Morgunblaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1968 * MAGIMÚSAR SKIPHOITI21 símar21Í9Ó eftlr lokun *lmi_4D2 81 ' J Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjaJd Sími 14970 Eftir lokun 14970 e5a 81748 Sigurður Jónsson BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. RAUÐARARSTÍG 31 SÍMI 22022 SPARIB Nýr sími 23-222 SENDIBÍLAR HF. Einholtj 6. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu AU-ÐVITAÐ ALLTAF ★ Orettmæt ásökun í sjónvarpsviðtali Ferðaðalangur skrifar: Nýlega var viðtal í sjón- varpinu við Edward Frederik- sen, eftirlitsmann gisti- og veitingahúsa. Umræðuefnið var m.a. hreinlætismál og um- gengni fólks á þessum stöðum. Gat hann þess, að víða væri pottur brotinn í þeim efnum, bæði hjá þeim sem staðina reka, og þeim sem sækja þá heim. En ég hjó eftir sérstökum ummælum eftirlitsmannsins í garð ferðalangaj sem mér fannst vera sögð í hálfgerðum ásökunartón. Hann gat þess sem dæmi um lélega framkomu gesta, að á veitingastað ein- um hefðu farþegar úr 3 rútu- bílum ruðzt inn á salerni stað- arins, án þess að kaupa veit- ingar. Greiðasölustaðuf þar sem 3 rútubílar með fjölda farþega staldra við, hlýtur að vera í þjóðbraut. Spurningin er þá sú, hvert farþegar eiga að fara til þess: að ganga erinda sinna, ef það er ekki leyfilegt að nota salerni greiðasölustaðarins, nema keypt sé kaffi fyrir 80 krónur, eða matúr fyrir 150 krónur. Býst ég við, að það þætti líká hneykslanlegt ef far- þegar notuðu hlaðið til þeirra hluita, eða skjól trjánna, ef garður er á staðnum. Yrði áreiðanlega kvartað yfir slík- um sóðaskap, og ekki að ástæðulausu. Eftiriitsmaðurinn hlýtur að skilja það, að á þeim stöðum þar sem rútubílar nema staðar með farþega, verður aðstaða öll að vera þannig, að ferða- langar hafi aðgang að náðíhúsi, ásamt þvottalaug, sápu og að þeir greiði smá upphæð fyrir þá sjálfsögðu þjónustu. Fyrsta málið á dagskrá eftir- litsmannsins á þessu vori, ætti að vera lagfærmg og auknmg á þeim braðnauðsynlegu vist- arverum, sem við köllum snyrtiiherbergi. Ég hefi töluvert ferðazt um landið, og orðið þess áskynja, að þessi mál eru víða í megn- asta ólestri. Salerni sfifluð, kæfandi óþefur, handklæði og sápa engin, eða þá rennblautar druslur. En ég hefi jafnframt veitt því athygli, að þá staði sem til fyrirmyndar eru, virða flestir gestir, og ganga vel um þá. í því sambandi vil ég nefna snyrtiherbergin í Val- höll á Þingvöllum, og í Bifröst í Borgarfirði. Þar eru allir hlutir eins og þeir eiga að vera á veitinga- og gististöðum, sem láta sér annt um orðstír sinn, og góða þjónustu við ferðafólk. Ferðalangur. ^ Þeir þekkja það sem þeir biðja um Steingrímur Kristinsson á Siglufirði skrifar: Siglufirði 29/1 ’68. f Velvakanda 27. janúar sl. beinir „Siglfirð:ngur“, nokkr- um orðum tli mín. Ekki veit ég lwer maðurinn er því hann virðist ekki hafa kjark til að láta nafns síns getið. Bréfritari setur út á frétta- flutning minn varðandi „presta fréttir", eins og hann nefnir það. Og er hann reiður yfir að ég skyldi telja undirskrifta- söfnun varðandi sra Kristján Róbertsson ganga vel. Ég vil endurtaka að ég álít umrædda undirskriftasöfnun hafa gengið mjög vel. Alls söfnuðust um 400 undirskriftir en um 40 voru síðar strikaðir út, þar sem þeir annaðhvort voru ekki í Siglufjarðarsókn, eða of ungir, en skýringin á því fyrírbrigði er það, að einn list- inn iá frammi í verzlun og var þar ekki fylgzt nægjanlega með hverjir skrifuðu undir. En á aðeins tveim dögum skrif- ðuu 360 lögmætir kjósendur undir umrætt skjal. En vegna misskilnings var aðeins safnað í tvo daga, og fyrir vikið gátu færri en vildu skrifað undir. Bréfritari mótmælir einnig harðlega endurteknum „prest- fréttum" frá Siglufirði í Morg- unblaðinu. Og er mér spurn: Vill hann ekki láta Mbl. birta fréttina, þegar séra Kr. Róbertssyni verður veitt Siglufjarðarprestakall? Vill hann láta eitthvert annað blað sitja að fréttinni? Eða meinar hann að prestar, séu svo guð- dómlegir að ekki megi segja fná gerðum þeirra? Og að lokum þetta: Þótt þú, sem ekki þorir að sýna framan í þig, sért mér ekki sammála þá finnst mér ekert athuga- vert við það þótt (a.m.k.) 360 Siglfirðingar óski eftir ákveðn- um presti. Þeir þekkja