Morgunblaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1968
RALEIGH
KING SIZE FILTER
Leið nútímamannsins til ekta
tóbaksbragösins frá Ameríku
Islenzkt kjarnfóður
úr nýmöluðu korni
Verð mjög hagstætt
Hænsnamjöl
Varpfóður, kögglað
Blandað korn
Maískurl
Hveitikorn
Bygg
Ungafóður
fyrir varp- og
holdakjúklinga
Kúafóður, mjöl og
kögglað
Maísmjöl, nýmaiað
Byggmjöl
Hveitiklíð
Grasamjöl
Sauðfjárblanda, köggluð
Svínaíóður, kögglað
Hestafóður, mjöl og
kögglað
Hafrar
MJÓLKURFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Kornmylla . Fóðurblöndun
Öskiljanleg skemmdarfýsn
- Skoðuð vegsumerki pörupilta við Lögberg
NOKKRIR pörupiltar dund-
uðu við það fyrir helgi að
skemma og eyðileggja sumar
bústaði upp við Lögberg, í
Lækjarbotnum með þeim af-
leiðingum, að einn þeirra
brann til kaldra kola, og aðrir
stórskemmdust.
Við skruppum þangað upp-
eftir til að sjá vegsummerki.
Voru tveir menn önnum kafn-
ir við að moka út snjónum
úr einum bústaðnum. í>að var
eins og snjóflóð hefði farið
um hann. Húsgögn í óreiðu
og allt fannbarið frá gólfi til
lofts. Meira að segja skúff-
urnar í skápnum voru full-
ar af snjó.
f>eir sögðust heita Sigurð-
ur Jónsson og Magnús Davíðs
BRIDGE
EINS og kunnugt er hefur SKT
flutt félagsvist sína úr gamla
Gó'ðtemplarahúsinu í nýju
Templarahöllina víð Eiríksgötu.
Fór fyrsta spilakvöldið þar fram
sl. föstudag við mikið fjölmenni.
Næstkomandi föstudagskvöld
hefst þar svo 5 kvölda vikuleg
spilakeppni um utanlandsferð
með Gullfossi fyrir þá konu og
þann karlmann, er slagahæst
verða að keppni lokinni. Eru
verðlaun þessi að verðmæti
milli 20 og 30 þúsund krónur.
Nauðsynlegt er að vera með frá
byrjun.
son og var hann eigandi skál-
ans.
— Hann vr asvo ð segja
fullur af sjó þegar við kom-
um hingað, og við höfðum
verið að moka út í dag. Allar
rúður voru brotnar nema
þrjár, en það hafa verið svona
þrjátíu til fjörutíu rúður í
honum. Allt opið upp á gátt
og svo hefur fennf inn um
helgina. Tjónið er töluvert,
þótt ekki væru nema bara
rúðurnar og vinnan við að
koma bústaðnum í samt lag.
— Vitið þið hverjir gerðu
þetta?
— Nei, það sáust einhverj-
ir piltar hérna á föstudaginn,
og það getur verið að þeir
hafi gert þetta. Hinsvegar
hafa þeir ekki notað grjót,
annað hvort barefli eða snjó-
bolta. >að er ekkert hægt að
gera við svona stráka, bara
vona að þeir láti sér segjast.
>eir voru búnir að negla
fyrir gluggana, en snjór var
enn á gólfum. Við litum heim
til hinna bústaða-nna. >ar var
einnig búið að negla fyrir
glugga, en snjóhrúgur og ó-
nýtir húsmunir á hlaðinu báru
skemmdunum glöggt vitni.
Flestir hafa sjálfsagt fengið
spurnir af skemmdunum, en
þó sáum við brotna glugga í
sumarbústöðum og var auð-
séð, að eigendurnir hafa enn
ekki hugmynd um það. >að
flöktu gluggatjöld út um einn
gluggann, og inni var skafl.
Allar kirnur fullar af snjó,
vaskur og ofn.
Sunnan við veginn, innan
Hér var eitt sinn fallegur skáli, sem geymdi margar endurminningar. (Ljósm. Sv. Þorm).
við Gunnarslhólma eru bruna-
rústirnar. >ar var allt brunn-
ið, aðeins stóð eftir skor-
steinninn. Allt var fennt í kaf,
en þó mátti sjá sviðna rafta
upp úr fönninni og stól brunn
inn, sem var utan við rúst-
ina. Að því er lögreglan tjáði
ökkur hefur líklegast verið
farið óvarlega með eld í bú-
staðnum, en alls ekki verið
kveikt i af yfirlögðu ráði.
— >etta kom yfir mann
eins og reiðarslag, sagði Valdi
mar >órðarson, eigandi sum-
arbústaðarins. Bústaðurinn
var lokaður og neglt fyrir
aila glugga og svo kemur
þetta. >eir hafa orðið að
mölva hlera og brjóta rúð-
ur til þess að komast inn, eða
þá brjóta upp hurð. Auk þess
voru steingólf, svo að það er
hæpið að þetta hafi getað
verið af óvarkámi. Annars er
ómögulegt um það að segja.
— >ví miður hef ég enn
ekki haft aðstöðu til þess að
skoða rústirnar, en mér skilst
á öllu, að þetta muni hafa
verið minn bústaður.
— Húsið var um 15 ára
gamalt en vandað. f því voru
margir gamlir munir, sem
manni þótti vænt. um og eru
alveg óbætanlegir.
Lögreglan hefur haft upp á
þessum verkglöðu piltungum
og vonandi verðuT framferði
þeirra og refsing öðrum víti
til varnaðar.