Morgunblaðið - 07.02.1968, Page 25

Morgunblaðið - 07.02.1968, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1968 25 Sjötugur 1 dag: Alexander Bridde bakarameistari ALEXANpER er fæddur 1898 í borginni Ústmedwediza af þýzku foreldri. Árið 1922 stígur hann á ís- lenaka grund aðeins 24 áira gam- all. Erindið var að vinna sem köku gerðamraður !hjá Hótel Skjald- breið, en um þær mundir rak hótelið eigin kökugerð. Áður en Alexander hóf sjálf- stæðan atvinnurekstur sem bak- ari, hafði hann unnið hjá þekkt- um bakarameistara, hr. Kerff um nokkurt skeið. 1927 hóf Alexander rekstur á eigin bakaríi með framleiðslu á brauði, kökum og sælgæti að Herfisgötu 41, en flytur bakaríið nökkru seinna í nýtt hús að Hverfisgöbu 39. Þar starfaði hann sem bakara- meistari til ársins 1965 að son- ur hans tók við og vinn-ur hann nú 'hjá honum við sömu iðn- grein. Nokkru áður en Bridde, en því nafni er hann yfirleitt nefndur, hóf sinn eigin rekstur, hafði hann gengið í hjónaband með Þórdísi Guðnadóttur frá Eyrar- bakka, en hún mun hafa átt rík- an þátt í að hvetja hann til dáða. Það hlýtur að vera hverjium manni ómetanlegur styrkur við slíkar aðstæður að kynnast jafn mikilhæfri dugnaðar- og ágætis- konu sem Þórdís er. íslenzkan ríkisborgararétt fékk Bridde eftir nokkuTra ára dvöl hér á landi. Þennan rétt og þær skyldur sem sérhver tekur á sig við slík tækifæri, hefir Alexander Bridde, rækt af slíkri tryggð við ísland, að eigi verður á betra kosið, og má sú þjóð vera stolt af slíkum sonum er nema lönd fjarri átthögum símum. Oft hefir því verið haldið á lofti meðal okkar, að væru allir fslendingar jafn góðir þjóðfélags- þegnar og hann væri maxgt öðru vísi hjá okkur í dag. Það má einnig færa til ein- dæma, að Bridde hefir aldrei ferðazt frá íslandi eftir að hann steig hér á land — heldur hafið vinnu sína löngu fyrir venjuleg- an fótaferðatíma og hefir hann oft iátið í ljósi þá skoðun sína, að það væru fáir sem hefðu séð jafn oft Reykjavík og hana bað- aða í sólarupprás og í þeirri kyrrð sem þeir einir þekkja sem á erli eru á þessum tíma sólar hrings. — Sjálfur hefi ég heyrt afmælisbarnið margoft _ taka fram, að eigi kynnum við íslend- ingar að meta sem skyldi mikil- vægi þess, að landamæri annarra landa snertu ekíki ísland. Við sem teljum ok'kur geta sagt með sanni, að það sé lán að ihafa haft kynni árabugum sam- an af slíkum ágætisdreng sem Bridde er ,að vita til þess, að nú stendur hann ekki einn á þessari grund sem ókunnur maður frá framandi landi, heldur sem einn af ágætum sonum þessa lands og fagnar í dag þessum merku tíma- mótum ævi sinnar með eigin- konu, þremur börnum þeirra, tólf barnabömum og tveimur tengdabörnum auk ihinnar mörgu vina sem munu fagna þessum degi með honum í dag. Kæri Alexander Bridde, við vinir þínir og kunningjar 'biðj- um þess að um ókomin ár megir þú njóta sem bezt með eiginkonu og fjölskyldu. Vinir. Framhald af bls. 8 an flaka og dreifa til fiskbúða og fisk-bara. Fiskbúðirnar skipta tugum þúsunda. Árlegur fiskafli Breta hefur ver- ið um 1 millj. tonn. Fullnægir það um 65-70% af þörfinni, en 30-35% hefur þurft