Morgunblaðið - 07.09.1965, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.09.1965, Blaðsíða 11
Þriðjuðagur 7. sept 1965 MORCUNBLAÐID 11 I Schweitzer vandist því í sjálfsögðu snemma að sækja kirkju og naut þess mjög að hlýða á föður sinn predika: „Frá þeim guðsþjónustum, sem ég tók þátt í sem barn hefur komizt inn í mig tilfinning fyr- ir hátíð, þörf á hljóðleik og ein beitingu, en án þessa gæti ég : ekki hugsað mér lífið. Ég get 1 því ekki fallizt á þá skoðun, að |! börn eigi ekki að taka þátt í í| guðsþjónustum fullorðinna fyrr ■' en þau skilji það, sem fram ■j fer. Það er ekki skilningurinn, j sem skiptir máli, heldur hitt, j eð Iifa hátíðina". Einkum hafði j Schweitzer ánægju af því er 1 faðir hans sagði frá lífi og j starfi kristniboða og taldi sjálf- Iur að rekja mætti áhuga sinn á kristniboði til þeirra stunda. Áhugi Schweitzers á náttúr- unni og viðkvæmni hans fyrir öllu lifandi kom fljótt í ljós. Hann naut þess mjög, er hann níu ára að aldri hóf framhalds- nám í skóla, er var 3 km frá Gunsbach. Undi hann vel göngu ferðunum til og frá skóla, þar «em hann gat látið hugann reika. Leitaðist hann þá jafn- vel við að yrkja — en komst fljótt, að þeirri niðurstöðu, að hann væri ekki gæddur sér- ij stakri skáidgáfu og lagði niður i þá iðju. Viðkvæmni hans gagn vart skepnum var e.t.v. ekkert einstæð í upphafi — en í stað .1 þess að berja hana niður í sjálf 3 um sér, eins og svo títt er, 1 leyfði hann þessum tilfinning- um að dafna og þroskast. Hon- tim þótti einsýnt að kærleiks hugmynd kristninnar ætti sér rætur í óspilltum mannlegum eiginleikum. „Kærleikskrafan á ®ð ná til álls, sem lifir jafnt til dýra sem manna, eins til orms- !ins sem blómsins. Allt sem andardrátt hefur, á sinn rétt til lífs, sína kröfu á hendur mann inum um miskunn, vorkunn- eemi, hlíf og hjálp. Engu má granda og ekkert særa. Þegar óhjákvæmileg nauðsyn neyðir tnanninn til þess að rjúfa grið, brjóta friðhelgi lífsins, þá má hann þó ekki skrökva því að ejálfum sér, að það, sem hann (jerir, sé eðlilegt eða ásaiknæmt. Það er stórkostlegur ábyrgðar- hluti að myrða og meiða lifandi veru, hvernig sem á stendur. Þegar vér neyðumst til slíks þá verðum vér að muna eftir ábyrgðinni og megum aldrei 1 gleyma því hve mikil er skuld , vor við Iífið“. j Latínuskóla sótti Schweitzer ■ i Miilhausen og dvaldist þar hjá afabróður sínum og konu hans. Laut hann þar ströngum, en sanngjörnum aga, tíma hans | var skipt nákvæmlega milli 1 lesturs, hljóðfæraleiks og leiks. 1 Harm var ekki enn orðinn sér- •takur námshestur, en lestrar ; hestur var hann hinn mesti. , Þótti húsmóður hans uggvæn- legt hve mikið hann las — og ■ hratt. Vitnisburður hans úr skólanum var hinsvegar svo •læmur um tíma, að til greina kom að taka hann úr skólan- um. Til þess kom þó ekki, áhug inn glæddist og stúdentspróf tók hann átján ára, útskrifaðist ! á lafafrakka og lánsbuxum af afabróður sínum, sem voru í senn alltof stuttar og alltof víð er og vöktu slíka kátinu skóla- bræðra hans, að við lá að allt færi í loft upp við skólaslitin. Aldrei var Schweitzer í nein um vafa um hvaða nám hann vildi