Morgunblaðið - 07.09.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.09.1965, Blaðsíða 14
14 MORCU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 7. sept. 1965 Ronald Harker, Observer: KASMIRDEILAN Kasmír er fagurt land fjalla og stöðuvatna, á stærð við 3retland. Það er milli Kara- korma fjallanna og Kuskhér- aðsins, sem byggt er Hindú- um, um 5 millj. talsins. Kas- mír var nyrzta ríki brezka heimsveldisins í Indlandi. En er Bretar yfirgáfu Ind- lánd 1947, og þessi heimsálfa í sínum eigin rétti varð að tveimur sjálfstæðum ríkjum, varð Kasmír að vígvelli milli Pakistan, sem að mestu ját- ar Múhameðstrú, og Indlands sem að mestu er Hindú-trúar. Um tíma var fólkið í Kasrnír að mestu Múhameðstrúar, og undir stjóm Sir Haro Singh. Hann var mikill aðdáandi alls þess, sem brezkt telst. Hann lét einhverju sinni smíða fyrir sig flugvél lagða silfri, og á sínum tíma flutti hann með sér 40 pólóhesta til London til að vera viðstadd- ur krýningu Georgs VI Breta konungs. Sir Hari var Hindúi. Eftir að hafa reynt án árang- urs að halda í gamalt léns- fyrirkomulag í Kasmír’ af- henti Sir Hari Indlandi kon- ungsríkið. Pakistan vildi ekki ganga að þessu ,og til bardaga kom með Hindúum og Múhameðs- trúarmönnum í landinu, og þessum bardögum hefur aldrei linnt síðsm. 1947 kærði Indland Kasmír . málið til Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna og kvað Pak- istan hafa staðið fyrir vopn- aðri valdbeitingu í landinu. Sérstakri friðarnefnd var komið á laggirnar, og 1949 var komizt að samkomulagi um að vopnahléslínu skyldi draga um ána Kasmír, þann- ig að yfirráðasvæði Pakistan í landinu varð minna en helmingur þess, og bundið við norðvesturhéruð landsins. Friðarnefndin vildi skipa sáttasemjara, og yrðu báðir aðilar að hlíta úrskurði hans. Indland vildi ekki fall- ast á þetta, einkum vegna þess að Indverjar óttuðust að úrskurður sáttasemjarans mundi byggjast á því hvað fólkið í Kasmír vildi og ekki lék nokkur vafi á, að þjóðar- Indverjar hafa fimm sinnum hafnað til- mælum SÞ um þjóðaratkvæði í Kasmír INDLAND og Pakistan eiga nú nánast í styrjöld, og búast má við að Kas- mírdeilan muni enn kom- ast á það vonlausa stig, sem hún þó hefur raunar verið á sl. 18 ár — eða allt síðan löndin tvö komust undan brezku valdi og urðu sjálfstæð ríki 1947. Hættan er sú, að þetta við- kvæma vandamál, sem um er deilt af hörku, verði neistinn sem tendrar það bál, sem hvorugur aðilinn getur búizt við að hafa hagnað af á nokkurn máta, hvað þá að löndin tvö hafi efni á deilunni. sameiginlegum indverskum her á árum heimsstyrjaldar- innar síðari, áður en stjórn- málamennirnir settust niður og klufu land þeirra í tvennt. Sir Hari Singh sagði af sér 1950. Hann bjó síðan í 3om- bay á lífeyri frá indversku Kortið sýnir Kashmír, þrætuepli Indlands og Pakistans í 18 ár, ásamt helztu stöðum, sem koma við sögu í bardögunum þar. Meðan nýtízku flugvélar og skriðdrekar breiða út stríðið milli Pakistans og Indlands, silast múlasnalest yfir fjallaskarð flytj- andi birgðir til indverskra hersveita. atkvæði í Kasmír mundi falla Pakistan í vil. Tilviljun réði því, að sams konar ástand ríkti í Hydera- bad-ríkinu eftir brottför Breta, en þó