að flytja inn. Allt til síðasta árs hefur innflutningurinn farið vaxandi, en minnkaði um 10.000 tonn árið 1966. Árið 1965 var innflutningur á ferskum og frystum fiski 128.000 tonn að verðmæti um 2.800 millj. króna. Um helmingur innflutnings ins var frá Noregi og Danmörku. Á tímabilinu 1961—1965 jókst inn- flutningur frá Noregi um 24 og varð aukningin mest 1 flökum og var þar farið að gæta áhrifanna frá EFTA samningnum, en sem kunn- ugt er tollfrjáls innflutningur á frystum fiskflölum innan EFA-land anna. Bretland er þýðingarmesta við- skiptaþjóð okkar 1 Vestur-Evrópu og virðist eðlilegt að við reynum að viðhalda þessum þýðingarmikla markaði, sem ætla má að verði okkur hagkvæmur, m.a. af eftirtöld um ástæðum: f fyrsta lagi eru þær fisktegundir sem við framleiðum fyirleitt þekkt og samþykkt markaðsvara þar. í öðru lagi er landfræðileg lega Bretlands okkur hagkvæmari til flutninga en flestra annarra mark- aðslanda. í þriðja lagi. Framleiðsla ákveð- inna tegunda og pökkun i stærri umbúðir er ýmsum íslenzkum fram leiðendum hagkvæm og samrýman leg markaðsþörfunum. Það sem helzt myndi reynast okkur Þrándur í Götu a.m.k. í bili er: í fyrsta lagi, lágt markaðs verð, sem er þó ekki endilega sér- einkenni fyrir þennan markað. í öðru lagi, skortur á aðstöðu til að fylgja vörunni eftir með hlutdeild í eða áhrifum á dreifingarkerfið til smærri kaupenda. f þriðja lagi, vegna tilveru Fríverzlunarbanda- lagsins EFTA líta margir kaupend- ur á aðildarríkin, sem sín framtlð arviðskiptalönd og aðhyllast því viðskipti innan þeirra fyrst og fremst en ytri tollur EFTA á fiski, 10%, gerir það að verkum, að ann- að hvort verðunr við að sætta okk- ur við 10% lægra verð en aðildar- ríkin, t.d.Norðmenn, Danir, eða að við getum aðeins selt, þegar þeir hafa ekki hliðstæða vöru að bjóða Svanur Sigurðsson Brúarhrauni KVEÐJA FRÁ FJARSTADDRI SYSTUR Sofðiu bróðir, systurhjartað sendir kveðju yfir haifið. Minninganna myndir safnast miýkja sviðann litla stund. Árla dags er sólin sigin, sár er kuldinn eftir ylinn. Blómin krókna í köldum gjósti kveinar himinn, haí og grund. Sofðu bróðir, blása vindar boðskap yfir hraun og engjar. Fjallið hlustar, áin .hvíslar, hljóminn nemur Barnaborgin. Sorgarfregn fær fjarlæg systir siystkinum er horfin bróðir. Móðurhjartað þögult harmar hljóðlátust er dýpsta sorgin. Sofðu bróðir, systir þín saknar þín og gleymir ekiki. Ilmur lyngs og lóusöngur laðar fram öll æskuárin. Til þeirra hjartað huggun sækir hverju sinni nóttin kemur. Og þar mun þraiut og þjáning litla og þerra burtu sorgartárin. S.S. Frá sjónarmiði markaðsöflunar- innar í Bretlandi, er þetta afar erf- iður fjötur um fót á tímum fram- boðs umfram eftirspum á vöru, eins og nú er með frystan fisk Nýafstaðin gengisbreyting hjá okk- ur og Bretum styrkir nokkuð sam- keppnisaðstöðu okkar gagnvart Norðmönnum og Dönum, en veld ur tæpast breytingu svo teljandi sé í útflutningi okkar til Bretlands. Önnur EFTA lönd:. Möguleikar á sölum frystra sjá- varafurða til annarra EFTA ríkja en Bretlands eru mun takmarkaðri - Helzt kæmi til greina að reyna að byggja upp markað, t.d. 