Morgunblaðið - 07.09.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.09.1965, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 7. sept. 1965 MORGUNBLADIÐ 17 Norrænir stdrkaupmenn á ráðstefnu Viðtöl vlð formenn erlendu stórkaupmannasamtakanna UM þessar mundir þinga hér norrænir stórkaupmenn að Hótel Sögru. Ráðstefnan hófst í gærmorgun og mun standa til miðvikudagsins 8. september. Morgunblaðið náði tali af for- mönnum félaga stórkaupmanna á hinum Norðurlöndunum og fara viðtöl við þá hér á eftir. Arne Z Trosdahl Fyrstan hittum við Arne Z. Trosdahl, formann norsku stórkaupmannasamtakanna eða Norges Grossistforbund eins Og það heitir á norsku. Við spyrj- um hann fyrst um innflutnings- verzlun Norðmanna og hann svarar: — Innflutningur Norðmanna er aðallega frá Fríverzlunar- bandalaginu og Efnahagsbanda laginu, en hins vegar er verzl- unin við austantjaldslöndin mjög lítil. Viðhorf Norðmanna er hið sama og Breta, hvað það snertir að innflutningur er miklu meiri en útflutningur og verðum við því að reyna að ná inn mismuninum með farm- gjöldum, en verzlunarfloti okk- ar er einn hinn stærsti í heimi. — Norskur iðnaður hefur aukizt stórkostlega eftir stríð- ið og þar eð við höfum þurft að flytja inn nær allar vélar og tæki, er hann hefur þurft með, hefur það oft reynzt erfitt að halda jafnvægi á fjárlögum. 3Það er og ástæðan fyrir hinum mikla innflutningi. Það er von okkar, að hin mikla fjárfesting muni bera árangur og getum við þá aukið útflutninginn að miklum mun. — Hvað getið þér sagt mér um norsku stórkaupmannasam- tökin? — Norsku stórkaupmanna- samtökin eru ekki eins og t.d. hin sænsku, æðstráðandi í mál- efnum stórkaupmanna, heldur er annar félagsskapur yfir þeim er nefnist Norges handels- standsforbund. Okkar félags- skapur hefur hins vegar með hagræðingu og framleiðni að gera í norskri verzlun. Við höf- um mikið sótt fyrirmyndir til Bandaríkjanna, hvað við kemur dreifingu og hagræðingu allri. Hafa á síðari árum myndazt hin svokölluðu keðjufélög, er stuðla að hagkvæmari dreifingu o.s. frv. — Vilduð þér segja eitthvað að iokum? — Já, ég hef lengi hlakkað til að koma tril íslands og gleðst því yfir því að fá tækifæri til þess nú að skoða öll hin marg- vislegu náttúruundur er ísland hefur upp á að bjóða. — ★ — Formaður sænsku stórkaup- mannasamtakanna eða Sverig- es Grossistförbund er Hans Möller. Við spyrjum hann um vörudreifingu og þróun hennar í Svíþjóð og hann svarar. — Dreifingin í Svíþjóð hefur náð svo miklum framförum á síðustu árum sem frekast er unnt að ná með nútíma tækni. Við höfum að sjálfsögðu ekki hið mikla vörumagn, sem hin ýmsu stórveldi, en það höfum við leyst með því að steypa saman hinum ýmsu félögum og sameina dreifingu þeirra. — Hvað um hagræðingu í sænskri verzlun? — Vélvæðing er mikil og við höfum tekið upp innan fyrir- tækjanna ákvæðisvinnu, þar sem sérhver starfsmaður er verðlaunaður fyrir góða frammi stöðu og hefur það gefizt vel. Út á við vinnum við í frjálsri samvinnu og gerir það allt miklu ódýrara hvað viðkemur samvinnu og gerir það allt miklu ódýrara hvað viðkemur dreifingu og öðru slíku. Á Norð urlöndunum fjórum (ísland ekki með) höfum við stofnað með okkur samband, sem heitir United Nordic Ltd. og sér það um innkaup fyrir öll löndin. Þetta er því