Morgunblaðið - 07.09.1965, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 07.09.1965, Qupperneq 29
r Þriðjudagur 7. sept. 1965 MORCUNBLAÐIÐ 29 Sveinn Kristinsson skrifar um: KVIKMYNDIR Stjörnubíó: PERLUMÓÐIRIN ER heimsstyrj öldin fyrri hófst, 1914, hætti hún að sofa hjá mann inum sínum. Þeðar miðveldin gáf ust upp, 1918, hélt hin kalda styrjöld þeirra hjóna áfram og slotaði ekki fyrr en 16 árum síð- ar. Þá vann hún fullan sigur. Hjarta mannsins lét undan. Hann var ríkur verksmiðjueig- andi, og við fráfall hans rís sú spurning hver eigi að taka við rekstri fyrirtækisins. En ekkjan á við fleiri vandamál að stríða. Hún átti tvo syni með manni sín- um fyrir héimsstyrjöldina, og eru þeir nú að komast á giftingar- aldur. Vegna þeirra annmarka, sem voru á sambúð hjónanna hafði hún lagt ástúð sína alla við syni sína. Þeir voru líka sam- rýmdir og báðir mikil mömmu- börn. En samkvæmt náttúrunnar lögmáli fór ekki hjá því, að hug- ur þeirra hneigðist til annarra kvenna, þegar þeim óx aldur og þroski. Móðir þeirra gerir sér að sjálfsögðu ljóst, að við því er ekkert að gera, því að hún er skynsöm vel. Sjálf á hún líka SHtltvarpiö fullt í fangi með að verjast ásókn vörpulegs manns, sem segist elska hana út af lífinu. En synir auðugs verksmiðju- eiganda verða að vera vandir í vali á konum sínum. Einkanlega verða þeir að gefa því gætur, að þær eigi í fórum sínum drjúgan skammt af verðmætum þeim, sem liggja bezt við ryði og mölur er talinn hafa sérstakt dálæti á. En því miður virðist hvorugur sona hennar gefa þessu mikil- væga atriði nægan gaum. Myndin fjallar svo að miklum hluta um „síðari heimsstyrjöld“ konunnar við syni sína, ástkonur þeirra og skyldfólk þeirra ást- kvenna, en þó fyrst og fremst við sjálfa sig. Þar eigast við stoltið og móðurást hennar, og má lengi ekki á milli sjá, hvernig þeirri styrjöld ljúki. Þeir, sem vilja sjá lok þess hildarleiks, verða að labba sig inn í Stjörnubíó eitt- hvert kvöldið. Mynd þessi er sænsk, og þá spyrja menn líklega, hvort hún sé ekki „djörf“. Ja, það fer eftir því, hvað menn gera háar dirfsku kröfur. Ástarlífslýsingar eru nokkuð nákvæmar, en hvorki klúrar né siðspillandi að sjá. — Kemur það til af því, að atlot elskendanna eru sprottin af hreinum kenndum fyrstu ástar, og yfir þeim er blær barnslegrar gleði og óspillts unaðar. Við þær aðstæður er stór spurning, hvort mynd verður dæmd klúr, þótt hún sýni kannske ástarleikinn mestallan, og þætti það þó vafa- laust ekki siðsamlegt og gerist ekki heldur í þessari mynd. — Sumar myndir eru hins vegar klúrar, þótt sviðið sýni miklu minna ástafar en þessi mynd til dæmis. Þær eru þá klúrar að anda fremur en beint að efni, og smávægileg ástarsjónarspil taka oft á sig blæ hroðalegustu ástar- náttúruhamfara. Líklega værl of mikið upp i sig tekið að nefna mynd þessa stórbrotna að efni. En innan þess ramma, sem henni er markaður, er hún talsvert skemmtileg og spennandi, og þar er fjallað um mannleg vandamál, sem hverj- um og einum er nærtækt að skilja, að hve miklu leyti sem hann lifir sig svo inn í atburða- rásina og í hvaða átt sem sambúð hans beinist. Það gerir myndina aðgengi- legri, að hún er með íslenzkum texta. Sem betur fer virðast ís- lenzkir kvikmyndahúsaeigendur, eða framkvæmdastjórar kvik- myndahúsa, vera að öðlast vax- andi skilning á því, hve mikils menn meta það, að fá skýringar- texta á sinni eigin tungu með er- lendum kvikmyndum. MODERN (JAZZ) BALLET Get enn bætt við nokkrum nemendum. — Tek einn- ig í frúarflokka. — Upplýsingar og innritun í síma 15993 milli kl. 3 og 6 í dag. BÁRA MAGNÚSDÓTTIR Þriðjudagur 7. september. 7:00 Morgunútvarp Veðurfregnir — TónJeikar — Tónleikar — 7:50 Morgunleik- fimi 8:00 Bæn. — Tóuleikar — 8:30 Veðurfregnir. — Fréttir. — Tónleikar — 9:00 Útdráttur úr forustugreinum dagblaðanna. — Tónleikar. 10:06 Fréttir. 10:10 VeðurfregnU. 12:00 Hádsgisútvarp Tónleikar — 12:25 Fréttir og veðurfregnir — Tilkynningar — Tónleikar. 13:00 Við vinnuna: Tónleikar. 