1 Sviss en vegna samkeppni frá Noregi og Danmörku, stöndum við þar illa að vígi. „Hvað um Efnahagsbandalagslöndin „í Efnahagsbandalagslöndunum, sem þegar eru að renna saman í eina markaðsheild, hefur fiskfram- léiðsla aukist á seinni árum, eink- um á bolfisktegundum, og hafa þýzkir og franskir frystitogarar sérstaklega aukið framleiðsluna. Verð á þorskflökum á franska markaðinum hefur verið tiltölulega hátt og hlýtur því að vera girni- legt fyrir þýzka útflýtjendur, ef franski togaraflotinn, sem hefur ver ið aukinn mikið fullnægir ekki eft- irspurninni þar. Eftir því sem næst verður komizt, er ekki útlit fyrir, að við höfum mikla möguleikameð flakasölur til Frakklands, Belgíu og Hollands. Ytri tollur Efnahags- bandalagsins á innfluttum fiski, sem verður 15%, gefur aðildarríkj unum það mikla vernd, að varla er við því að búast, að utanað- komandi aðilar komist langt í sam- keppni við þá, sem eru innan banda lagsins Árið 1965 fluttu þessi lönd inn 200 þúsund tonn af síld og skel- fiski. Fiskneyzla í Frakklandi er mikil, nær 20 kíló á mann á ári að meðtöldum skelfiski og nær 2/3 hlutar magnsins var innflutt. Fryst síld, flokkuð í samræmi við óskir kaupenda, er sú vara, sem ið ættum helzt að geta komið þar á markað. Þá er stöðugur markaður fyrir flokkuð hrogn í Frakklandi, sem þykja mjög góð til reykingar og einnig er markaður fyrir skötusel. Hvað Belglu snertir er ástandið svipað og í Frakklandi. - Markað- ur er yfir vetrarmánuðina fyrir síld af ákveðnum stærðarflokkum, en magnið er ekki mikið á okkar mælikvarða,a.m.k. ekki til að byrja með. Síldarflök af stórri og góðri síld er möguleigt að selja í Hollandi og Belgíu. Við höfum einnig selt til Hollands verulegt magn af skötu sel. Unilever fyrirtækið IGLo hef- ur um 70 af smásölumarkaði Hol lands í frystum matvælum og um 50 af belgíska markaðnum. Framtíðarhorfur: Ég álít að í náinni framtíð a.m.k. verði afrakstur sjávarafla og út- flutningur sjávarafurða aðal undir staða þeirra lífskjara, sem við hljót um að búa við. En af dýrkeyptri reynslu núverandi verðlækkunar- tímabils i kjölfar góðæris, megum við læra að binda ekki of sterkar vonir við sífellt hækkandi verð fyr- ir útflutningsafurðirnar, og það get ur verið hætta fólgin í verðhækk- unum, sem eru umfram og í ósam- ræmi við aukningu þjóðartekna við skiptalanda okkar yfirleitt, því til slíkrar framleiðslu leitar aukið fjármagn, sem getur orsakað of- framleiðslu. Við þurfum að full- vinna sem mest það takmarkaða hráefni, sem aflast og byggja þar á okkar stóriðnað. En útflutnings- atvinnuvegur getur ekki krafizt hækkaðst markaðsverðs fyrir af- urðir sínar, þótt heimatilbúinn framleiðslukostnaður okkar rjúki upp úr öllu valdi, vegna óstöðugs verðlags og kaupgjalds hjá okkur. Að flestra dómi verða stórstig- astar framfarir á næstunni, bæði í frámleiðslu og markaðsmálum, vegna tilkomu rafeindaheila. Vegna smæðar fyrirtækja okkar, stöndum við illa að vígi til að tileinka okk- ur þessa tækni, en engu að síður verðum við nú þegar að keppa við framleiðslij fyrirtækja, sem eru bú- in þessum fullkomnu tækjum. - Sameining