eins konar inn- kaupafélag. Hans Möller — Hvað vilduð þér segja að lokum? — Við heildsalar lítum mjög björtum augum á framtíðina og er það sérstaklega að þakka þessu norræna samstarfi., Það er og ánægjulegt að íslending- ar skuli vera svo virkir þátt- takendur sem raun ber vitni. — ★ — Formaður stórkaupmannasam takanna í Danmörku utan Kaup mannahafnar er Jörgen Hage- mann-Petersen, borgarstjóri í Kalundborg. Við spyrjum hann um samtök þau, er hann er formaður fyrir og hann svarar. — í Provinshandelskammer- et, en svo nefnast samtökin á dönsku — eru um M000 fé- lagar bæði heildsalar og smá- salar. Þetta er annað tveggja Jörgen Hagemann-Petersen slíkra félaga í Danmörku, en hitt nær einungis yfir Kaup- mannahöfn. — Hvað vilduð þér segja um hagræðinguna í danskri verzl- un? — Hún hefur þróazt mjög á síðari árum. Verzlunarkaup- samningum hefur fækkað, en veltan hins vegar aukizt mikið. Þetta má þakka hagræðingar- stefnu síðari ára, er kaupmenn hafa slegið sig saman í hópa og gert stórar pantanir í stað þess að vera að gera pantanir hver út af fyrir sig. Við þetta hafa fengizt hagkvæmari kaup og dreifing er miklu kostnaðar- minni en áður. Þá eru í Dan- mörku mjög ströng ákvæði um lán og bannar ríkisstjórnin bönkum að lána fé til Tivers konar framkvæmda, svo að það er nær útilokað fyrir smákaup- menn að fá fé til vörukaupa. — Það er okkar stærsta á- hugamál í Danmörku í dag, að við losnum við beina skatta. Við trúum því að óbeinir skatt- ar séu miklu hagkvæmari, bæði fyrir neytendur og okkur. Skatt ar þeir er við greiðum i dag eru komnir í algjört hámark og þolir verzlunin ekki meiri skatta. Þá er það mjög mikil- vægt mál, að dreifingin megi verða sem hagkvæmust og að dreifingarkostnaður verði sem lægstur á einingu. — Vilduð þér segja eitthvað að lokum? — Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem .til íslands. Það er mjög gaman að koma hingað, því að náttúra íslands er ákaflega ólík hinni dönsku og því margt for- vitnilegt að sjá. — ★ — Osmo P. Karttungen heitir formaður finnsku stórkaup- mannasamtakanna. Við spyrj- um hann fyrst um samtök þau er hann er formaður fyrir og segir hann: — Beinir aðilar að Finnlands Grossistförbund eru um 200, en taki maður ýmsar hliðargreinar samtakanna með verður félaga- talan um 450 manns. Samtökin voru stofnuð árið 1920 og eru því eldri en samsvarandi félög í Noregi og Svíþjóð, en danska sambandið er elzt um 300 ára gamalt. Finnland hefur haft mjög mikinn ávinning af því að vera í þessu norræna sam- bandi, sem nú þingar í Reykja- vík. —- Hvað um dreifingarvanda mál í Finnlandi? — Það hefur tekið miklum framförum í Finnlandi sem á öðrum Norðurlöndum. Árið 1957 varð algjör bylting í utan- ríkisverzlun Finnlands, er inn- flutningshöft voru afnumin. Fyrir þann tíma hafði þetta norræna samstarf verið hálf ó- fullnægjandi fyrir Finnland, en nú er það eins og ég áður sagði, mjög örvandi fyrir finnska verzlun. — Hvað kunnið þér að segja um verzlunina við austantjalds- löndin? — Sovétríkin eru stærsti við- skiptavinur Finnlands. Árið 1963 voru 15% af allri yerzlun Finnlands við Sovétríkin. — Hvað segið þér um Frí- verzlunarbandalagið? — Við Finnar höfum haft mjög góða reynslu af Fríverzl- unarbandalaginu og okkur finnst það mjög gott í aðal- atriðum. Við