Morgunblaðið - 07.09.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.09.1965, Blaðsíða 19
ÞriSjudagur 7. sept. 1965 MORGUNBLAÐID 19 'T"'-■ •' I ■ ; . „ .V, ■$.• i '4< , - .ví®*, ’ •■■. / ; - ^ J «''{ZS ■*/* •<* " ; > , -------------,T , -w Indverskir hermenn leita vopna á „pakistönskum uppreisnarmönnum44 í Jammu-héraðinu í Kasmír. A styrjaldarbarmi í Kasmír UNDIR þessari fyrirsögn raeddi bandaríska stórblaðið The New York Times í for- ystuigrein um Kasmirdeiiuna 2. september. s.l. Greinin Wjóðaði svo: Árið 1947 háðu Indlland og Pakistan styrjöld um Kasmir, sem áð lokum hjaðnaði niður við núveraindi vopnahlésilínu. Nú, árið 1905, eiga Indland og Pakistan enn einu sinni í minni háttar, en hættudegu stríði um hið sama Kasmír. Röksemdir beggja aðila eru gamilar, miargendurtefknar og leiddar út frá stöðnuðum fk>r- sendum. Það sem er nýtt er þungi bardaganna og tilhneig ing þeirra til að breiöast út. Það er ekki lengur til neitt er heitir algerlega staðbundið stríð. Ef þetta stríð breiðist út og fer yfir viss taikmörk, rgæti öll Aisía nötrað jiaifnvel ver en í Vietnam og Mala- yisiu. Johnsons forseti varaði vi'ð þessu á síðasta fundi sin'um með fréttamönnum, en eina vonin sem hann gat gefið var að „Sameinuðu þjóðirnar hafa þegar afskipti af má'linu og við vonum, _að aðalifram- kvaemdastjóra þeirra takist að beita áhrifum sínurn í Kasm- ír.“ Sarnt sem áður hafa Sam- einuðu Þjóðirnar gert árang- urslausar tilraunir í 18 ár til að leysa Kásmírdeiluna. Sið- ustu tilraun U. Thanits að senda Ralphe Burns til Ind- lands og Pakistans var mætt með skilyrðum frá báðum lönduim, sem algerlega drógu úr honum kjarkinn. Engu að síður hafa löndin gert með sér samkomulag um að ieysa landaimasradeiiur sínar með samningum. Báðir aðilar telja sig vera í fu'il'um rétti og báðir eru gramir yfir því að Sameinuöu þjóðirnar, Bandarikin og aðr ar þjóðir heims vilja elkki tafca afstöðu með þeirra mál- stað. Jafnvel Sovétríkin, og það er mjög athygaisvert, höfða til beggja áðiila og biðja um frið, um leið og þau neita að taka afstöðu með Indlandi eða Pakistan. Fyrix aðra en deiluaðila viTðist það vera aug ljást að Pakistanmenn gerðu ran,gt í því að senda, eða leyfa, 3090 eða 4000 skærulið- um frá Pakistan að fara inn í hinn indverska hluta Kas- mír. Og Indverjar gerðu rángt í því a@ yfirdrifa öfgárnar með því að senda herleiðang- ur inn á landsvæði Pakistan. Þótt það hljómi fjarstæðu- kennt, er bezta vonin til að koma á friði og óbreyttu fyrra ástandi fólgin nákvæm- lega í því, hve hættulegt á- standið er. Rá’ðamönnum í Ind'landi hlýtur að vera Ijóst, að a.llt of hörð viðbrögð af þeirra hálfu hljóta að þvinga Ayub Khan Pakistanifiorseta til að tefla fram deildum úr her Pakistanis. Og á sama hátt hlýtur Ayub forseta að vera þáð ljóst, að her Indlands er langtum sterkari en her Pak- iistans. Bæði löndin gengu fram á styrjaldarbarm í Kútch-hér- aði í vor og sneru síðan afit- ur. Enn einu sinni þairf að gera sér Ijósar hætturnar sem fólgnar eru í deilunni. Enn er tími tiil að nema staðar, — en ekki langur tírni. ' ' Þannig var umhorfs í þorpinu Kunkuh í indverka hluta Kaslimírs, er hermenn Pakistans höfð farið eldi um þorpið. Kasmlrdeilan Framhald af bls. 14 ósjálfráður hugsanagangur. Segja má að líkja megi því við fjölskyldurifrildi, sem verður þeim mun verra eftir því sem lengra líður, og sem aðilar gleyma hvers vegna til þess var stofnað. Indland og Pakistan liggja hvort öðru á háLsi sökum þessu að deilan er orðinn hluti af lífi þeirra allt frá fæðingu sjálfstæðra ríkja 1 löndunum. Það kostar bæði löndin ó- hemju fé hernaðarlega séð aS viðhalda þessari fornu deilu, og eitrið frá henni gæti haft áhrif á hálfan heiminn. Og fólkið? Fólkið þjáist, líkt og það hefur gert sl. 18 ár, og verður af þeirri hagsæld, sem einfalt samkomulag nágranna gæti fært því. (Observer —■ öil réttindi áskilin). Mynd þessi var birt að tilhlutan indversku stjórnarinnar