smærri fyrirtækja, eða algjör samvinna stærri vinnslu- stöðva gæti fært okkur skrefi nær því að ná bættum árangri. Hagur flestra fyrirtækja fer mikið eftir getu forráðamanna þeirra til að setja þeim markmið og finna rétta leið til að ná settu marki. Skipu- legar áætlanir til lengri tíma eru hin mikilvægustu hjálpartæki. Það er alkunnugt, að utanríkisvið skipti okkar eru tiltölulega mjög mikil eða útflutningur og innflutn- ingur nær 50% af brúttó þjóðar- tekjum hvor um sig, sem er um helmingi hærra hlutfall en flestra Vestur-Evrópulanda og tífallt á við Bandaríki Norður Ameríku. Við er um því fjær því en flestir aðrir að vera sjálfum okkur nógir. Ég álít að við hefðum átt að athuga fyrir löngu um aðild fslands að EFTA með löngum aðlögunartíma líkt og Finnland og Portugal fengu, og þótt segja megi, að athugun á því nú komi seint, getur hún enn orðið okkur að miklu gagni. f markaðmálum útflutningsafurð anna er okkur meiri nauðsyn að byggja upp markaðsöryggi fyrir okkar titlölulega einhæfu afurðir, heldur en stökkva eftir glæsilegum skynditilboðum, sem ekki er grund völlur fyrir til langframa. Okkur ber að forðast samkeppni hvor við annan 1 að bjóða afurðir okkar á erlendum mörkuðum, slíkt leiðir aðeins til verðlækkunar, sem er okkur öllum i óhag. - Þess er að vænta að viðleitni S.H. í Englandi eigi eftir að bera enn meiri ár- angur og verða upphaf af stærra og meira átaki, sem tryggi þjóðinni auknar og öruggar sölur á verð- mætum sjávarafurðum á brezka markaðnum. - LJÖÐSKÁLDIN Framhald af bls. 17. að við að ríma þau. Rímið eitt gefur engu kvæði gildi, rím leysan ekki heldur. Ljóð af báðum gerðum geta verið hreinn þvættingur. í báðum ljóðformunum veltur á öllu hvernig um er vélt. Margir æpa köpuryrði að þeim, sem þeir nefna atómskáld, kalla ljóð þeirra Æra—Tobba—kveðskap. Það er órökrænt. Tobbi var okkar maður rímskáldanna Fáir þrælrímuðu á borð við hann. En Tobbi var „absúrd" skáld. í hugsanagangi hefur hann kannski verið eitthvað skyldur þeim, sem minnst hafa til brunns að bera á skálda- þingi. En jafnvel þótt eitthvað fljóti með af leir í nútímakveð skap er engin ástæða til að fara í fýlu vegna þess. Eins og leirinn hafi ekki fyllt obbann af Ijóðabókmenntum okkar frá upphafi. Ég held — kannski er ég einn um þá skoðun — , að í engri bókmenntagrein okkar sé jafnmikið af þvættingi og í ljóðagreininni. Af rúmlega þúsund ljóðabókum, sem ég hef hér fyrir augunum, mundi ég ekki opna til lesturs nema nokk ra tugi, enda þótt ég væri „stað settur“ til dauðadags á eyði- ey og hefði ekki annan bóka kost. Hversvegna ég safni þá ljóðabókum? Að baki þeirrar ástríðu eru líkar hvatir og þær, er á sínuim tíma fengu stelpur mínar til að safna servíettum og eldspýtustokkum. Mikið er rætt um „pop“-list nú til dags og einkum í sambandi við músík. Það er misskilningur að hún ein geti stælt sig af þessu nútíma fyrirbrigði. „Poppið“ er tekið að einkenna verk margra þeirra, sem fást við aðrar listir. Málaralist, skáldsagnagerð og ljóðlist. „Poppið“ virðist vera það sem koma skal, og hví skyldum við ekki fagna þeim menningarstraumi? Að vísu kalla frændur okkar á Norður- löndum þá tegund ljóðlistar „pigtraadslitteratur". gadda- vírskveðskap. En Sviarnir a.m. k. láta nú ekki bjóða sér allt. En sem sagt miðað við ástand- ið í dag held ég, að „almenn- ingur“ kæri sig kollóttan um alla ljóðakynningu. Þetta mæli ég sem rímskáld. Ekki veit ég hvað rímleysingjarnir segja, vel má vera, að þeir telji slíka kynningu nauðsynlega. Og þá er að hefja hana. Okkur rím- skáldunum m.