Morgunblaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 19M
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthias Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri: Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið.
Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði -nnanlands.
TOLLALÆKKANIR
¥ fyrradag var lagt fram á
Alþingi frv. ríkisstjórn-
arinnar um nær 160 milljón
króna tollalækkanir, en þess
frv. hefur verið vænzt frá
því að ríkisstjórnin lýsti því
yfir við lokaafgreiðslu fjár-
laga, að nokkru fé mundi
verða varið til lækkunar
tolla á nauðsynjavörum til
þess að vega á móti verð-
hækkun vegna gengisbreyt-
ingarinnar.
Frv. ríkisstjórnarinnar ger
ir ráð fyrir nokkru minni
tollalækkun en búizt hafði
verið við, og fjármálaráð-
herra hefur upplýst, að í
fyrstu hafi verið stefnt að
270 milljón króna tollalækk-
un. Skömmu eftir áramótin
varð hins vegar ljóst, að rík-
issjóður yrði óhjákvæmilega
að taka á sig veruleg útgjöld
til þess að tryggja rekstrar-
grundvöll sjávarútvegsins
og hefur síðan verið unnið
að því að finna leiðir til þess
að tryggja tekjuöflun vegna
þeirra skuldbindinga.
Þótt tollalækkanirnar
verði nú minni en almenn-
ingur hafði vænzt, er það þó
fagnaðarefni, að ríkisstjórn-
in hefur tekið ákvörðun um
að verja verulegum fjármun
um til tollalækkana. Tolla-
lækkanir þær, sem nú eru
fyrirhugaðar, eru fyrst og
fremst á matvörum og fatn-
aði. Þær munu hafa áhrif til
lækkunar á vísitöluna um
í,56 stig, en til samanburð-
ar má benda á, að skv. upp-
haflegri tollalækkun hefði
vísitalan lækkað um 1,65 st.
Ríkisstjórninni hefur þannig
tekizt að halda tollalækkun-
um á flestum helztu nauð-
synjavörum almennings. —
Þessar tollalækkanir munu ó-
tvírætt hafa töluverð áhrif til
þess að halda verðlagi í land-
inu í skefjum þrátt fyrir
gengisbreytinguna. Að því
verður einnig að vinna eftir
öðrum tiltækum leiðum, því
að áhrif gengisbreytingarinn-
ar fyrir útflutningsatvinnu-
vegina eru undir því komin
að verðlag hækki ekki ört og
þá ekki heldur kaupgjald.
Þess hefur verið gætt við
tollalækkanirnar að gera til-
lögur um hlutfallslega lækk-
un tolla á hráefnum til iðn-
aðarins, þar sem um er að
ráeða tollalækkun á fullunn-
um innfluttum vörum. Þar
með hefur tollvernd iðnaðar-
ins ekki verið rýrð, og þess
ber einnig að gæta að geng-
isbreytingin hefur bætt mjög
samkeppnisaðstöðu iðnaðar-
ins.
Þá er einnig lagt til, að
tollar á hráefnum til málm-
iðnaðar verði lækkaðir veru
lega og er það vegna þeirra
erfiðleika sem járniðnaður-
inn hefur átt við að búa að
undanförnu. Vonandi verð-
ur sú ráðstöfun til þess að
örva og efla þessa mikilvægu
iðngrein.
Á síðustu árum hefur ver-
ið leitast við með alþjóð-
legri samvinnu að lækka
tolla til þess að greiða fyrir
viðskiptum þjóða í milli.
Misjafnlega hefur til tekizt í
þeim efnum, svo sem tollmúr
ar EBE og tollamismunur
EFTA eru glöggur vottur
um. Hins vegar er ljóst að
tollar eru svo háir hér á
landi og skapa slíkt misræmi
í verðlagi hér og erlendis að
nauðsynlegt er að lækka toll-
ana smátt og smátt. Með því
styrkjum við einnig aðstöðu
okkar til óhjákvæmilegra
samninga við viðskiptabanda
lögin.
NÁTTÚRUHAM-
FARIR OG AL-
MANNAVARNIR
17'yrir nokkru urðu gífurleg-
ir jarðskjálftar á Sikil-
ey. Hundruðir manna misstu
lífið og þorp og bæir liggja
í rúst. Gífurlegur fjöldi fólks
hefur misst allar eigur sínar
vegna þessara náttúruham-
fara.
Þessir atburðir hljóta að
vekja nokkra athygli hér á
landi. ísland er eitt mesta
eldfjalla- og jarðskjálfta-
land í heimi. Ljóst er að við
þurfum að vera við öllu búin.
Hérlendis eru starfandi
svokallaðar almannavarnir
og hefur þeim nýlega verið
skapaður víðtækari starfs-
grundvöllur en áður, þ. á. m.
að hafa tiltækar nauðsynleg-
ar ráðstafanir ef náttúruham-
farir yrðu hér á landi. —
Sumum kann að þykja lítil
ástæða til að verja fé til
slíkrar starfsemi, en ef styrj-
öld eða náttúruhamfarir steðj
uðu að hér á landi mundu fá-
ir sjá eftir því, að nokkrum
fjármunum hefur verið varið
til þess að vera við öllu bú-
inn.
