Morgunblaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1»68 17 Teljið þér rétt að auka áhuga al- mennings á Ijóðlist og þá hvernig? J hann Hjálmarsson: Dagblöðin hafa hér hlut'verki að gegna. Þau hafa tekið við bikmenntalegri forystu af bók- m v n ntatímaritunum, sem nú eru annað hvort að geispa gol- unni eða vitna um enn ömur- leg.: örlög en heiðarlega upp- gjöf. A5 sjálfsögðu hafa diag'blöðin margt gott gert til þess að efla bókmenntaáhuga í landinu, en þau ættu að sjá mietnað sinn í því, að veitia se>m flestum fræðslu um ljóðagerð og nýjar bækur yfirleitt, þannig að „veggurinn“ 'milli skáldsins og lesandans verði að minnsta kosti fyrirferðarminni en hann hefur lengi verið. Nína Björk Árnadóttir: Mér finnst vera ástæðia til þess. Það er erfitt að kom.a fólki til að fá áhuga á öðru oig meiru en það hefur. íslendingar hafa ekki áhuga á ljóðlist, eru þó ljéðrænir. Ég beld, að fólk sé bókstaflega hrætt við nútima- ljóð. Hrætt uim að skilja þau ekki, því gamla góða endarLm- ið vantar. Endarím er oft fjarska ánægjulegt, stundum fallegt og getur verið nauðisyn- legt. En ef fólk vill endilega kynna sér Ijóð finnur það fljótt hvað getur komið í staðinn. Það finnur hrynjandi ljóöamna. Ég held að það sé rangt að þröngva skólafólki til að læra ákveðin ljóð, hafa frekiar frjálst val. Fá góða upplesara, jafnvel skáldin sjálf til að lesa ljóðin og ræða um þau. Ég hef oft heyrt fólk segja: Ég hef engan áhuga á ljóðuim, það var alltaf verið að troða þeim í mig þegar ég var ung- ur. Gott gæti líka verið að blöðin birtu oftar Ijóð. Stóru bókafélögin eða mienn- ingarsjóðurinn ættu að efna til Ijóðasamkeppni árlega og allir gætu sent ljóð sín og kveðskap til þeirrar keppni. Síðan yrðu valin þrjú beztu Ijóðin og hialdinn umræðufundur, til þess mætti jafnvel nota sjónvarpið. Ég held að þetta gæti vakið áhuga, en auðvitað hef ég ekk- ert vit á svona málum. Paul Valery sagði: Æskan uppgötvar skáld sín, af því að hún vJll uppgötva þau, Þetta er mikið rétt, en auðvitað verð- ur að kynna skáldin fyrir æsik- unni. Nú hefur verið tekin saman nútímaljóðabók fyrir skólafólk. Án þess að vilja lasta þá bók verð ég að segja, að þau kvæði, sem hún geymir eru ekki öll auðskilin ungu skólafólki. Þarna hefði mátt kynna Þorpið eftir Jón úr Vör, en því góða skáldi er sleppt. Hann er þó með fyrstu nútímaljóðahöfund- um. Helzt þarf að hugsa dál-ítið um, þegar slíik bók er tekin saman, hvað er einfalt og auð- skilið svo ungu fóilki. En mörg góð og falleg ljóð eru torskilin. Þorpið er bæði fögur bók, vel gerð og ljóðin skilja allir, á hvaða aldri sem þeir eru. Kristján frá Djúpalæk: Ég tel mikla áistæðu að reyna að auka áhuga fólks á Ijóðum. þau eru hvorutveggja lífsnaiutn og læknisdómur og hafa á lið- inni tíð bjargað sálarheill þús- undanna. Helzta ráð til að vekja áhuga á þessari grein listar, sem annarri, er að kynna hana, en varast skal að gefa inn of stóra skammta til dæmils í skólum og útvarpi. Svo maður hafi miatar- lyst þarf hæfilega övengd. Óát kemur í fé, sem veltir fyrir S'ér of stórri gjöf. Látið aðeins hina beztu lesara lesa hin beztu ljóð og sjaldan. Jón úr Vör: Spurningunni svara ég ein- dregið játandi. Og ég hlýt að fagna því, að hún skuli þó loks- ins vera borin fram í heyranda hljóði. Áhugi almennings hérlendis á Ijóðum er áreiðanlega mjög takmarkaður. Mér virðist ekki