Morgunblaðið - 07.09.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.09.1965, Blaðsíða 16
16 MOkCUNBLADIÐ Þriðjudagur 7. sept. 1965 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 I lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ALBERT SCHWEITZER Átti að f reisa Stig Wennerström ? Stokkihólmi í september — NTB. FANGI, sem nýbúið er að láta lausan úr Lyngholmenfang- elsinu í Stokkhólmi, hefur skýrt frá því að í bígerð hafi verið ótrúleg ráðagerð um að hjálpa Stig Wennerström, sænska stórnjósnaranum, sem nú afplánar lífstíðardóm í þessu fangelsi, að flýja. Sagan segir að 37 áira gamall af brotamaður sænskur hafi fyrir nökkru hatft samband við sovézka sendiráðið í Stokik 'hólmi og boðizt til að frelsa Wennerström fyrir 100.000 sænskar krónuir. Hann lagði fram náfcvæma áætlun um þetta og fól hún m.a. í sér að sovézkur kafbátur ætti að tafca hinn flýjandi njósnara um borð rétt fyrir utan höfnina í Stakfchólmi, en sovézka senidl- ráðið h-afði engan áhuga á mólinu. Það var MláHmieyjarblaðiið Arbetet, sem fyrst sænskra blaða greindi frá þessu. Á vinur sámsærismannisins, sem nýlfcominn var úr Bynghoilm- fangielsinu, að hafa skýrt blaða manni frá áætlun þessari. Frelsun Wennerströms átti samkvæmt henni að fara fram 29. ágúst s.l., tveknur dögum áður en bann varð 59 ára. Kveikja átti eld á tveim- ur stöðum í vinnusölum fang- anna til þess að draga að sér athygli fangavarðanna. Síðan átti að sprengja gait á fang- elsisvegginn, og Wennerström átti síðan að komast á brott í bíil. Síðar átti hann að skipta um bíl og íklæðast borgara- legum tatum. Þá lá leiðin í hraðbát út úr Stokifchólms- höfn, en þar átti Wenmarström að fara um borð í sovézkan kafbát. Wennerström var í fyrra dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að hafa stumdað mitolar Stig Wennerstronr. njósnir fyrir Sovétríkin. Hann er undir mijög strangri gæzlu í fangelsinu í sérstaklega byggðum klefa. Eina stari hans er að líma saman um- slög. Heyrzt hefur að Wenner- ströin sé niðurbrotinn maður, og í þann veginn að verða að andlegu og líkamlegu flaki. Hrottalegar aðfarir Vietcong aðinu. Einn fanganna hefði verið I anatré. Munu tvö þeirra þriggja tekinn af lífi á skurðbakka I líka, sem greint er frá hér fyrst nokkrum, annar á bak við ’ ban- J að framan, vera af þéim. Iskyggiieg aukninj tíauísfalia af völd- um lungnakrabba Albert Schweitzer er látinn. Hann andaðist síðastlið- inn sunnudag í Afríku, þar sem hann hefur helgað líf sitt hjúkrun sjúkra og þjáðra. í>að starf, sem Albert Schweitzer vann í frumskóg- um Afríku í hálfa öld, mundi nægja til þess að halda nafni hans á lofti svo lengi, sem saga mannsins verður skráð. í Lambarene hóf Albert Schweitzer fyrst líknarstarf sitt árið 1913 og dvaldist þar fyrst til 1917, síðan ósiltið frá 1924. Þar vann hann göfugt og óeigingjarnt starf við að sjúkra blökkumönnum, sem hvorki höfðu til þess mennt- un eða þekkingu að hjálpa sér sjálfir. Albert Schweitzer var fjöl- hæfur maður; hann var þekkt ur sem læknir og guðfræð- ingur, heimspekingur og frá- bær tónlistarmaður. Hann varð einn frægasti organleik- ari heims og með hljómleika- ferðum og fyrirlestraferðum víðs vegar um