Morgunblaðið - 07.09.1965, Side 24

Morgunblaðið - 07.09.1965, Side 24
24 MORGUNBLADID Þriðjudagur 7. sept. 1965 3ja herbergja íbúð Til sölu er nýleg 3ja herb. íbúð á 3. hæð í húsi í Bústaðahverfi. íbúðin er í ágætu standi. — Aðeins 2 íbúðir um inngang og þvottahús. — Sér hitaveita. Bílskúrsréttur. Ný teppi á stofu og skála. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur — Fasteignasala Suðurgötu 4 — Sími: 14314. BíloyCzbyggliigar s’. Nýsmíði, réttingar og boddýviðgerðir. Auðbrekku 49. Kópavogi. — Simi 38298. Tveggjo herbergja íbúð óskast til leigu. — Reglusemi. Upplýsingar í síma 38497. Saumaskapur Lítil saumastofa óskar að taka að sér saumaskap á fatnaði, úr lérefti eða öðru léttu efni. — Fyrir hótel, spítala eða önnur fyrirtæki. Tilboð, merkt: „Vandvirk — 6407“ sendist afgr. Mbl. Afgreiðslusfúlka óskast nú þegar. — Upplýsingar í verzluninni (ekki í síma) milli kl. 5—6 e.h. Gardínubúðin Ingólfsstræti. HVERFITÓNAR NÝJAR HLJÓMPLÖTUR: My Fair Lady, West Side Story. — Margt fleira úr söngleikum. — Einnig mjög góðar klassiskar plötur. HVERFITÓNAR Hverfisgötu 50. — Opið frá kl. 1—6 e.h. Heimasaumur — peysusaumur Vanar saumakonur óskast til þess að sauma heima, kápur og kjóla. Enníremur vantar saumakonur, sem eiga over-lock-vél og eru vanar peysusaumi. Allt verkefrii tilsniðið. Sent og sótt ef óskað er. Verkefni til áramóta fyrir hendi nú þegar. — Um- sóknir merktar: „Góð kjör — 2163“ sendist afgr, Mbl., sem fyrst. Akranes Bamgóð kona óskast til að gæta stúlku á 1. ári í vetur frá kl. 9—6 alla virka daga. — Upplýsingar í síma 1139 og 1404. Einbýlishús í Hafnaifiiði Til sölu gott 4ra herb. einbýlishús (steinhús) við Sunnuveg, gólfflötur um 115 ferm. ÁRNI GUNNLAUGSSON, hrl. Austurgötu 10, Hafnarfirði sími 50764 kl. 10—12 og 4—6. Talið frá vinstri til hægri: Sitjandi Sune Persson, Henry Sörman, Arvid Johnsen. Standandi: Sigurður Gunnarsson erindreki, Sveinbjörn Óskarsson form SBS, Arelíus Nielsson form. IUT, Ól- afur Þ. Kristjánsson, stórtemplar, Indriði Indriðason, þingtempiar, Kristján Guðmundsson, form. Áfengisvamanefndar Rvíkur. og Ólafur Jónsson umdæmistempla r. Fjölmennt möt ung- templara næsta ár Sumarið 1966 verður haldið hér á landi fjölmennt mát Nor- rænna ungtemplara, en jafn- framt verður haldið hátíðlegt 50 ára afmæli Norræna ung- templarasambandsins. Mótið mun verða dagana 2. júlí til 13. júlí. Starfar fjölmenn undirbún- Til sölu er Verzlunarinnrétting er samanstendur af margskonar skápum, hillum og borðum. Smíðuð í Englandi úr eik. — Má hluta í parta og setjast upp á ýmsan hátt. — Upplýsingar í síma 23020 milli kl. 1 og 6 e.h. í dag. Framtíðarstarf Oska eftir bifreiðastjóra, helzt bílaviðgerðarmanni, með málakunnáttu í islenzku og þýzku. — Skrif- legt tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „Bifreiða- stjóri —2212“. ÚTSALA á terylene- frökkum Stórkosfleg verð- lcekkun P. Eyfeld Ingólfst. 2 Afgreiðslumaður Handlaginn maður óskast nú þegar. Glerslípun og speglagerð Upplýsingar í skrifstbfu Ludvig Storr, Laugavegi 15. — II hæð. ingsnefnd hér á vegum is- lenzkra ungtemplara í sambandi við mót þetta. Að undanfömu hafa dvalizt hér í fjóra daga þrír forustu- menn -Norræna ungtemplarasam bandsins, Þeir Henry Sörman, formaður þess, Sune Persson, frá Svíþjóð og Arvid Johnsen frá Noregi til skrafs og ráða- gerða við framkvæmdanefnd mótsins, en hún er skipuð 13 manns úr röðum íslenzkra ung- templara og lOGT. Formaður nefndarinnar er séra Árelíus Ni- elsson. Kvöldvaka að Jaðri. Henry Sörman kom fram á kvöldvöku að Jaðri, sem Um- dæmisstúkan nr. 1 og Þing- stúka Reykjavíkur efndu til, en þetta var lokaþáttur í velheppn uðu sumarstarfi sunnlenzkra templara. Á kvöldvöku þessari komu einnig fram Guðmundur Jónsson, óperusöngvari og Æv- ar R. Kvaran, leikari. Kvöldvak an var vel sótt og tókst mjög vel. Arvid Johnsen, fulltrúi Bind- indisráðs norska ríkisins flutti í Góðtemplarahúsinu í Reykja- vík fróðlegt og athyglisvert er- indi með kvikinynaum um áfeng isvarnir og bindindismál I Noregi. Fund þeonan sóttu ýms- ir leiðandi menn á sviði þessara mála hér svo sem frá Áfengis- varnarnefnd Reykjavíkur, Sam- bandi bindindisfélaga í skólum, íslenzkum ungtemplurum og Góðtemplarareglunni. Þá flutti Arvid einnig erindi um „Unga fólkið og áfengismál- in“ á ráðstefnu þeirri, sem Æsku lýðssamband íslands efndi til að Jaðri um s.l. helgi. Bjoini ívaisson bókbindaii Hinzta kveðja frá barnabarna- börnum. Þú langafi göfugi, góði svo grátklökk með saknaðar ljóði við kveðjum þig síðasta sinni til sorgar þó barnslundin finni. Við áttum svo hjartfólginn afa. Svo yndislegt við hann að skrafa er harmurinn hrelldi og grætti, hann huggaði, vermdi og kættL Að aldrei þig aftur við sjáum við angurvær skilið ei fáum því aldrei við ætlum að trúa þú eigir hjá guði að búa. Ef lengi hér lifað við fáum að líkjast þér heitast við þráum. Sú barnlega hugarins hlýja í heimana fylgja þér nýja. L. B.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.