stunda. Guðfræðin og tón listin, •— sem hann hafði, stund að frá fimm ára aldri — virt- ust sjálfsogð námsefni og jafn framt hafði hugur hans hneigzt •vo til heimspeki að hann ákvað eð leggja einnig stund á þá grein. Hann var nú senn full- tíða maður, en hann hugsaði •ér ekki að eldast um of með árunum. Þegar hann var kom- inn á sextugs aldur kvaðst hann af eðlishvöt hafa varið «ig fyrir því að verða það sem «nenn kalla „fullþraska mann“. Hann hélt því fram, að þær hugsanir, sem móti eðli manns og breytni hans, séu frá upp- hafi í honum fólgnar. Þær hreyfi sér á æskuárunum, brumi á nxóti brensku- og ungl ingsára. Og á hrifningarstund um ungliixgsins blómgist það bezta í honum“. Á þroskaferli síðari ára varðar síðan mestu að þeir ávextir, sem líftréð bar á vori sínu, fari ekki for- görðum". „Hugsanir manns og kenndir eiga alla tíð að vera eins og í ■æsku“, sagði Schweitzer. „Ég hef andstyggð á orðinu „full- þroska" um fólk“. Honum fannst það tákna kyrking, kal, stýfingu, cg þroskinn venjulega ekki fólginn í öðru en því að bregðast þeim hugsjónum, er gagntóku menn unga. „Þeir trúðu á sigur sannleik- ans, en glötuðu þeirri trú. Þeir trúðu á mennina, en sú trú hvarf. Þeir trxiðu á hið góða, en gengu af trúnni. Þeir ætluðu að styðja réttlætið, góðleikann, friðinn, hvað sem yfir dyndi. Þeir gátu orðið gagnteknir af hrifningu. Þeir urðu síðar alls- gáðir og slökktu hrifnæmið". Ekki er unnt að fara mörgum orðum um háskólaferil Alberts Schweitzers í stuttri blaðagrein, enda væri hann einn efni í mik ið mál. Að loknu fyrri hluta prófi í guðfræði, hlaut hann ríflegan námstyrk, sem gerði honum kleift að halda áfram námi áhyggjulaust næstu fimm — sex árin. Var honum þó gert að skilyrði að taka á því tíma- bili lácentiat-gráðu í guöfræði (sem er hærri en doktorsgráða). Fyrst vildi hann þó taka dokt- orspróf í heimspeki og valdi sér að ritgerðarefni trúarheim- speki þýzka heimspekingsins Kants. Tók hann próf þetta í júlí 1899 og licentiat ritgerðinni lauk hann ári síðar. Næsta ár skrifaði hann og gaf út bók um Messíasarvitund Jesú Krists og skilning hans á gildi dauða síns. Aflaði hann sér þar með kennsluréttinda í guðfræði við Strassborgarháskóla og hóf há- skólakennslu 1. marz 1902. Um svipað leyti var hann skipaður umsjónarmaður stúdentagarðs fyrir guðfræðistúdenta, Tómas- argarðs og fylgdu því embætti ýmis ágæt hlunnindi. Á næstu árum vann Schweitz er jafnframt að hinni merku bók sinni utn ævisögur Jesú Krists. Þar rakti hann það, sem fræðimenn höfðu ritað um lífs sögu Jesú um hálfrar annarar aldar skeið og gagnrýndi niður stöður þeirra. Varð Schweitz- er kunnastur fræðimaður fyrir þessa bók, sem kom út í fyrstu útgáfu 1906 Flutti hún margar nýjar, snjallar og tímabærar athuganir, sem brutu í bága við ríkjandi fræðikenningar — og opnaði þannig nýja útsýn, nýj an úmræðugrundvöll. Og sem sögulegt yfirlit er ritið sigilt. En samtímis því að hann vann að þessu mikla ritverki reit hann og gaf út annað, ekki ómerkilegra, bókina um tónlist J. S. Bachs. Hafði Schweitzer allan sinn námstíma stundað kappsamlega nám í orgel- og píanóleik og