Morgunblaðið - 07.09.1965, Side 6

Morgunblaðið - 07.09.1965, Side 6
6 MORCUNBLAÐID Þriðjudagur 7. sept. 1965 Greinargerð frá sveitarstjóranum í Garðahreppi í sambandi við brunann að Setbergi Herra ritstjóri. VEGNA ummæla, sem höfð voru eftir Gísla Jónssyni, slökkviliðsstjóra í Hafnarfirði, í fréttum ríkisútvarpsins hinn 4. þ.m. í sambandi við brunann, sem varð að Setbergi í Garða- hreppi þann dag, bið ég yður að birta eftirfarandi í blaði yð- ar: Samikvæmt lögum ber hverju sveitarféiagi að sjá um brirna- varnir í sínu héraði. Með um- mælum sínum í fyrmefndri frétt Iét slökkviliðsstjóri að því liggja að hreppsnefnd Garðahrepps hefði ekki sinnt þessari skyldu sinni, einnig, að enginn samn- ingur væri til milli Hafnarfjarð- ar og Garðahrepps um samstarf 1 slökkviliðsmálum. Hér fer slökkviliðsstjóri með rangt mál. í fyrsta lagi hafa brunavarnir verið efldar í Garðahreppi á undanförnum árum með því að lagðar hafa verið vatnsæðar um megin hluta hreppsins og kom- ið fyrir brunahönum. í öðru lagi var samið við Slökkvilið Hafnar fjarðar á árunum 1957-1958 á þann veg, að Slökkvilið Hafnar- fjarðar skyldi gegna kalli í Garðahrepp, ef eldur kæmi þar upp. Kostnaður við slík útköll skyldi greiddur af sveitarsjóði Garðahrepps eftir reikningi. Jafnframt keypti Garðahreppur brunadælu á vagni, sem vera skyldi og verið hefur í vörzlu Slökkviliðs Hafnarfjarðar. Þessi samningur var ekki skriflegur, enda var Gísli Jónsson ekki slökkviliðsstjóri í Hafnarfirði þá. Samningurinn var haldinn meðan Valgarð Thorodssen var slökkviliðsstjóri en síðan ekki nema að nokkru leyti. Til frekari skýringa vil ég rekja gang þessara mála nokkru nánar. Skömmu eftir að Gísli Jóns- son tók við starfi slökkviliðs- stjóra tilkynnti hann mér, að slökkviliðsbíll nr. 1, sem búinn er háþrýstidælu, yrði ekki send- ur í Garðahrepp til að slökkva þar eld, sem kynni að kvikna. Væri ákvörðun þessi tekin í samráði við 3runavarnaeftirlit ríkisins, en mér er ókunnugt að undirlagi hvors aðilans hún var tekin. Mál þetta var nokkuð rætt, m.a. á fundum með for- stöðumanni Brunavamaeftirlits ríkisins, sem taldi það glæp að senda bíl nr. 1 út fyrir bæjar- mörk Hafnarfjarðar. Hann taldi slökkviliðsmálum Garða- hrepps bezt komið með því, að Garðahreppur keypti slökkvibif- reið, sem staðsett yrði einhvers staðar í hreppnum. Þjálfa skyldi lið nokkurra manna, sem hægt yrði að grípa til ef eldur kæmi upp. Engin vakt skyldi vera við bílinn. Á þetta fyrirkomulag gat hreppsnefnd Garðahrepps ekki fallizt en kvaðst reiðubúin að kaupa slökkvibifreið, sem yrði í vörzlu Slökkviliðs Hafnarfjarðar enda yrði þá bíll nr. 1 sendur til að slökkva eld, hvort sem væri I Hafnárfirði eða Garða- hreppi. Taldi hreppsnefndin, að brunaverðir á stöðinni í Hafn- arfirði yrðu fljótari á vettvang heldur en menn, sem væru í vinnu einhvers staðar í Garða- hreppi og erfitt kynni að reyn- ast að ná til. Eitt og annað var fundið þessu til foráttu, en það þó helzt, að ekki væri rúm fyrir einn bíl í viðbót á