heim aflaði hann fjár til líknarstarfs síns í Lambarene. Árið 1952 var Albert Schweitzer sæmdur friðar- verðlaunum Nóbels, en hann var jafnan mikill baráttu- maður fyrir friði í þessari veröld og barðist meðal ann- ars mjög eindregið gegn til- raunum með kjarnorkuvopn. Með láti Alberts Schweitz- ers er genginn einn merkasti maður þessarar aldar, sem í kyrrð og fjarri skarkala héimsins vann göfugt starf. Hans verður minnzt um heim allan en þó alveg sérstaklega meðal svarta fólksins í Af- ríku, sem átti honum svo mik ið að þakka. KASHMÍR Á standið í Kashmír verður æ ískyggilegra með hverj- um deginum sem líður og hættan á algjörri styrjöld milli Indlands og Pakistan magnast stöðugt. Deilan um Kashr ' "'fur staðið frá 1947 c 'iefur reynzt óleysanleg, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mætustu manna til þess. Afstaða beggja þjóðanna er ósveigjan- leg og jafnvel þótt forustu- menn þeirra vildu ef til vill stíga einhver spor í samkomu lagsátt, eiga þeir báðir við að etja sterk öfl, sem ekki mega heyra slíkt nefnt. Jafn- vel Nehru treysti sér ekki til þess að höggva hnútinn í Kashmír. En það er eitt ^"ra brýn- asta verkefni á vettvangi al- þjóðastjórnmála nú að stöðva þau átök, sem fara rn milli Indlands og Pakistan í Kash- mír. Fyrr en varir geta þau átök blossað upp í algjöra styrjöld og sú styrjöld mun verða óvægin og hörð og ó- mögulegt að útiloka þann möguleika, að fleiri aðilar í Asíu mundu dragast inn í hana. Ástandið í Asíu er nógu slæmt með styrjöldinni í Víet nam og ástandi mála í Mal- aysíu, svo að ekki blossi -einn- ig upp úr í Kashmír milli Indverja og Pakistana. Indverjar hafa verið í for- ustu hinna svonefndu hlut- lausu þjóða heims, sem á und anförnum áratugum hafa hvatt til friðsamlegrar lausn- ar deilumálanna. Þess vegna hefur mörgum komið spánskt fyrir sjónir óvægileg afstaða Indverja í Kashmír og her- taka þeirra á Góu fyrir nokkr um árum. Svo virðist, sem Pakistanar hafi átt upptökin að þeim átökum, sem nú standa yfir í Kashmír, en hver svo sem sökina á hverju sinni, sem alltaf er umdeilt, er þó alveg ljóst, að Indverj- ar og Pakistanar verða að skilja að frekari hernaðar- átök þeirra á milli geta fyrr en varir haft hinar alvarleg- ustu afleiðingar fyrir friðinn í þessum heimshluta og þess vegna ber þeim að hlíta milli- göngu Sameinuðu þjóðanna í þessu máli. Báðir aðilar eru skuld- bundnir til þess með sam- komulagi, sem gert var 1960 að leggja deilur um landa- mæri í sátt og enginn aðili virðist betur til þess fallinn að ganga á milli í þessari deilu en Sameinuðu þjóðirn- ar og U Thant aðalfram- kvæmdastjóri þeirra. Þess vegna hljóta allir að vona, að tilraunir U Thant til þess að stöðva frekari hernaðarátök í Kashmír beri jákvæðan á- rangur og vonandi taka ábyrg ari öfl í þessum löndum í taumana, svo að verra hljót- ist ekki af en orðið er. BRUNINN AÐ SETBERGI Cíðastliðinn laugardag gerð- ^ ist sá atburður að bruni kom upp í fjósi og hlöðu við bæinn Setberg, sem er á mörkum Hafnarfjarðar og Garðahrepps. Erfiðlega gekk að slökkva eldinn og var slökkvilið Reykjavíkur kvatt á staðinn til þess að aðstoða slökkvilið Hafnarfjarðar, sem þar var komið. Komið er í ljós