16:00 Miðdegisútvarp: Fréttir — Til-kynningar — Is- lenzk lög og klas>sísk tónlist: Tvö lög eftir Jón Laxdal úr flokknum „Guniiar á Hlíðar- end-a". Guðmundur Jónsson og Sigurðu<r Björnsson syngja. Lamoureux hljórmsrveiitin Car- men-svítu nr. 2 eftir Bizert. Sinifóníuhljómsveitin í Pittsburg ieikur ítalskt næturljóð eftir Hugo Woif. , ,H 1 j óms ve i t a rstj ó r inn á æf- ingu“, Bruno Armaducci stjóm- ar „Hljómsveitin kynnir sig“ eftir Benjamin Britten. Elisabet Schwarzkof syngur eitt iag eða tvö úr Fuglaisala-num eftir Zeller. 16:30 Síðdegisútvarp: Veðurfregnir — Létt músik: „Kvöld á Berns“ — lagasyrpa, John Lister leikur rnokkur lög á Hammon-d-orgel, The Beatles syngja. 17:00 Fréttir. Endurtekið tónlistarefni. 18:30 Harmonikulög. 18:45 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir 20:00 Daglegt mál Svavar Sigmundsson stud. mag. flytur þáttinn. 20:0ö Sónata fyrir tvö píamó eftir Stravi'nsky. Arthur G-oLd og Robert FizdaJe leika. 20:15 Nýtt franihaikisleiikrit: „Konan í þokunni‘% sakamála- leikrit í 8 þáttum eftir Lester Powell. Þýðamdi: Þorsteinn Ö. Stephen- sen. Leik-stjóri: Helgi Skúlason. Fyrsti þáttur. Persónur og leikendur: Philip Odell ...... Rúrik Haraldsson Heaíther McMara .... Sigríður Hagalín, Maryliin Feters .... í>óra Friðrilksdóttir Ohiristopher Hampd-en .... Róbert Am- fi'nnsson Martiin Sorrowby .... Ævar R. Kvaran Parkin .................... Jón Aðils Barþjónn ...... Guðmumdur Palsson Mrs. Cantaloup .... Inga Þórðairdóttir Afgreiósl'UistúLka .... Kristán Anna Þórarinsdóttir LeigubíLstjóri...... Pétur Einairsson 21:00 Frá óperu-nni í Bayreuth Franz Völiker, Maria MíilLer, Helge Rosvænige ög Rudoiif Bockelimainn syngja atriði úr óperuim eftir Richard Wagrner, 21:30 Fólk og fyrirbæri. Ævar R. Kvaran segir frá. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvö-Ldisagan: „Greipur*4, sagta um hest eftir Leo Tol-stoi. Lárus Halldórsson þýðir og Les (5). 22:30 „Syngdu meðan sólin skín'* Guðmundur Jónsson stjórnar þætti með misléttri músik. 23:20 Dagskrárlok. Verktahai - Einstaklingar Tökum að okkur allskonar gröft og frá- gang í ákvæðis- eða tímavinnu, vanir menn. — Sími 32160. Frá Brauðskálanum Köld borð, smurt brauð og snittur. Brauðskálinn Langholtsvegi 126 — Sími 37940 og 36066. Húsnæði Einhleypur maður í fastri atvinnu óskar eftir herbergi í Austurborginni. Upplýsingar í síma 36780. Sólþurrkaður saltfiskur í 10, 15 og 25 kílóa pökkum kr. 14,35 kílóið. SENDUM HEIM . Fiskverkunarstöð BÆJARÚTGERÐAR REYKJAVÍKUR sími 243*0. íbúð óskast 5—6 herbergja íbúð óskast til leigu, helzt einbýlis- hús eða í raðhúsi. — Upplýsingai í símum 32376 og 30154. VERZLUiM - SKRIFSTOFA Stór fataverzlun í miðbænum óskar að ráða skrif- stofustúlku og pilt eða stúlku tii afgreiðslustarfa. Tilboð er greini menntun og/eða fyrri störf, leggist inn á afgr. MbL, merkt: „Verzlun — skrifstofa — 2162“. Atvínna Reglusamur og duglegur maður getur fengið at- vinnu strax við hreinlegan iðnað í Kópavogi. Upplýsingar í síma 41355. Til sölu í villubyggingu við Álfheima 3ja herb. jarðhæð í nýlegu húsi 90 ferm. Sanngjarnl verð og hófleg útborgun. RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, HRL. Laufásvegi 2. — Sími 19960. FASTEIGNASALAN Hafnargötu 27. — Sími 1420. Námskeið Kennsla hefst 20. september. Námsgreinar eru: Mynzturgerð, teikning, ryahnýting, tauprent (ekta litir), batik og listsaumur margs konar o. fl. Framhaldsdeild fyrir eldri nemendur. — Innritun og val á verkefnum daglega frá kl. 6—7 e.h. Sigrún Jónsdóttir Háteigsvegi 26. Jarðhœð 44 /Z Iðnaðarhúsnæði óskast í Reykjavík 100—150 ferm. fyrir réttingar og klæðningar á bílum. Upplýsingar í síma 41771 eftir kl. 7 e.h. Húsbyggjendur Tökum að okkur að sprengja húsgiunna og holræsi í tíma eða ákvæðisvinnu. — Upplýsingar í síma 33544. Til sölu IÐNAÐARHÚSNÆÐI á bezta stað í Ytri-Njarðvík. Mjög heppilegt fyrir verksmiðju, bifreiðaverkstæði eða annan slíkan iðnað. —- Stór lóð fylgir. Semja ber við: GUSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmann. Laufásvegi 3. Reykjavík. Sími 1-11-71. „Atvinnurekendur44 Ungur niaður, sem er þaulvanur skrifstofustörfum o. fl. óskar eftir atvinnu. Vinsamlega sendið tilboð til afgr. Mbl. fyrir 12. þ. m.,merkt: „Ábyggilegur — 2161“. r—- TRELLEBQRG GÖLFFLÍSAR _ eÉÉfdÉÉ/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.