Morgunblaðið - 07.09.1965, Page 8

Morgunblaðið - 07.09.1965, Page 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. sept. 1965 Dr. Alktrt SCHWtlTZtl t»mb*r«n« Gabon Ntkfnt OceltféHAtola Vf. t~jlz ‘i'ttr Jtewvw 3? eJm. __ ^^X«Uv trr>v «A*~ c> *^r • «X» •• ir. SUfc..»-'<*-+ irvivÍ'C® Be^Cu*. 6 £~*fc -—*-A * • .XW. 0*~*r^^OU. . S»Jfe*V:~ *~f Ah~<|4{h Am ftMw» ð §#-•**. v'4*í'l «A»* í#Ufc*4» W **A*J Ci.K»%tji>Jr. 4*. U *—^- *XU- , v« Aú e r.vv. V ^UnJUJk^ u£Ol *JL»MXx (? . VnA*^. vyt*« ^ jV f i~ - ACvt |C*”-** JU4. Jl^x UWv A*~J*~* ™W.- ^V> J--jf> &*a~>**1 • 1ír**jJr«Vv «jeuJt <*<M~'~jr~ Bréf Alberts Schweitzers til Páls ísóifssonar. Lambarene, Gabon, 5. sept. — AP: — Dóttir Dr. Alberts Schweitzers, Rhena Eckert (len (st til hægri) ásamt fleiri syrgj- endum við útförina. —Albert Schweifzer Framhald af bls. 1. þurrkaðan fisk (skreið) hefur land yðar gert mér mikla þjónustu. Fyrir það er ég landi yðar hjartanlega þakk- látur. Augsýnilega á ég ekki eftlr «8 fara aftur til Evrópu. Hin friawkna vinna á spítalanum leyfir mér ekki að taka mér aáíka ferð á hendur. Knn einu sinni þúsund þakkir. Yðar einlægnr Aihert Sohweitser. Sjúkrahús Schweitzers í Lamba réné undir palmatrjánum á bökk- um Ogewe-árinnar. Fræðsluför Hins íslenzka náttúrufræðifélags UM HELGINA 27.-29. ágúst, efndi Hið íslenzka náttúrufræði- félag til hinnar árlegu þriggja daga fræðsluferðar sinnar. Að þessu sinni var farið um Hreppa og Þjórsárdal til náttúruskoðun- ar og skoðunar fornminja. Far- arstjóri var Eyþór Einarsson og leiðbeinendur auk hans Guð- mundur Kjartansson jarðfræð- ingur og Gísli Gestsson safnvörð ur. Bækistöð leiðangursins var Hjálp í Þjórsárdal. Á leiðinni austur var skoðað Þjórsárhraun við Ölfusárbrú og einkennilegir gervigigar, sem þar eru. Fyrsta daginn voru skoð aðar jarðmyndanir í Hreppum. Berglög, sem þar sjást, s.n. Hreppamyndun, er sérstakur þáttur í jarðfræðilegri byggingu íslands. Þar má og sjá forn sjáv- armörk frá þeim tíma, er Suður landsundirlendið lá undir sjó. Við Búðafoss í Þjórsá var skoð- aður hluti af Búðaröðinni, en það eru um 50 km langir jökul- garðar frá ísaldarlokum. Þá voru skoðuð verksummerki viðSkálda búðalón, stóra vatnsuppistöðu á ísöld, er varð til við að skrið- jökull lokaði dalnum, þar sem bærinn Skáldabúðir í Gnúpverja hreppi stendur nú. Loks voiu skoðuð jarðlög við suðurhluta Búrfells, Þjófafoss í Þjórsá og gróður í Búrfellshólmum. Annan daginn var farið um Þjórsárdal. Fyrst að Reykholti og skoðaðar fornar bæjarrústir og Reykholtshver (vatnshver) sunnan í Rauðukömbum. Þá voru skoðaðir gervigígir 1 yngsta Tungnárhrauninu, er runnið hefur gegnum Gjána og breiðzt út Þjórsárdal. En það hraun er talið komið alla leið úr gígaröð við Tungná, þar sem Hófsvað er nú. Næst voru skoð aðar fornminjar að Stöng og jarðlög í Gjánni. Þá var gengið að Háafossi og Granna og gróð- ur skoðaður og jarðmyndanir. Síðan var farið um virkjunar- svæðið við Þjórsá og að Tröll- konuhlaupi að vestanverðu. — Loks voru skoðaðar rústir af Skeljastöðum, hinum forna kirkjustað, líklega bæ Hjalta Skeggjasonar. Þriðja daginn voru skoðuð jarðlög og gróður við Hjálpar- foss og í fosshólmanum, en síð- an ekið upp Hrunamannahrepp og skoðað landslag og jarðmynd anir. m.a. við Galtafell, Hruna, Hörgsholt og í Hvítárgljúfri við Brúarhlöð og Gullfoss. Á leið- inni til Reykjavíkur voru skoð- aðar jökulrákir við Tungufljót, endi Búðaraðarinnar, þar sem hún liggur að Efstadalsfjalli, gróður við Laugarvatn, móbergs hellirinn á Laugardalsvöllum og landsig á Þingvöllum. Þátttakendur voru 66 í þessari fræðsluferð, þ. á. m. 10 færeysk- ir