Morgunblaðið - 07.09.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.09.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. sept. 1965 Dr. Albert Schweitzer á níræði safmæli sínu, 14. janúar sl. - Albert Schweitzer Framhald af bls. 11 hann fyrir hann hvert Bach- verkið af öðru. Widor hlustaði og undraðist þegar kunnáttu hins unga manns, hve góða und irstöðu hann hafði þegar fengið hjá Eugen Miinch. Widor var ekki vanur að kenna öðrum nemendum en þeim sem voru í tónlistarskólanum í París. En þegar hann hafði hlustað á Schweitzer brá svo við að hann bauð þessum unga manni að veita honum tilsögn ókeypis. Þetta mun hafa verið um 1893. Má rauinar segja að þeir hafi haft heillarík gagnkvæm áhrif hvor á annan, Widor og Schweit zer, og höfum við allir notið góðs af því. Einhverju sinni, þegar nem- andinn kom í orgeltíma átti hann að leika sálmaforleik eftir Bach, Widor kvartaði undan því, að hann ætti oft furðu erf- itt með að átta sig á sumum sálmaforleikjum Bachs. Þeir væru að vísu yndislegir og snilldarlega samdir, en sér fyndist vera misræmi í laglín- unni og undirröddunum O'g hann ætti miklu erfiðara með að skilja þessi litlu lög en til dæmis prelúdíurnar og fúgum- ar, fantasíurnar og tokköturn- ar, sem voru tiltölulega auð- skildar og sterklega uppbyggð- ar. Hann sagði sem svo við Schweitzer: „Hvernig getur staðið á því, að Bach hefur hér notað aðra tækni en í stærri verkurn?" Schweitzer gat gefið honum svar við ■ þessu. Hann hafði sjálfur komið auga á þetta fyrir löngu og var búinn að gera sér' grein fyrir því hvernig á því stseði og hann var einn sá fyrsti á öldinni sem leysti þessa gátu til fulls. Nú gerðist það sem fátítt er: nem- andinn byrjaði að uppfræða kennara sinn, skýra fyrir hon- um hvern sálmaforleikinn eftir annan, lesa gömlu textana sem notaðir voru við samningu þessara verka, og mátti öllum vera ljóst hvers vegna Bach hafði samið sálmaforleiki á þann hátt sem hann gerði. Hér var raunar um svokallaða hermitónlist að ræða, þó ekki megi rugla henni saman við hermitónlist Berlioz eða Strauss. Schweitzer kunni flesta textana utan bókar og þýddi þá jafnóðum á frönsku. Widor seg- ir, að hann hafi undrazt mjög þekkingu hans og orðið for- viða, þegar hann skyggndist inn í þennan nýja heim Bachs, sem var honum algjörlega óþekktur áður. Nú sá hann, að hann hafði kynnzt enn einni hlið á hinni óviðjafnanlegu snilld Bachs; hann sá í hendi sér, að Bach nægði ekki að semja fal- lega músík eftir listrænum reglum, þegar hann skrifaði tónsmíðar sínar við textana, heldur lýsti hann einnig inni- haldi textanna í tónum á þann hátt að undrum sætti og notaði sérstök stef í þeim tilgangi eftir því hvert efnið var, eða, eins og Schweitzer hefur sjálfur síðar meir komizt að orði: Hann lýsir í tónum til dæmis þoku; vind- um sem þjóta, streymandi vatni, bylgjum hafsins, sem stíga og hníga; blöðum, sem falla af trjánum; dauðaklukkum sem hringja; hann lýsir öryggi trú- arinnar og efasemdum — í kant ötum, passíunum og sálmafor- leikjunum, þar sem textarnir liggja raunverulega til grund- vallar tónlistinni, lýsir hann