Morgunblaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRUAR 19ð8 *-*•..................................... 'iii Glæsileg setningarhátíö í Grenoble Litskrúð og öruggt skipulag einkenndi hútíðaköldin DE GAULLE, forseti Frakk lands setti í dag 10. vetrar- ólympíuleikana í Grenoble. Viðstaddir voru á leikvang inum í miðri borginni 60—65 þús. manns. Hátíðahöldin í tilefni af opnuninni tóku 3 klukkustundir og þóttu tak- ast með miklum ágætum og voru Frökkum til mikils sóma, því að þeir höfðu lagt kapp á að undirbúa allt svo vel sem frekast var unnt og varð setningarhátíðin mikil sýning, litskrúðug mjög og mjög vel skipulögð. Það var rigning í Grenoble í gærmorgun, sem síðar brejrtt- ist í snjó. En rétt áður en setn- ingarhátíðin skyldi hefjast hætti úrkoman og smám saman brut- ust geislar sólar fram og innan stundar komu tindar Alpafjall- anna í ljós, teygðust upp í himin blámann. Jók þetta enn á glæsi- leik setningarhátíðahaldanna. Hitastigið var 2 gráður yfix frostmarki. Fólk tók að streyma til hins srtækkaða útileikvangs mörgum stundum fyrir setningarhátíðina sem hófst kl. 1 eftir ísl. tíma. Herhljómsveitir léku marsa og fjörug göngulög. Og á meðan svifu flugvélar franska hersins yfir veilinum og út stukku fimm af færustu fallhlífarstökkvurum Frakka. Svifu þeir niður á völl- inn og lentu af mikilli ná- kvæmni hver í sínum Olympíu- hring, sem merktur hafði verið á völlinn. Fólk beið þúsundum saman á götunum þar sem De Gaulle átti að aka upp til vallarins. Hlaut hann hlýjar viðtökur, enda hefur hann aðeins tvívegis áður komið til Grenoble. Fánar 37 þátttökuþjóðanna blöktu á leikvanginum. Næsta atriðið var að 350 skraut.klæddar franskar stúlkur, i rauðum stökkum með kanínu- skinni og bláum þröngum skíða- buxum. Vegna kanínuskinnanna Alain Calmat listskautahlaupa ri tendraði Ólympíueldinn á leikvanginum í Grenoble í gær — og sést hér að því loknu. hata pær hlotið nafnið „kanínl umar“ en þær tala mörg tungu inál og starfa sem túlkar fyrir íþróttafólkið og leiðtoga. Mikið fagnaðaróp heyrðist ' er þær gengu fylktu liði á leikvanginn. Þær eru einskonar ambassdorar Frakklands, þekkja á flestu skil og hjálpa og gefa upplýsing- ar og fróðleik. Lífvarðasveitir og kór í lit- klæðum og með gljáandi hjálma tóku sér stöðu við vallarhliðið 10 mín. áður en setningin skyldi hefjast og myndaði þar heiðurs- vörð er hinir tignu gestir mættu til hátíðarinnar. Er hinir tignu gestir komu að vellinum var í skyndi lagður blár dregill að stúkunni þar sem þeir skildu sitja. Bundage form. alþjóða OL nefndarinnar sat næstur við de Gaulle og næst forsetafrúnni sat Farah Diba drottning Persa. De Gaulle kom síðastur gesta inn á völlinn, 6 mín. á eftir öðr- um. Hann var klæddur í dökkan vetrarfrakka. Um leið var leik- inn franski þjóðsöngurinn og að honum loknum kváðu við gífur- leg fagnaðarhróp forsetanum til Unglingameistara mótið í sundi í kvöid f KVÖLD fer fram í Sundhöll- inni Unglingameistaramót Reykjavíkur í sundi. Hefst keppnin kl. 8.30 og eru kepp- endur frá sundfélögunum fjór- um í Reykjavík, Á, ÍR, KR og Ægi. Keppt verður alls í 12 sund- greinum, þar af tveimur boð- sundum. Meðal keppenda er allt efnilegasta sundfólk höfuðstað- arins og má búast við skemmti- legri keppni og góðum afrek- um, því einmitt í hópi unga fólksins er margt okkar bezta afreksfóik, ekki sízt í kvenna- greinunum. Svo nefnd séu einhver nöfn má nefna Sigrúnu Siggeirsdótt- ur, Ellen Ingvadóttur, Eirík Baldursson Æ, Ólaf Einarsson Ægi, Ingibjörgu Haraldsdóttur Ægi. Undanrásir hafa farið fram í þeim greinum þar sem þátttak- an er mest svo keppnin í kvöld Sigrún Siggeirsdóttir — margfaldur methafi verður skemmtilegri þar sem hvergi eru meira en tveir riðlar í grein. heiðurs. Þó Avery Brundage sé hávax- inn, var hann eins og lítill dreng ur við hlið de Gaulle. Fjalla- sveitir franskra stóðu heiðurs- vörð á vellinum svo og sveitir hermanna. Starfsstúlkan hljóp til og náði í teppi og ætlaði að vefja fæt- ur forsetans, en hann ýtti henni til hliðar og hafnaði teppinu. í stúku hans var hins vegar hita- lampi, svo forsetinn ofkældist ekki. Brundage og de Gaulle röbb- uðu saman frjálslega meðan skrúðganga íþróttafólksins hófst. Fyrstir gengu Grikkir að venju og síðan hver þjóð undir sínum fána. Skrúðgangan var litskrúð- ug mjög, enda höfðu flestar þjóð ir lagt mikið upp úr búningi keppenda sinna. Síðastir komu Frakkar og var Islandsmet í há- stökki kvenna 1.50m Jón Þ. Ólafsson stökk 2.03 m Ágætur árangur náðist á innan- félagsmóti Í.R. og K.R. í Laug- ardalshöllinn sl. laugardag og setti Björk Ingimundardóttir frá Ungmennafélaginu Dagrenning í Borgarfirði, nýtt íslandsmet í hástökki kvenna. Stökk hún 1,50 m en gamla metið var 1,45 m og áttu Sigrún Sæmundsdóttir II.S.