Morgunblaðið - 07.09.1965, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.09.1965, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLADID Þriðjudagur 7. sept. 1965 ENSKAN Kvöldnámskeið fyrir fullorðna. Kennsla Mímis í ensku verður stóraukin í vetur: BYRJENDAFLOKKAR FRAMHALDSFLOKKAR SAMTALSFLOKKAR HJÁ ENGLENDINGUM. SMÁSÖGUR FERÐALÖG BYGGING MÁLSINS BUSINESS ENGLISH Síðdegistímar fyrir húsmæður. Allir þurfa að halda við enskunni. Innritun frá kl. 1—7 e.h. í síma 2-16-55. MÁLASKÓLINN MÍMIR Hafnarstræti 15. Bjarni R. Jónsson forstjóri sextugur AÐ vísu þurfti að segja mér það a.m.k. þrisvar að þjóðleg- um sið svo tryði, en sálnareg- ister verða ekki rengd, og stað- reynd dagsins er sú að Bjarni R. Jónsson, forstjóri, eða Bjarni í Fossberg eins og margir kunn- ugir nefna hann sín á milli, lítur til baka í dag yfir sextíu ára æviskeið. Þetta mun líklega fleirum en mér finnast ótrúlegt, er menn sjá hann ganga kvikum fæti til allra síarfa, skálma eftir bökk- um laxánna og kasta flugu með heillandi leikni eða halda á vit fjalla og heiða er haustar, til veiða, með þrótti hins unga manns. En kannski er að finna svarið við hve ótrúlegt aldurs- árið virðist i því hve mjög Bjarni R. hefur tamið sér útivist og unnað veiðilífi. Jafnan er tóm gefst frá dagsins önn hefur hann yfirgefið ys og eril ’borgarinnar og innisetu og haldið á vit ís- lenzkrar náttúru. Bjarni er enda löngu kunnur sem einhver slyngasti laxveiðimaður lands- ins í bezta skilningi þess orðs og var og er frábær skotmaður. Hann var einn af aðalhvatamönn um að stofnun Skotfélags Reykja víkur, hefur átt sæti í stjórn þess síðan og er nú heiðursmeð- limur þess félagsskapar. Á fyrstu árum þess tók hann oft þátt í keppnum og var í sveit þeirri er oftsinnis keppti við og sigraði skotliða af enskum herskipum. Bjarni fæddist og ólst upp hjá foreldrum sínum á Arnarnúpi í Dýrafirði vestra. Vandist hann sem unglingur við hvers kyns störf, en settist á skólabekk hér syðra og lauk prófi frá Verzlun- 23" TV Bella Vista 1008 og1009 sjónvarp með FM útvarpi og Stereo. Þér gerið ekki betri kaup BELLA VISTA 1008 — fraimúrskaíramdi sjóiwacrp í íailieg’Uim skáp. Eins og á öðrum sjónvörpmm mé stiILa Bel.la Vlsba á bæði kjerfin. FM úrtv'a<rpið hierf- ur frábæraai hijómibuírð og ef Sliereo piötiLspilara er bæbt við, getið þér notið tónJietair, taJs og Sjónvarps. BELLA VISTA 1009 — sjóiwarp, FM úrbvairp og Stereo plötuspiLari aíit 1 einiu og saoma tækimi. BeiiLa V Lsta er tækið harada vairwHátuim hlusit- erndnum, enxfca er h-ljóm- burðoiximn eimsbakiLega góð UiT. BELLA VISTA 1008 — borðtækl með horðum úr tekki, hnotu ©g palisand- er; ennfremur selt sem borðtæki án bwrða und- Ir söluJheitinu Bella Vista 1007. Klapparstíg 26. — Sími 19-800. arskóla íslands 1930. Síðan réð- ist hann til starfa hjá Vélaverzl- un G. J. Fossberg og vann lengi sem fulltrúi, en eftir því sem árin liðu hlóðust þar á hann fleiri trúnaðarstörf, og er stofnandi og eigandi verzlunarinnar, Gunn- laugur J. Fossberg, lézt 1949, tók Bjarni við forstöðu þessa fyrir-' tækis sem hann hefur annazt með forsjá og dugnaði síðan.' Undir stjóm hans hefur G. J. Fossberg h.f. verið sívaxandi fyrirtæki og er nú eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi. Það fer reyndar skemmti- lega saman, að á þessum tíma- mótum í ævi Bjarna eru líka kapítulaskipti í sögu fyrirtækis- ins, sem færir nú mjög út kví- arnar og flytur þessa dagana starfsemi sína í ný og stórglæsi- leg eigin húsakynni. Árið 1935 kvongaðist BjarnL Kona hans er Kristrún Haralds- dóttir, ættuð úr Reykjavík. Hef- ur hún jafnan tekið þátt í ýms-' um áhugamálum manns síns og jafnan búið honum vistlegt myndarheimili. Eiga þau tvær uppkomnar og giftar dætur, Val- gerði, konu Páls Gröndal full- trúa, og Höllu, húsfreyju að Vatnsleysu í Biskupstungum. Auk þess sem fyrr greinir hef- ur Bjarni látið margs konar fé- lagsstörf til sín taka. Hann hef- ur verið formaður Dýrfirðinga- félagsins í Reykjavík um langt árabil og starfað í Stangveiðifé- lagi Reykjavíkur og jafnan haft mikinn áhuga á öllu varðandi veiðimál. Eins og fiestir náttúru- unnendur er Bjarni áhugamaður um skógrækt og hefur prýtt um- hverfi sumarhúss síns með fail- egum iundi. Heilbrigt viðskiptalíf er einn af hornsteinum alls nútíma þjóð- félagsh'fs, og á tímum sem nú, er ails kyns brask, fjármálaspill- ing og spákaupmennska tröiiríð- ur þjóðinni er meiri þörf á en nokkru sinni og nauðsyn að eiga trausta og heiðarlega kaupsýslu- menn eins og núverandi forstjóra G. J. Fossberg. Enginn mun hafa nokkru sinni dregið strangheið- arleik hans og trú á gildi starfs- Framhad á bls. 23 > , Stærsta Glæsilegasta útsalan útsalan HAUSTIUARKAÐIJR Opnum á morgun kl. 9 HAUSTMARKAÐ með margskonar METRAVÖRUR í Góðtemplarahúsinu við Templarasund. Bæði verða seldar ógallaðar álnavörur, sem ekki komast fyrir í búðunum og bútar, sem safnazt hafa fyrir. Einnig afmæld alull- arefni í karlmannaföt, gardínutau og plastefni í metratali. Stór sending af amerískum bútum, V-þýzk poplinefni í náttföt, blússur barnakjóla og kvenkjóla og margt fleira, sem oflangt yrði upp að telja. Yfirleitt nemur afsláttur 40 - 70°Jo GARDÍNUBIJÐIN m/ðoð við búðarverð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.