Morgunblaðið - 14.01.1967, Side 5

Morgunblaðið - 14.01.1967, Side 5
MO-RGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1967. UR ÖLLUM ÁTTUM „ÞAÐ var einu sinni frændi, lem hét L. Frank Baum. Hann Vildi skrifa reglulega skemmti- lega og spennandi bók. Þaí gerdi hann lika og kallaði hana Caldrakarlinn í (>*. Og þessá Álfkonan Góða nornin, Þóra Friðriksdóttir — „Öll hlutverk ske.nmtileg.“ búk varð svo vinsæl að það var gerð kvikmynd eftir henni, og aðalhlutverkið í kvikmyndinni lék ung stúlka, sem heitir Judy Garland. Þið kannist kannski við hana? Eða hvað —? Svo var það annar frændi, John Harryson, sem hugsaði sem svo: „Ég held ég fái lán- aða tónlist Harolds Arlenes úr kvikmyndinni og geri söng- texta við hana“. Og þetta gerði John Harryson. Og þá varð til leikritið Galdrakarlinn í Oz, •em mörg ykkar eiga eftir að •já. Leikstjórinn, Klemenz Jónsson, bað Carl Billich að •emja nokkur fleiri lög, svo það yrði nú ennþá meira sung- Bundurinn Xótó — Snjólaug Guðjohnsen — yngsti letkarinn í leikritinu. „ Silfurskór, vísið mér veg“ Skemmtilegur barna-söngleikur í Þjóðleikhúsinu Bærinn þar sem Dórótea á heima. — Leikmyndina hefur Birgir Engilberts gert. ið á leiksýningunni. Var það kannski ekki ágæt hugmynd? En þar með er ekki sagan öll, þvi það eru ekki bara þið, sem fáið að sjá og heyra frásögn- ina um Dóróteu og fund henn- ar og Galdrakarlsins. Þetta ieikrit hefur sem sé verið sýnt í hinum Norðurlöndunum, svo sem í höfuðborg Noregs — Osló, Vasa í Finnlandi og í Málmey og Gautaborg í Svi- þjóð. Og einnig hefur Galdra- karlinn sýnt sig í Færeyjum". Þannig er sagt á skemmti- legan hátt í Leikskirá Þjóðleik- hússins frá barnaleikritinu Galdrakarlinn í Oz, sem frum- sýnt verður í Þjóðleikhúsinu í dag. Leikurinn segir frá lítilli stúlku, Dóróteu 13 ára, sem er á leið til Galdra- karlsins í Oz. Á fótum sér ber hún töfraskó úr silfri, sem eiga að vísa henni leiðina til galdramannsins, en síðan ætl- ar sá að vísa Dóróteu litlu leið- ina heim til sín. „Silfurskór, vísið mér veg/ silfunskór vísið mér veg. / Vísið mér, vísið mér / vísið mér veg / til hins almáttka töfra- manns, Oz“. En í för með Dóróteu slást þrír góðir vinir hennar, sem líka þurfa á hjálp galdrakarls- ins að halda. Það er fugla- Vonda nornin, leikin af Bríet Héðinsdóttir. — „Hlakka til að leika fyrir börnin." hræðan, sem hefur engan heila, járnkarlinn, sem hefur ekk- ert hjarta, ag ljónið, sem skortir þor. Einnig er í fylgd með þeim hundurinn Tótó, sem Dórótea á. „Við erum fjögur á ferð, / sú för er af nauðsyn gerð / með styrk af töfraskóm tveim. / FUGLAHRÆÐAN: því mig vantar heila / JÁRNKARL- INN: og mig vantar hjarta / LJÓNIÐ: og mig vantar þor. / DÓRÓTEA: og mig vantar hnattferju heim. Ekki viljum við hér rekja nánar sögu leiksins, heldur láta ykkur börnunum sjálfum eftir þá ánægju að kynnast henni nánar. í staðinn ætlum við að skreppa á bak við svið- ið og rabba um stund við leik- arana í hvílustund þeirra yfir kaffi'bollunum. Við hittum fyrst ljónið, sem leikið er af Sverri Guðmyndssyni. Við spyrjum Ljónið — Sverrir Guðmundsson — „Halda þarf athygli bant- anna sivakandi.