Morgunblaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1968 Er þörf breytinga á lög- um um verzlunaratvinnu? Ég hnaut um grein með fyrir- sögninni: „Ný einokunarstefna í verzlunarlöggjöf" eftir Svein Guðmundsson, verkfræðing, sem birtist í Morgunblaðinu 24. þ.m. Tilefni greinar þessarar er frum varp um verzlunaratvinnu, sem nú liggur fyrir Alþingi, og verkfræðingnum virðist boða nýja einokunarstefnu í verzl- unarmálum, þar sem hann telur, að það muni útiloka fjölda tækni menntaðra manna frá því að geta aflað sér verzlunarleyfis, en þá telur hann meiri hæfileikum búna til að veita þjónustu í verzl umwn vegna fagþekkingar sinn- ar sinnar en ýmsa aðra. Eins og alþjóð er kunnugt virðast verkfræðingar vera manna stéttvísastir, enda hafa þeir sýnt það og sannað á fjöl- margan hátt í verki með því að standa vel saman um hagsmuni sinnar stéttar, t.d. um kaup og kjaramál stéttarbræðra sinna og taxta fyrir unnin verkfræðistörf. Ennfremur eru þeir þekktir að því að sinna vel réttindamálum verkfræðinga með tilliti til starfs heitis og hafa þess vegna viljað ákveða sjálfir í sínum hópi, hvaða sérfræðingar, sem hlotið hafa verkfræðimenntun við er- lenda tækniháskóla, mættu kalla sig verkfræðinga og starfa sem slíkir, enda fá þeir einir inn- göngu í félag þeirra, sem það heiti mega bera að dómi stéttar- bræðra þeirra. Það er og viður- kennt, að í hópi íslenzkra verk- fræðinga er fjöldi hæfra sér- fræðinga, hver á sínu sviði, en það er svo annað mál, hvort þeir eru hæfari en ýmsir sér- fræðingar á sviði verzlunar xil að veita neytendum betri þjón- ustu, því eins og verkfræðingn- um ætti að vera ljóst, er full astæða til, að hér á landi á- stundi menn svipaða verkaskipt- ingu í verzlun og viðskiptum og alþekkt er í Vestur—Evrópu, Bretlandi og víðar, að tækni- menntaðir menn og verzlunar- lærðir skipti með sér verkum í framleiðslu eða innflutningi, sölu, dreifingu og þjónustu, sem slíkri starfsemi fylgir. Verkfræðingurinn tekur það og fram í grein sinni, að „efni fyrstu greinar þess (frumvarps- ins) gefur til kynna, að tilgang- urinn sé trygging góðrar þjón- ustu í verzlun. Ennfremur er tal- ið, að kleift skuli að stunda verzl un sem atvinnugrein". Mér er ekki grunlaust um, að verkfræð- ingurinn hafi reynt að hefja og stunda verzlun sem aðalstarf, en einhverra hluta vegna horfið frá því og tekið að stunda verk- fræðistörf á ný sem aðalstarf. Hins vegar kann að vera, að hann stundi enn verzlun í hjá- verkum, en það er því miður ekki einsdæmi hér á landi, jafn- vel um einstaklinga, sem starfa í opinberri þjónustu, enda þótt það muni ekki vera tilfellið með Svein okkar Guðmundsson. Ég er ekki viss um, að telja megi kaupsýslumenn í þessu landi eins stéttvísa og ætla mætti og af þeim sökum hafa félagsmál þeirra, sem verzlun og viðskipti stunda sem aðal- atvinnu, þróazt með öðrum hætti en annarra stétta, enda hefur samstaða