Morgunblaðið - 07.09.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.09.1965, Blaðsíða 28
23 MCZGUH2LADID Þriðjudagur 7. sept. 1965 PATRICK QUENTIN: GRUNSAMLEG ATVIK Hún settist við fiskabúrið, horfði. s óhreina vatnið og sagði: — -Ég elska ykkur, gull- fiskar! Síðan leit hún á mig frá: hlið. — Ég hef ekki sagt þetta nokkurri sálu, sagði hún. — Ég hef staðið dyggilega við blið húsmóður minnar. Ég er svo yndislega vel innrætt. En svo er ég því miður líka svo mikil kjaftatífa, einhver sú versta! Ég vissi, að ef ég tryði ekki einhverjum fyrir þessu tafarlatist, mundi það gjósa út úr mér eins og tappi úr kampa- vínsflösku, þegar verst gegnir fyrir alla. Hún stóð upp aftur og framdi enn þessi ginnandi suður-amer- ísku dansspor, sem áttu að setja mig út úr jafnvæginu. — Hananú! f>arna sérðu dans hinriar miklu kjaftatífu, sem hef ur : tekizt að létta á sér. Hún hætti dansinum. — Nicholas! — Nikkí, sagði ég. — Ég ætla að kalla þig Nich- olas. f>að er virðulegra. Nich- olas, hvaðJeggurðu upp úr þessu ©llu saman? Ég svaraði engu. -— Athúgaðu, hver það var, sem datt niður stigann og hver það er, sem á að leika Ninon de l’Enclos. Ég varð snögglega ofsahraedd- ur; — Þú ætlar þó ekki að fara að segja neinum frá þessu, eða hvað? Sagði ég þér ekki nógu greini- legá, að ég tilbið hana mömmu þíná? Var það ekki hún, sem bjargaði mér frá merarössunum hjá MGM? Ég varðveiti auðvitað leyndarmálið, þangað til ég dey. En hvað finnst þér sjálfum um þetta, Nicholas? , Þetta hefði allt verið svo miklu betra, ef ég hefði ekki verið allur gagntekinn af þess- um gömlu rauðkollu-tilfinning- um og svo þránni eftir Moniku og allskonar „þreytandi“ hugs- unum. Það eina sem mér fannst ég nú geta gert, var að skríða bak við ískaldasta virðuleikann, sem ég átti til. — Ég hef ekkert um þetta að segja, sagði ég. — Ó, Nicholas! Hún setti á sig stút. Hvernig geturðu verið svona leiðinlegur? Hugsaðu bara um allt þetta dásamlega hræði- lega, sem hefði getað orðið. Hugs aðu....... 6 Til allrar heppni hringdi sím- inn í þessu. Ég flýtti mér að sleppa út í garðinn, en innan um mig hömuðust þúsundir geðs hræringa, eins og flugnager, en ég gat heyrt sönglið í henni á símann. — Já, þér hafið saroband við bústað ungfrú Anny Rood.......... 4. kafli. Þegar ég var að ganga gegn um allt blómaskrúðið í garðin- um, sá ég Hans frænda í sínum venjulegu bláu fötum, sem sat unöir garðsólhlíf og var að tefla skák við sjálfan sig. Svo vildi til, að hann leit upp og kom auga á mig. Þar eð Hans frændi var Svisslendingur, var hann þeirrar skoðunar, að Evrópumenn yrðu aldrei annað en Evrópumenn, hvað svo sem þá henti. Og þar sem það er siður í Evrópu, að skyldir karl- menn kyssist, þá kyssti ég hann á Ijósrauðan blett, undir lista- mannshárinu hvíta. Hans frændi var raunverulega föðurbróðir mömmu, og eina skyldmennið, sem hafði bjarg- azt út úr þessari rúmensk-búlg- arsk-svissnesku þoku, sem fortíð hennar var hulin. Hann hafði verið heimsmeistari í jóðli á yngri dögum, og hafði tekið mömmu inn í þáttinn sinn, þeg- ar hún átti sér engra kosta vöL En eins og ekki var nema sjálf- sagt, þá varð fólk brátt hund- leitt á þessu jóðli, og því var frægðarferli Hans frænda fljót- lega lokið, og mamma, sem var ræktarsemin uppmáluð, hafði tekið hann með sér, þegar hún fór fyrst vestur, til að leggja Hollywood