þessu öllu í tónunum. Þess vegna er ekki hægt að skilja þessi verk án þess að vera þaul- kunnugur þeim gömlu textum, sem notaðir voru við sálmalög- in á dögum Bachs. Hér verður Bach hvorttveggja í senn, skáld og málari. Widor féll í stafi. Hann bað Schweitzer að rita bækling um •álmaforleik inn fyrir franska organleikara, svo þeir mættu öðlast skilning á þessúm •nilldarverkum. „Bæklingur“ Schweitzers varð 450 blaðsíðna bók, þegar út kom“. Bók þessi, sem fjallaði um öll tónverk Bachs, ekki aðeins sálmaforleikina, kom út í París árið 1905. Kom þar fram margt nýtt er varpaði nýju ljósi á verk þessa mikla meistara. Fljótlega eftir útkomu bókarinnar tóku að heyrast raddir um að hana þyrfti einnig að gefa út á þýzku. Schweitzer taldi óvinnandi verk að þýða hana beint úr frönsku á þýzku, kaus að endursemja hana fyrir þýzka lesendur. En jafnframt því sem hann gerði það, jók hann bókina svo og endurbætti, að hún var orðin 844 blaðsíður, er hún kom út á þýzku árið 1908. Þessi bók ein hefði nægt til þess að gera nafn Schweitzers ódauðlegt, því að hún er talin fullkomnasta rit um Bach, sem til er. Um þekkingu Schweitzers á orgelinu segir dr. Páll ísólfsson m.a: „En það var í Berlín um aldamótin, sem augu Schweitz- ers opnuðust fyrir þeirri niður- læginu, sem þýzk orgelsmíði og orgellist var komin í. Sú var tíðin, sagði hann, að menn kunnu að smíða góð orgel í Þýzkalandi. Silbermann, sam- tíðarmaður Bachs, var til dæmis óviðjafnanlegur orgelsmiður. Nú voru, með aukinni tækni framleidd orgel, sem að vísu voru stór og mikil og fullkom- in, en skorti tónfegurð, voru ó- skýr, og gerðu verk Bachs að hálfóskiljanlegum gauragangi vegna þess mikla hávaða sem þau framleiddu. Þannig fylltist Schweitzer gremju yfir þessu ástandi og tók að rita um mál- ið, en ávann sér aðeins óvin- sældir í fyrstu, því við ramman reip var að draga þar sem voru þýzkir orgelframleiðendur. .. . “ „Árið 1906 gaf hann út bók, sem fjallaði um muninn á þýzkri og franskri orgellist og orgelsmíð; minnir mig að titill bókarinnar sé einmitt í þessum dúr. Hann gérði samanburð á þýzkum orgelum og frönskum og lýsti yfirburðum frönsku orgelanna fram yfir þau þýzku. Hann átti hér við síðari tíma orgel í báðum löndunum. Hann taldi, að þýzkri orgeltónlist færi hnignandi, aðallega vegna hinna lélegu orgela, sem á síð- ari tímum hefðu verið byggð þar í landi og sett niður í kirkj- ur í stað gamalla og betri hljóð- færa, sem af vanþekkingu hefðu þótt of gömul og verið fjarlægð, en þurfti raunverulega aðeins að lagfæra. Svo annt var hon- um um gömlu hljómfögru orgel in, sem hann vissi að voru í hættu stödd, að hann skrifaði hundruð bréfa til biskupa, org- anleikara, sóknarnefnda og ým- issa annarra til að koma í veg fyrir eyðileggingu þeirra. í fyrstu var hlegið að honum fyr- ir þetta en að lokum fór svo, að gömlu orgelin voru vernduð með lögum í Þýzkalandi og öðr- um löndum, svo að nú er lítil hætta á að þau verði aftur heimskunni að bráð. Þegar tal- að er um gömul orgel er átt við orgelin frá blómaskeiði orgel- byggingarlistarinnar á 17. og 18. öld og á Schweitzer