Morgunblaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1968
11
Gibellina var falleg borg meíí gamaldags rómantískum götum. Nú er ekki hægt að komast
eftir götunum vegna rústanna.
að lögum um almannavarmr,
en þingið gerði aldrei neitt í
málinu. Nú erurn við að
gjalda þess.
Stjórnendur björg'unarmið-
stöðvarinnar miyndu hafa það
hlutverk að gefa yfirvöldum
viðkomandi staða ákveðnar
skipanir, og einnig að skipu-
leggja aðgerðir hjálparsveita
þar, svo sem slöbkviliðs, lög-
reglu og hjúkrunarsveita.
Þeir ættu líka að bera ábyrgð
á því að aðvaranir væru
sendar út. Um síðastnefnda
atriðið hefur verið deilt mik-
ið síðastliðinn hálfan mánuð,
en nú ihefur borizt sitaðfest-
ingá þeirri fullyrðingu Signor
Danilo's Dolcis, að aðvaranir
frá stjórnarvöldunum hefðu
getað bjargað mannslífum.
í Montevago, sem telur 3000
íbúa, fórust 200. í Gibellina
sem telur 6000 íbúa fórust
ekki nema 70. Hvers vegna?
í Gibellina stóðu yfir sveitar-
stjórnarkosningar þegar
fyrstu kippimir funduzt.
Stjórnendur bæjarins aflýstu
kosningunum og gengust fyr-
ir útilegu í fjallshlíðum, nokk
uð frá þorpinu.
í Montevago var ekkert
gert og fómarlömhin dóu í
rúmum sínum.
(Charies Foley,
Observer, Rome)
Angistar- og sársaukavein heyrðust víða úr rústunum í Mönte
vago og báru þess vitni, að margir voru grafnir lifandi. Þó
voru fleiri hljóðir.
Kistur eru þegar farnar að streyma til Montevago.
I
!
— Sumartíminn
Framhald af bls. 2
sumartímans yrðu varðveittir
eftir sem áður.
Til rökstuðnings því að taka
upp flýtta klukku á íslandi árið
um kring má ennfremur nefna
þetta:
1. Flýtt klukka gildir nú þeg-
ar meira en helming ársins (203
—210 daga).
2. Flýtta klukkan samsvarar
miðtíma Greenwieh, sem einnig
nefnist heimstími (Universal
Time, Temps Universal) og hafð
ur er til viðmiðunar í margs kon
ar alþjóðlegum viðskiptum. Til
dæmis má nefna, að í allri flug-
stjórn, innanlands sem utan, er
miðað við þennan tíma bæði sum
ar og vetur. Sama er að segja
um veðurathuganir og ýmsar
mælingar, sem gerðar eru að stað
aldri á rannsóknarstofnunum
hérlendis. Þeim aðilum, sem
þarna eiga hlut að máli, yrði að
sjálfsögðu mikið hagræði í því,
að sami tíminn væri notaður í
daglegu lífi, því að eins og nú
standa sakir, er sífellt hætta á
mistökum. Bretar eru að þessu
Minningarathöfn um Þórar- k
in Björnsson, skólameistara /
og kveðja fór fram í Mennta- J
skólanum á Akureyri á mánu \
dag, að viðstöddum nánustu
vandamönnum hins látna,
kennurum, konum þeirra og
nemendum Menntaskólans.
Eru myndirnar teknar þá.
önnur í Sal, þar sem Steindór
Steindórsson minntist hins
Iátna skólameistara, og hin
er sjöttu bekkingar báru kist-
una frá skólanum út að lík-
vagninum.
leyti í verri aðstöðu, þar sem
þeir verða að fórna því hagræði,
sem fylgir miðtíma Greenwich.
til að öðlast aðra kosti flýttrar
klukku.
3. Breytingin myndi færa ís-
land klukkutíma nær meginlandi
Evrópu í tíma, og er það veiga-
mikið atriði fyrir símasamband,
þar eð verulegur munur á vöku
tíma, og þá sérstaklega skrif-
stofutíma, dregur mjög úr nota-
gildi símasambandsins. Eftir
breytinguna í Bretlandi á næsta
ári verður tveggjá stunda tíma-
munur milli íslands og flestra
landa í Vestur- og Mið-Evrópu
að vetrinum. Af 7 stunda skrif-
stofutíma (9—12 og 13—17)
verða þá aðeins 4 stundir sam-
eiginlegar með íslandi og ná-
grannalöndunum, en þeim stund
um myndi fjölga í 5, ef flýtta
klukkan væri tekin upp hér allt
árið.
4. Dagsbirtan myndi nýtast
enn betur. Með núgildandi regl-
um ,um sumartíma hefur tekizt
að fækka myrkurstundum á
vökutíma um 8 af hundraði. Sú
tala hækkar í 11 af hundraði, ef
flýtt klukka er notuð allt árið.
Neikvæð áhrif breytingarinnar
myndu verða þau, að birting
yrði klukkutima síðar að morgn
inum að vetri til. Um lengra
skeið en ella yrði þá myrkur
þegar fólk fer í vinnu og böm
í skóla. Á móti því vegur, að
birtustundin færist yfir á síðari
hluta dagsins, þegar yngri böm-
in eru á leið úr skóla og umferð
og slysahætta mikil. Að öllum
líkindum yrði ávinningurinn því
meiri en tapið, hvað þetta snert
ir. Þess má geta, að í Bretlandi
er talið, að lenging birtunnar síð
degis geti dregið úr umferðar-
slysum. Hin mikla bílaumferð er
að sjálfsögðu atriði, sem ekki
þurfti að tillit til áður fyrr.