Morgunblaðið - 07.02.1968, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1968
MARY ROBERTS RINEHART:
SKYSSAN MIKLA
væri. — Ég ætla að leggja fyrir
yður eina spurningu, sagði hann.
— Ef þér segið satt, getur það
sparað yður mikil vandræði síð-
ar meir: Vissd konan yðar um
nokkuð, sem gerði hana hrædda
við að verða myrt? Hann glotti.
Ég ætla að s'leppa yður í bili,
sagði hann og var ekki óvingjam
legur á svipinn. Segjum, að hún
hafi ekki verið hrædd við yður,
heldur ein'hvern annan? Hafið
þér nokkra bugmynd um, hver
það hefur getað verið eða hvers
vegna?
— Nei, ekki annað en það, að
hér höfðu þegar verið framdir
tveir glæpir. I>að hefði getað
hrætt hvern kvenmann.
Þeir létu þetta nægja. Jim fór
í skrifstofuna sína að bíða eftir
skeyti, sem var ekki komið, og
Hopper fór að hitta saksóknar-
ann, sem var bálvondur.
— Það er eins og sannanirnar
gegn Stoddard séu orðnar eitt-
hvað götóttar, lauk hann máli
sínu, eftir að hafa sagt alla sög-
una. — Ég mætti verjendunum á
harðaspani til Beverley. Hverju
viljið þér veðja, að þeir ætli
ekki að gera ákæruna að engu?
— Hvað kemur þetta morð
Stoddard við? Tony Wainwright
vill losna við konuna sína, og
gerir það. Það liggur í augum
uppi.
— Það er nú samt óheppilegt
að gera það við dyrnar heiima hjá
sér. Aðrir staðir hefðu getað ver-
ið heppilegri.
— Kannski kirkjugarðurinn?
sagði Stewart.
37. kafli.
Ég hafði enga hugmynd um,
hvað gerðist þennan dag. Tdny
hringdi tvisvar til þess að spyrja
ungfrú Mattie, hvernig mér liði,
en ég hafði enga bugmynd am
viðræðurnar í Klaustrinu hjá
Dwight Elliott, Brander Jones
og Tony — heldur ekki um lík-
skoðunina, sem sýndi, að Bessie
hafði verið myrt með höfuð-
höggL Þegar fingraför voru tek-
in af litlu skammbyssunni, voru
þar engin nema hennar eigin.
Og ekki hafði verið skotið úr
henni. Á hurðarlásnum í vestur-
dyrunum voru aðeins fingraför
hennar og Reynolds. Það leit
helzt út fyrir, að á hana hefði ver
ið ráðizt um leið og hún kom út
úr dyrunum.
Það sem ég var orðin vísari
um, klukkan sex þennan dag, var
aðeins úr blöðunum. Því var vit-
anlega heldur betur siegið upp:
„Þriðja morðið í Klaustrinu.
Kona ungs millljónara myrt“ —
var nokkurnveginn meðaltalið
af fyrirsögnunum. Hvergi var
Tony beinlínis sakaður um morð-
ið, en næstum öll blöðin drápu
á ósamkomulag miUi þeirra
hjónanna. Ég heyrði seinna, að
Jim Conway hefði safnað sam-
an blaðamönnunutm i skrifstofu
sína og sagt þeim hreinlega, að
^eir hefðu enga hugmynd um,
hver morðið hefði framið. — Við
höfum ekki fundið neitt vopn.
Þið getið vitanlega sagt, að við
vonumst til að geta handtekið
einhvern bráðlega, en svei því ef
ég veit, hver það verðlur. Þið
þurfið ekki að segja þetta, nema
þið viljið fá nýjan lögreglustjóra
hérna í Beverley, en svona er
þetta nú.
Hann fór með þá í hótelið og
pantaði engiferöl handa þeim, og
þeir urðu heldur kindalegir á
svipinn, þangað til hann kom
með flösku með einhverju sterk-
ara, þá lifnaði yfir þeim.