Slökkviliðs- stöð Hafnarfjarðar. Eftir þessar viðræður hef ég ekki rætt um brunavamir við slökkviliðsstjórann í Hafnar- firði, enda sýndi hann ekki þann samstarfsvilja, sem nauðsynleg ur er í viðræðum sem þessum. Voru því teknar upp viðræður við bæjarstjóra og bæjarráð Hafnarfjarðar. Varð þar að sam komulagi að samstarfssamning- ur skyldi gerður milli Hafnar- fjarðar og Garðahrepps um rekst ur slökkvistöðvar. — Skyndi Hafnarfjarðarbær eiga og reka stöðina en Garðahreppur greiða sinn hlut í rekstrarkostnaði hennar, miðað við íbúafjölda og bnmabótamat húseigna í hvoru sveitarfélaganna um sig. Svip- aður samningur hefur nýlega verið gerður milli Reykjavíkur- borgar annars vegar og Kópa- vogs, Seltjarnarness og Mosfells- sveitar hins vegar. Bæjarráð fól bæjarstjóra og mér að ganga frá nefndum samningi, sem síðan skyldi staðfestur af bæjarstjóm Hafnarfjarðar og hreppsnefnd Garðahrepps. Því miður höfðum við ekki lokið því verki er brun inn varð að SetbergL Samkvæmt lögum hefur slökkviliðsstjóri heimild til að veita aðstoð til að slökkva eld utan bæjarmarka, jafnvel þótt engir samningar séu til milii við- komandi sveitarfélaga. Af óskilj anlegum ástæðum hefur Gísli Jónsson ekki viljað nota þessa heimild um bíl nr. 1 ekki einu sinni við brunann að Setbergi, þar sem hann horfði á eldinn læsa sig um hlöðuna og heyið og menn sína standa aðgerðarlausa. Ég þekki ekki anað dæmi um mann, sem hafði möguleika á að bjarga miklum verðmætum, en lét hjá líða að gera það, sem í hans valdi stóð, vegna þess að samningar voru ekki í lagi, að hans dómi. Það þarf breitt bak til að axla þá ábyrgð, sem fylg- ir slíkri ákvörðun. Vonandi þarf Gísli Jónsson ekki að taka fleiri slíkar ákvarðanir sem slökkvi- liðsstjóri í Hafnarfirði. Þessari greinargerð minni er lokið en eftirmál munu rísa. Með þökk fyrir birtinguna. Garðahreppi 6/9. 1965 Sveitarstjórinn í Garðahreppi. Ólafur G. Einarsson. Yfirlýsing frd slökkviliðsstjóranum í Hafnarfirði í FRAMHALDI af fréttatilkynn ingu í dagblöðum bæjarins um bruna, er varð að Setbergi í Garðahreppi sl. laugardag, tel ég rétt að benda á eftirfarandi: 1. Mér undirrituðum er eigi kunnugt um að til sé samningur ] um, að Slökkvilið Hafnarfjarðar ; eigi að annast brunavarnir í Garðahreppi. 2. Öll aðstoð, sem Slökkvilið Hafnarfjarðar veitir í Garða- hreppi, er gerð á ábyrgð slökkvi liðsstjóra og með heimild í 33. gr. laga um brunavarnir og brunamál, frá 1. apríl 1948, en þar segir, að slökkviliðsstjóri hafi heimild til að veita aðstoð til að slökkva eld utan eigin bæjar- eða sveitarfélaga, ef hann telur áhættulítið að fara með slökkvitækin út fyrir umdæmi sitt. 3. Brunavamaeftirlit ríkisins samþykkir ekki að farið sé með forustubíl Slökkviliðs Hafnar- fjarðar, SH 1, út fyrir bæjar- mörkin. 4. Strax eftir að ég undirritað ur kom á brunastað, gerði ég ráð stafanir til að fá aðstoð fri Reykjavík, og skv. dagbók Slökkviliðsins þar, var aðstoðin veitt skv. beiðni frá Slökkvistöð inni í Hafnarfirði. 