Morgunblaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 14
14 MOBGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRUAR 1968 Bergþór Pálsson Minning SÓLVHÓLSGATA 12 er stæði- legt gult steinlhús við sammefnda götu. Fyrir utan 'heimili foreldra minna ber ekki annað hús hærra í minni mínu þegar ég horfi um öxl til æskuáranna. Það var þar þegar ég fæddist — og það er þar enn. Langt fram eftir aldri lidu ekki svo margir dagar að ég gengi ekki upp stigann í þessu góða húsi — og þau ár sem ég sat á Landsbókasafninu var ég þar nálega daglegur gest- ut. Það hét að fara í kaffi til Dísu frænku og Begga. Að koma í eldhúsið til þeirra var eins og að koma í vin, svo góð var nær vera þeirra, blátt áfram og frið- sæl; umsvifin í Landssímanum og Landssmiðjunni á næsta leiti fóru einhvernveginn fram hjá gluggum þessa húss. Rússneskt máltæki segir að menn þurtfi að neyta saman margra kílóa af Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrun- ina með álpappírnum Enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4” J-M glerull og 2*4” frauð- plasteinangrun og fáið auk þess álpappír með! Sendum um land allt — Jafnvel flugfragt borgar sig. Jón Loftsson hi. Hringbraut 121. - Sími 10600. Akureyri: Glerárgötu 26. Sími 21344. salti til að kynnast hvor öðrum til hlítar. Við neyttum ekki mik- ils salts saman, Bergþór heitinn Pálsson og ég — en við drukk- um því fleiri kaffibolla saman, og ég faeld að ég hafi ekki kynnzt um dagana hrekklausari manni né dagfarsprúðari. Hann var eins og stórt kerti sem brann jöfnum óíhvikulumlogaoghlýjan var söm, favort held'ur nnaður hitti á hann skrafhreyfinn eða fámálan, því að hann var alltaf einhvernveginn með á sinn hjart- prúða 'hátt, þótt hann leggði stundum tfátt til mála — ein þeg- ar hann gerði það var það eins og tal gerist skynsamlegast og rammlega ígrundað. ÖU þessi ár sem ég var heimagangur í hús- inu sá ég hann aldrei skipta skapi né heldur heyrði ég hann leggja til nokkurs manns, þeir hlutk þykja ekki góð iatína með- al manna af gerð Bergþórs, og engan mann nema móðunafa minn hef ég séð leggja hurð jafngætilega að stöfum. Góð- lyndi Bergþórs ytfirskyggði svo annað í fari faans, að maður sá hann ekki einu sinni eldast — fremur en maður veitir athygli kertinu sjálfu — fyrir loganum, sem er samur og jafn, þar til hann skyndillega blaktir á skari. Og svo er einu ljési tfærra að lýsa upp líf þeirra sem lifa. Líf sumna manna er óslitin þjónusta sem aldrei spyr um gjald, svo hljóðlát að maður heyrir hana ekki fremur en maður heyrir lygna elfu; maður veit aðeiins og sér að 'hún streym- ir. Og eitt ljós kviknar af öðru. Kæmi maður á Sölvfaólsgötuna að kvöldi dags, eftir vinnutíma, sat Bergþór yfir skólafaókunum með börnum sínum — og síðar með fósturdóttur sinni, áður en hann gengi til náða. Bergþór lifði langan og strang- an vinnudag, um langt skeið var hann bílstjóri hjá Kveldúlfi og síðan starfsmaður fajá Eim- skipafélagi íslands. Hann kom fimrn bömum og einu fóstur- barni myndarlega á legg — og var þeim þannig faðir sem þeir geta beztir verið. Bergþór var eins og húsin sem standa baka til; einn dag upp- götvar maður þau og undrast og þykir vænt um þau upp frá því. Því að hægláti faúsbóndinn á Sölvhólsgötu 12 bar í brjósti þá menningu sem er allri menningu æðri: menningu hjartans; kynn- in við hann voru ein þeirra kynna sem kenndu mér að bera virðingu fyrir ófarotnu fólki. Hann — sem nú er allur — ggf allt afl handa sinna þeirri kyn- slóð sem er að erfa landið og krafðist einsikis í staðinn nema þess sem íegurst er að krefjast: vitundarinnar um hlutdeild í hinni faeiðarlegu helft þess mikla starfs sem kynslóð hans hefur unnið á þessari öld. Líf faans var líif í sæmd. Fyrir það votta ég minningu hans virðingu, og Þór- dísi konu hans og börnum djúpa samúð. Jóhannes Helgi- Sexfugur