Morgunblaðið - 07.09.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.09.1965, Blaðsíða 1
32 Slfltl: 3 T 52. árgangur. 202. tbl. — Þriðjudagur 7. september 1965 Preritsmiðja Moigunblaðsins. Styrjöld milli Indlands og Pakistan Indverjar sækja fram í átt til Lahore Nýju Delhi, Karachi og New York, 6. sept. — NTB-AP t STYRJÖLD geisaði af fullum krafti í gær, mánudag, á miNi Indlands og Pakistans. Höfðu hernaðarátök jiau, sem átt höfðu sér stað í Kashmír undanfarna daga, breiðzt út og Indverjar hafið stórsókn inn í Pakistan alllangt fyrir sunnan Kashmír. Beindu þeir sókn sinni einkum gegn horginni Lahore, annarri stærstu borg Pakistans og sóttu fram á um 80 km breiðu belti. » Hvorugur aðili hafði hins vegar lýst yfir styrjöld á hendur hinum, en Shastri, forsætisráðherra Indlands, hafði skýrt þjóð sinni (480 millj.) frá því, að hún ætti í algjörri styrjöld, og Ayub Khan, forseti Pakistans, hafði skorað á þjóð sína (110 millj.), „að ganga fram og leggja til atlögu við f jandmennina“. Skvndifundur var kallaður og orrustuþotum. Kom þetta , . , ii . hð fra þremur herstoðvum ' laman siðdegis i Oryggisraði Sameinuðu þjóðanna til þess að ræða hina alvarlegu at- burði. Var talið hugsanlegt, að U Thant, framkvæmda- atjóri Sameinuðu þjóðanna, færi til Kashmír ásamt full- trúum frá Bandaríkjunum og Sovétríkjunum og gerði til- raun til þess að fá hina stríð- andi aðila til þess að hætta hernaðarátökum. í London lýsti sendifulltrúi frá Pakistan því yfir, að fleiri ríki í Asíu hlytu að dragast inn í átökin og sagði, að vel gæti svo farið, að land hans myndi skírskota til Suðaust- ur-Asíu bandalagsins (SE- ATO) og skora á þau, að veita sér liðstyrk. \ Öflug sókn Indverja Sókn Indverja inn í Pakistan hófst snemma um morguninn. Sóttu þeir fram á þremur stöðum og beittu skriðdrekum, fótgöngu Punjabhéraði, sem eru í grennd við borgirnar Ferozepiore, Amr- itzar og Thankot. Var haft eftir einni heimild, að í hverri hinna þriggja fylkinga myndu vera eitt til tvö herfylki. Var þetta talinn vera mjög mikill herafli með til- liti til þess, að einungis 10 af 20 herfylkjum Indverja munu vera til staðar til þess að unnt sé að beita þeim í Punjab. Hin her- fylkin 10 eru bundin við landa- mæri Kína og að einhverju leyti við gæzlu innanlands. Mikil leynd hvíldi yfir hern- aðaraðgerðum Indverja og veir ekkert sagt um markmið þeirra í Nýju-Delhi. höfuðborg Ind- lands. Talið var hins vegar víst, að sókninni væri beint gegn borginni Lahore, næst stærstu borginni í Pakistan, sem hefur meira en eina millj. íbúa og er aðeins rúmlega 30 km frá landa- mærunum. Haft var eftir óstað- festum heimildum, að harðir bardagar geisuðu við mikilvæg- an flugvöll um 19 km fyrir innan landamærin en aðeins um 13 km frá borginni. Önnur sóknarlota var sögð beinast í norðvestur í áttina til Sialkot og Gujrat, en það eru tvær borgir, sem verið hafa bækistöðvar fyrir þá heri Pak- istans, sem fyrir fáeinum dög- um réðust langt inn í indverska hlutann í Kasmír í Chamb hér- aði fyrir norðan hinar nýju víg- stöðvar. Indverjar ánægðir með árangur Ekki var skýrt frá neinu öðru í Nýju Delhi varðandi árás Ind- verja en talsmaður stjórnarvald anna gaf í skyn, að æðsta her- ráð landsins áliti, að þegar hefði náðst nokkur árangur. Hermenn og skriðdrekar Pakistans voru sagðir vera að draga sig til baka frá Chambhéraði og indverskar herdeildir sæktu þar fram. Ind- verski flugherinn hélt því fram, að gerðar hefðu verið vel heppn aðar loftárásir á hernaðarlega mikilvæga staði