— Eruð þið þá einskis vísari,
lögregilustjóri?
— NeL við vitum ekkert.
Hvers vegna farið þið ekki sjáilf-
ir að leita að vopninu. Sá, sem
gerði þetta, hefur ekki farið
langt með það.
Útkoman af þessu varð sú, að
hópur kátra blaðamanna fór að
leita þarna í kring, í skógi og
skurðum, og jafnvel á svæði
sveitaklúbbsins. Rétt fyrir myrk
ux kom einn þeirra í skrifstof-
una til Jirns og bar eitthvað,
vandlega vafið í dagblað. Hann
tók utan af því og beið.
— Það vatr í skurðinum bak
við þetta svokallaða leikhús. Það
gæti verið þetta, ekki satt?
Og það hefði það getað, enda
þótt það væri vandlega strokið.
Jim leit á það. Þetta var
Búddalíkneski úr kopar, mjög
þungt, og Jim hafði góða hug-
mynd um, hvaðan það kæmi. En
hann breytti þó ekkert svip.
— Hafið þér séð þetta áður?
spurði blaðamaðurinn, og horfði
á hann.
Jim brosti. — Það er allt fullt
af svona myndum ailsstaðar,
sagði hann. Hvaða heimili á ekki
svona feitan Búdda nú á dögum.
— Hvað viljið þér veðja miklu
uppá, að hann sé ekki úr Klaustr
inu sjálfu. Ég heyri sagt, að þar
sé einhvers konar kínverskt her-
bergi, er það ekki?
— Það þarf ékkert kínverskt
herbergi til þess að hafa eina
svona mynd. Sjálfur á ég tvær
— það eru bókastoðir, bætti
hann við, er hann sá glottið á
piltinum. — Þér getið sjálfur
fengið að sjá þær. Þær eru áreið
aniega á sínum stað.
78
Þegar hann var orðinn einn,
hringdi hann til Reynolds og
hann kallaði aftur á stofustúlk-
una. Og þegar hann kom aftur
var röddin vandræðaleg.
,— Það er ein farin, sagði
hann, — og hún veit ekki, hve-
nær hún hefur horfið. Hún seg-
ist ekki hafa séð hana í einar
tvær eða þrjár vikur. Það er allt
fullt af þessu drasli og stundum
er það flutt til.
Jim var í bágu skapi þetta
kvöld. Hann þóttist vita sig
vera á réttu spori, en morðið á
Bessie kom bara ekki heim við
það, sem hann vissi þegar. Hann
fór jafnvel að láta sér detta í
hug, hvort hér væri um tvenns
konar morð að ræða, eitt eða
jafnvel tvö að yfirlögðu ráði,
en morðið á Bessie frami í reiði-
kasti. En hann gat ekki leynt
Búddamyndinni — sízt nú þegar
ungur og ákafur blaðamaður var
þegar farinn að skrifa um hana.
Hann kallaði á Ropper og
sagði honum alla söguna. — Það
er engin vafi á, hvaðan hún er
komin, sagði hann. — Ég er bú-
inn að ka.lla á brytann og eina
stúlku hingað og þau þekkja
hana bæði.
— Sést nokkuð á benni?
— Nei, hún er tandurhrein.
Hopper talaði við einhvern
sem snöggvast. en kom síðan aft
ur í símann. — Það er betra að
koma með hann Wainwright. Sak
sóknarinn vill víst hafa tal af
honum. Komdu líka með þetta
.....hvað það nú heitir.......
en segðu honum ekki af því.
Þetta var saga, sem endurtók
sig: fyrst Bill, síðan Julian og
nú Tony. Allsstaðar sterkar lík-
ur, sama þokan kring um at-
burðina, sömu mennirnir að yfir-
heyra á víxl. Tony var þreytt-
ur. Hann bað um að fá lögfræð-
inginn sinn, en þeir sögðu hon-
um, að þetta væru bara smáat-
riði, sem þeir þyrftu að fá upp-
lýst. Og þegar þeir loks sýndu
honum Búddamyndina, leit hann
varla á hana.