5. Sveitarstjóranum í Garða- hreppi hefur verið það fullkunn ugt, að Slökkvilið Hafnarfjarð- ar getur ekki komið með út i hreppinn önnur tæki en þau, sem komið var með að Set- bergL 6. Þar sem eldurinn varð strax í upphafi mjög magnaður og eldsmatur mikill, tel ég að það hefði litlu breytt, þótt komið hefði verið á SH 1 í stað SH 2, því enda þótt sú bifreið sé fljót ari í förum, þá hefur hún fjórð- ungi minni vatnsgeymi. Ég tel megin orsök þess að ekki var mögulegt að forða hinu mikla tjóni, hafi tvímælalaust verið vatnsskortur, enda hafa ekki ver ið gerðar þama neinar ráðstaf- anir til að auðvelda slökkviliði vatnstöku. Hafnarfirði, 6. sept. 1965. Slökkviliðsstjórinn Hafnarfirðl, Gísli Jónsson. Frumleg hugmynd Eitt dagblaðanna birti á laug- ardaginn viðtal við fyrrverandi forstöðumann íslenzku verzlun- arinnar í New York, Icelandic Arts and Crafts. Þar segir: ,Ég er nokkuð kunnugur rekstri danskrar verzlunar í New York og helzta byrjunar- vandamál þeirra var leyst með opinberri styrkveitingu. Verzl- anir sem þessar mæta ætíð byrj unarörðugleikum, og ég gæti trúað því að það mætti laga með opinberum styrkjum". Þetta eru athyglisverðar upp- lýsingar. Hér er greinilega bent á nýja leið til þess að láta við- skipti skila hagnaði — og sé ég ekkert því til fyrirstöðu að fleiri reyndu þessa sjálfsögðu aðferð, ef trú forstjórans reyn- ist á rökum reist. Þar með er fundinn lykillinn að leyndar- málinu — og ættu viðskipti ekki að verða mönnum áhyggju efni héðan í frá. + Surtseyjar-myndin Sagt var frá því í sunnudags- blaðinu, að Surtseyjarkvik- mynd Osvalds Knudsens hefði vakið mikla athygli á kvik- myndahátíðinni í Edinborg. Ég sá þessa mynd, eins og margir aðrir, þegar hún var sýnd hér í Reykjavík — og ég las líka gagnrýnina, sem Pétur Ólafs- son skrifaði í Morgunblaðið. Ég var að nokkru leyti sam- mála Pétri þótt ég hefði mjög gaman af að sjá myndina og kynni vel að meta það mikla starf, sem Osvaldur hefur leyst af hendi með töku mýndarinn- ar. — En ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað olli: Ein- hvern veginn fannst mér að myndin hefði orðið betri, ef Os- valdur hefði stytt hana örlítið — og fellt niður þessi sviðsettu símtöl í upphafi myndarinnar. Styttri útgáfa Á dögunum var ég að tala við mann, sem mjög gott vit hefur á kvikmyndagerð, fór oft til Surtseyjar til ljósmynda- töku — og var þá stundum sam skipa Osvaldi. — Hann fræddi mig um það, að þetta væri ein- hver bezta heimildarmynd, sem gerð hefði verið um eldgos í sjó. Hann hefði hitt marga er- lenda vísindamenn, sem væru sammála honum um það. — Það væri fyrir vísindin gert að Osvaldur dveldi oft lengi við sömu viðfangsefnin í myndinni. En með því að stytta myndina um állt að helming, klippa hana og bregða upp sláandi og stuttum svipmyndum, hafa meiri hraða í myndinni, yrði hún e.t.v. áhrifameiri fyrir al- menning, sem ekki horfir á myndina með augum vísinda- mannsins. Ég ætla mér ekki að fara að segja Osvaldi fyrir verkum. Hann hefur unnið stórmerkt starf með töku myndarinnar, sem