að fótum sér. Síðan hafði hann unnið að því að rita lengstu og ítarlegustu bÓK, sem rituð hafði verið um sögu jóðl- listarinnar, og svo tefldi hann skák við sjálfan sig, og þetta gerði hann dálítið utan við sig, hvað allt annað snerti. En annars þurfti hann alls ekki að vera utan við sig því að hann var greindastur okkar allra, ef á átti að herða, en hann varð að hafa áhuga á mál- inu, ef heilinn átti að komast almennilega í gang, og venju- lega var hann alveg áhugalaus. — Halló, Hans frændi! sagði ég. Hann svaraði með þessu fjar- ræna en vingjarnlega brosi sínu: — Halló, Nikki, svo að þú ert kominn heim. Nokkur hluti af mér hafði á- kveðið að láta eins og hún Lukka Schmidt væri ekki til, og taka alls ekkert mark á henni, en 'annar hlutinn af mér þráði ekkert heitar en að sanna, að hún hefði verið að ljúga. Mér datt í hug að veiða upp úr Hans frænda, en komst að þeirri nið- urstöðu, að það yrði ekki annað en tímaeyðslan. Betra að bíða eftir Pam. Pam Thornton, sem hafði ver- ið flutt inn í landið nokkru síð- ar en Hans frændi, hafði verið bezta vinstúlka mömmu á jóðl- árunum, og hún var með ein- hvern hundaþátt, sem kallaður var Pam and her Pals, eða Pam et Ses Copains eða Pam und Ihre Freunde, , eftir því í hvaða landi var verið hverju sinni. En Pam var líka dóttir brezks of- ursta og brezkrar ofurstadætur fá það lamið inn í höfuðið að vera alltaf heiðarlegar gagn- vart vinum sínum, hvað sem veltist. Ef einhverju hræðilegu þurfti að leyna, væri hún vís til að gera sitt bezta til að leyna því fyrir mér, en það mundi bara ekki duga til, vegna þess, að okkur þótti svo Cænt hvoru um annað, og hehm mundi finn- ast það óheiðarlegt að fara að Ijúga neinu að mér. En þá kom Pam stikandi gegn um blóinskrúðið, og mér létti stórum. Tray, þessi hræðilegi hundur, sem hún hafði tekið, bisaðist á eftir henni og drösl- aði stórum böggli, eftir stein- lagningunni á stígnum. * Ég hljóp til hennar og kyssti hana. — Nikki! Hún brosti blíðlega til mín, og fornlegu gleraugun hennar sátu ofurlítið skökk á nefinu á henni, og hárið út í allar áttir. — Æ, hvað það var indælt að fá þig heim aftur. Tray er roeð jarðar- farar fötin þín. Blessaður mát- aðu þau strax. Það verður fullt af sjónvarpsljósmyndurum við kirkjudyrnar, og sú gamla yrði alveg vitlaus ef sonur hennar færi út um alla álfuna, eins og kartöflupoki í laginu. Sem betur fer, mundi ég eftir að hafa bux- urnar fellingalausar. Hún þreif í handlegginn á mér og fór að draga mig kringum sundpollinn, burt frá Hans frænda, og þarna var kofi við pollinn, einskonar eftirlíking af negrakofa frá Afríku eða Haiti. Tray staulaðist á eftir okkur með böggulinn. Pam hélt áfram að skrafa um jarðarförina, en svo þagnaði hún allt í einu og setti upp þenn an svip, sem ég var vanur að kalla með sjálfum mér „rann- sóknarsvipinn", og sagði: — Hef ur sú gamla sagt þér, að hún eigi að leika Ninon? THE KINKS — hma vinsælu unglingahljóm- sveit TEMPÓ og hina óviðjafnanlegu BRAVÓ bítla frá Akureyri. Kynnir: ÓMAR RAGNARSSON. ÖRFAIR MIÐAR ÓSELDIR AÐ SÍÐUSTU HLJ ÓMLEIKUNUM. ihe kinks - mn - BRAVÓ bítlarnir frá Akureyri Miðasoiaii í Husturbæjarbíói í dag flýzt miðasala að hljómleikum THE KINKS í Austurbæjarbíó. THE KINKS - BRAVO - TEMPÚ * Hin vinsæla unglingahljómsveit TEMPO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.