heiðurinn af því að hafa bjargað fjölda mörgum slíkum dýrgrípum frá tortímingu. ... “ FYRR en varði var sá frestur, sem Albert Schweitzer hafði gefið sjálfum sér, útrunninn — hann nálgaðist þrítugsaldurinn. Margt hafði gerzt á næstliðnum í Lambarene. níu árum. Hann hafði öðlazt lærdómsframa, er tryggði hon- um sess á efsta bekk meðal háskólamanna. Hann var dáður orgelsnillingur, kunnur orgel- sérfræðingur og einn frægasti lærdómsmaður i kirkjutónlist. Sem háskólakennari var hann afar vinsæll og hann átti fjöl- mennan hóp vina meðal mennta og listamanna. Um árabil hafði hann verið aðstoðarprest- ur og kristinfræðikennari við Nikulásarkirkjuna í Strassborg og þar átti hann tryggan vina- hóp. 1 guðfræðirini sá hann blasa við úr öllum áttum heill- andi viðfangsefni. En fyrri ákvörðun hans skyldi ekki breytt — nú skyldi gengið í þjónustu mannkynsins, kærleikans. En hvernig, — það var spurningin. Ýmislegt hafði honum dottið í hug og hann þreifaði fyrir sér um eitt og annað, aðstoð við munaðar- lausa, fanga, fátæka o. s. frv., en undir niðri óskaði hann þess umfrám allt að geta fundið sér starfsvettvang, þar sem hann gæti unnið sem óháður ein- staklingur. — hann fýsti ekki serstaklega að starfa við stofn- anir sem fyrir voru. Lausnina fann hann morgun einn haustið 1904. Rakst hann þá af hendingu á mánaðar- skýrslu Kristniboðsfélags Par- ísarborgar, sem vinkona hans ein var vön að senda honum. Hann ýtti heftinu til hliðar, hafði ekki tíma til að sinna því þá stundina. En af tilviljun opnaði hann það um leið — og kom þá niður á grein undir fyrirsögninni „Hvað Kongó- kristniboðið vantar“, eftir for- mann félagsins. Sagði þar, að menn vantaði til starfa í hér- aðinu Gabun, nyrsta svæði frönsku Kongónýlendunnar. — Þörfin væri brýn. „Mundi ekki þessi ábending ná til einhvers, sem „augu meistarans hvíla þeg ar á“ og fá hann til þess að taka þá ákvörðun um að bjóða sig fram til þess að gegna þessu brýna kalli? Greininni lauk með þessum orðum: „Þeir menn sem svara blátt áfram, þegar meistarinn bendir og segja: „Herra hér er ég, það eru slíkir menn, sem kirkjan þarfnast““. Schweitzer renndi augum yf- ir greinina. Það var fljótgert. „Þegar ég hafði lesið hana til enda“, sagði hann, „tók ég ró- lega til við verkefni mitt. Leit- inni var lokið“. Ekki taldi Schweitzer þó, að grein þessi hefði ein ráðið úrslitum. Hann hafði þegar sem barn haft sér- staka ánægju af frásögnum föður síns af trúboðsstarfi og einnig taldi hann minnismerki nokkurt í borginni Colmar, skammt frá Giinsbach hafa haft á sig varanleg áhrif í átt til Afriku trúboðs. Var stytta þessi eftir Bartholdy, þann, er gerði frelsisstyttuna í New York. Var hún helguð Bruat nokkrum, aðmírál en „á fót- stallinum mynd af Afríku- svertingja, vöðvastæltum krafta manni, jötunefldum. En yfir andlitssvipnum grúfir skuggi þungra örlaga, angurværð, þján ing“. Schweitzer fór jafnan að minnisimenki þesisu er hann kom til Colmar, fannst hann skynja 1 þessum andlitsdráttum regin- djúp hörmunganna, eymd hinn ar svörtu álfu. Eftir nokkurra mánaða íhug- un sagði hann starfi sínu á Tómasargarði