á Sialkot svæð- inu og hefðu tvær járnbrautar lestir verið eyðilagðar þar m.a, Svo virðist, sem indverskar þotur hefðu það verkefni að ryðja herdeildum leið og einnig að slíta samgöngur, með því að eyðileggja vegi og járnbrautir, sem Pakistanmenn kynnu að nota til þess að senda hergögn og varalið í skyndi suður til svæðisins við Lahore-Amritsar. Hvorugur hernaðaraðila hafði aðhafzt neitt í þá átt að lýsa formlega yfir styrjöld og í Nýju Delhi var meira að segja lögð á það áherzla, að þrátt fyrir það að fullkomin styrjöld væri að skelia á þá ríkti ekki hemaðar- ástand í strangasta skilningi alþjóðalaga. I Nýju Delhi var frá því skýrt að árásin hefði aðeins verið gerð vegna þess, að frétzt hefði um um yfirvofandi árás Pakistans rétt hjá Amritsar, hinni helgu borg Sikhtrúarbragðanna í Pun- jabhéraði og hefðu Indverjar því orðið að verða fyrri til og gera árás í því skyni að verja landsvæði r 22 flugvélar Indverja skoinar niður Af hálfu hernaðaryfirvalda Pakistans var frá því skýrt, að skotnar hefðu verið niður 22 or- ustuflugvélar Indverja en sjálfir hefðu Pakistanar misst tvær vél- Pramhald á bls. 2 Lambarene, Gabon, 5. sept — AP: — Frá útför Dr. Albets Schweitzer. Kista hans stendur fyrir framan íbúðarhús hans í sjúkrastöðinni í Lambarene. Albert Schweitzer skrifaði eftir nlræðisafmælið: Þakklátur íslendingum fyrir fisksendingar Hinn mikli mannvinur lézt á sunnudag Nýleg mynd af Albert Schweitzer MANNVINURINN, heimspek- ingurinn orgelleikarinn og læknirinn Albert Schweitzer lézt aðfaranótt sunnudags í Lambaréné, níræður að aldri. 1 Lambaréné hafði hann lifað lengst af ævinnar og unnið að mannúðarstörfum sínum með árangri, sem allur heimurinn þekkir. Johnson, Bandarikja- forseti sagði um hann látinn: „Svo sannarlega hefur allur heimurinn séð á bak mikil- menni“. Og Moskvuútvarpið sagði: „Heimurinn varð harmi sleginn þegar hann frétti um dauða þessa frábæra læknis, vísindamanns og Nóbelsverð- launahafa .... Hann var ákafur baráttumaður fyrir friði“. Albert Schweitzer var jarð- aður á sunnudag skammt frá sjúkrahúsi sínu í Lambaréné. Útför hans var einföld og lát- laus, og þannig í samræmi við lif hans og störf. Hann lézt í bjálkakofa áföstum við sjúkra hús sitt. Banamein hans var hjartaslag. Albert Schweitzer var Is- lendingum að góðu kunnur. Hann átti i bréfaskiptum við nokkra menn hér á landi, og var þakklátur þeirri aðstoð sem honum barst héðan. 1 bréfi til Páls Isólfssonar, sem hann skrifaði skömmu eftir níræðis afmæli sitt (dags. 14. júlí sl.), í tilefni af heillaóska- skeyti frá Félagi islenzkra orgelleikara, segir hann að Island hafi veitt honum mikla hjálp með skreiðarsendingum. Þetta merka bréf Schweitzers fer hér á eftir í þýðingu: Kæru bræður við orgelið. Ég þakka yður hjartanlega fyrír hamingjuóskir á 90 ára afmæli minu. Þann dag var ég við góða heilsu og er glað- ur yfir þvi, að ég skuli enn á mínum aldri geta unnið. Sjúkrahúsið er orðið stærra en ég hafði gert ráð fyrir. 1 upphafi voru þar 50 rúm. Með árunum hefur spítalinn vaxið í það að hafa 560 rúm. Við erum nú sex læknar og 16 hjúkrunarkonur. Ég sendi yður mynd af spít- . alanum. Hann er í miðbaugs- héruðum Afríku á bakka hinnar miklu ár Ogowe. Spít- alahúsin 40 standa í skuggum pálmatrjáa, en það er mikill kostur hér við miðbaug, þar sem sólin skín stundum of heitt. Mér þykir leiðinlegt að ég hef ekkert orgel hér, en mað- ur verður að læra að lifa án þess. Með þvi að senda mér Framhald á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.