Morgunblaðið - 07.09.1965, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.09.1965, Blaðsíða 22
22 Þriðjudagur 7. sept. 1965 MORGUNBLAÐIÐ SVANLAUG SIGURBJÓRNSDÓTTIR andaðisf 3. september síðastliðinn. Aðstandendur. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN Á. ÞORKELSDÓTTIR Ásvallagötu 53, lézt á Landakotsspítala 5. september sl. Börn, tengdaböm og barnabörn. Móðir okkar, HERDÍS JÓNSDÓTTIR frá Þverhamri, Breiðdal, lézt á Borgarsjúkrahúsinu 5. september sl. Þórdís Árnadóttir, Guðmundur Ámason. Hjartkær eiginmaður minn og faðir, JÓN JÓHANNESSON bræðslumaður, Hringbraut 115, andaðist á sjúkrahúsi Hvítabandsins' 5. september sL Elínborg Guðmundsdóttir, Snædís Jónsdóttir. Elísabet Guðmunds- dóttir frá Melum MEÐVTKUDAGINN 1. sept. andaðist hér í borg frú Elísa- bet Guðmundsdóttii frá Melum í Ámeshreppi í Strandasýslu og fer útför hennar fram í dag írá Dómkirkjunni. Með Elísabetu er gengin ein af hinum sterku og góðu hús- freyjum, sem komið hafa upp og vel til manns stórum bama- hóp gegnum fátækt og margvís- lega örðugleika. Hún var fædd 31. des. 1878 í Ófeigsfirði á Ströndum dóttir Guðmundar Péturssonar bónda þar og fyrri konu hans Elisabet- ar Þorkelsdóttur Guðmundsson- ar frá Bæ í Trékyllisvík. Guð- mundur í Ófeigsfirði var þekkt- ur dugnaðar og framtaksmaður til sjós og lands. Elísabet ólst ui>p í föðurgarði. Giftist hún þaðan 5. okt. 1898, Guðmundi Guðmundssyni, frænda sínum frá Melum í Trékyllisvík. Átti hún þar heima upp frá því. Guð- mundur bóndi á Melum var til- tekinn hæfileikamaður, greindur var hann og minnugur, skrifari ágætur og reikningsglöggur, svo sem verið hafði faðir hans — en af hugarreiknings gáfu hans eru margar sögur. Afburða ræð- ari var Guðmundur, sneri eng- inn á hann þótt sterkari væri. Hann vann allt með lagi. Hann var og fríður maður sýnum. Samt þótti ýmsum merkilegt að hann skyldi ná í heimasætuna í Ófeigsfirði. Melar voru miklu rýrai jörð en Ófeigsfjörður. Þau hjón eignuðust 12 böm og eru þau öll á lífi og fylgja móður sinni hinzta spölinn í dag. Þau eru þessi: Guðmundur Pétur nú- verandi bóndi á Melum, kvænt- ur Ragnheiði Jónsdóttur frá Broddadalsá; Árni, er lengi var útvegsmaður og skipstjóri við Djúp en nú búsettur hér , Rvk Ástkær eiginkona mín, UNNUR ÓLAFSDÓTTIR lézt á Landsspítalanum aðfaranótt mánudagsins 6. þ.m. Fyrir hönd barna okkar, tengdabarna og barnabarna. Jóhann Karlsson. Elsku litla dóttir okkar, REGÍNA BÁRA andaðist á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn 30. ágúst síðastliðinn. — Jarðarförin hefur farið fram. Regína Aðalsteinsdóttir, Þórður Kajrtansson, Stóragerði 26. Eiginmaður minn, SIGURÐUR KRISTJÁNSSON vélstjóri, Hamarsbraut 11, Hafnarfirði, lézt að Landsspítalanum 6. þessa mánaðar. Valgerður ívarsdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍSABET GUÐMUNDSDÓTTIR frá Melum, Ámeshreppi, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 7. september kl. 10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað. Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Böm, barnaböm og tengdaböm. Eiginkona, móðir og amma, JENNY HANSEN Njarðargötu 9, verður jarðsungin miðvikudaginn 8. sept kl. 1,30 e.h. frá Dómkirkjunni. — Blóm vinsamlega aíþökkuð. William Hansen, Janet, Arnfinn. STEINUNN JÓHANNESDÓTTIR Hofsvallagötu 18, sem lézt 31. ágúst sl., verður jarðsungin frá Neskirkju miðvikudaginn 8. september kl. 13,30 e.h. — Blóm vin- samlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Hannes Benediktsson, böm, tengdaböra og barnaböm. Fóstursonur okkar, BJARNÞÓR AÐALSTEIN SSON Hólagötu 39, Ytri-Njarðvík, sem andaðist 31. ágúst, verður jarðsunginn frá Hall- grímskirkju, miðvikudaginn 8. sept. kl. 10,30 f.h. — Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Oddný Þorsteinsdóttir, Sigvarður Benediktsson. Hafnarfjörður Til sölu 4ra herb. miðhæð á góðum útsýnisstað í suður-bænum. — íbúðin er í mjög góðu ástandi með nýjum teppum. — Rúmgóður bílskúr og geymsla fylgir. GUÐJÓN STEINGRÍMSSON, HRL. Linnetsstíg 3. — HafnarfirðL Sími 50960. Kvöldsími