að slökkvi- lið Hafnarfjarðar taldi sér ekki fært að senda fullkomn- asta bíl sinn á hrunastaðinn Truc Giang, 6. sept. — AP FUNDIZT hafa lík þriggja her- manna S-Víetnam við Mekong- fljótið. Höfðu þeir verið bundnir, bundið fyrir augu þeirra og síðan verið skotnir gegnum munninn. Þykir þetta sýna vaxandi til- hneigingu hjá Víetcong kommún- istum til þess að skjóta fanga, þegar þeir eiga í vök að verjast fyrir stjórnarhernum. Þá fundust í síðustu viku lík ellefu hálshögginna stjórnarher- manna. Þrír aðrir hermenn fund- ust með mikil meiðsli á höfði, en þeir voru enn lifandi. Skýrðu þeir frá því síðar, að skæruliðar Víetcong hefðu byrjað að taka af lífi hóp stríðsfanga, sem þeir voru í, er þyrlur hefðu tekið að flytja stjórnarhermenn inn á svæðið, sem þeir voru á, til hern- aðaraðgerða. Sömu sögu höfðu tveir aðrir hermenn S-Víetnams að segja, en þeir fundust hlekkjaðir en ó- meiddir. Þeir sögðust hafa verið teknir til fanga fyrir hálfum mán uði, en Víetcongmenn hefðu byrj- að að skjóta fanga úr hópnum, sem þeir voru í, snemma á mánu- dagsmorgun, er þeir fréttu um yfirvofandi hernaðaraðgerðir stjórnarinnar í Truc Giáng hér- og af þeim sökum gekk mun erfiðlegar en ella að slökkva eldinn, sem upp kom að Set- bergi. Ummæli slökkviliðs- stjórans í Hafnarfirði í út- varpinu síðastliðið laugardags kvöld um þetta mál benda til þess, að hann telji sig hafa gert skyldu sína með því að senda tvo gamla bíla frá slökkviliði sínu að Setbergi, en nauðsynlegt hafi verið vegna öryggis Hafnarfjarðar að skilja fullkomnasta bílinn I eftir þar. Genf, G. sept. — NTB Alþjóða-heilbrigðismálastofnunin (WHO) skýrði frá því í dag, að ískyggileg aukning dauðsfalla af völdum lungnakrabba hefði átt sér stað í Evrópu og Norður- Ameríku á tíu árum eða frá 1952—1962. Segir í þessari frétt, að þær upplýsingar, sem fyrir hendi eru, bendi til þess, að sígarettu- reykingar séu alvarlegri sjúk- dómsvaldur að þessu leyti, en ó- Jafnvel þótt einhver ágrein ingur sé milli Hafnarfjarðar og Garðahrepps um það, hvernig brunavörnum skuli komið fyrir í Garðahreppi, er afstaða slökkviliðsstjórans í Hafnarfirði illskiljanleg. Þeg ar alvarlegur bruni kemur upp eins og að Setbergi, setn liggur alveg við Hafnarfjörð, er fráleitt að binda sig við meira eða minna óljósar regl- ur, heldur á að leggja allt kapp á að slökkva eldinn, þar sem hann er upp kominn. hreinkun í loftinu, sem sumir hafa haldið fram. í mörgum Evrópulöndum hef- ur dánartalan af völdum lungna- krabba meira en tvöfaldazt á þessum tíu árum, sem rannsóknin náði til. í Kanada var aukningin 55% og í Bandaríkjunum 60%. Dánartalan var hæst á meðal karlmanna í Vestur-Berlín. Þar var tala dauðsfalla af völdum lungnakrabba 111 af hverjum Framh. á bls. 23 Slökkviliðsstjórinn í Hafn- arfirði virðist hins vegar ekki telja að svo sé og ber að harma það. Hins vegar er ljóst, að ekki verður þolað að slíkir atburðir endurtaki sig aftur, að ekki sé gert allt sem hægt er til þess að slökkva eld þar sem hann kemur upp og væntanlega sjá rétt yfir- völd í Hafnarfirði og Garða- hreppi til þess, að svo alvar- legir atburðir komi ekki fyr- ir í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.