og á að sýna indverska hermenn búna fullkomnum vopnum hrekja hermenn Pakistans úr stöðvum þeirra við Srinager í Kashmír. Athu 1 FYRRA bindi ævisögu Har- aldar Böðvarssonar, útgerðar- manns á Akranesi á bls. 264 stendur á þessa leið: „Þeir fé- lagar riðu norður Reykholtsdal og þaðan yfir Hvítá að Síðu- múla. Síðan lá leiðin að Norð- tungu og svo í Þverárrétt. Hún var mikið mannvirki, veggir all- ir mjög haglega hlaðnir úr grjóti. Á einum veggnum lá brennivínstunna og sneri botn- inn út. í honum var krani. Tunnan virtist sameign bænda, því að í hana gengu allir, svo sem á henni stæði eins og sum- um ruslakössum, sem nú hef- ur verið komið fyrir á ýmsum afgreiðslustöðum, þar sem marg- ir koma og fara: munið eftir mér.“ Svo mörg eru þessi orð og þetta með tunnuna á réttar- veggnum sem félagseign í þeirri merkingu að hver og einn nyti þar hressingar eftir eigin geð- þótta hefur eigi gjörzt við Þver- árrétt í Þverárhlíð á því ára.bili, sem umrædd bók tilvísar, éndá þótt mikið væri lengra aftur 1 tímann litið. Á sögnin sér enga stoð í veruleikanum. Það mætti því helzt hugsa sér, að hún væri gamalt rekagóss, bundið við aðra rétt en hefði skolazt þarna á land, en engum getum skal hér frekar að því leiða. Ég, sem þessar línur rita, man enn í dag allt umhverfi og at- hafnalíf réttarhaldi viðkomandi í Þverárrétt frá þeim árum og minnist vel Haraldar Böðvars- sonar í þessum byrjunarferðum hans og eigi hvað sízt fyrir það að mér fannst hann þá þeg- ar í röðum ungra pilta vekja á sér öðrum fremur eftirtekt fyr- ir líkamsatgjörvi og prúðmann- legan framgangsmáta, sem og æ síðan, en það er önnur saga. En þar sem ég skoða frásagn- ir bókarinnar byggðar á sann- sögulegum heimildum og tveir- ágætir menn hvor á sína vísu standa að, þar sem sögumaður og sagnaritari, telst nefndri sögn ofaukið eða meira en að verð- leikum fyrir hana gjört. Á um- ræddu árabili voru réttarstjórar í sameiningu í Þverárrétt þeir Þorsteinn Davíðsson, hreppstjóri á Arnbjargarlæk og Jón Tófnas- son, herppstjóri í Hjarðarholti, báðir hvor um sig færir til að fylgja viðeigandi réttarreglum, semd enda var ölvun venjulega stillt í hóf við Þverárrétt um það leyti. Þó hefði ég eigi viljað taka 1 ábyrgð, ef brennivínstunná hefði verið á réttarveggnum í þeim stellingum, sem að framan er lýst, að Bakkus hefði getað orð- ið full ráðríkur en á það var ekki reynt enda áttu göngur og réttir þá og eiga enn í dag, ský- laus fyrirmæli á bak við sig, sem hneigjast á annan veg, en þann, að viðkomandi aðilar finndu hvöt til að lyfta þar und- ir áberandi óreglu. 25. ágúst 1965. Guðjón Jónsson frá Hermundarstöðum. 100 tonna krani til Akraness AKRANESI, 6. sept. — Hafnar- ferjan kom færandi 100 tonn» krana sl. sunnu'daig. Hún lenti á flóði innarlega á Langasandi. Kraninn var frá Vita- og hafnar- má'lastj'órninni. Gerður var sér- stakur vegur niður á Langasanid í þessu skyni. Þá feornst jarðýt* niður á sandinn og hún dró stór- an bíil með kranaf'erlíkinu aftan 1 á dráttarvagni úr ferjunni og upp á sandinn, meðan kranaibílar til beggja handa studdu við. Á fjörunni í nótt tóiku þeir bílinn með kranann upp og óku niður í dráttarbraiuit. Fyrst & kraninn að grafa fyrir skipalyftu handa diráttarbrautinni. Að þvl loknu verður hann staðsettwr 4 hiafnargarðinum oig notaður við ihafnargerðina, sem hófst hér fyi> ir 3 vikum. — Oddur. Undanfarin 3 ár hafa vísinda- menn við Rutgers-háskóilánn i Banöarílkjunum atíhugað áfenigi»- vandamá'lið þar í landi af mikilll gaumgæfni. Sú atihugun hefir meðal annars leitt í lj'ós, að áfengisneyzla einstaklingsins fer mijög eftir menmtiun 'hans. í þvl samibandi er það upplýsit, að aí fóilki með almenna menntun neytti um 50% áfengis, en um 70% þeirra er menntaskólanátn stunda, en um 80% meðal hiá- skólastú'denta. Hvað myndu sam- bærilegar athuganir leiða í ljón hérlendis? (Áfengisvjn Rviikiur) 90

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.