var málum þver öfugt skipað þar. Þar var fólk inu, sem að mestu voru Hindú ar, stjórnað af aðalsmönnum, sem voru Múhameðstrúar. — Æðsti maður landsins var hinn nízki Nizam af Hydera- bad. Líkt og var um Sir Hari Singh í Kasmír, reyndi Niza- aminn í lengstu lög að halda í hið gamla lénsskipulag, og setti allt traust sitt á sáttmála við Bretland. Er það brást, lék enginn vafi á því, að Niz- aminn hefði heldur viljað að landssvæðið gengi til Pakist- an heldur en Indlands. Fullvíst er, að ef til þjóðar atkvæðis hefði komið í Hyd- erabad hefði landsvæðið kos ið að fylgja Indlandi, en Ne- hru beið ekki heldur lét her- menn sína halda inn í landið og innlima það í Indland, líkt og Pakistan reyndi að inn- lima Kasmír. Á árunum 1948 til 1957 sam þykkti Öryggisráð SÞ fimm sinnum ályktanir, þar sem krafizt var þjóðaratkvæðis í Kasmír, en sökum þess að Indland vildi ekki samþykkja þetta, varð aldrei af at- kvæðagreiðslunum. Meðan á þessu gekk var hernaðarástandið milli land- anna einkennilegt ,oft satt að segja hlægilegt. Hermenn beggja aðila höfðu lítið að gera á landamærunum, nema þá helzt að stela nautgripum. Milli foringja beggja herj- anna var á köflum vinsamleg ur samgangur, sökum þess að skammt_ var um liðið síðan þeir höfðu verið foringjar í stjórninni, og þar andaðist hann 1961. Sonur hans, Kar- an Singh, var ríkisstjóri þar til 1952, en þá urðu endalok erfðavalda í landinu og Kar- an Singh var kjörinn forseti þess. Stjórn Kasmír, en forsætis- ráðherra hennar var Sheik Abdullah (Kasmírljónið) frá 1947 til 1953, lagðist gegn sam einingu við Indland þar til Shatstri, forsætisráðherra Indlands í janúar 1957, er lándið var lýst hluti af Indlandi, þvert ofan í mótmæli SÞ. Þrálæti Indverja í Kasmír- málinu á sér djúpar rætur. I fyrsta lagi er hér um a' ræða virðingarmál (prestige) fyrir Indland, á meðan Nehru lifði, en hann var fæddur í Kasmír. í öðru lagi stendur Indlandi ógn af Kína, sem deilir landaæmrum við Kas- mír. Þrálæti Pakistana á sér aðrar orsakir. T.d. renna þrjár stórár, sem Pakistanar eiga líf sitt undir, í gegnum Kasmír og skiptir minnu hvað fólkið í Kasmír mundi sjálft kjósa í þjóðaratkvæði. Kom- izt var að samkomulagi um árnar 1959 fyrir tilstilli Al- þjóðabankans og æðsta manns hans, Eugene Black. Ef hins vegar færi svo ,að Indland réði öllu Kasmír, mundi efnahagur vesturhéraða Pak- istan gjörsamlega vera undir Indverjum kominn. Um skeið virtist svo, að samningurinn um fyrrnefnd- ar ár, mundi verða iykillinn að lausn Kasmírmálsins. — Kerinedy Bandaríkjaforseti taldi svo vera, og fór þess á leit við Black að hann reyndi að leysa málið. Pakistan sam þykkti þetta. Indland ekki. Önnur tilraun var gerð eftir herfilegar ófarir lnd- lands fyrir inrásarherjum Kínverja. f það skiptið léði Indland máls á því að sam- þykkja, en þá vildi Pakistan það ekki. Kasmírdeilan er löngu orð in steinrunnin hefð, því nær Framhald á bls. 19 Rawalpindi, Pakistan, 6. sept. — Mynd þessi var tekin af Ayub Khan, forseta Pakistan, í Rawalpindi í gær, er hann var aS lýsa yfir hernaðarástandi í landinu eftir að Indverjar réðust á La- hore, næststærstu borg Pakistans. (AP)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.