— Hafið þér nokkurn tíma séð
þetta áður?
Hann leit á hana. — Hún er
kannski úr húsinu ,en annars
veit ég það ekki,
— Hvaðan úr húsinu?
— Líklega úr kínver&ka her-
berginu. Annars gæti hún ver-
ið hvaðan sem vera vill.
' — Hún hefur ekki verið í
hendinni á yður, þegar konan
yðar gekk úr úr dyrunum og
þangað sem hún fannst?
Hann stirðnaði upp. — Er það
þetta, sem varð benni að bana?
—. Það erum við sem spyrjum,
hr. Wainwright.
Ef þeir hafa vænzt þess, að
hann félli saman, þá urðu þeir
fyrir vonbrigðum. Þeir fengu
hann samt til að játa, að hjóna-
band hans hefði verið misheppn-
að. Og hann játaði, að hann hefði
fengið spæjara frá New York, til
þess að fylgjast með ferðum
Bessie. Hann hafði eikkert langað
til þess, en hins vega-r hafði
Bessie verið að gefa í skyn, að
hún vissi um eitt'hvað, sem móð-
ur hans gæti verið til foráttu.
Hann hafði orðið að láta hart
mæta hörðu.
— Hvað var þetta, sem hún
vissi um móður yðar?
— Hvað ætli hún hafi getað
vitað um hana? Allir, sem þekktu
móður mína, vissu vel, að hún
hafði aldrei neitt illt aðhafzt á
ævi sinni.
Þeir héldu honum ekki eftir,
ekki einu sinni sem áríðandi
vitni. Þeir vissu, að þeir mundu
ékki geta haldið honum, sem
neinu næmi, svo að þeim fannst
þá eins gott að sleppa honum,
þetta kvöld. Reyndar var nú
komið fram á morgun, þegar
þeir Jim óku út til Beverley og
Tony svaf nokkuð af leiðinni,
vegna þess, að hann var alveg
orðinn uppgefinn. Hann valknaði
samt, þegar Jim beygði inn á
brautina að Klaustrinu og dró
úr ferðinni.
— Sjáðu til, Tony. Þú hlýtur
að hafa einhverja hugmynd- um,
hvað það var, sem Bessie vissi.
—• Það hef ég ekki. En hún
kann að hafa haldið, að ég hefði
það.
— Og þessvegna læsti hún að
sér?
— Já, þessvegna læsti hún að
sér, sagði Tony og steig út úr
bílnum, slituppgefinn.
Ég fór aiftur í Klaustrið þenn-
an nuorgun. Tony og Elliott voru
þar báðir, en ég hitti hvorugan.
Samt var ég fegin að hafa far-
ið. Starfsfó'lkið var allt miður sín.
Frú Partridge var farin í rúm-
ið. í eldhúsinu hafði Pierre ógn-
að stúlkunum með hnífi og þær
höfðu flúið æpandi. Si'lfrið var
ófægt, aska ennþá í arninum, og
athaifnaleysi og ringulreið ríkti
hvarvetna.
Til þess að koma þessu í lag,
kallaði ég allt fólkið saman og
talaði yfir því fá orð í fullri
meiningu. Þið skuluð annað
hvort vera við ykkar verk, eða
þá þið getið farið, var að'alefni
þessarar ræðu mínnar, en svo
brá við, að hún haifði sín áhrif,
mér til mestu furðu. FóLkið
þurfti ekki annað en fyrirskipan
ir og þær var ég nú að gefa því.
En hver sem hefur staðið and-
spænis tuttugu manns og gefið
öllum dauðann og djöfulinn, mun
geta sktlið, hvernig mér leið, að
BLAÐ6URÐARF0LK
OSKAST
í eftirtalin hverfi
Lambastaðahverfi.
Talid v/ð afgreiBsluna i sima 10100
JHMgmtMfifetfr