kaupsýslumanna með tilliti til réttindamála þeirra ekki alltaf verið sem skyldi, og því tími til kominn, að þeir standi betur saman í þeim efnum sem öðrum og hugi betur að eigin hagsmunamálum en oft áð- ur. Eldri lögum um verzlunar- atvinnu er í mörgu áfátt, enda eru þau frá árinu 1925, en á seinustu fjórum áratugum hefur átt sér stað geysileg breyting í atvinnumálum og þar með í verzlunarmálum, svo að segja má, að um stórkostlega byltingu hafi verið að ræða á fjölmörgum ^viðum. Það er því ekki óeðlilegt, fcð endurskoða þurfi gildandi lög um verzlunaratvinnu eins og fleiri eldri lög, sem varða verzl- un og viðskipti sérstaklega. Aukin þekking og mennt- un verzlunarfólks hefur lengi verið eitt af helztu stefnumálum flestra verzlunarmanna og því hafa samtök kaupsýslu í land- inu lengi eða í yfir hálfa öld staðið að rekstri verzlunarskóla og aukinni æðri menntun verzl- unar— og kaupsýslumanna, og mikill fjöldi vel hæfs og mennt- aðs verzlunarfólks starfar í dag að þessum þjónustustörfum. Hitt kann að vera rétt, að enn skorti nokkuð á, að „vöruþekking kaup manna og starfsliðs þeirrau sé enn komin í það horf, sem æski- legt væri. En er ekki líklegt, að hið sama mætti segja um ýmsa fagþekkingu á öðrum sviðum, bæði á æðri og lægri stigum verkmenningar, og mætti sjálfsagt draga fram ýmis dæmi þar um, sem stundum er frá sagt í dagblöðum og víðar. Okkur getur öllum orðið á, og á meðan við lifum getum við stöðugt bætt víð þekkingu okar og reynslu, hvert á sínu sviði. Hinu er ekki að leyna, að vegna ófullkominnar löggjafar um verzlunaratvinnu í landinu hefur 9afnazt í raðir kaupsýslu- manna, bæði heildsölu og smá- sölu, alls konar fólk, sem sann- anlega hefur ekki þá menntun né starfsreynslu til að bera, sem góðum atvinnumönnum er ljóst, að vissulega er þörf á í verzlun, og meðal annars þess vegna hef- ur mönnum orðið ljós þörf á að endurskoða gildandi lög um verzlunaratvinnu, bókhald o.fl., sem betur hæfi þörfum og hags- munum verzlunarþjónustu í land inu en eldri lög þar að lútandi hafa reynzt gera. Það er svo annað mál, hvort bókvitið eitt og þekking á sviði verzlunar og viðskipta, og jafn- vel mikilvæg reynzla í mörgum greinum, nægir til þess, að mögu legt reynizt fyrir sæmilega greinda menn og hæfa að leggja það fyrir sig að stunda við- skipti sem aðalatvinnu á fslandi í dag, eins og þróunin hefur verið á síðustu árum. Sú var tíðin, að gamlir og lífsreyndir bændur héldu því fram og stóðu á því fastar en fótunum, að bók- vitið eitt yrði ekki látið 1 ask* ana. Ekki er mér grunlaust, að 1 þessum orðum felist meiri lífsv vizka en ætla mætti, enn þann dag í dag. Því svo mikils virði, sem bókleg þekking og æðri menntun kann að vera fyrir ein- staklinga og þjóðir, þá virðist manni stundum að góð eða slæm reynsla og lífsvizka ásamt þeirri hörku í viðskiptum manna á meðal, sem einkennir nútímann, sé ekki síður líkleg til að fleyta