kennaraskólanemendur. í JÚNÍ sl. var kveffinn upp í Hæstarétti dómur í máli, er reis milli Gjaldheimtunnar í Reykja- vík og Mjólkursamsölunnar í Rvík, þar sem ágreiningsefnið var það , hvort sú starfsemi Mjólkursamsölunnar að fram- leiða og selja mjólkur- og rjóma- ís, væri aðstöðugjaldsskyld eða ekki. Samkvæmt álagningu nam að- stöðugjald af þessari starf- semi Mjólkursamsölunnar kr. 52.445,00. Þar sem Mjólkursam- salan neitaði að greiða gjald þetta, krafðist Gjaldheimtan í Reykjavík þess, að lögtak yrði iátið fram fara í eignum Mjólk- ursamsölunnar til tryggingar upphæð þessari. Mjólkursamsal- an mótmælti þessum kröfum og fór ágreiningsefni þetta til úr- skurðar í fógetarétti Reykjavík- ur. Mjólkursamsalan reisti mót- mæli sín á þeim rökum, að fyrir- tækið væri mjólkurbú, enda sameign nokkurr a m j ólkurbúa, og að rekstur ísgerðarinnar væri meðal þeirrar starfsemi, sem ein- göngu lyti að meðferð mjólkur og mjólkurafurða þar með talin sala og dreifing þeirra vara. Sú starfsemi væri undanþegin að- stöðugjaldi lögum samkvæmt og því ætti ekki að leggja aðstöðu- gjald á ísgerð Mjólkursamsöl- unnar, frekar en aðra starfsemi, er lyti að meðferð mjólkur og mj ólkuraf ur ða. Gjaldheimtan í Reykjavík byggði kröfur sínar í fyrsta lagi á því, að Mjólkursamsalan væri eigi mjólkurbú í þeirri merk- ingu sem vanalegt væri að leggja í það orð, enda væri í lögum gerður greinarmunur á samsölu og mjólkurbúum, sbr. 28. gr. 1. nr. 59 1960 um framleiðsluráð landbúnaðarins o. fl. Mjólkur- samsalan hefði og eigi með hönd- um mjólkurvinnslu nema að nokkru leyti, hún framleiddi t. d. eigi smjör né osta. Hún félli því eigi undir undantekningarákvæði 2. mgr. 8. gr. laga nr. 69. 1962 um tekjustofna sveitarfélaga og bæri því að réttu lagi að greiða aðstöðugjald af allri starfsemi sinni. I öðru lagi taldi Gjald- heimtan í Reykjavík, að þótt ekki yrði fallizt á ofangreint sjónarmið og Mjólkursamsalaa yrði taiin mjólkurbú og því und- anþegin aðstöðugjaldi, þá væri rekstur gerðarþola, sem um ræddi í þessu máli, þ. e. ísgerðin, þess eðlis, að Mjólkursamsalan væri tvímælalaust aðstöðugjalds- skyld hennar vegna. Fógetaréttur Reykjavíkur taldi, að Mjólkursamsalan væri mjólk- urbú í merkingu laga nr. 59t 1960. Hinsvegar taldi rétturinn, að ísgerð Mjólkursamsölunnar væri eigi undanþegin aðstöðu- gjaldi og því ætti umbeðin lög- taksgerð að ná fram að ganga. Niðurstaðan varð hinsvegar önnur i Hæstarétti. Fyrir réttinn var lögð álitsgerð tveggja sér- fróðra manna, sem komust að þeirri niðurstöðu, að ísgerðar- vörur Mjólkursamsölunnar teld- ust til mjólkurafurða. Var sú álitsgerð lögð til grundvallar við úrlausn málsins í Hæstarétti og úrskurður fógetaréttar úr gildi felldur og synjað um framgang umbeðinnar lögtaksgerðar. Einn dómari Hæstaréttax, Giz- ur Bergsteinsson, skilaði sérat- kvæði í máli þessu. Hann komst að sömu niðurstöðU og meirihluti Hæstaréttar, en forsendur hans voru nokkuð á annan veg. Segir svo í sératkvæði hans m. a. : „Það er eðlilegt og löghelgað við- fangsefni mjólkurbúa að fram- leiða mjólkurís og rjómaís, sem er skír mjólkurfæða, einungis blönduð 13% sykurefni og 1% matarlími. Það .er því augljóst mál, að mjólkurbú eru undan* þegin aðstöðugjaldi af fram- leiðslu mjólkuriss og rjómaíss samkvæmt skýru og ótvíræðu ákvæði 2. mgr. 8. gr. laga nr. 69/1962, sem leysir mjólkurbú undan greiðslu slíks gjalds án þess að geta takmarkana, og þar sem Mjólkursamsalan í Reykja- vík er samtök mjólkurbúa, er hún einnig undanþegin aðstöðu- gjaldi vegna nefndrar fram- leiðslu."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.