Morgunblaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1»68
23
Bandarískir herlögreglumenn á verði í næsta húsi við bandaríska sendiráðið í Saigon. Hjá
þeim liggja lík tveggja félaga þeirra, sem drepnir voru í átökunum um sendiráðið.
FRÉTTAMYNDIR
FRÁ STRÍÐINU I
S-VIETNAM
Einn af yngri íbúum borgarinnar Danang grípur fyrir eyrun til að deyfa skothvellina
um leið og hann hleypur fram hjá látnum borgara.
Mynd þessi birtist hér í blaðinu fyrir skömmu og sýnir hún
Nguyen Ngoc Loan hershöfðingja, yfirmann lögreglunnar í S-
Víetnam, skjóta ungan foringja úr sveitum Víetcong til bana.
Nú hefur blaðinu borizt önnur mynd, sem birtist hér að neðan,
þar sem Loan slíðrar byssu sína en skæruliðinn liggur í göt-
unni.
Tárin streyma niður kinnar telp unnar og hún grípur höndum
fyrir eyrun til að forðast að hey ra skothríð og sprengjudrunurn-
ar sem kveða við umhverfis hana.