hafa orðið mikil breyting á því síðustu 30 árin. Hinn svonefndi Jóns Helgasonariskóli hefur mjög tafið fyrir eðlilegri end- urnýjun ljóðsins á íslandi og gefið íhaldssemi fól-kis byr und- ir vængi. Kaupir fólk ljóðabækur? Þeg- ar frá er talinn Davíð Stefáns'- son og nolkkrir aðrir vinsælustu höfundarnir gæti ég ímyndað mér að eftir útkomiu ár bókanna seljist ekki nema 100-200 ein- tök af öllum bókum hvers ljóð- skálds á ári hverju, og fer þá jafnan nokkuð á söfn. Lítil upplög eru því nokkur ár að seljast upp. En bækur viður- kenndra höfunda setjast alltaf jafnt og þétt og þegar síðaista eintakið er farið heldur eftir- spurnin áfram. En allir fslendingar hafa áhuga á tækifærisvísum, eink- um þeim sem eru vel kveðnar og d'álítið gamansamar, helzt þurfa þær að vera meinlegar. Þessi aimienni hagmiælsku- smekkur virðist m.ér hafa trufl- andi áhrif á tilfinningu fólks fyrir því sem er aðal ljóðsins, listrænu gildi þess. Hinar ófrjóu deilur síðustu áratuga um rímuð og órímiuð ljóð hafa og mjög ruglað jafnvel greind- asta fólk og gert það fnáhverft nútíma ljóðagerð. Á þessu er að vísu að verða breyting al'lra síðustu árin. Unga fóilkið er sm,ám samarn að sj'á í gegnum moldviðrið og hverfa á vit sam- tímaskáldanna. En þessi breyt- ing fer hægt. Sterkasta vígi kyrrstöðu- manna í ljóðsmekk voru menntalstofnanir landsins, en nú virðist sem þar séu að kioma skörð í veggi. Fyrir nokkrum árum voru gefin út skólaljóð, þair sem gömlu stefnunni var fylgt út í æsar. Nýlega er komin út bókin Nútímaljóð, ljóð 12 yngri skiáida, það er spor í rétta á'tt, þótt útgefandi hafi þar misstigið sig iUilega, sleppt úr sjálfsögðum mönnum, en tekið með nýgræðinga, sem ekki hafa enn sannað rétt sinn til að vera í slíkri bók. Nú mætti að sjálfsögðu mis- skilja orð mín, og æfla að ég kunni ekki að meta þaiu skáld er temja sér fornar ljóðadyggð- ir. En það væri rnesti misskiln- ingur. Ég tel t.d. Jón Helgiason eitt fremsta skáld okkar. En Ijóðstíll hans og viðhorf til- heyrir liðinni tíð. Hann hefur þegar tafið eðlilega þróun í í ljóðagerð um einn mannsald- ur. Ekki fyrst og fremst ljóðin sjálf heldur miklu frem-ur þau við'horf sem ljóðstefna Jóns Helgasonar-aðdáenda hefur sikapað, einkum í skólum lands- ins. Upphaflega voru þeir Snorri Hjartarson og Hannes Péturssonar lærisveinar Jóns, þótt þeir hafi að sjálf- sögðu orðið nútímalegri, báðir eru þeir hin ágætustu skáld. En afturhaldsmenn miega ekki fá að nota slíka menn í .stríði gegn öðrum skáldum, sem koma fram með enn róttækari nýj- ungar í ljóðlistinni. Mín skoð- un er sú, að fyrir þróun ljóðs- ins á íslandi skipfi nú mestiu máli, að fram komi sem mest fjölbreytni í listinni, hinn forni ljóðarfur sé lífgjafi, en ekki fjötur á tungu skáldanna. Við þá, sem í einlægni vilja njóta skáldskapar, segi ég: Lesið, hlustið fordómalaiust, v ljið svo og hafnið. Hvað skal gera? Nú, blöð og tímarit mæítu fara að vita sinn vi'tjunartima. Þar er helzt talað um ævtsögur, blaðamannabækur og laxveiði- bókraenntir, þegar bezt lætur skáldsögurnar, ljóðin eru þar hornrekuir, nem.a þegar ga.milir menn senda þeim langhunda um ágæti a'ldamótaskáldskapar og níð um nútímaiskáldin. Með slíkum skrifum rnætti vegg- fóðra gott herbergi á elliheim- ili. Væri ekki skemm'tilegr.a að efna til miálefnalegra umræðna um ljóðttistina og stöðu hennar nú, eða fræða fólk um það