sölumanns: 51066. Hjartans þakkir færi ég skyldmennum mínum, sam- starfsfólki og öðrum vinum fyrir góðar gjafir, kveðjur og allan hlýhug á 70 ára afmæli mínu; einnig vinnu- veitendum mínum fyrir veizlu, dýrmæta gjöf og alla vinsemd fyrr og síðar. — Bið ykkur svo öllum bless- unar Guðs. Guðrún Andrésdóttir, Álafossi. Lokað eftir hádegi í dag, þriðjudag, vegna jarð- arfarar Gissurs Baldurssonar. Steinavör hf. Kristján Ó. Skagfjörð hf. Faðir okkar og afi, GISSUR BALDURSSON Snorrabraut 40, er lézt 31. ágúst sl. verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni þriðjudaginn 7. september kl. 2,30 e.h. Baldur Gissurarson, Erla Gissurardóttir, Gissur Gissurarson, Þór Karlsson. Litli drengurinn okkar, ÞORVALDUR BJÖRN andaðist í Landakotsspítalanum 26. ágúst sl. — Jarðar- förin hefur farið fram. Sigríður Þorvaldsdóttir, Friðrik Eiríksson. Jarðarför móður minnar, ÖNNU SIGMUNDSDÓTTUR Seyðisfirði, fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju fimmtudaginn 9. sept kL 2 e.h. — Fyrir hönd vandamanna. Jónas Jónsson. kvæntur Margréti, norskri konu að kyni; Elísabet — ekkja eftir Guðmund Halldórsson skipa- smið; Sigrún ekkja ftir Ingólí Ketilsson húsasmið frá ísafirði; Þorkell fyrrv. bóndi á Óspaks- eyri, kvæntur Ástu Stefánsdótt- ur frá Kleifum í Gilsfirði; Ragn heiður Ijósmóðir hér í borg; Sig- mundur fyrrv. bóndi á Melum en nú búsettur á Akureyri, kvæntur Sigrúnu Guðmundsdótt ur frá Árnesi, Magnús sjóm. i Rvík, kvæntur Þórdísi Árnadótt- ur frá Breiðadalsvík; Ingólfur húsasmíðameistari Rvík, kvænt- ur Karítas Magnúsdóttur frá Heinabergi í Dölum, Gunnlaug- ur tollgæzlumaður í Hafnarfirði, kvæntur Þórdísi Steinsdóttur; Asgeir trésmiður í Rvík og Guð- munda búðarstúlka í Rvík. Yfir 60 munu nú niðjar hennar. 1. okt. 1924 missti Elísabet mann sinn. Gekk hún þá með yngsta barnið, önnur þau yngri enn í ómegð. Með frábærum kjarki og dugnaði hélt hún búi sínu saman. Var Guðmundur elsti sonurinn sér í lagi stoð hennar og stytta. Hann tók þá við búsforráðum með henni og voru þau saman á Melum með- an bæði lifðu. Góðra daga naut hún þar á efri árum hjá syni og tengdadóttur. En á fyrri ár- um meðan bömin voru að stálp- ast, var lífsbaráttan þama býsna hörð. Kom sér vel, að Elísabet var ekki fisjað saman. Langur var vinnudagurinn í þann tíð. Gekk hún þá oft jafnt að úti sem inni verkum. Jafnan var hún á spretti, tilþrif hennar á stundum stórkostleg. Þrifnaður og dugnaður héldust í hendur hjá henni. Og þótt all- ir aðrir veiktust varð henni aldrei misdægurt. Berklar kom- ust inn á heimilið. Var naum- ast neitt geigvænlegra til í þá daga. En betur fór en á horfðist. Allir komust af og til heilsu aft- ur. Mun þetta næstum einsdæmi gagnvart öðrum eins óvini. En marga vökunóttina mun Elísabet þá hafa átt. Þegar ég kynntist Elísabetu var hún af léttasta skeiði eða um sextugt. Lítið var hún þá farin að láta á sjá. Glæsileg og mikil kona var hún í sjón og raun. Léttstíg var hún þá enn, og lét sér ekki muna að fara bæjarleið á fæti. Sóttu ekki aðr- ar konur betur kirkju í Árnesi en hún. Og var svo alla hennar tíð til hárar elli. Elísabet var greindarkona, einbeitt og skap- rík. Skemmtileg og ákveðin var hún í tali. Meiningu sína sagði hún við hvern sem var og var ekki myrk í máli. Gestrisin var hún og góð heim að sækja. Tryggðatröll var hún þar sem hún tók því. Hjá henni var eng- in hálfvelgja hvorki í orðum né gjörðum. Margar eru minning- arnar sem maður á frá hennar heimlili og barna hennar. Stór- brotin kona var hún og sterk að allri gerð og átti einnig til hjartahlýju og blíðu, lík um margt hinu svipmikla héraði, er ól hana. Þar eru fjöll há og brött og þar geta verið veður hörð á vetrum, en á hinn bóg- inn vor bjartari og blíðari en víðast hvar annars staðar. Þá hnígur sólin aldrei niður isæ. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt því láni að fagna að kynn- ast Elísabetu á Melum og hennar fólki og hennar sveit. Megi Guðs blessun vera yfir þessum öllum saman. " * Þorst Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.