lausu, og skýrði foreldrum sínum og vinum frá ákvörðun sinni. Jafnframt á- kvað hann að hefja nám í lækn isfræði. Hann vildi verða fuli- gildur læknir og reisa framtíð- arstarf sitt á traustum vísinda- legum grundvelli. Ákvörðun hans kom vinum hans og vandamönnum mjög á óvart og þeir reyndu það sem í þeirra valdi stóð til að telja honum hughvarf. Fannst hon- um það ekki óeðlilegt, m. a. þar sem loftslag þar, sem hann ætlaði að starfa var talið óhollt hvítum mönnum og mátti heita banvænt, ef um langdvalir var að ræða. En hann hafði lagt málin gaumgæfilega niður fyrir sér „ég vissi að ég var hraust- ur, hafði rólegar taugar, starfs- orku, hagsýni, þrautseigju, snar ræði, nægjusemi" og síðast en ekki sízt þóttist hann hafa það skaplyndi, að það myndi ekkl verða sér ofraun, þótt fyrir- tækið mistækist með öllu. Eftir sex ára erfitt læknis- nám lauk hann embættisprófi, ári síðar doktorsprófi og hélt síðan til Parísar að kynna sér hitabeltiss j úkdóma. Um svipað leyti kvæntist Albert Schweitzer. Kona hans Helena Breslau var Gyðingaætt ar, gáfuð kona, listræn, kristin og hafði alhliða áhugamál. Hún var kennari að menntun en nam auk þess hjúkrun, m. a. með það fyrir augum að helga sig líknarstörfum. Undinbúningur að ferðinni til Afríku tók nokkurn tíana. Sohweitzer hafði tekið þá ákvörðun að reisa sjúkraihús i frumskóiginum rétt fyrir su-nn- an miðbaug á bakika Ógówn flljóts. Varð hiann að skipu- leggja og draga að allt sem silík sitofnun gat þurft á að halda, lækningatæki og önnur áhöld og lyf auk nauðsynja þeirra hjóna til d/valarinnar. Sjúkrahúsið átti að vera sjálfa eignarstofnun, reist og starf- rækt fyrir hans eigið fé og ■gjafafé einstaklínga setm kynnu að vilja styrkja starfið. Sjálfur hugðist hiann stjórna fyrirtækinu. Einn erfiðasti þröskuldurinn á vegi hans varð sjálft Kristniboðsfélagið í Paris. Ástæðan voru -hinar uimdeildu guðfræ ð ilken ni ngar ha-ns sjáilfs. Margir framámenn kristniboðs- félagsins töildu einsýnt, að Scih- weitzer mundi ekiki boða Afríku mönnum annað „en villutrú“ þá, er hann aðhylltist. Var málið til lykta leitt fyrir milli- göngu formanns féilagsins oð með því, að Sohweitzer kvaðst alls ekki ætla að prédika, hel<l- ur eingöngu stunda Isekningcir. Lofaði hann að „þegja eins og þorskur“, eins og hann sjálfur komst að orði. Breyttist þetta fyrr en varði, því að kristniboð- arnir er fyrir voru, hvöttu hann óspart til að predika og fór svo að hann hélt lengst af guðs- þjónustur á hverjum sunnu- degi. Hálfrar aldar starf í myrk- viðum Afríku, er umfangsmeim efni en svo að unnt sé að gera nokkur skil hér. Ef til vill er byrjunarörðugleikum þeirra Schweitzerhjóna bezt lýst með því að minnast þeirra aðstæðna, sem landið skapaði þeim. Lam- barene er 50 km fyrir sunnan miðbaug. Hiti um regntímann er venjulega 28—35 stig á Celsíus í skugga, á þurrkatím- anum 25—30 stig. Loftið er mjög rakt, og hitinn illþolan- legri fyrir bragðið. Nótt og dag- ur eru að heita jafnlöng árið uma kring og lítill hitamunur daga Framhald á bls. 23. Lyfjagjöf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.