skal nú um hríð vikið að þessum merka þætti lífs hans, sem var svo órjúfan lega tengdur framtíðarstarfinu síðar meir, þar sem Schweitzer aflaði lengi framan af fjár til framkvæmda í Lambarene með hljómleikaferðum og fyrirlestr um um tónlist. U M tónlistarmanninn, organ- leikarann og Bach-sérfræðing- inn Albert Schweitzer er hendi næst að vísa til ummæla hins islenzka bróður hans í listinni, dr. Páls ísólfssonar, — þeirra er hann viðhafði um Schweitzer í samtalsbók hans og Matthíasar Johannessen, „í dag skein sól“. Þar segir svo í upphafskafla bókarinnar: „í maímánuði 1914 ríkti frið- ur og farsæld enn í heiminum og engan grunaði þær ógnir og hörmungar sem áttu eftir að ganga yfir heimsbyggðina. Við sátum nokkrir ungir menn um- hverfis stórt eikarborð í Lút- hersstoíunni svokölluðu I Thúringerhof i Leipzig. Við vor um glaðir og kátir, háværir og hamingjusamir eins og raunar alltaf, þegar við hittumst á þess um stað, en það gerðum við að jafnaði einu sinni í viku að loknum orgelkennslutíma hjá Karli Straube, sem ég hef sagt þér frá. Við höfðum enn einu sinni lifað þá hátíðlegu stund að kennarinn túlkaði verk Bachs og lék þau sjálfur fyrir okkur nemendurna. Það var hann vanur að gera einstöku sinnum til að sýna okkur hvemig hann túlkaði Bach, og gaf þá jafnframt skýringar á verkunum til þess að auka skilning okkar á þeim. Þessir tímar líktúst því oft meira andagt en kennslustund. Við, þessir ungu nemendur Karls Straubes, sátum umhverfis eik- arborðið og skeggræddum af á- kafa áhugamál okkar, sem að þessu sinni var Bach og túlkun á verkum hans, einkum orgel- verkum. Það færðist aukinn þróttur í umræðumar og okkur hitnaði í hamsi og var orsökin sú, að einn í hópnum dirfðist að draga í efa, að túlkunin á verkum Bachs, sem tíðkaðist í Þýzkalandi, væri hin eina rétta og í anda Bachs sjálfs. Hann vitnaði í Albert Schweitzer máli sínu til sönnunar. Þetta var í fyrsta sinn sem ég heyrði þessa nafns getið. Okkur fannst það flestum vera hin mesta goðgá að efast um, að við hefðum lært hina réttu túlkun á verk- um Bachs og töldum það ganga guðlasti næst að bendla kenn- ara okkar, Straube, svo strang- heiðarlegan listamann, við ranga túlkun á verkum meist- arans. Síðan var því slegið föstu að þessi Schweitzer væri einhver sérvitringur og nöldur- seggur og kenning hans mundi vera fjær öllum sanni. Prosit! — Svo var ölkrúsin tæmd og þar með var málið útkljáð í þetta sinn“. Síðar segir dr. Páll fsólfsson frá Schweitzer á þessa leið: „Eflaust höfum við allir, ungu mennirnir, sem sátum við eikarborðið í Leipzig á sínum tíma, orðið að viðurkenna síðar meir, að Schweitzer hafði rétt fyrir sér, þegar hann hélt því fram að orgellist og orgelsmíði í Þýzkailandi hefði hrakað frá dögum Bachs og verk meistar- ans væru þar af leiðandi ekki túlkuð í anda hans lengur. Þessi kenning Schweitzers átti erfitt uppdráttar í fyrstu, en hún sigr aði þó að lokum og var Straube einn þeirra sem fyrst viður- kenndu sannleiksgildi hennar, þó að hann færi auðvitað í mörgu sínar eigin götur. Schweitzer var fæddur í Els- ass 1875 og varð fyrir áhrifum af germanskri og