Þ. og Ingunn Vilhjálmsdótt- ir l.R. það. Árangur í öðrum greinum var og allgóður og þá einna helst hástökk Jóns Þ. Ólafssonar Í.R. en hann stökk 2,03 m og átti nokkuð góðar tilraunir við 2,05 m. í stangarstökkinu er að koma fram nýr stökkvari Guðmundur Jóhannesson ungur Snæfelling- ur, en hann hefur á mjög skömm um tíma náð lagi á trefjargler- stönginni og stökk hann nú 3,70 m. sem er H.S.H. met, fór hann þessa hæð í fyrstu tilraun sinni en reyndi ekki við hærra að þessu sinni vegna þess að hann leiti mjög utarlega á stökkdýn- una og rann af henni niður á golf, var mesta mildi að hann slasaðist ekki. í þessari millj- ónahöll íþróttamanna í Reykja- vík er mikil fátækt íþróttaáhalda og t.d. engar almennilegar stökk dýnur og væri ekki hægt að iðka iðka nein stökk nema fyrir það að Vallastjóri íþróttavald- anna í Reykjavík sýndi fjráls íþróttamönnum þá velvild, að lána þær dýnur sem hann hefur ráð á, en þær þyrftu að vera miklu fleiri til þess að full- gagn væri að. Vænta íþrótta- menn þess að á þessu verði ráðin bót og það áður en stór- slys hlýzt af. í Kúluvarpi var að vanda fremstur í flokki Guðmundur Hermannsson K.R. kastaði hann 16,80 m. annar varð Erlendux Vald'marsson, ÍR með 15,78 m, sem er persónulegt met og þriðji Jón H. Pétursson H.S.H. kastaði hann 14,90 m. fagnað mjög. Allir gengu fram- hjá stúku forsetans og forsetinn tók kveðju allra um leið og fylk ingarnar gengu framhjá. Alls tóku um 1500 manns þátt í skrúð göngunni. Dr. Albert Michallon, fyrrum borgarstj. í Grenoble bauð íþrótta fólkið velkomið og Brundage flutti ávarp og bað de Gaulle að setja leikana. Það gerði for- setinn á sama hátt og með sömu orðum og ævinlega eru notuð við slíka setningu. Þá kom franski listskauta- hlauparinn Alain Calmat með Ólympíueldinn, sem tendraður var í Grikklandi og fluttur til Frakklands, og borinn í nær 150 borgir á leiðinni til Grenoble. 30 þús. rósum var varpað úr þyrlum yfir völlinn, en rósir eru í borgarmerki Grenoble. Öll var setningarhátíðin, sem stóð í 3 stundir, hin hátíðlegasta og skrautlegasta. ------------------ \ UPP eru komnar hatrammar deilur í Grenoble, þar sem OLnefndin hefur lagt bann við þvi að skíðamenn notuðu skíði sem bæru áletranir framleiðenda þeirra. Alþjóðasambandið telur að ekki sé unnt að framkvæma þetta bann með svo stuttum fyrirvara og hafa fundahöld verið í allan gærdag, með að- eins hléi á meðan verið var að setja Olympíuleikana. Alþjóða skíðasambandið hefur komið með þá sáttatil- Iögu, að skíðamenn megi ekki bera skíði sín að verðlauna- pöllum eða í myndatökum fyrir dagblöðin. OLnefndin sat á fundi i gærkvöldi og átti að reyna að finna lausn málsins. — Margs þarf búið Framhald af bls. 21 hætti en einmitt hér hjá íslenzkum bændum. Mikils er vert að bændur kynni sér þessi mál eftir föngum. Geti einhver bóndi nýtt eitthvr.ð af því sem ég hefi hér sagt um þessa hluti, þá er vel. Og þó að ekki verði um meira að ræða, en að ein- hver bóndinn sem les þetta fari á stúfana að leita sér betri fræðslu á þessu sviði, þá er sannarlega betur af stað farið en heima setið. Ummæli sunnlenzka bóndans f Frey, í nóv, 1967 sýna ljóslega að margir bændur hafa mikinn áhuga á þessum framkvæmdamálum. Er ég í greinum þessum hefi rætt dá- lítið sérstaklega um mykjutæki frá Kyllingstað verksmiðjunum á Jaðri er það með fram sökum þess að ég tel hafa verið slysalega hljótt um þau. Síðastliðið sumar bar það við, að fjölmennur hópur ísl. bænda var á kynnisferð á Jaðri. Numið var staðar og matast á mátsölustað í sveitinni Klepp, næsta húsi við Kyllingstad verksmiðjurnar, götu breidd frá skrifstofu fyrirtækisins, en verksmiðjan var ekki skoðuð, né búvélar þær sem þar eru fram- leiddar. Forráðamenn verksmiðj unnar höfðu ekki hugmynd um fs- /lendingana, en hefðu auðvitað ver ið boðnir og búnir til að sýna þeim verksmiðjurnar, og ég er viss um að margir af bændunum hefðu haft töluvert gagn af því. Er ég reyni að kynna bændum sumt af því sem þeir sáu ekki á þessum stað, er það auðvitað ekki nema svipur hjá sjón. 10. janúar 1968 Árni G Eylands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.