. Allir verðum vér að taka þátt í því að bera þá bölvabyrði, sem á heiminum hvílir". Þannig mælti einhverju sinni hinn mikli mannvinur og andans jöfur, sem sl. sunnudag var lagður til hinztu hvíldar skammt frá sjúkrahúsinu í Lambarer.e í Gabon, þar sem hann fyrir meira en hálfri öld ákvað að verja starfskröftum sínum í þágu innfæddra Afríku manna. Hans er nú. minnzt um heim allan, sem eins mesta stór mennis aldarinnar, sem mikil- hæfs heimspekings, listamanns vísindamanns og göfugmennis, er byggði líf og starf á kær- leikskenningum kristinnar trú ar. um, ungut stúdent í hvítasunnu leyfi. „Heilsa og hreysti læsá sig um hverja taug. Ósegjanleg unaðskennd gagntekur Albert Schweitzer. Slík gleði yfir því að vera til og þakklæti fyrir lífið gagntekur hugann svo fá- ein andartök, að hann fær ekki skilið, hvernig þvilík fylling geti rúmazt í barmi hans. En í sömu andrá stendur spurningin gamla fyrir hugar- sjónum. Mátti nokkur njóta lífsins ómælt án alls endur- gjalds? Var slíkur dýrðarmorg- unn sem þessi gefinn þeim, sem máttu njóta hans og kunnu að meta hann, án allra skilmála? Mundi lífið ekki ætlast til þess að fá eitthvað á móti örlæti sínu? Albert Schweitzer kannaðist við þetta. Stunga þessarar spurningar hafði alltaf verið samferða hinni fyllstu lífs- nautn. Hamingjan hafði aldrei sýnt honum inn i ríki sín án þess að nunna hann á um leið, Mynd frá 1935. Taldir frá vinstri: Prófessor Karl Straube, söngstjóri við Thomasarkirkjuna í Leibzig (kennari Dr. Páls ísólf ssonar), prófessor Fritz Múnch, stjórnandi Wilhelms kórsins í Strassbourg og Dr. Albert Sch weitzer. Hann var ungur stúdent, hamingjan og framtíðarmögu- leikarnir blöstu við honum, hvort heldúr var á sviði heim- spekinnar, guðfræðinnar eða tónlistarinnar, þegar hann tók þá ákvörðun að helga sig þess- um hugðarefnum sínum aðeins fram að þrítugu en ganga síðan Dr. Albert Schweitzer með dótt ur sína Rhtne. Myndín er tek- in 1928. 1 þjónustu mannkynsins með einhverjum hætti. í ævisögu hans eftir Sigur- björn Einarsson, biskup ís- lands, segir í upphafi frá morgninum þeim, er hann tók þessa ákvörðun, — morgni, er hann vaknar við skin morgun- sólarinnar heima í föðurhús- að aðrir heimar eru til, sem hún sneiðir hjá, nær ekki til. Vísast vantaði hana samfylgd þangað. Hvers vegna lék lánið við hann? Hafði hann til þess unn- ið? Hann var tuttugu og eins árs þetta vor. Honum hafði lengi verið ljóst, að hann naut góðrar aðstöðu í lífinu. Hann hafði að vísu alizt upp við frem ur knöpp kjör og ýtrustu spar neytni. En hann hafði samt lif að gæfurík bernsku- og æsku- ár. Það skildi hann nú. Og nú var honum orðið ljóst, að hann hafði hlotið yfirburða gáfur. Líkamshreysti hans var dæma- fá. Var slíkt látið í té kvaða- laust? Fylgdi því ekki ábyrgð að vera sólarmegin? Hafði ekki verið sagt: Af sér hverjum, sem mikið er gefið, mun mikils verða krafizt, og af þeim, sem mikið hefur verið í hendur selt, mun því meira heimtað verða“. Á slíkum hugsunum var á- kvörðun Alberts Schweitzers grundvölluð. Hann var tuttugu og eins árs þetta vor. Þá þegar voru liðin þrjú ár frá því hann innritaðist í háskólann í Strassborg I heim speki og guðfræði. Síðan hafði hann einnig gegnt herþjónustu í eitt ár og á þeim tíma lesið Nýja testamentið, athugað skýringar við það en fundizt þær ófullnægjandi í ýmsu og gert margar sjálfstæðar athug- anir Hann hafði meðal arín- ars fundið ýmislegt athugavert við kenningar hins kunna guð- fræðings Holtzmanns, sem var meðal kennara hans. Og þegar hann gat hafið nám að nýju, að herþjónustu lokinni, hafði hon um opnazt ný útsýn og hann var staðráðinn í að taka ríkj- andi kenningar fræðimanna til rækilegrar athugunar. Engan hefði grunað er Albert Schweitzer hóf barnaskóla- nám, að hann ætti eftir að verða slíkur framúrskarandi námsmaður Hann hafði grátið alla leiðina í skólann fyrsta daginn og fram eftir árum var hann ekki ý’:ja áhugasgmur. Hann fæd’' 14. janúar 1875 í þorpinu IC ^rberg í Efra- Elsasis, em nokkrum mánuðum síðar fluttist ..jólskylda hans til Gúnsbach í Múnsterdal og ólst hann þar upp í Múnsterdal höfðu ættmenn hans í báðar ættir búið kynslóð um saman og gat hann rakið ættir sínar til presta, kennara, orgelleikara og orgelsmiða og fundið eiginleikum sínum stað. Fyrsta árið var Albert Schweitzer pasturslítill og þótti OG STORF óþriflegt og ólífvænlegt barn. Eftir nokkurra mánaða dvöl í góðu eldi og hollu lofti Gúns- bach varð þar á mikil breyting og var hann æ síðan afburða heilsuhraustur. Framan af bernskuárum Schweitzers ólst hann þó upp við heldur kröpp kjör. Faðir hans, Ludwig Schweitzer, sem var prestur og kennari, var heilsulítill og hafði rýr efni — en fjölskyid- an stór, börnin fimm. Síðar rætt ist nokkuð úr efnahagnum með bættri heilsu föðurins og kær- komnum arfi er þeim tæmdist, en alla tíð vandist Schweitz- ér miklum sparnaði. Bjó hann að því uppeldi alla tíð síðan. Að eðlisfari var Schweitzer dulur og þögull, en einnig ákaf lyndur og bráður í skapi. Gerði hann sér smám saman ljóst, að hann gat vart vænzt þess að að-rir héldu í við ofurkapp hana — hann varð uggandi um ákafa sinn í leikjum og gerði sér far um að draga úr honum. Spil kvaðst hann aldrei hafa þorað að snerta og 24 ára hætti hann alveg að reykja, sökum þess, að það var orðin honum meiri ástríða, en honum þótti góðu hófi gegna. Honum lærðist þannig að temja og berjast við skap sitt og ákaflyndi — „frá bernskuárunum standa mér fyr ir hugarsjónum margar minn- ingar, sem auðmýkja mig og halda mér vakandi í þessari bar áttu“, sagði hann einhverju sinni. Albert Schweitzer, sem ungur guðfræðistudcut, tekin 1895 myndin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.