rómanskri menningu jöfnum höndum. Þeg ar hann var fimm ára varð þess vart, að hann bjó yfir mikilli tónlistargáfu, og faðir hans sem var prestur byrjaði þegar að leiðbeina honum í píanóleik. Sjö ára gamall hafði hann þeg- ar tekið miklum framförum og þá var hann byrjaður að leika af fingrum fram nýjar sjálf- stæðar raddir við þýzk sálma- lög og með því vakti hann at- hygli manna, einkum kennar- anna í barnaskólanum, sem sáu fljótt hvað í drengnum bjó. Hann hafði sérstakt yndi af að fantasera eða skapa nýjar radd- ir um þessi gömlu sálmalög, en þess hefur þó ekki orðið vart að hann hafi síðar samið tón- smíðar, að minnsta kosti er mér alveg ókunnugt um að svo sé. Hann átti erfitt með að bíða þeirrar stundar að fætur hans yrðu svo langir, að þeir næðu niður á fótspil kirkjuorgels; það hafði lengi verið draumur hans að mega sitja á orgelbekk og leika sálmalög, en til þess þurfti hann að stækka ofurlítið meira. Átta ára gamall byrjaði hann að æfa á kirkjuorgel og með svo góðum árangri, að ári síðar fór hann að leika við guðs þjónustur hjá föður sínum. Hann segist hafa verið alsæll, þegar hann settist á orgelbekk- inn. Hann heldur því fram, að hann hafi erft áhugann á orgel- inu frá móðurafa sínum, sem var bæði ágætur orgelsmiður og þekktur fyrir að leika eigin fantasíur eða af fingrum fram, eins og sagt er. Hingað til hafði Schweitzer aðeins stuðzt við kennslu föður síns, sem var prestur og kennari, en ekki tón listarmaður, þó hann léki allvel á píanó. En nú rann upp nýr dagúr og drengurinn varð fyrir miklu og óvæntu happi. Hann komst sem sagt í kynni við orgelleikara að nafni Eugen Múnch, sem bauðst til að kenna honum næstu árin. Schweitzer hefur látið svo um mælt að Eugen Múnch hafi verið af- bragðs kennari og framúrskar- andi orgelleikari og hafi reynzt sér bezti vinur. Hjá honum byrjaði Schweitzer að leika verk Bachs. Eugen Múnch hafði sérstakt lag á að útskýra þau fyrir hinum unga manni, svo hann varð strax gagntekinn af þeim. Nú tók áhuginn á verkum Bachs fyrir alvöru að glæðast í brjósti hins unga Schweitzers. Þó Schweitzer væri ungur að árum hóf hann þegar sjálfstæð- ar rannsóknir, þegar skýringar kennarans nægðu honum ekki, og fór hann að veita ýmsu at- hygli í verkum Bachs sem fæst- ir höfðu séð áður. f París var um þessar mundir einn frægasti orgelleikari í heiminum, Charl- es Marie Widor, organleikari við St. Sulpice kirkjuna. Frægð hans barst um 511 lönd á sínum tíma, og til hans stefndi nú hug- ur hins unga Schweitzers. Og heppnin var með honum. í París bjó föðurbróðir hans, sem var kaupmaður, vel efnum bú- inn og bauðst hann til að kosta Schweitzer til tónlistarnáms í heimsborginni. Schweitzer tók þessu boði fegins hendi og lagðl nú leið sína til Parisar. Widor hefur síðar sjálfur sagt skemmti lega frá því, þegar þessi ungi maður kom til hans og bað hann feimnislega að lofa sér að leika fyrir hann á orgelið. „Hvað ætl- ið þér að leika, ungi maður?“ spurði Widor. „Auðvitað Bach“, svaraði Schweitzer. Svo lék Framhald á bls. 12 Dr. Albert Schweitzer viíJ orgelið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.