á vera sama, við verðum flestir gleymdir eftir - nokkra áratugi, enda þótt okk- ur lifi sjálfsagt einhverjir list- snápar, sem telja sér frama í að nudda sér upp við þá sem skástir voru taldir í lifanda lífi. Ef æskilegt verður talið, „að beztu manna yfirsýn", að auka áhuga almennings á ljóðlist, dettur mér í hug hvort það væri fjarstæða, þótt útvarpinu væri gert að skyldu, að verja lengri tíma í því augnamiði en verið hefur. Nú hefur sá hátt- ur verið tekinn upp hjá þeirri góðu stofnun, að helga íslenzku tónskáldi dagsstund heilan mán uð. Slíkt yrði vafalaust talin ofrausn við ljóðskáld. Líka kæmi til mála, að þeim sem kenna bókmenntir í skólum landsins væri gert að skyldu að verja ákveðnum tíma til Ijóðakynningar, upplesturs og skýringa. Einnig að þjálfa nem- endur í að lesa upp ljóð og skýra þau. Um nokkurt ára- bil hefur yfirstjórn fræðslu- mála sent öðru hverju í skólana menn, sem átt hafa að þjóna þessu kynningarhlutverki. Sú kynning hefur stundum gefizt vel, stundum ekki. Það gefur auga leið, að þeir sem naumast geta talist læsir á eigin kvæði eru ekki færir um að lesa ann- arra. Mér hefur stundum dott- ið í hug ef einhver skynugur náungi hefði verið sendur út af örkinni með safn eldspýtu-' stokka til að sýna krökkunum. í þessu sambandi get ég ekki stillt mig um að minnast á aðr- ar listkynningar út um lands- byggðina, enda nokkuð um þær rætt í dag. Við „Norðurlands- menn“, En þannig titlar eitt höfuðstaðarblaðið okkur ný- lega, mundum fagna, ef okkur yrði sendur listamaður (eða kona), er vildi kynna okkur list sína, og kannski ekki sízt, ef okkur væri sýnt t.d. hvernig hægt er á listrænan hátt að stilla upp hjóli úr afdönkuðu stighjóli, prýtt nokkrum kló- settblöðum, svo einn möguleiki nútíma listsköpunar sé nefnd- ur. Æskilegt verður að telja, að listamaðurinn (eða konan) fylgi með til að skýra verkið. Sýningargestum til fróðleiks gæti hann gert grein fyrir „til- urð“ listaverka sinna. Og ég þori að fullyrða, að hann þyrfti aldrei að skorta ,,materíal“ enda þótt hann settist hér að — sorphaugarnir hérna rétt fyrir ofan bæinn. Já, „tilurð“. Al- veg er það fágætlega gott dæmi um orðsköpunarhæfni vorra tíma. Það var slysni, að pi'óf. Einar Ólafur Sveinsson, skyldi ekki hafa spurnir af þessu orði, þegar hann gaf nafn bók sinni, Ritunartími íslend- ingasagna. Hvort það hefði ekki verið betur í anda nú- tímans, að bókin hefði heitið Tilurðartimi fslendingasagna. Þá hefði „pop“—málinu tekizt að skáka gamla Snorra, svo lengi yrði í minnum haft. f RITSTJORN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA • SKRIFSTOFA BÍMI 1D*1DQ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.