Xogarinn Ross Cleveland á strandstað út af Snæfjallaströnd. — (Myndirnar tók Valdimar
Jónsson. loftskeytamaður á Óðni).
Varðskipsmenn fara út í Notts County til að sækja látna skipverjann.
Ross Cleveland slysið:
Fjögur lík hafa fundizt
Varðskipsmenn sóttu látna manninn
um borð í Notts County í gœr. Fulltrúar
vátryggingafélags togarans vœntannlegir
FJOGUR Iík hafa fundizt af
Hull-togaranum Ross Cleveland,
en hann fórst eins og kunnugt
er aðfaranótt sunnudags í ísa-
fjarðardjúpi. Tvö lík fundust í
gúmbáti þeim, er bar Harry
Eddam að landi í Seyðisfirði
vestri, en önnur tvö lík hafa
fundizt í Álftafirði — annað í
vestanverðum firðinum en hitt
í honum austanverðum. Þá fór
varðskipið Óðinn i gær og sóttu
varðskipsmenn líkið af skip-
verja þeim, er lézt á togaranum
Notts County, sem strandaði út
af Snæfjallaströnd.
Samkvæmt upplýsingum Hann
esar Hafstein hjá Slysavarnafé-
laginu verður í dag gengið
áfram á fjörur og leitað á þessu
svæði, og þá aðallega í kringum
Arnarnes og Álftafirði. Verður
leitað þarna vegna hvarfs v.b.
Heiðrúnar og eins kannað hvort
fleiri lík skipverja af Ross Cleve
land hafi borizt að landi.
Varðskipsmenn, sem fóru um
borð í Notts County, þar sem
hann liggur á strandstað við
Snæfjallaströnd, segja, að mik-
ill sjór sé kominn í allan tog-
arann, en ekki er ljóst hvort
botnskemmdir hafa orðið á hon-
um.
Geir Zoega, umboðsmaður
brezkra togaraeigenda á íslandi,
tjáði Mbl. í gærkveldi, að í dag
væru væntanlegir til landsins
tveir menn frá vátryggingarfé-
lagi togarans, og munu þeir
fljúga vestur á ísafjörð á fimmtu
dag til að líta á skipið. Sam-
kvæmt umsögn þeirra mun síð-
an verða tekin ákvörðun um
hvort reynt verði að bjarga tog
aranum eða ekki.
Ruggiero Ricci leikur með
Sinfóníuhljómsveitinni
MEÐ næstu tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar íslands á fimmtu-
dagskvöldið hefst síðara miss-
eri starfseminnar 1967-—68. —
Stjórnandi verður Bohdan Wod-
iczko. Tónleikarnir hefjast á
kanadískum Karnival eftir
Benjamin Britten. Verkið var
samið skömmu eftir að Britten
ákvað að fylgja í fótspor W. H.
Audens og halda til Vestur-
heims, flýja ófriðarblikuna í
Evrópu 1939. Þetta er létt og
gáskafullt verk, í hljóðfalli al-
þýðlegra dansa.
Næsta verk efnisskrárinnar er
líka samið undir áhrifum alþýð-
legra dansa, en það er Symp-
honie espagnole — sinfónía me’ð
spánskættuðum ctefjum og
hljóðfalli þjóðlegra Spánverja-
dansa eftir Lalo. Einleikinn á
fiðluna í þessu verki leikur
bandaríski fiðlusnillingurinn
Ruggiero Ricci.
Ricci kom fyrst fram opinber-
lega 8 ára gamall, og síðan hef-
ur líf hans verið óslitin frægðar
ganga. Gagnrýnendur stórblað-
anna vestan haft fannst þá öll-
um að „drengurinn lofaði góðu“,
en nú segja þeir alir, að hann
hafi ekki aðeins uppfyllt æðstu
vonir, heldur hafi list hans bor-
ið hann lengra en nokkurn
grunaði. Ruggiero Ricci er einn
hinna fáu núlifandi fiðlusnill-
inga, sem í erlendum blöðum
kallast „alþjóðlegur". Hann er
fiðlari, sem allar þjóðir vilja
eigna sér.
Þá leikur hljómsveitin hið
glæsilega sinfóníska ljóð Ric-
hards Strauss, Don Juan. —
Strauss var ungur, þegar hann
samdi þessar endurminningar
„gamals manns, fyrrverandi
„Don Juans““, vegna samnefnds
ljóðs eftir Lenau.
Tónleikunum lýkur með öðru
Ruggiero Ricci.
leiftrandi hljómsveitarverki,
rúmenskri rapsódiu nr. 1 eftir
Georgiu Enesco. Enesco var ekki
aðeins frægt tónskáld, heldur
stjórnaði hann og var í fremstu
röð fiðlusnillinga. Seinustu árin
einbeitti hann sér að kennslu
og meðal nemenda hans var
Menuhin. (Frá Ríkisútvarpinu).