i dag: Sverrir Kristjánsson ÉG MUNDI of seint eftir sex- tugsafmæli vinar míns Sverris Kristjánssonar til þess að skrifa um hann afmælisgrein og er það bættur skaði, því að afmælis- skrif eru vond bókmenntagrein, þó að auðvitað séu til undan- tekningar eins og afmælisgrein- ar Sverris sjálfs. Ein ástæðan fyrir gleymsku minni er sú, að Sverrir er ekki eins tímabundinn og margir aðrir. Hann er bæði einn af mestu ritsnillingum okkar, sem nú eru uppi, og hann er líka hinn ágætasti 19. aldar höfund- ur, þegar svo ber undir og þá var skrifaður góður prósi. Enda er nítjánda öldin eftir- lætis vettvangur hans í sagn- fræði. Hann kann þar jafn vel við sig í hásölum borgaralegrar menningar Evrópu og þaklausri rómantísku Fjölnismanna. Það er ólán okkar og einhver þjóð- leg vanræksla ef hann fær ekki, vegna brauðstrits við kennslu, að beita kröftum sínum meir til rannsókna og sagnaritunar. Sextugt er sjálfsagt enginn aldur, þó að unglingum innan fimmtugs vaxi hann í augum. En það er gaman að horfa til framtíðarinnar með Sverri fyrir sér jafn hraustan, glaðan og skemmtilegan eins og hann er, hvað sem á dynur — og það jafnvel þótt sól bolsevismans kunni að vera tekin að sortna og skíni honum varla jafn heitt og fyrr. Kristján Karlsson. VlÐ vorum saman í Kaupmanna höfn nítjándu aldar. Ég hafði ekki þekkt hann fyrr en fund- um okkar bar þar saman. Ég hafði heyrt að hann væri komm únisti af guðs náð og gætti þess vandlega að einkaleyfi komm- únista á kenningum Stalíns lægju ekki á glámbekk. Og hann hafði gaman af að berjast við vindmyllur í líki ,,íslenzks auð- valds“. Hann átti sem sagt all- sæmilegan húmor í pokahorn- inu. En stundum kárnaðí gamanið. Hann skrifaði margt um gamla manninn frá Grúzíu, surnt atf gá- leysi. Og sumt skrifaði hann af rómantískri léttú'ð. Hann átti sér fasta aðdáendur og nokkurt klapplið. Hann stillti sér upp á sviðinu og hneigði sig. Þessari Vélvirki Vélvirki óskar eftir at- vinnu frá mánaðarmótum marz—apríl eða síðar. Er vanur viðhaldi þungaflutn ingabifreiða. Margt annað kemur til greina. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl. fyr ir laugard. merkt: „Reglu- samur 5284“. AUGLYSINGAR SÍMI SS*4«SO M. P. MIÐSTOÐVAROFNAR Sænsku Panel-ofnarnix frá A/B. Fellingsbro Verkstáder, eru ekki aðeins tæknilegt afrek, heldur einnig sönn heimilisprýði. Verð hvergi lœgra LEITIÐ TILBOÐA Einkaumboð: Hannes Þorsteinsson, heildverzlun Hallveigarstíg 10, sími: 2-44-55 hlið á honum kynntist ég einnig vel, þegar við hittumst aftur eft- ir Kaupmannahafnardvölina. Það var ekki í Bankastræti, heldur Bakarabrekkunni. Eða heima hjá Þórbergi. Eða í Þjóðviljan- um. Mér fannst stundum að hann hefði skilið eftir manneskjuna í gömlu Hafnarkránni þar sem ég las honum eitthvað af ljóðum fyrstu bókar minnar. En svo hef ég hitt hann á góðri stund, þá hef ég rekizt á manneskjuna í honum. Hann er sem betur fer ekki einungis upp- stoppaður fugl í pólitísku nátt- úrugripasafni samtíðarinnar. Á góðum stundum hefur hann ekki þurft neitt klapplið og því ástæðulaust að stilla sér upp á sviðinu — raunar engin þörf að vera annað en nítjándu aldar rómantíkus, í hæsta lagi sam- tíðarmaður Marx, fróður, góð- viljaður, skemmtilegur. Umfram allt nítjándu aldar maður. Það er sjaldgæfur eiginleiki. En Sverrir Kristjánsson á hann í ríkum mæli þegar hann er — hann sjálfur. Allt sem hann hefur bezt skrif að er sprottið úr þessari tilfinn- ingu, sem er djúp og sönn. Og nú sé ég að hann er einnig búinn að koma sér upp silfurbúnum staf. Hann fer vel við tóbaks- dósirnar og það umhverfi sem stendur hjarta hans næst. Hann hefur undanfarin ár, ásamt Tómasi Guðmundssyni, verið að sýsla við að sýna okkur hvernig hægt er áð blása lífi í dautt fólk og gleymda atburði. Eins og sagt sé við liðinn tíma: Tak sæng þína og gákk. Með von um að við fáum meira af