að minnsta kosti það sem þeir eru að biðja um. Þessir 360 kaupa engan kött í sekknum. Steingrímur Kristinsson Siglufirði. Þeir minna á nýmálað fjós á Jótlandi Hans Arrebo Clausen, málari skrifar: Velvakandi. Það er gaman að sjá í dálk- um þínum að einum manni hefir dottið í hug að skrifa um liti. Ánægjan mín er meiri þar sem maðurinn er arkitekt og mér að gúðu kunnur. Litaval meðal þjóðarinnar er svo bág- borið að það á sér enga hlið- stæðu í hinum menntaða heimi. Það er álit sérfræðinga, lækna o. fl. sérfræðinga að litir hafi mjög mikil áhrif á sálarlif manna. Litaskynjun margra hér á landi virðist vera mjög á reiki. Hér hefir aldrei skapazt nein litahefð. Menn nnála hús sín eftir eigin „smekk“ svo að heildarblær einnar götu getur orðið herfi- legur. í nálœgum löndum, Skandinavíu og Þýzkalandi, skipuleggja nú sérfræðingar í litum (Farve specialist) heilar götur og hverfi sem hafa liti húsanna eftir útliti og um- hverfi. Það er víst langt í land að þetta geti átt sér stað á ís- landi. Hr mála flestir sjálfir. Það er enginn vandi að mála segja menn. En það er svo mikill vandi að margir landar ættu að láta það ógert. íbúðarmálum hr hjá fólki er svo langt fyrir neðan allar hellur að maður fær roða í andlit af að tala um það. Flestar íbúðir (nýjar 80—90%) er mál aðrar í einum lit. Beinhvítar eða beingular. Auðvitað geta þess- ir litir gengið sem aðrir litir þar sem það á við en einvörð- ungu. Það er afleitt. Það er oft þegar maður kemur í nýja íbúð (án húsgagna) að hún hefir sömu áhrif á mann og nýmálað fjós á Jótlandi. En séu komin í þær húsgögn, t. d. rauðir stól- ar og sófar, minnir þetta á hval- þjósir, sem menn sjá oft við hvalskurð í Hvalfirði. Þar sem einn af ágætustu arkitekum landsins hefir vakið máls á litum í lífi þjóðarinnar, (þó á strætisvögnum sé) finnst mér að einmitt þeir ásamt þeim, er við málun húsa fást, reyni að fá yfirvöld höfuðborgarinnar og annarra bæja til að gefa þessu máli gaum. Það er ekki nóg að mála. Það verður að velja liti sem við eiga. Mörg- um gömlum húsum hér 1 höfuð borginni er illa við haldið eða máluð í litum sem eiga hvorki v ð hús eða umhverfi. Þetta er sorgleg staðreynd. í Reykja- vík, Kópavogi og Seltjarnar- nesi eru fullgerðar á ári ca. 1000—1100 íbúðir. Þessar íbúð- ir eru málaðar af fólkinu sjál'fu, ef til vill ekki allar, en 80—90%. Ég segi þetta vegna þess að ég hefi unnið hjá öðru stærsta „málarafirmanu“ hér í borg um áraraðir og nýja ibúð höfum við varla málað s.l. 10 ár. Flestar þessar íbúðir njóta styrks hins opinbera (húsnæð- islána o. fl.) en það kemux okkur ekki til góða. Hvað myndu málarar 1 Noregi, Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð segja ef þeir væru svona sniðgengnir af hinu opin bera. Auðvitað er gott að geta sparað fhálarann og keypt sér heldur bíl eð farið í siglingu fyrir hluta af iámnu, því miöu. þess eru mörg dæmi. Að end- ingu vil ég þakka Skarphéðni Jóhannessyni fyrir skrif hans og vona að hann hafi ekki sagt sitt síðasta um þessi má'l. Skrifað að Kársnesbraut 33 1/2 ’68 Kópavogi. Hans Arreboe Clausen (málari). Aðalfimdur Byggingarfélags atvinnubifreiðastjóra verður haldinn þriðjudaginn 13. febrúar n.k. að Skipholti 70 oig hefst kl. 20.30 stundvíslega. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Til leigu vörugeymsluhúsnæffi, 120 ferm. jarðhæð 6 metra lofthæð. Upplýsingasími 23912. Netagerffin Höfffavik. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Tryggingarstofnunar ríkisms og Jóhanns Þórðarsonar, hdl., verður fiskverkunarhús að Ós- eyrarbraut 1, Hafnarfirði, talin eign Faxafisks h/f., selt á nauðungaruppboði, sem háð verður á eigninni sjálfri föstudaginn 9. febrúar 1968, kl. 4.00 e.h. Uppboð þetta var auglýst í 66., 67. og 68. tölu- blaði Lögbirtigablaðsins 1966. Bæjarfógetinn í Hafnarfirffi. r Fél. hárgreiðslunieistara Islands lieldur árshátíff sina í Lídó sunnudaginn 25. febrúar, hefst meff borðhaldi kl. 6.30. Félagar fjölmennið. Upplýsingar í símum 14656, 31845, 12274, 32935. STJÓRNIN. Húsnæði viff Hverfisgötuna til leigu, um 75 ferm. fyrir skrif- stofu effa lieildsölu og léttan iðnað. Upplýsingar í síma 13461 milli kl. 5—7. (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.