e.t.v. á eftir að geyma nafn hans lengur en nokkur önnur mynda hans. En ég hefði gaman af að sjá styttri útgáfu af Surt- eyjarmyndinni — og ég gæti trúað því, að hann gæti orðið milljónamæringur á að gera eina slíka mynd. Efniviðurinn er fyrir hendi. Byssa Osvaldar er hlaðin og með því að skjóta ákaft, en styttri stund, gæti ég trúað að hann gerði fólk agn- dofa. — ★ — Og hér kemur bréf frá manni nokkrum, sem lætur sér annt um landbúnaðarmál. Ég hef enga aðstöðu til að sannprófa að rétt sé farið með tölur. Ef einhver hefur eitthvað við þetta að athuga, þá er honum velkom ið að senda línu. En ég birti engar langlokur. Ég tek aðeins við stuttum bréfum: „Ástæðan fyrir því að ég bið Velvakanda að birta eftirfar- andi verðlagssamanburð er sú, að ég sat nýlega í kaffihúsi og hlustaði á samræður tveggja manna. Annar var að líkindum bóndi, en hinn var bæjarmaður, Nýmjólk, smásöluverð í Rvík og Kbh (heimsent í Kbh) Smjör, heildsöluverð........ Ostur, 45% feitur. Heildsöluv Rjóri, útsöluverð á hvern dl. Lambakjöt, heildsöluverð . Ærkjöt, heildsöluverð ...... Kálfakjöt, heildsöluverð . . . Kýrkjöt, 1. fl., heildsöluverð Svínakjöt, heildsöluverð á Kbh-markaði ........... Kjúklingar, heildsv. í Kbh . Egg, heildsöluverð.......... Kartöflur, heildsöluverð ... ráðherra hinn versta óvin sveit- anna. Þegar ég heyrði þennan mann loksins fullyrða, að land- búnaðarafurðir væru ódýrari hér en í nokkru landi utan Sovétríkjanna, var mér nóg boð ið. Ég hef aðstöðu til að líta i verzlunarskýrslur og ýmis hag- fræðirit að jafnaðb og datt mér þá í hug að ganga úr skugg* um þetta með tölusamanburði, og þegar nú staðreyndirnar blasa hér við mér á blaðinu, finnst mér engin furða þótt Gunnarb Gylfa og fleirum þyki mál til komið að endurskoða ríkjandi landbúnaðarstefnu á íslandi og taka í þeim efnum upp vinnubrögð og hætti betur menntaðra þjóða. Verðlagssamanburðurinn er allur gerður í islenzkum krón- um, og ein dönsk króna reiknuð sem ísl. kr. 6,25. Verðið er frá febrúar/marz 1965, en á þeim tíma er mjög „normalt" búvön*- verð. Danskt lslenzkt bávöruver® búvöruverff ísL Raun- Út- Upp- kr. veru- sölu- bót legt verð kr. verð kr. kr. 6,63 11,32 6,60 4,72 47,81 163,36 78,40 84,9« • 24,06 85,10 • 3,00 8,15 46,25 59,30 40,50 18,80 18,75 29,68 23,10 6,68 45,62 46,20 • 36,56 39,50 37,50 ???? a 28,12 ???? 18,12 65,00 1,31 9,29 og var hann fræðarinn, senni- lega einn af „bjargvættum sveit anna“ hér í Reykjavík. Hafði sá síðarnefndi mikinn áhuga á að sýna sveitamanninum fram á, að kenningar Gunnars Bjarna- sonar á Hvanneyri um landbún- aðarmál væru villukenningar og til mikils skaða fyrir þessa þjóð, taldi hann einhig Gylfa Nú kemur nýtt verð og geta menn þá borið það saman við þetta og séð, hvert landbúnað- arstefnan er að leiða þessa þjóð. og efnahag hennar. Ef rangt er með tölur farið múnu einhverj- ir ráðunautar vafalaust leið- rétta það“. AEG NÝJUNG TVEGGJA HRAÐA HÖGG- OG SNÚNINGSBORVÉLAR Bræffumir ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.