sem er að gerast erlendis? Þá er það útvarpið. Hvað er flu'tt þar af nútíma ljóðlist? Ber þar ekki mest á hagmælsk- unni? Hvenær eignumst við nútímaskáldin annan eins hauk í horn hjá útvarpi'nu sem tón- skáldin áttu þar í Páli ísdlfs- syni? Hér þarf mikflu að breyta. Nokkuð hefur það tíðkast undanfarin ár, að rithöfundar hafi heimsótt skólana og lesið úr verkum sínum. Þetta þyrfti að skipuleggja betur og véra í miklu ríkari mæli en nú er. Þyrfti beinlínis að tengja þetta bókmenntasögukennslu. Myndi þá skapast persónulegra sam- band milli slkálda, nemenda og kennara en nú er, og þá um leið gagnkvæmari skilningur. Þá mættu útgefendurnir sem mest græða á miðlungsmennsk- unni í bókmenntum okkar eða á þýddum bókum misjafnlega merkilegum, ögn punta áruna sína með því að gefa út og borga sæmilega eina eða tvær ljóðabækur hver, svo ljóðskáld in þurfi ekki að ganga eins og beiningarmenn á milli þeirra, eða gefa bækur sínar út sjálfir. Að lokum nefni ég bókasöfn- in. Það ætti að ganga ríkt eftir því, að forráðamenn þeirra kauipi helztu ljóðabækurnar, sem koima út, en eyði ekki öllu sínu fé í æviminningar, skáld- sögur og þýdda reyfara. Stefán Hörður Grímsson: Ég held að margt væri vit- lausara en að gera eitthvað til þess að auka áhuga fólks á ljóðlist, og það tel ég að verði helzt gert með því, að auka þekkingu þess á henni. Þó ýmislegt megi sjálfsagt gera til þess að minnka hlægi- lega fáfræði almennings hvað ljóðlist viðkemur, tel ég mestu varða að æskan fái að kynnast ljóðum samtíðarinnar, en þar er liðsinni skólanna nauðsyn- legt. Þess vegna er fagnaðar- efni útkoma bókarinnar Nú- tímaljóð handa s'kólúm. Jakob Jóh. Smári: Það mundi sízt vanþörf á að auka á'huga almennings, eink- u.m unga fólksins, á ljóðlist, því honum mun hafa hrakað veru- lega á síðustu árum. Liggja til þess ýmiskonar orsakir og lík- lega þó sérstaklega sú, að nú er um fleiri viðfangsefni að ræða í andlegum efnum, en áð- ur var. Þó er mér ekki grun- laust um, að formbylting sú, sem orðið hefur í ljóðunum nú undanfarið, muni eiga þar drjúg an þátt í, því að mönnum finn- ast þessi ljóð engin ljóð vera, þó að þau séu kölluð það, og harla lítið til þeirra að sækja — og erfitt að læra og muna. Þetta er að mestu leyti óbund- ið mál, og mun því í strang- asta skilningi ekki ljóð kallast. Ég hygg, að helzta ráðið til þess að endurvekja áhuga al- mennings á ljóðlist, sé það, að láta unglinga lesa, læra og syngja sem mest af hefðbundn- um réttnefndum Ijóðum, þá mun og ekki hjá því fara, að ung- lingunum aukist orðaforði, en orðfæð þeirra er ein sú mesta ógnun við íslenzkt mál, sem nú vofir yfir. Guðmundur Frímann: Ég er svartsýnn á gengi ljóðs ins á komandi tímum. Ég er ekki viss um að „almenningi“ sé akkur í að unnið sé að kynn- ingu þess. Ýmsir halda því fram að órímuð ljóð, sem mjög eru í tízku, hafi komið óorði á alla ljóðagerð, líkt og þeir menn sem ekki kunnu með vín að fara, hafa komið óorði á brennivínið. Auðvitað er þetta nöldur aldamótakynslóðarinn ar. Ég er rímskáld, en fjarri fer því að ég kunni ekki að meta órímuð ljóð, séu þau vel gerð. Af hendingu liggur hér á borðinu hjá mér bókin erlend nútímaljóð. Hún hefur að geym mörg óvenju snjöll og glæsi- leg ljóð. Mér er til efs að nokkurt þeirra væri betra enda þótt höfundarnir hefðu gauk- Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.