þessu hlýja viðmóti og rækt við forn tíðindi sendi ég Sverri afmæliskveðju ó sextugs- afmælinu í dag, og þakka fyrir Höfn. Hvernig sem austræna sól- in veltist í hafróti Þjóðviljans eða tímariti Máls og menningar er þess að vænta að sól nítjándu aldar setjist aldrei í brjósti hans. Matthias Johannessen. Friðrik V. Björnsson læknir — Minning HINN 21. janúar sl. andaðist á I heimili síniu hér í borg, gamall og góður vinur minn og s'kóla- | bróðir, Friðrik V. Björnsson, læknir og fór útför hans fram frá kapellunni í Fossvogi 30. sama mánaðar. Er Friðrik hinn fjórði úr hópi okkar stúdentanna frá 1917, sem látizt hefur frá því í júlímánuði á síðastliðnu ári. Friðrik Björnsson var fæddur 12. júní 1896 að Gröf í Víðidal. Voru foreldrar hans Björn, bóndi þar, Gunnlaugsson og kona hans Miargrét Magnúsdóttir bónda í Holti á Ásum Péturssonar. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík vorið 1917, innritaðist um haustið sama ár í læknadeild Háskóla íslands og lauk þaðan fullnaðarprófi í laékn isfræði í júnímánu'ði 1922. Á ár- unum 1922—24 starfaði hann á Ríkisspítalanum í Kaupmanna- höfn. Frá því í júlí 1924 og fram í júnímánuð 1925, starfaði hann við Haukelandssj'úkrahúsið í Noregi og síðan við fæðingar- stofnunina í Árfaúsum í júlíimán- uði 1925. Hinn 5. janúar 1938 hlaut hann viðurkenningu sem sérfræðingur í faáls-, nef- og eyrnalækningum, en starfandi læknir var hann hér í borg frá því í oktöbermánuði 1925 og þar til hann fyrir um þremur árum hætti læknisstörfum, er hann kenndi þess sjúkdóms, er varð banamein hans. Við Friðrik urðum þegar á námsárum okkar í Menntaskól- anum góðir vinir og hélzt sú vin- áttta okkar alla tíð. Á þessum árum fór Friðrik ekki leynt með það að faugur hans stæði til lækn isfræðináms, enda átti hann ekki langt að sækja áfauga á þeim vís- indum, því að móðurbróðir hans var Guðmundur Magnússon læknir og prófessor í læknisfræði við Háskóla fslands, sem talinn var einn ágætastur læknir á landi hér á sínum tíma, og mót- aði mjög hina ungu læknakyn- slóð, sem naut handleiðslu hans og kennslu. Það kom og þegar í ljós, að Friðrik gekk að lækn- isfræðináminu með mikilli festu og atorku, enda útskritfaðist hann með góðri 1. einkunn. Og þegar hann, að loknu námi, hóf læknis- störf sín, gekk hann að þeim með sömu alúð og samvizkusemi og með þeirri virðingu fyrir starf- inu, sem er aðal allra góðra lækna. Árið 1939 faélt Friðrilk til Þýzkalands til þess að afla sér frekari þekkingar í startfsgrem sinni, ennfremur til Englands éir- ið 1933 og aftur til Þýzkalands árið 1937. Og oftar mun hann hafa farið utan í sama skyni. Þá er mér kunnugt um það, að Frið rik fylgdist mjög vel með nýj- ungum í sérgrein sinni, las mik- ið erlend vísindarit um þau efni allt til hins síðasta. Friðrik Björnsson var maður fremur dulur og falédrægur, tal- aði lítið um sjálfan sig og hafði enn minni tilihneigingu til að hnýsast í annarra mana hagi um- fram það sem leiddi af læknis- stönfum hans. En í hópi kunn- ingja og vina var hann glaður og reifur og með gamanyrði á vör- um. Og þó hann flíkaði því ekki, vissu þeir, sem þekktu hann bezt, að hann átti einnig hugðar- efni utan fræðigreinar sinnar og ræddi þau af þekkingu og skiíln- ingi þess manns, er farýtur við- fangsefnin til mergjar. Því var jafnan skemmtilegt að faitta Frið- rik að máli, jafnvel þótt aðeins væri á förnum vegi. Friðrik kvæntist aldrei, en bjó með systkinum sínum, lengst af í húsinu nr. 25 við Skólavörðu- stíg. Af systkinum hans eru nú aðeins tveir bræður hans á lífi, Guðmundur M. Björnsson faeild- sali og Björn bókbindari. Við samstúdentar Friðrilks vottum þeim af alhug samúð okkar um leið og við minnumst faans með þökk fyrir góða vináttu og sam- fylgd um meira en háilfrar ald- ar skeið. Sigurður Grímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.