mönnum áfram í lífsbaráttunni með nokkrum árangri, því það er staðreynd, sem ekki verður hrak in með rökum, að tiltölulega fáir háskólamenntaðir menn á sviði verzlunar og viðskipta hafa getað komið sér áfram, eins og það er kallað, í okkar viðskiptalífi. Ég skal ekki dæma um það, hvort því veldur hæf i 1 e ik ask ortur, reynsluskortur, skortur á 14fs vizku eða hörku. Einna helzt hallast ég að þeirri skoðun, að hið akademiska uppeldi háskóla- borgarans kunni að valda því, að hann geti í fæstum tilfellum fellt sig við leikreglur þær, sem nú virðast hafa verið teknar upp í viðskiptalífi á íslandi. Þar ræður brjóstvitið og harkan ríkj- um. Framhald á bls. 18 Jónas S. Þorsteinsson (23). Ferðin upp fjallið, bæklingur eftir Gretar Fells (28). SLYSFARIR OG SKAÐAR Tjón af bílaárekstrum í Reykja- víik á einum degi áætlað 350 þús. kr. (5). Sex menn slösuðust alvarlega í um- ferðarslysum (5). Lítil flugvél nauðlendir í Vatns- mýrinni (6). „Jökulfelli" hlekkist á í Hornafirði (7). Þrír piltar bíða bana í bílslysi við Gilsá í Skriðdal (7, 8. 12). Blikur tekur niðri í innsiglingu á Kópaskeri (7,8). Félagsheimilið í Bíldudal eyði- leggst í eldi (12). Miklar vegaskemimdir vegna flóða (1(2). Miklar skemmdir á vegakerfinu í stórflóðum (13). Bíll fellur 70 m í Sámstaðamúla (1Ö). Rúmlega tvítugur piltur, Brynjólf- ur Gautason, ferst í bílslysi á Ketfla- víkurvegi (13, 14). Islenzk 'kona, Þórunn Halldórsdóttir Lopez, 39 ára ferst í bílslysi í Banda- ríkjunum (17). Vélbáturinn Björk missir nót að verðmæti á þriðju millj. kr. (17). t>ýzkur togari stórskemmir nætur íslenzkra síldveiðiskipa (21). 73 íslendingar fórust á árinu 1967 (31). AFMÆLI Sjálfstæðiskvennafélagið Vörn á Akureyri 30 ára (5). Dómkirkjuklukkan 70 ára (22). Halldóra Bjarnadóttir hefur gefið Hlin út 1 50 ár (28). ÍÞRÓTTIR Tékkar unnu íslendinga í tveimur landsleikjum í handknattleik, 19:17 og 16:14 (5). Siíftryggur Sigurðsson, KR, sigraði I 1. flokki Flokkaglímu Reykjavíkur (12). KR Reykjavíkurmeistari í körfu- knattleik (14). 5 ný íslandsmet í boðsundum sett af Ármenningum (31). ÝMISLEGT Lýstar kröfur í gjaldiþrotabúi Frið- rtks Jörgensens nema 54.4 millj. kr. (1). Innflutningi íslenzíks kindakjöts til Noregs synjað (1). Neyðarástand er að skapast meðal frttreiðarframleiðenda vegna lokunar Nigeríumarkaðs (1). Framhaldsrannsókn á máli skip- stjórans á Lord Tedder (1). Hríseyjarkirkju gefinn stálkross (2). Bankabók með 203 þús. kr. stolið (2). Tilfinnanlegur skortur á heitu vatni í gamla bænum (7). Ölfusá flæðir yfir bakka sina (7, 8). Ströng rafmagnsskömmtun á Lax- ársivæðinu (8). Hitaveitustjóri segir, að ökortur á heitu vatni muni ekki endurtaka sig í vetur (8). Hitaveitugjöld hækka um 18% (8). 