“ Sverri, hvernig honum falli að leika í barnaleikriti: „Það er gaman", segir hann, „en erfitt, erfiðara en í leikritum fyrir fullorðna. Maður þarf að að- gæta að athygli barnanna sé sí- vakandi og því er það að sviðs- hreyfingar verða að vera mun tíðari og fjölbreytilegri. Yngsti leikarinn í leikritinu er Snjólaug Guðjohnsen, og leikur hún hundinn Tótó. Snjó- laug segist vera í ballettskóla Þjóðleikhússins, og að þetta sé í fyrsta sinn, sem hún kemur fram á leiksviði. Dóróteu litlu leikur Mar- grét Guðmundsdóttir. Margrét er vön að leika í barnaleikrit- um, hún hefur m.a. leikið í „Dýrin í Hálsaskógi og „Ferð- inni til Limbó“. Við tökum hana tali og spyrjum fyrst, hver sé hennar skoðun á leikritinu: „Þetta er ævintýraleikrit, eins og flest barnaleikrit, og mjög sjarmerandi". „Hvernig er að leika í barna- leikritum?“ „Það er gaman, en mjög erf- itt. Krakkarnir hafa svo hátt og oft er erfitt að fá þau tiJ að taka eftir“. „Þú ert vön að leika í barna- leikritum?" „Ég hef leikið í nokkrum“. „Og alltaf tekst þér jafn vel upp að lifa þig inn í ímyndun- arheim barnsins?“ Við þessari spurningu okkar hristir Margrét höfuðið og vill litið segja. En ótrúlegt er engu að siður hve lifandi hún gerir barnsmynd sína, það er engu likara, en á sviðinu sé 13 ára .gömul stúlka. Fuglahræðuna leikur einn af okkar fáu grínleikurum, hinn bráðfyndni Bessi Bjarnason. „Hvað hefurðu leikið í mörg- Fuglahræðan — Bessi Bjarna- son — „Ég er kófsveittur allr.n tímann.“ um barnaleikritum Bessi?" „Öllum", segir hann. „Og hvað var fyrsta leikrit- ið?“ „Litli Kláus og stóri Kláus“. „Hvernig er að leika fugla- hræðuna?" „Það er erfitt hlutverk, mað- ur er kófsveittur allan tim- ann, en það gefur mikla mögu- leika. Og með árunum hefur maður öðlazt meira vald og betri þekkingu á krökkunum“. I Við komum nú auga á konu Járnkarlinn — Jón Júlíusson — „Erfitt að ebra búninginn." íklædda fögrum, bláum bún- ingi. Það er Þóra Friðriksdótt- ir, og við spyrjum hana hvert sé hennar hlutverk í leikrit- inu. „Ég leik góðu nornina, norð- annornina“ Margrét Gutfmundsdóttir leikor aðalhlutverkitf í barnaleikrítÍM — Dóróteu litlu. „Hvernig fellur þér þa® hlutverk?" „Prýðilega, mér finnst ótt hlutverk skemmtileg". „Hefurðu leikið í barnahlu^ verki áður?“ „Ég lék smáhlutverk 1 Litlu Kláus og stóra Kláus, en þá va» ég enn í leikskólanum. Úr því að við tókum góðu nornina tali fannst okkur atf við mættum til með að tala einnig við þá vondu. Hún ec leikin af Bríet Héðinsdóttur, sem íklædd sínum svarta búningi og öll óhrein upp fyrit höfuð, segir okkur að sig hlakki mjög mikið til að leika fyrir börnin, því aldrei ha£i hún leikið í barnaleikriti fyrr. Hinrik frænda, góðan, banda rískan, venjulegém bónda, leikur Valdimar Lárusson. Hann segist hafa leikið í flest- um barnaleikritunum, og segir hlutverk Hinriks vera fremur létt, en skemmtilegt. Þegar hér var komið sögtt var kaffihléið úti og leikararn- ir voru óðum að tinast úr stof- unni og á sviðið. Ljósmyndar- inn náði á seinustu stund að smella einni mynd af Járn- karlinum, sem leikinn er af Jóni Júlíussyni og blaðamaður- inn gat spurt hann einnar spurningar, hvort ekki væri erfitt að hreyfa sig í járnfötua- um. „Jú“ svaraði Jón og ekki var laust við smá stunu í röddinni. „Það er erfitt“. Og með það svar frá jám- karlinum vorum við skilin ein eftir inni í kaffistofu og hurf- um þvi fljótlega á brott. — s.óL Hinrik bóndi — Valdimar Lár- usson — „Hinrik er venjuiegur bandarisknr bóndi."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.