Finnar höfum stöðugt verið að berjast við greiðsluhalla á fjárlögum og leggjum við nú aðaláherzlu á að auka útflutning landsins. — Þá má geta þess, að við Finnar kaupum helmingi mira af ykkur Islendingum, en við seljum ykkur. ísland er mjög vinsælt í Finnlandi og ég er viss um, að á næstu árum meg- ið þið búast við auknum ferða- mannastraumi til íslands frá Finnlandi. — Þér voruð á árunum 1962-1963 fjármálaráðherra í stjórn Karjalainens. Hvað kunn ið þér að segja mér um finnsk stjórnmál í höfuðdráttum? — Ég mundi segja, að stjórn- málaástand Finnlands væri frek ar stöðugt. Við höfum eins og Osmo Karttunen iþið marga flokka og það verða ekki miklar breytingar við kosn ingar í Finnlandi. Annars mundi ég segja, að finnsk stjórn mál líktust mjög hinum ís- lenzku. — Vilduð þér taka eitthvað sérstakt fram að lokum? — Ekkert nema það, að ég vona að þessi fundur verði til þess að auka enn samvinnu Finnlands og íslands á sviði verzlunar. Við höfum hingað til ekki haft svo náin kynni, en ég vonast til þess að þau megi aukast til mikiila muna í fram- tíðinni. — ★ — Þá hittum við einnig að máli Victor B. Strand, aðalræðis- mann frá Stórkaupmannasam- Victor B. Strand bandi Kaupmannahafnar eða Grosserer Societetets Komite, eins og það heitir þar. Danir senda hingað fulltrúa tveggja félaga, þ. e. a. s. fyrir Stórkupmannasamband Kaup- mannahafnar og Stórkaup- mannasamband Danmerkur, — A hvaða mál munið þér leggja mesta áherzlu hér? spurðum við Strand fyrst. — Það eru aðallega tvö mál, aðild Danmerkur að Fríverzl- unar- og Efnahagsbandalaginu þar sem við munum skýra frá því, hver staða okkar sé gagn- vart þeim og svo viðskiptin við löndin handan járntjaldsins. Eins og kunnugt er, þá er útflutningur á landbúnaðarvör- um geysilega þýðingarmikill fyrir okkur, en hann er um 50% af öllum okkar útflutningi, og hefur aðild okkar að bandalög- unum tveimur styrkt hann mjög. T. d. nam samanlagður útflutningur okkar 1964 6,25 milljörðum (danskar krónur) og þar af fóru 1,9 milljarður til landanna í efnahagsbandalag- inu. — En teljið þér æskilegt að auka viðskiptin við löndin handan járntjaldsins. — Eins og ég sagði áðan, þá er það annað þeirra mál sem við munum leggja mesta á- herzlu á hér og þeirri spurn- ingu svara ég hiklaust játandi. Verzlunarvörur eru til þess1 að verzla með og í verzlun verðum við að vera ópólitiskir, þar sem markmið okkar er að kaupa og selja. Það er einnig sannfæring min að verzlun auki skilning landa á milli. Þá höfum við einnig mikinn áhuga á auknum viðskiptum við þróunarlöndin. Það hlýtur að vera traustvekj- andi fyrir þessi lönd að vita, að þau hafa einhverja þýðingu fyr ir okkur og við séum þeim skuldbundin á inhvern máta, þegar þau þurfa á liðsinni að halda. — En hvað um aukna sam- vinnu Norðurlanda á milli? — Hún er nú þegar nokkur og við erum hér einmitt í þeim erindum að styrkja hana. Við erum hér til þess að bera sam- an bækur okkar, skýra frá sjón armiðum okkar og kynnast sjón armiðum annarra Norðurlanda. Hér hlustum við á vandamál annarra Norðurlanda á hvern hátt við getum liðsinnt þeim. Við Danir myndum til dæmis vera þakklátir, ef hin Norður- löndin keyptu meira af land- búnaðarvörum okkar en þau gera í dag, segir Strand að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.