800 heyrnardauf börn hér á landi (10). Slökkviliðið kvatt 380 sinnum út á yfirstandandi ári (10). Brezki togarinn Boston Typhoon FD 183 tekkinn í landhelgi (12). Hjónin Unnur Benediktsdóttir og Magnús E. Baldvinsson færa Blindra- félaginu 20 blindraúr að gjöf (13). Hitaveitan fær dælur flugleiðis frá USA (lö). Nýjar verðlagningarreglur settar (13). Sex-manna-nefndin nær samkomu- lagi um kartöfluverð, en ekki verð á mjólk né sláturafurðum (14). Leyfisgjöld af bílum lækkað (15). Husquarna lækkar verð á vörum til íslands (17). Ekkert lát á umbrotunum á Reykja nesi (17). Tillaga um norræna eldfjallarann- sóknarstöð á íslandi lögð fram í Norðurlandaráði (17). Talið að leðurblökur hafi komizt til íslands af eigin rammleik (19). Samkomulag í Sex-manna-nefnd- inni um búvöruverð (19). Haförn sést í Hvalfirði (19). Bæjarstjórn Hafnarf jarðar sam- þykkir að veita Norðurstjörnunni gjaldtfrest (21). tslenzkur lax veiðist við Grænland (23). Skattrannsóknardeildin hefur rann- sakað 350 mál. Skattahækkanir og sektir nema samtals 43,2 millj. kr. (28). Aukin sala á fslenzkum skinnum innanlands (28). 24 umferðaröryggisnefndir stofn- aðar vegna H-breytingar (28). Tveim læknum gefst kostur á 500 þús. kr. styrkjum til framhaldsnáms og hverjum þeim, sem leita þarf læknishjáLpar erlendis 100 þús. kr. og getur það ekki af eigin rammleik (28). Fádæma róleg jól um land allt (28). Ráðist að konu og hún barin í fbúð sinni (29). Ashkenasy kaupir lóð undir sum- arbústað við Álftavatn (30). Á fjórða hundrað milljónir kr. greiddar Gjaldheimtunni í Reykjavfk í desember (31). GREINAR Samtal við Guðmund L. Friðfinns- son, Egilsá (1). Samtal við Pétur Thorsteinsson, sendiherra (2). Samtal við yfirmann þjáltfunar- stöðva Caterpillarverksmiðjanna í Genf (2). Skreiðarmarkaður íslendinga í Afríku, eftir Þórodd Jónsson (2). Samtal við Guðmund Pórarinsson, fiþróttaþjálfara (2). Skógrækt, eftir Karl Dúason (3). Stærð og þyngd síldarnóta. eftir Hjálmar Bárðarson (3). Whitney-myndlistarsafnið í New York, eftir Braga Ásgeirsson (3). Síldarhleðslan enn, eftir Torfa H. Halldórsson, sikipstjóra (3). Suður um hötfin, eftir Gunnar Snjólfsson (3). Samtal við Sigurð H. Þorsteinsson (3). Rannsóknarfélag kjósenda, eftir Sigurð Hilmar Ölafsson (3). Skrifstofa S.U.N. og menningar- frömuðir, eftir Svein Benediktseon (5). Rætt um veðrið (5). Samtal við skipstjórann á Poseidon (5) . Yfirlýsingu svarað, eftir Kristján Thorlacius (5). Merkileg ensk þýðing Passíusálm- anna, eftir dr. Richard Beck (5). Óvenjuleg atfmæliskveðja til Siglu- fjarðar, eftir Eyjólf Konráð Jónsson (6) . Finnland — fimmtíu ára sjálfstæði (6). Ekki má gleyma aðalatriðinu, eftir Svein Benediktsson (7). Svipmyndir úr Straumsvík (7). Ræða Sverris Júlíussonar á aðal- fundi LlU (7). Köldu hverfin á hitaveitusvæðinu. eftir Sverri Þórðarson (7). Athugasemd frá Síldarútvegsnefnd (9). Rætt við sjómenn og útgerðar- menn um fiskveiðar og útgerð (9, 12). Afnema ber landsprótfið í núver- andi mynd, eftir Steindór Steindórs- son (9). Skipbrotsmannaskýli á Hornströnd- um, eftir Guðmund Guðmundsson, skipstjóra (9). Samtal við Gylfa Baldursson, for- stöðumann heyrnardeildar Heilsu- verndarstöðvarinnar (9). Talað við gagnfræðaskólanema um Galdra-Loft (10). Starfsemi Sölumiðstöðvar hraðfrysti húsanna 1 Bretlandi (10). Vísitölur og skylduþjónusta, eftir Jónas I^étursson, alþrn. (10). Hegrinn kveður eftir 40 ára sam- búð við Reykvíkinga (10). IJrslit í bökunarkeppninni (10). Rætt við J. A. Johnsson, forseta Norræna úrsmíðasambandsins (10). Athugasemd frá formanni Verka- kvennafélagsins Snótar í Vestmanna- eyjum (10). Fréttabréf úr Borgarfirði, eftir Pét- ur Ottesen (12). Samtal við Bóas Kristjánsson í Blómahöllinni (13). Vetrarheimsókn að Búrfelli (13). Verzlunin stenzt ekki lækkun álagn ingar til lengdar, samtal við nokkra kaupsýslumenn (14). Hvað segið þér um endurminninga- bók Svetlönu? (15). Islenzk Skáld og rithöfundar um mál Sinjavski og Daniels (16). Samtal við Gunnar Einarsson í Leiftri (17). Þrettándakvöld. eða Hvað sem þið viljið, eftir Örnólf Árnason (17). Samtal við Helga Hróbjartsson, kristniboða (17). Rætt við útgerðarmenn á LÍÚ-fundi (17). ,,Er þörf fyrir heyrnleysingjar- skólana?", eftir kennara við Heyrn- leysingjarskólann í Reykjavtfk (17). Rætt við Theunissen erkibiskup, sem fer með æðstu völd kaþólsku kirkjunnar hér (23). Rafmagn og flugvöllur á Ingjalds- sandi, eftir Guðmund Bernharðsson, Astúni (23). Yfirlýsing frá stjórn Hinnar ís- lenzku Vietnam-nefndar (23). Sjálfsmyndir Káthe Kollwitz, eftir Braga Asgeirsson (24). Örstutt athugasemd um kirkjumál, eftir Pétur Benediktsson (28). A misskilningi byggt, eftir Gunnar Einarsson (28). Skattgögn til vinnureitenda og fleiri póstlögð (28). Athugasemd við Þjóðviljablaða- mennsku, eftir Hjört Hjálmarsson Samtal við Júlíus ívarsson, sem féll fram af hömrum við húsavík (29). Skemmtikraftakynning í Lido (29). Samtal við Erlend Jónsson, kenn- ara (29). Nokkur orð um Reykjanesbraut- ina, eftir Kristin Hákonarson (29). Uppeldisheimspekin og kerfið, eftir Braga Jósepsson (29). Bréf frá Jógvan á Dul og Möllu Samúelsen varðandi Bjargmálið (29). Samtöl við Vilhjálm Þ. Gíslason og Andrés Björnsson (30). Heimnsókn í nýtt byggðahvenfi við Mývatn (30). Hverju reiddist útgetfandinn, eftir sr. Sigurð Hauk Guðjónsson (30). Nútímaljóð, eftir Sigurð Jónsson frá Brún (30). Hugleiðingar að loknum fundi LÍÚ, eftir Pál Guðmundsson (30). Áramót, eftir dr. Bjarna Benedikts- son (31). MANNLÁT Jónas Sigurðsson, Suðureyri, Súg- andafirði. Ingólfur Eðvarðsson, Hellisbraut 16, Hellissandi. Halldór Jónsson, frá Munaðarnesi, Árneshreppi, Strandasýslu. Björn Guðmundsson trésmíðameist- ari frá Indriðastöðum. Jóhannes Ásgeirsson, Álftamýri 19. Kristín Jónatansdóttir, Varmalæk. Vil'heLm O. Bernhöft, bakarameist- ari, Bárugötu 12. Guðrún Björg Ingvarsdóttir frit Ekru, Neskaupstað. Magnús Þórðarson, Ingólfsstræti 7A. Ágúst Jóhannesson, kaupmaður, Hörpugötu 13 C. Rögnvaldur Sveinbjörnsson, kenn- ari, Hofteig 50. Ólafur Ásgeirsson, klæðskerameist- ari, Hátúni 2. Marteinn Þórður Einarsson, Patrek- firði. Skúli Hallsson, Keflavik. Kristín Eggertsdóttir, Sörlaskjóli 90. Lára M. Sigurðardóttir, ekkja Frið riks V. Ölafssonar, skólastjóra. Margrét Bárðardóttir frá Ytri-Skóg- um. Þórdís Einarsdóttir, ekkja Ólafs V. Ólafssonar, kaupmanns í Keflavík. Guðmundur Bjarnason, Óðinsgötu 11. Bryndis Eiríksdóttir, Skipasundi 51. Kristján A. Ágústsson, prentari. Jónína Tómasdóttir, fyrrum hús- freyja í Siglufirði. Jón Þórðarson frá Höfn, Vest- mannaeyjum. Asmundur Jónsson, Dal, Borgar- nesi. Sigurjón Sigurðsson, birgðavörður, Ljóöheimum 11. Sigríður Jónsdóttir frá Smiðjuhóli. Haraldur Björnsson, leikari. , Þórdás Þórðardóttir frá Börm-um, Reykhólasveit. Steinunn Pétursdóttir, Ránargötu 29. Elín Jónsdóttir, Lokastíg 9. María Magnúsdóttir, Galtarholti. Páll Bóasson, Asvallagötu 17. Baldur Ólafsson, múrarameistarl, Siglufirði. Runólfur Sigurberg Runólfsson, Austurbrún 6. Kristín Jónsdóttir frá Jaðri, Langa- nesi. Jónína Guðrún Kristmundsdóttir, Jaðri, Hrunamannahreppi. Þorvaldur Klemensson frá Járn- gerðarstöðum í Grindavfk. Guðrún Bjarnadóttir, Kirkjubraut 7 .Akranesi. María Ölafsdóttir, Grundarstíg 16. Lára Guðbrandsdóttir, Suðurlands- braut G2A. Hafdís Haraldsdóttir, Hólmgarði 25. Sigurður Þórðarson, skipasmiður, Vesturgötu 21. Sigríður Þorsteinsdóttir frá Hratfn- kelsstöðum, Hraunhreppi. Málfríður Tómasdóttir Waage, Ljós- heimum 18. Helga J. Þórarinsdóttir frá Kolla- ví-k, Arbliki, Raufarhöfn. Stefanía Friðriiksdóttir, fyrrv. ljós- móðir, frá Ytra-Lóni, Langanesi. Guðríður Jónsdóttir, Þingholts- stræti 26. Ásmundur Þorkelsson frá Ártúnl. Magnús Ingileifsson frá Vík. Sigríður Blöndal, Miklubraut 52. Halldór Friðriksson frá Helgastöð- um. Kristján Jóhannesson, skósmiða- meistari, Njálsgötu 27B. Haraldur Hjálmarsson, forstöðumað ur Hatfnarbúða. Jón Stefán Arnórsson frá Hesti 1 Borgarfirði. Sveinn Helgason, stókraupmaður. Sigríður Guðmundsdóttir frá Kross- nesi, Grundarfirði, Framnesvegi 31. Sólveig Halblaub, Hjarðarholtí, Dal vfk. Sigriður Elín Einarsdóttir frá Súg- andafirði. Guðmundur Einarsson frá Staðar- bakka. Knud Jörgensen, Austurstræti 3. Jón Jóhann Ólafsson frá Langey. Guðmundur Eiríksson, Berufirði. Mabel E. Guðmundsson, Birkimel 8B. Jóhanna Jónsdóttir frá Hjalla, Dal- vfik. Arni Ölafsson, Framnesvegi 55. Sólveig Stefánsdóttir, Vogum, Mý- vatnssveit. Gunnar Davíðsson, skrifstofustjóri. Kristján Guðjónsson, fyrrv. kynd- ari. Guðmundur Ásmundsson, fyrrui* bóndi Efra-Apavatni. Magnús Thord- arson, skipstjóri í Bergen. Herdfs Guðmundsdóttir frá Snær- ingsstöðum. Benedikta Guðmundsdóttir, Bol- ungarvík. Guðrún Jónsdóttir frá Látrum I Aðalvík. Þórarinn Björnsson, skipherra. Júlfus Ingvarsson, trésmiður frá Eyrarbakka. Lára Guðmundsdóttir frá OfanleitL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.